Morgunblaðið - 31.10.2012, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 31.10.2012, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 2012 ✝ Baldur HreinnGuðjónsson fæddist á Brimnesi á Langanesi 30. jan- úar 1937. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík, deild H-2, 23. október 2012. Baldur var sonur hjónanna Guðjóns Helgasonar, f. 17. desember 1876, d. 15. október 1955, og Guðrúnar Guðbrandsdóttur, f. 18. janúar 1893, d. 11. júlí 1990. Systkini Baldurs eru: Fanney, f. 6.11. 1910, Klara, f. 23.12. 1914, d. 16.6. 1991, Hulda, f. 7.12. 1922, Una, f. 2.8. 1924, d. 12.5. 2009, Baldur (látinn), Bryndís, f. 14.10. 1934, Gunnar, fósturbróðir, f. 31.3. 1931, d. 7.9. 2008. Sambýliskona Baldurs var Hrafn- hildur Tyrfings- dóttir, þau slitu samvistum. Dóttir þeirra er Bryndís Ýrr, f. 1.1. 1976. Hún á þrjár dætur: Gyðu Mjöll, Júlíu Sól og Árnýju Ósk. Fósturdóttir Bald- urs er Hrafnhildur Thorarensen, f. 10.08. 1971, sonur hennar er Reynir Örn. Baldur var sjómaður alla starfsævina. Baldur dvaldi heilsu sinnar vegna síðustu árin á Hrafnistu í Reykjavík, deild H-2. Útför Baldurs fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju í dag, 31. október 2012, og hefst athöfnin kl 13. Það er gott að minnast æskuára á Langanesi. Í minningunni var alltaf hlýtt og sléttur sjór. Og snjóaþungir vetur. Baldur bróðir minn óx upp úr þeim jarðvegi og hann var ekki hár í loftinu þegar hann fór að stunda sjóinn. Strax sem ungur drengur varð hann heillaður af hafinu enda varð sjó- mennska hans ævistarf. Hann þótti hamhleypa við vinnu og var eftirsóttur starfskraftur. Baldur sótti sjóinn víða um land, en hann reri lengi út frá Þórshöfn. Hann átti alltaf athvarf hjá systrum okk- ar, Unu og Klöru, en á Þórshafn- arárunum bjó hann lengst af hjá Unu og Friðjóni. Einnig var hann heimagangur hjá mér á þeim ár- um. Honum þótti gott að líta við í kaffi og spjall og heilsa upp á móð- ur okkar. Hann var ástríkur sonur og sýndi henni mikla natni. Líf Baldurs var ekki alltaf dans á rósum. Hin síðari ár læsti illvíg- ur sjúkdómur klónum í hann og dró úr honum allt þrek. Hann varð heimilisfastur á Hrafnistu og hlaut þar góða umönnun. Vil ég þakka því góða fólki sem sinnti honum þar. Að öðrum ólöstuðum ber þó helst að þakka Hafdísi og Bóa fyrir einstaka umhyggju fyrir frænda sínum. Sérstaklega hefur Hafdís sýnt Baldri mikla ræktar- semi og kærleika sem ber að þakka. Nú hefur andi Baldurs bróður míns losnað úr fjötrum veiks lík- ama og haldið á hin sólríku og gjöfulu mið. Hann hefur sjálfsagt verið hvíldinni feginn. Nú leggur þú á hinn ljósa vog, sem liggur á milli stranda. Þér verður fagnað af vinum, þar sem verðir himnanna standa, sem alkomnum bróður, úr útlegð, heim af eyðimörk reginsanda. En þín við minnumst með þökk í hug sem þess sem við líkjast viljum. Og fetum veginn í fótspor þín, hve fátt og smátt, sem við skiljum. Það léttir þá raun að rata heim í reynslunnar hörkubyljum. (Kristján frá Djúpalæk) Bryndís. Í dag kveð ég elskulegan móð- urbróður minn með þessu ljóðlín- um. Ferjan hefur festar losað. Farþegi er einn um borð. Mér er ljúft – af mætti veikum mæla nokkur kveðju orð. Þakkir fyrir hlýjan huga, handtak þétt og gleðibrag, þakkir fyrir þúsund hlátra, þakkir fyrir liðinn dag. (J.Har.) Þín minning öllu skærar skín þó skilji leið um sinn. Þó okkur byrgi sorgin sýn mun sólin brjótast inn. Við biðjum Guð að gæta þín og greiða veginn þinn. (G.Ö.) Elsku Baldur. Takk fyrir allt. Guð geymi þig. Þín, Hafdís. Baldur Hreinn Guðjónsson ✝ Eygló BáraPálmadóttir fæddist 7. janúar 1931 í Vest- mannaeyjum. Hún lést á Landspít- alanum í Fossvogi 21. október 2012. Foreldrar Eyglóar voru Pálmi Kristinn Ingimundarson, f. 1904, d. 1963, og Sveinfríður Ágústa Guðmunds- dóttir, f. 1896, d. 1979. Fyrri maður Sveinfríðar var Gunnar Ingiberg Ingimundarson, f. 1894, d. 1965, en þau slitu sam- vistum. Gunnar og Pálmi voru bræður. Systkini Eyglóar voru sjö og var hún fimmta í röðinni. Þrjú þau elstu voru hálfsystkini hennar en hin voru alsystkini. kona hans er Anna Brynhildur Bragadóttir, f. 12. janúar 1953. Guðjón á þrjú börn og sjö barnabörn. Annar maður Eyglóar var Jens Pétursson, f. 1927, d. 1957, þau bjuggu á Bú- landshöfða í Eyrarsveit á Snæ- fellsnesi. Börn þeirra eru: Jenný Jensdóttir, f. 15. desem- ber 1951, maður hennar er Jón Hörður Elíasson, f. 24. maí 1950, þau eiga þrjár dætur og sex barnabörn; Birna Jens- dóttir, f. 6. mars 1953, maður hennar er Hjalti Egilsson, f. 11. apríl 1960. Fyrri maður Birnu var Gísli S. Reimarsson, f. 1. mars 1949, d. 1. janúar 1991. Þau skildu. Börn Birnu eru fjögur, af þeim er eitt látið, og eitt barnabarn. Ruth Jensdóttir, f. 22. júní 1954, maður hennar er Ólafur Atli Jónsson, þau eiga þrjú börn. Jóhannes Jensson, f. 2. apríl 1956, kona hans er Christina M. Bryars. Jens Jens- son, f. 31. mars 1958, kona, skil- in, Kristín Birgisdóttir. Þau eiga eitt barn. Þriðji maður Eyglóar, gift 5. október 1958, er Þorbjörn Jón Benediktsson, f. 10. maí 1934 og eignuðust þau tvö börn: Benedikt Heiðdal Þorbjörnsson, f. 20. júní 1959, hann á fjögur börn og þrjú barnabörn, og Valgerður Jóna Þorbjörnsdóttir, hún á tvö börn. Maður hennar er Guð- mundur Jónsson. Fyrri maður hennar, skilin, var Guðmundur Konráð Rafnsson. Afkomendur Eyglóar voru því orðnir 45 er hún lést. Útför Eyglóar Báru fer fram frá Seljakirkju í dag, 31. októ- ber 2012, kl. 13. Þau eru öll látin. Þau voru þessi: Sigurveig Munda Gunnarsdóttir, f. 1918, d. 1975, Jón- ína Eyja Gunn- arsdóttir, f. 1920, d. 1959, Einarína Pálína Valgerður Gunnarsdóttir, f. 1922, d. 1993, Alda Særós Pálmadóttir, f. 1924, d. 1981, Ólafur Bertel Pálmason, f. 1929, d. 1997, Þórunn Kristín Pálmadóttir, f. 1932, d. 1977 og Jóhanna Ragna Pálmadóttir, f. 1935, d. 1990. Eygló giftist Jóni Stefáni Sigurðssyni, f. 1926, d. 1981, úr Vestmannaeyjum, þau skildu. Sonur þeirra er Guðjón Ingvi Jónsson, f. 11. október 1948, Tengdamóðir mín, Eygló Bára Pálmadóttir, lést á Borg- arspítalanum 81 árs að aldri. Ég hef ekki kynnst eins góðri og mildri konu, en jafnframt skap- sterkri og harðgerðri persónu. Eygló ól átta börn og kom þeim öllum til manns. Hún þurfti svo sannarlega að berjast allt sitt líf við margskonar erfiðleika. Ég held að margir hefðu bugast í hennar sporum. Hún stóð ávallt keik og sigraðist á öllum erf- iðleikum fram að hinsta degi. Eygló Bára var einstaklega vel gefin og hafði mikla hæfi- leika, bæði listræna og dulræna. Hún var vel að sér í hinu dag- lega lífi. Það voru margir sem leituðu til hennar til þess að fá góð ráð. Hún hjálpaði öllum sem til hennar leituðu og fór þá aldr- ei í manngreinarálit. Mörgum hjálpaði hún með fjármálin, en Eygló var snillingur í því að láta enda ná saman, þrátt fyrir lítil fjárráð. Hún var mjög réttsýn, reglusöm og var óhrædd við að standa á rétti sínum og sinna. Hún hjólaði hiklaust í háttsetta og virta lögfræðinga ef því var að skipta. Gaman hafði ég af að ræða þjóðmálin við hana en hún hafði sterkar skoðanir í stjórnmálum. Eygló var mikill Íslendingur og vildi þeim allt hið mesta og besta. Henni var umhugað um fólkið sitt allt, fylgdist vel með því og velferð þess. Ég hafði oft á tilfinningunni að hún hefði vitneskju um annað líf, en það veraldlega sem við lifum. Eygló hafði mikla spádómsgáfu og ég var mjög hissa þegar hún spáði fyrir mér í fyrsta skipti og ræddi hluti sem ég einn vissi um. Ég minnist Eyglóar sem góðrar konu og hetju. Ég votta aðstandendum mína dýpstu samúð. Hjalti Egilsson. Eygló Bára Pálmadóttir Í næstum 60 ár hefur Imba Waage verið partur af því sjálf- sagða í lífi mínu. Pabbi og Matthías Waage, eig- inmaður Ingibjargar, sórust í fóstbræðralag ungir að árum og meðan báðir lifðu bar aldrei skugga á vináttu þeirra. Þegar þeir festu ráð sitt varð það að vera að eiginkonur þeirra yrðu að Ingibjörg E. Waage ✝ Ingibjörg E.Waage fæddist í Reykjavík 23. júní 1913. Hún lést á Landspítalanum, Landakoti, 12. október 2012. Útför Ingibjarg- ar fór fram frá Bú- staðakirkju 19. október 2012. þola hvor aðra. Þannig varð til vin- átta þeirra mömmu og Imbu. Sauma- klúbbur, fjölskyldu- boð, ferðalög innan- lands og sumarbústaðurinn uppi á Keldum í Grafarvoginum, allt varð til að styrkja og efla vináttu og virð- ingu sem varði með- an báðar lifðu. Þegar ég fæddist örverpið fyr- ir næstum 60 árum naut ég góðs af þessari vináttu. Ævintýra- heimurinn í Sanítas á Lindargöt- unni, skákæfingar þeirra fóst- bræðra þegar vinkonurnar hittust í saumaklúbbnum sem lifði í 70 ár, ferðalag til Horna- fjarðar fyrir daga hringvegarins, Ísafjörður, Vaglaskógur, Húsa- vík, Mývatn, Raufarhöfn og Höfn í Hornafirði, alls staðar er minn- ingin um samveru með Imbu Waage. Síðan óborganlegar innkaupa- ferðir til Glasgow og Edinborgar, Gullfoss og járnbrautarferðir, 13 ára strákstauli ferðast með ver- aldarvönu fólki sem naut sam- veru og þess að upplifa nýja fram- andi hluti. Þegar ég var ungur fannst mér líka að Imba hlyti að hafa komið frá Ameríku, allavega voru dætur hennar í Ameríku. Edda ílengd- ist, giftist og átti börn þar, en Gígí sú elsta kom heim og með tvær stelpur á mínum aldri. Þá urðu til ný vináttubönd sem ég hef alla tíð notið góðs af. Og Kristín kom með hann Matta litla sem var líka gaman að leika við þegar hann bjó á Rauðalæknum. En Imba Waage átti allar sínar rætur í íslenskum veruleika. Hún var frændrækin, vinmörg og kyn- slóðabil þekkti hún ekki. Hún tal- aði aldrei illa um nokkurn mann, var ávallt sannur vinur, bæði í hversdagsleika og á hátíðum. Eftir langa ævi veit ég að Imba saknaði oft ástvina sinna sem gengnir voru. Og hún hafði þá bjargföstu trú að hún ætti eftir að hitta þá alla þegar hennar tími kæmi. Það veit ég að henni verður að trú sinni og er ég ekki í vafa um að nú er kátt í höllinni þar sem allir vinirnir hennar taka henni opnum örmum og hafa um margt að spyrja og frá mörgu að segja. Minning Ingibjargar Waage mun ávallt lifa með okkur eftirlif- andi vinum hennar. Sigurður Haraldsson. Kristján Jónsson er allur 104 ára að aldri. Hann fæddist á Seli nálægt Ögri í Ísa- fjarðardjúpi. Þegar hann var 7-8 ára gamall missti hann föður sinn og heimilið var leyst upp. Kristján fór þá til Jóns móðurbróður síns á Innri-Veðrará í Önundarfirði þar sem hann dvaldi fram um tvítugt. Hann fór á sjó 16 ára á mótorbát frá Flateyri. Eins og fjölmargir aðrir flutti hann suður á stríðsár- unum. Þar kvæntist hann Guð- rúnu Egilsdóttur frá Kerlingardal og settust þau að í Kópavogi. Ég kynntist Kristjáni árið 1956 er ég flutti 5 ára gamall með for- eldrum mínum og systur í Kópa- vog þar sem lóðir okkar lágu sam- an. Kristján var þá að byggja sér og fjölskyldu sinni hús í Hlégerði 23. Fyrst var bílskúrinn reistur og notaður sem íbúð meðan húsið sjálft var reist. Kristján starfaði þá sem vörubílstjóri en síðar vann hann um langt skeið sem bílstjóri hjá Kópavogabæ og ók þá meðal annars öskubílnum fræga sem bar númerið Y-2. Um þann bíl er til skemmtileg saga sem margir Kópavogsbúar þekkja af sam- skiptum Finnboga Rúts bæjar- stjóra og Sigurgeirs Jónssonar bæjarfógeta. Við Ingvar sonur þeirra urðum fljótt vinir og áttum við margar góðar stundir þar heima; í kaffi hjá Guðrúnu eða í bílskúrnum hjá Kristjáni. Þar fengum við að dunda við að smíða þegar veður hamlaði útiveru en okkur voru ströng takmörk sett hvaða verk- færi við máttum nota; alls ekki taka neitt úr skápnum þar sem sporjárnin voru geymd. Kristján var afskaplega dug- legur og vinnusamur maður, nægjusamur og nýtinn. Hjá hon- um fór ekkert til spillis. Hann var alla ævi að bæta heimilið og garð- urinn í kringum húsið þeirra var einn albest hirti garður í Kópa- vogi. Blómin falleg, vel skornir graskantar, hvergi arfakló og allt lauf hreinsað jafnóðum og það féll. Húsið var alltaf nýmálað, öllu vel við haldið. Þetta gerði Kristján alla tíð sjálfur þar til hann var orð- inn 104 ára. Tæplega aldargamall tók hann sig til og byggði sólver- önd sunnan hússins, skipti um jarðveg með handafli og smíðaði sjálfur. Og fyrir fáum árum var hann með hugmyndir um að stækka eldhúsið, hann var að hugsa til þeirra sem tækju við húsinu eftir sinn dag, „Unga fólkið vill ekki svona lítið eldhús,“ sagði hann við mig. Ég flutti úr Kópavogi um tví- tugt en heimsótti hann af og til. Alltaf voru móttökurnar jafnhlý- legar. Síðasta heimsóknin var rétt fyrir 104 ára afmælið. Hann var úti í garði er ég kom, að hreinsa til í beði. Hann lét ekki skert jafn- vægisskyn stöðva sig og studdist við göngugrind við garðvinnuna. Hann dreif mig inn í kaffi, hellti upp á og dró fram kleinur og snúða. Síðan drukkum kaffi í eld- húsinu en settumst svo í stofuna og spjölluðum. Hann er skýr og Kristján Jónsson ✝ Kristján Jóns-son fæddist í Vatnsfjarðarseli við Ísafjarðardjúp 22. apríl 1908. Hann lést 16. októ- ber sl. Jarðarför Krist- jáns fór fram frá Kópavogskirkju 23. október 2012. mundi allt þrátt fyrir háan aldur og sagði mér ýmislegt að vestan. Hann ræddi stjórnmál nútímans jafnt sem gamla tíma, ekki síst kom- andi forsetakosning- ar. Ég er kveð þenn- an aldna vin minn með þakklæti og virðingu. Megir þú hvíla í friði eftir langan og farsæla ævi. Ingvari og fjölskyldu hans sendi ég innilegar samúðarkveðj- ur. Ólafur G. Flóvenz. Kristján Jónsson var einstakur maður, skemmtilegur og barngóð- ur. Hann kunni líka að varðveita barnið í sjálfum sér, og er það ef- laust lykillinn að langlífi hans. Kristján var ætíð í góðu skapi og var ekki að velta sér of mikið upp úr vandamálum, hvað þá að taka þau inn á sig. Þegar hann varð sjötugur var ekki eitt einasta grátt hár að finna á höfði hans. Hann var fylginn sér og lét menn ekkert vaða yfir sig, allra síst embættismenn sem ekkert höfðu unnið sér til ágætis annað en emb- ættið. Minnist ég margra slíkra tilvika, einkum þegar hann var öskubílstjóri í Kópavogi. Slíkir embættismenn tóku ekki fram úr öskubílnum þegar Kristján sat við stýrið. Þá var hann alltaf boðinn og búinn að aðstoða húsmæður bæjarins við allt mögulegt. Það skal rifjað hér upp að þegar Krist- ján var öskubílstjóri í Kópavogin- um var allt sorp óflokkað og sett í þungar olíutunnur, sem oft á tíð- um „gleymdist“ að moka snjóinn frá. Síðar varð Kristján smyrjari hjá Strætisvögnum Kópavogs, SVK, og kom sér þá vel hve natinn og kattþrifinn hann var. Slíkt er ekki öllum gefið. Þegar Kristján varð sjötugur var honum gert að hætta störfum hjá SVK þvert á eigin vilja. Hann bað um að fá að vinna lengur, en samkvæmt lögum um opinbera starfsmenn skyldu allir hætta að vinna við þann aldur, algerlega óháð eigin vilja eða heilsu. Með lagni fékkst leyfi fyrir Kristján til að vinna hálfan daginn fram að 75 ára afmæli hans. Ekki lengur, slík var reglufestan, síðan eru liðin 30 ár. Kristján var alltaf að, hvort sem hann var að dytta að innan- dyra, eða vinna í garðinum. Hann skipti sjálfur um parket í öllu hús- inu þegar hann var á níræðisaldri og málaði húsið bæði að innan og utan. Þá var garðurinn hjá þeim hjónum hreint unaðslegur. Krist- ján var einnig mikill handverks- maður og bæði smíðaði og skreytti ýmis húsgögn. Við kynntumst honum strax þegar hann flutti í Kópavoginn snemma á sjötta áratugnum en þá bjuggum við á Kópavogsbraut- inni, skáhallt fyrir neðan þar sem þau Ragnhildur byggðu sér húsið í Hlégerðinu. Þegar við byggðum húsið okkar í Holtagerðinu kom hann ævinlega færandi hendi, fyrst með eitthvað í garðinn, tré og skrautblóm, síðan matjurtir, og einnig átti hann það til að færa okkur eitthvert handverka sinna. Við sendum Ingvari og fjöl- skyldu hans hugheilar samúðar- kveðjur. Karl Árnason, fv. forstjóri SVK, og börn. MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Rvk • s. 587 1960 • www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir Í tilefni af 60 ára starfsafmæli okkar bjóðum við fría uppsetningu á höfuðborgarsvæðinu og fría pökkun á legsteinum sem fara út á land Mikið úrval - Vönduð vinna - Gott verð Marmari Granít Blágrýti Gabbró Líparít

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.