Morgunblaðið - 31.10.2012, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 31.10.2012, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 2012 Viðskiptavinir Kjaran eru lítil og stór fyrirtæki, stofnanir og prentsmiðjur sem eiga það sameiginlegt að gera kröfur um gæði og góða þjónustu. bizhub C35 er sannkallað fjölnotatæki bizhub C35 er prentlausn sem hentar flestum fyritækjum. Prentari, ljósritunarvél, faxtæki og skanni í einu nettu tæki sem prentar 30 blaðsíður á mínútu, hvort sem er í svart-hvítu eða lit. Kynntu þér rekstrarkostnaðinn því hann kemur á óvart. Þú þarft ekki annað tæki en bizhub C35. Verð: 379.900 kr. Konica Minolta fjölnotatækin eru margverðlaunuð fyrir hönnun, notagildi, umhverfisvernd og áreiðanleika. Síðumúla 12 - 510 5520 - kjaran.is Vefðu þig hlýju Ábreiða úr hinni einstöku íslensku ull gerir hverja stund hlýja og notalega... Sjá sölustaði á istex.is Flokksmaskínan hefur verið ræst og er beint að mér, sem hef verið sjálfstæð- ismaður í hátt í hálfa öld. Þetta er fyrir þá sök að ég hef boðið fram starfskrafta mína í SV-kjördæmi, þar sem formaður flokksins er fyrir. Varaformaður flokks- ins reið á hylinn sl. föstudag. Í dag, þriðjudag, er það formaður SUS og hittir á vaðið. Sést nú að þeir gusa mest sem grynnst vaða. Í reglum flokksins um prófkjör er þátttakendum bannað að reka áróður undir merkjum flokksins. Grein varafor- manns er samt hiklaust birt á x- d.is. Alvöru atvinnulíf Formaður SUS skilur ekki hvað ég meina með því að menn hafi staðið með annan fótinn í við- skiptum en hinn inni á Alþingi. Ef alþingismaður er samhliða þeim störfum í stjórnum fyrirtækja, þá er hann með annan fótinn í við- skiptum en hinn inni á Alþingi, auðskilið ekki satt? Hann hefur áhyggjur af því að ég telji fólk í atvinnulífi vera glæpamenn. Hug- takið viðskiptalíf er víðtækara en hugtakið atvinnulíf. Atvinnurek- endur leggja eigið fé í fyrirtæki og skapa öðrum atvinnu. Þaðan kem- ur vöxtur og velsæld, það sem til skiptanna er eykst. Hluti við- skiptalífsins er af öðrum toga, oft nefndur „spákaupmennska“. Hún eykur hvorki vöxt né velsæld, reynt er að ná í auð sem aðrir hafa skapað. Neytt er forréttinda og spilað með annarra manna fé. Verði gróði er hann greiddur af al- menningi og sjóðum hans. Verði tap er það greitt af lánþegum og sparifjáreigendum, almenningi, sem útlánatap banka. Almenningur er líka nefndur kjós- endur. Spákaupmenn eru ekki glæpamenn en þeim ber ekki sama virðing og at- vinnurekendum. Alvöru atvinnurekendur Þá segir formaður SUS: „Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins má ekki eingöngu vera skipaður fólki sem hefur alltaf haft atvinnu af stjórn- málum, heldur þurfum við fólk sem hefur náð árangri á ólíkum sviðum samfélagsins, svo sem í at- vinnulífinu, menningu og fræðum.“ Þetta er hárrétt hjá formanni SUS. Þess vegna lagði ég til í Mbl. grein að flokkurinn setti reglur, í því skyni að einmitt slíkt fólk gæti komið að málum á trúverðugan hátt: „Aðeins algjör aðskilnaður stjórnmála og viðskipta skapar trúverðugleika. Formaður Sjálf- stæðisflokksins þarf að íhuga þetta því sameining stjórnmála- og við- skiptaarma Engeyjarættarinnar í einum manni er ekki trúverðug. Í ljósi þátttöku formannsins í stjórn- um hlutafélaga í aðdraganda hrunsins er það ljóst. Stjórn- armenn í hlutafélögum bera ábyrgð, fram hjá því verður ekki litið“. Slys felst í að formaður flokksins var samtímis alþing- ismaður og í stjórn hlutafélaga sem ollu útlánatöpum. Því fáum við ekki breytt, en verðum við ekki að læra af mistökum? Alvöru reglur Ennfremur sagði í grein minni „eftirfarandi eru drög að texta sem vinna mætti nánar með og taka síðan upp í Skipulagsreglur Sjálfstæðisflokksins á næsta Landsfundi: Þingmönnum og ráð- herrum flokksins er óheimilt að starfa hjá eða fyrir fyrirtæki, t.d. sem stjórnarmenn, nefndarmenn eða ráðgjafar. Þeim er óheimilt að gerast meðeigendur eða þátttak- endur í atvinnurekstri eða gegna öðrum störfum en þeim sem sam- rýmast setu á þingi og störfum í ríkisstjórn, að mati miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins. Eignarhluti og hagsmuni sem hann hefur öðl- ast fyrir kjör til Alþingis er honum heimilt að vista í sérstakri fjár- vörslu á meðan, í því skyni að eignin varðveitist, en sé án áhrifa hans og afskipta.“ Þetta síðasta er að amerískri fyrirmynd. Aug- ljóslega þarf að vinna nánar með textann og miðstjórn þarf að líta eftir, túlka og framfylgja regl- unum. Dæmi formanns SUS um ýmsan smárekstur eru málefnaleg, en þau mega ekki verða til þess að ekki verði tekið á vandanum. Þau drög sem liggja fyrir á x-d.is eru til þess fallin að menn geti haldið áfram iðju sem grefur undan trausti. Við þurfum alvöru reglur. Formaður SUS veit að „gagnsæi“ nær ekki inn í óskráð hlutafélög og banka, svo augljós dæmi sé nefnd. Framtíðin er í húfi Ég þakka flokksmaskínunni fyr- ir endurtekin tilefni til að kynna sjónarmið mín á síðum Mbl. Miss- um ekki sjónar á því að á næsta kjörtímabili verður Ísland byggt upp undir forystu Sjálfstæð- isflokksins. Flokkurinn hlýtur að ganga trúverðugur til næstu kosn- inga. Framtíðin er í húfi. Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur alvöru atvinnulífs Eftir Ragnar Önundarson »Hluti viðskiptalífsins er af öðrum toga, oft nefndur „spákaup- mennska“. Hún eykur hvorki vöxt né velsæld, reynt er að ná í auð sem aðrir hafa skapað Ragnar Önundarson Höfundur er frambjóðandi til 1. sætis í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í SV- kjördæmi. Waage og fræddi hann okkur um staðinn. Veður hélst áfram hið feg- ursta, Eiríksjökull og Baula skört- uðu sínu fegursta og ég minntist vikuferðar, sem við Fáksfélagar rið- um Húsafellshringinn sumarið 1968 og riðum hringinn í kringum Strút. Þá rifjaðist upp vísa sú er vaktmað- ur á fjárkláðavakt orti á miðri 19. öld en talið er að hann hafi verið Sig- urður Eiríksson hagyrðingur, sem lengi var vinnumaður í Kalmanns- tungu: Lyngs um bing á grænni grund glingra og syng við stútinn. Þvinga ég slyngan hófa hund hring í kringum Strútinn. IV. Ég er afkomandi Egils Skalla- grímssonar í 29. lið og þykir mér ákaflega vænt um Mýrarnar, en fimm afasystkini mín bjuggu í Álfta- neshreppi, Sesselía á Grenjum, Hall- grímur á Grímsstöðum, Guðný á Valshamri, Sveinn á Lambastöðum og Marta María á Álftanesi. Har- aldur Níelsson afi minn gerðist ekki bóndi heldur lagði fyrir sig lang- skólanám og varð prófessor í guð- fræði við Háskóla Íslands. Því lýk ég þessari ritsmíð með tilvitnun í loka- erindi ljóðs Gríms Thomsen um Helgu fögru: Ættgeng er í Egils kyni órofa tryggð við forna vini vér höfum aldrei getað gleymt Höfundur er lögfræðingur. Altaristafla Collingwood í kirkjunni á Borg á Mýrum. Ljósmynd/Jón Hrólfur Sigurjónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.