Morgunblaðið - 31.10.2012, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 31.10.2012, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 2012 Krúsaðu frítt í eitt ár *Upphæð inneignarkortsins er 260.000 kr. sem samsvarar 1.000 lítrum á núverandi verði. **Meðalakstur miðað við fólksbíl (bensín), árið 2011, samkvæmt Umferðarstofu. 1.000 LÍTRAR INNIFALDIR* Cruze LTZ bsk. 4d | Verð aðeins 3.190 þús. Aðein s örfáir bílar eftir! Tangarhöfða 8 • 590 2000 | Njarðarbraut 9 • Reykjanesbæ • 420 3330 | Bílaríki • Glerárgötu 36 Akureyri • 461 3636 | www.benni.is Þegar þú kaupir Chevrolet Cruze færðu 1.000 lítra* inneignarkort með hágæða Shell V-Power bensíni. Miðað við um 12.200 km** akstur á ári má segja að þú akir frítt í eitt ár. Chevrolet Cruze er áberandi glæsilegur og hlaðinn staðalbúnaði BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Hera ÞH 60 verður væntanlega fyrsti báturinn sem heldur til rækjuveiða á Skjálfandaflóa í meira en áratug. Rækjuveiðar hafa ekki verið leyfðar þar síðan í lok síðustu aldar þar til nú að gefin voru út þrjú leyfi til veiða á tæp- lega 400 tonnum. „Við hefðum sennilega farið út í þessari viku, en það spáir ekki vel, svo ég reikna ekki með að við kíkj- um á þetta fyrr en eftir helgi,“ segir Jón Hermann Óskarsson, skipstjóri á Heru ÞH. „Það hefur margt breyst síðan rækja var veidd hér um aldamótin og nú eru ekki lengur neinar verksmiðjur á svæðinu. Við höfum landað úthafs- rækjunni okkar hjá Kampa á Ísa- firði og finnst líklegt að við verðum áfram í viðskiptum við þá og rækj- an verði keyrð vestur.“ Rækjubætur minnkuðu höggið Hann segir að á ýmsu hafi geng- ið hjá mönnum frá því að veiðar voru bannaðar á Skjálfanda. Rækjubætur hafi þó minnkað höggið, sérstaklega framan af, en þær hafi minnkað smátt og smátt. Þorskkvóti hafi hjálpað einhverjum en þeir hjá Flóka, sem er útgerð Heru, hafi endurnýjað bátakostinn og stundað veiðar á úthafsrækju, síðustu vikur meðal annars fyrir utan línu úti fyrir Skjálfanda. Hluta af úthafsrækjunni hefur verið landað á Húsavík og keyrt með hana til vinnslu annars stað- ar. Þokkalegt verð hefur fengist fyrir rækjuna undanfarið og á þessu ári, þegar flestar fiskteg- undir hafa lækkað í verði, hefur spurn verið eftir rækju og verð haldið velli, að sögn Jóns Her- manns. „Við höfum fylgst vel með þró- uninni í Skjálfanda og síðustu misseri hefur rækjan verið að síga jafnt og þétt upp á við. Það er mikið fagnaðarefni að nú skuli veiðar leyfðar að nýju,“ segir Jón Hermann. Líklega verða fimm í áhöfn Heru. Síðast þegar rækjuveiðar voru leyfðar á Skjálfanda var Óskar Karlsson, faðir Jóns, með 60 tonna trébát á rækjunni. Hann hætti skipstjórn í fyrravetur og Jón Hermann tók við bátnum. Fram- kvæmdastjóri fjölskyldufyrirtæk- isins Flóka er hins vegar Ósk Þor- kelsdóttir móðir Jóns og eiginkona Óskars. Nafnið á bátnum er sótt til Heru, móður Óskars og ömmu Jóns Hermanns. Auk Heru er Haförn ÞH 26 með leyfi til að veiða þriðjung rækju- kvótans í Skjálfanda, en þriðja leyfið er í eigu Byggðastofnunar. Byggðastofnun selur leyfi Óskað var tilboða í leyfið í byrj- un mánaðarins og bárust tólf til- boð. Samkvæmt upplýsingum frá Byggðastofnun var Sjóstangaveiði- félag Húsavíkur ehf. hæstbjóðandi og er verið að ganga frá sölu á leyfinu til félagsins. Það tengist Gentle Giants-hvalaskoðunarfyrir- tækinu, en einnig útgerð nokkurra minni báta á Húsavík. Á vef Hafrannsóknastofnunar er greint frá niðurstöðum árlegrar stofnmælingar á rækju á grunn- slóð vestan- og norðanlands. Um Skjálfanda segir að stofnvísitala rækju hafi verið svipuð og haustið 2011, en þá hafði stofnvísitalan hækkað töluvert frá fyrri árum og sé nú yfir meðallagi. Hlutfall ung- rækju hafi verið lægra en í fyrra. Vísitala rækju í Axarfirði hækkaði töluvert frá fyrri árum, en stofninn hefur verið í lægð og ekkert verið veitt úr honum síðan 2002. Mikið var af ungrækju og þar sem rækjan er mjög smá í Axarfirði er lagst gegn veiðum þar. Fagnaðarefni að fá að veiða rækju  Fyrsti báturinn væntanlega til rækjuveiða í Skjálfandaflóa í næstu viku eftir bann í meira en áratug  Rækjunni keyrt frá Húsavík til vinnslu annars staðar þar sem ekki eru lengur verksmiðjur á svæðinu Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Hera ÞH 60 Eftir margra ára bið fá þrír bátar leyfi til veiða á innfjarðarrækju í Skjálfanda í vetur. Brautryðjendur í rækjuveiðum og vinnslu hér á landi voru þeir Simon Olsen og Ole G. Syre frá Karmöy í Noregi. Þeir stunduðu tilraunaveiðar á kampalampa, eins og rækjan var í fyrstu nefnd, á þriðja ára- tug síðustu aldar, en árið 1934 hófu þeir fyrir alvöru rækjuveið- ar í Ísafjarðardjúpi og gerðu út frá Ísafirði. Í samstarfi við fleiri stofnuðu þeir á þessum árum félagið H.f. Kampalampi í þeim tilgangi að stofnsetja rækju- verksmiðju. Veiðar á kampalampa NORSKIR FRUMKVÖÐLAR Eftir góða vertíð í fyrra voru það Ís- firðingum mikil vonbrigði að rækju- veiðar skyldu ekki leyfðar í Ísafjarð- ardjúpi í vetur. Þeir fara fram á meiri rannsóknir og binda vonir við að tog rannsóknaskipsins Drafnar á rækju- slóð í Djúpinu síðastliðinn föstudag gefi tilefni til að heimila veiðar. Hjá Hafrannsóknastofnun fengust þær upplýsingar í gær að verið væri að vinna úr þeim viðbótargögnum, sem Dröfnin hefði aflað fyrir helgi. Fundur yrði haldinn með hags- munaaðilum á Ísafirði á mánudag þar sem farið yrði yfir mælingar haustsins, niðurstöður og rök fyrir ákvörðunum stofnunarinnar. Guðmundur Konráðsson, skip- stjóri á Ísafirði, sagði í gær að rækju- sjómenn á Ísafirði vildu miklu meiri rannsóknir á rækju í Djúpinu. Full ástæða væri til að fara rækilega yfir rækjuslóðina eftir eina til tvær vikur. Niðurstöður leiðangursins í haust væru í litlu samræmi við það sem menn sáu í fyrravetur. Helst þyrfti að gera slíkar rannsóknir einu sinni í mánuði. Hann sagðist alls ekki vera úrkula vonar um að rækjuveiðar yrðu leyfð- ar í Ísafjarðardjúpi í vetur. Ekki hægt að kvarta Aðeins er leyfð veiði á innfjarð- arrækju á tveimur svæðum í vetur, en auk Skjálfanda má veiða 450 í Arnarfirði. Fjórir bátar hafa leyfi til veiðanna þar, þrír frá Bíldudal og einn frá Þingeyri. Allir eru þessir bátar í viðskiptum við Kampa á Ísa- firði og á heimasíðu fyrirtækisins kemur fram að Bíldudalsbátarnir lönduðu 21 tonni á fimmtudag, fyrsta dag vertíðarinnar. Vel aflaðist einnig á föstudag og mánudag og útlitið var gott í gær þegar haft var samband við Björn Magnús Magnússon, skip- stjóra á Brynjari BA, um hádeg- isbilið. Þeir voru þá að draga á Borgar- firði innst í Arnarfirði og veðrið var ekki farið að setja strik í reikninginn. „Þetta hefur gengið mjög vel frá því að við byrjuðum í síðustu viku. Það eru um 250 stykki í kílói og það er ekki hægt að kvarta þegar maður landar 5-6 tonnum,“ sagði Björn. Hann sagðist reikna með að kvótinn entist fram í mars, en það færi þó eft- ir gæftum og aflabrögðum. Fimm verksmiðjur Fimm rækjuverksmiðjur eru starfræktar á landinu. Þær eru á Siglufirði, Sauðárkróki, Hólmavík, Ísafirði og Grundarfirði, en á sumum þessara staða er ekki unnið á fullum afköstum. Minna mun hafa verið flutt inn af rækju í ár en síðustu ár, t.d. frá Noregi og Kanada. Vilja frekari rækjurannsóknir í Ísafjarðardjúpi  Rækjuvertíð byrjar vel í Arnarfirði Morgunblaðið/Ómar Byrjar vel Björn Magnús Magnús- son og Jón Hákon Ágústsson róa á Brynjari BA frá Bíldudal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.