Morgunblaðið - 31.10.2012, Blaðsíða 35
manni sínum við byggingaverktaka-
fyrirtæki þeirra, Pálmatré og hefur
starfað þar að meira og minna leyti,
með námi og heimilisstörfum sl. 12.
ár.
Hildigunnur hefur verið virk í ung-
liðastarfi Fram og Fylkis vegna
íþróttaþátttöku barnanna, var einn af
stofnendum Foreldrafélagsins í Ing-
unnarskóla í Grafarholti, sat í stjórn
þess og hefur setið í sóknarnefnd
Grafarholtssóknar.
Almennur áhugi á fornleifarann-
sóknum er afar mikill
Áhugamál Hildigunnar snúast að
mestu leyti um fornleifafræði.
En hvað er að frétta af slíkum
rannsóknum í dag?
„Þær eru núna, því miður, í skelfi-
legu lágmarki. Með stofnun
Kristnihátíðarsjóðs upp úr aldamót-
unum fóru í gang margar mikilvægar
rannsóknir, s.s. eins og á Hólum, í
Reykholti, Skálholti og á Kirkjubæj-
arklaustri. En með hruninu hefur orð-
ið gífurlegur niðurskurður í þessum
rannsóknum.“
Hafa þessar rannsóknir skilað okk-
ur einhverju mikilvægu?
„Já, tvímælalaust. Þær hafa styrkt
ákveðnar kenningar, fyllt upp í eyður
og svarað margvíslegum spurningum.
Þetta á ekki síst við um byggingar- og
hýbýlasöguna, tengsl hennar við
Norðurlöndin og síðan almennari
tengsl við Evrópu.“
Maður hefur á tilfinningunni að
fornleifarannsóknir skili litlu hvað
varðar minjar og mannvirki.
„Þær hafa skilað ítarlegum
skýrslum og vönduðum fræðiritum
um niðurstöður. Áhugi almennings á
fornleifarannsóknum er mjög mikill
hér á landi en beinist kannski fyrst og
fremst að tilteknum gripum eða sýni-
legum mannvirkjum og það er eðli-
legt. Landnámsskálinn í Aðalstræti í
Reykjavík er þó dæmi um mjög sýni-
legt og mikilvægt mannvirki en hann
er svolítið falinn og í raun mætti gera
meira með hann og fleiri mann-
virkjaleifar.“
Fjölskylda
Eiginmaður Hildigunnar er Pálmi
Pálsson, f. 8.10. 1970, bygg-
ingaverktaki. Hann er sonur Páls
Pálmasonar, bónda á Hjálmsstöðum í
Laugardal, og Fanneyjar Gests-
dóttur, bónda og húsfreyju þar.
Börn Hildigunnar og Pálma eru
Páll, f. 2.11. 1993, nemi við Borg-
arholtsskóla; Pétur, f. 26.7. 1996, nemi
við ML; Agnes, f. 22.10. 2001, grunn-
skólanemi; Eydís, f. 31.3. 2005, grunn-
skólanemi.
Systkini Hildigunnar eru Sigríður,
f. 13.1. 1954, íþróttakennari og nudd-
ari í Mosfellsbæ; Grétar Gunnlaugur,
f. 14.1. 1957, verktaki í Miðfelli; Mó-
eiður, f. 14.3. 1960, leikskólakennari á
Flúðum; Svanhildur, f. 1.5. 1963,
stafsmaður hjá Nova í Reykjavík;
Herdís, f. 15.12. 1970, starfsmaður
Vodafone í Reykjavík; Kristjana, f.
14.2. 1975, leik- og söngkona í Reykja-
vík.
Foreldrar Hildigunnar: Skúli
Gunnlaugsson, f. 25.10. 1927, fyrrv.
bóndi í Miðfelli, og k.h., Arndís Sigríð-
ur Sigurðardóttir, f. 21.7. 1930, d. 10.1.
2012, húsfreyja og bóndi í Miðfelli.
Úr frændgarði Hildigunnar Skúladóttur
Hildigunnur
Sigurðardóttir
Móeiður Skúladóttir
Thorarensen
frá Móeiðarhvoli.
Sigurður Ágústsson
tónskáld og söngstj. í Birtingarholti
Sigríður Sigurfinnsdóttir
húsfr. í Birtingarholti
Arndís Sigríður Sigurðardóttir
húsfr. í Miðfelli
Jónína Þórðardóttir
húsfr. í Keflavík
Sigurfinnur Sigurðsson
í Keflavík
Kristjana Bjarnadóttir
húsfr.
Sigurður Sigurmundason
b. í Miklaholti í Hraunhreppi
Margrét Ólöf Sigurðardóttir
húsfr. í Miðfelli
Gunnlaugur Magnússon
b. í Miðfelli
Skúli Gunnlaugsson
fyrrv. b. í Miðfelli í
Hrunamannahr.
Sigríður Herdís Hallsdóttir
húsfr. í Hallkelsstaðahlíð
Magnús Magnússon
b. í Hallkelsstaðahlíð í
Kolbeinsstaðahr.
Ágúst Helgason
alþm. í Birtingarholti,
af Reykjaætt
Katrín Briem Helgad.
húsfr. að Stóra-Núpi
Jóhann
Briem
listmálari
Magnús Gunnlaugsson
b. í Miðfelli V og
fjallaferðamaður
Þorsteinn
Thorarensen
b. á Móeiðarhvoli
Skúli
Thorarensen
b. á Móeiðarhvoli
Þorsteinn
Skúlason
Thorarensen
borgarfógeti í
Rvík
Ástríður
Thorarensen
hjúkrunar-
fræðingur
Nálægt Dettifossi Hildigunnur og
Pálmi á leið yfir Kröflusvæðið 2010.
ÍSLENDINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 2012
Einar Benediktsson, skáld ogathafnamaður, fæddist aðElliðavatni 31.10. 1864, sonur
Benedikts Sveinssonar, yfirdómara
og alþm., og Katrínar Einarsdóttur.
Einar lauk stúdentsprófi í Reykja-
vík 1884 og lögfræðiprófi 1892. Hann
var með föður sínum á Héðinshöfða
1892-94, stofnaði Dagskrá 1896,
fyrsta íslenska dagblaðið, var mál-
flutningsmaður í Reykjavík og síðan
sýslumaður á Stóra-Hofi í Rang-
árvallasýslu frá 1904 en fór utan 1907
og var búsettur í Noregi, Edinborg,
Kaupmannahöfn og í Lundúnum til
1921, stundaði kaupsýslu og beitti sér
fyrir nýtingu íslenskra auðlinda.
Hann var búsettur í Reykjavík frá
1921 en bjó tólf síðustu æviárin í Her-
dísarvík.
Ljóðabækur Einars eru Sögur og
kvæði, 1897; Aldamótaljóð, 1900; Haf-
blik, 1906; Hrannir, 1913; Vogar,
1921; Hvammar, 1930; Ólafs ríma
Grænlendings, 1930, og Alþingis-
hátíðarljóð, 1930.
Einar var fullþroskað skáld í sinni
fyrstu ljóðabók sem er í senn í anda
raunsæis og nýrómantíkur. Skáld-
skapur hans varð tilkomumeiri eftir
því sem á leið. Hann varð skáld hinna
löngu hástemmdu setninga um al-
gilda visku og æðstu sannindi – heim-
spekilega þenkjandi og hallur undir
algyðistrú.
Um Einar varð snemma til fjöldi
sagna, um stórlyndi hans, höfðings-
skap og tröllaukna drauma um stór-
iðju og verksmiðjuframkvæmdir.
Ljóð hans eru þess eðlis að aðdá-
endur hans nánast dýrkuðu hann og
töluðu þá gjarnan um Skáldið með
stóru essi. Þórbergur Þórðarson var
á tímabili ritari hans og undir miklum
áhrifum frá honum og til eru sagnir af
fundum hans með ungum skáldum,
s.s. Tómasi Guðmundssyni, Halldóri
Laxness og Steini Steinarr. Ýmsir
hafa skrifað um Einar en ítarleg og
stórskemmtileg ævisaga hans, eftir
Guðjón Friðriksson sagnfræðing,
kom út í þremur bindum á árunum
1997-2000.
Einar lést 21.1. 1940 og var jarð-
settur, fyrstur Íslendinga, í heið-
ursgrafreit á Þingvöllum.
Merkir Íslendingar
Einar
Benediktsson
85 ára
Brynhildur Garðarsdóttir
Unnur Sigurjóna
Jónsdóttir
80 ára
Áslaug Jónasdóttir
Jón E. Kjerulf
Óskar H. Gunnarsson
Stefán Haukur
Jakobsson
75 ára
Grétar Geirsson
Guðjón Benediktsson
Lúðvík Ólafsson
Valgerður Gísladóttir
Vilmundur Þ. Kristinsson
70 ára
Henný Nielsen
Jón B. Stefánsson
Kristín Pétursdóttir
Kristín Þorvaldsdóttir
Lárus Þórir Sigurðsson
60 ára
Ásta Jeremíasdóttir
Bergljót Sjöfn
Steinarsdóttir
Guðfinna Guðmundsdóttir
Hafsteinn Jóhannesson
Hannes Hólm Hákonarson
Hermann Kristjánsson
Margrét Erna
Halldórsdóttir
Ragnheiður Ragnarsdóttir
Unnar Ólafsson
Þorgerður María
Gylfadóttir
Þórdís Bjarney
Jóhannsdóttir
50 ára
Ásthildur Sigurðardóttir
Bergljót Anna
Haraldsdóttir
Gréta Garðarsdóttir
Laufey Sigurgeirsdóttir
Ragnheiður G.
Ragnarsdóttir
Sigurjón Hermann
Herbertsson
Sigurþór Pétur Þórisson
Þórður Birgisson
40 ára
Auðun Freyr
Ingvarsson
Ásmundur Kristján
Sigurðsson
Bergljót Einarsdóttir
Hildur Hrund
Bjarnadóttir
Ingólfur Arnarson
Katrín Björg Fjeldsted
Lyubomyra Petruk
Magdalena Baurska
Sigurbjörn Stefán
Eiríksson
Sigurður Karsten
Bogason
Svala Guðmundsdóttir
30 ára
Adrian Jerzy Grzywa
Guðmundur Skúli
Margeirsson
Hans Benjamínsson
Hreinn Heiðar
Halldórsson
István Oláh
Jón Tómas Einarsson
Marinó Þórisson
Sigurgeir Halldór
Garðarsson
Til hamingju með daginn
30 ára Vala ólst upp í
Reykjavík, lauk prófum
sem félagsliði og starfar
við hjúkrunarh. Mörk.
Maki: Jökull Viðar Harð-
arson, f. 1978, mat-
reiðslumeistari.
Börn: Viktor Ingi, f. 2002;
Erna Magnea Elísa, f.
2005; Guðrún Elfa, f.
2009.
Foreldrar: Ólafur Ingi
Óskarsson, f. 1958, og
Erna Björg Baldursdóttir,
f. 1958.
Vala Ósk
Ólafsdóttir
40 ára Stefán ólst upp á
Skagaströnd, hefur verið
sjómaður lengst af og er
nú háseti á Kristínu EA.
Maki: Hafdís Hrund Ás-
geirsdóttir, f. 1975, hár-
snyrtir.
Börn: Daði Snær, f. 2002;
Stefanía Hrund, f. 2006,
og óskírð, f. 2012.
Foreldrar: Sveinn Garð-
arsson, f. 1934, fyrrv. sjó-
maður, og Guðný Björns-
dóttir, f. 1938, fyrrv.
fiskvinnslukona.
Stefán
Sveinsson
30 ára Helga ólst upp á
Selfossi, hefur starfað á
hárgreiðslustofu og
stundar nú nám við Iðn-
skólann í Hafnarfirði.
Sonur: Daníel Sindri
Sverrisson, f. 2002.
Systkini: Leifur Birgir, f.
1966; Ægir, f. 1964 og
Bjarney Ágústsdóttir, f.
1970.
Foreldrar: Þórunn Eng-
ilbertsdóttir, f. 1950, og
Jón Kristján Sig-
ursteinsson, f. 1945.
Helga Bettý
Jónsdóttir
Hægt er að
sendamynd og texta
af nýjum borgara eða
brúðhjónum af slóðinni
mbl.is/islendingar
eða á netfangið
islendingar@mbl.is