Morgunblaðið - 31.10.2012, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.10.2012, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 2012 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Þ að er notalegt að koma inn úr kuldanum í Smiðjuna og finna Tolla á kaffistofunni þar sem hann er að spila á gítar og syngja fyrir Bjarna vin sinn, staðarhaldara. Tónlistin er ein af mörgum hliðum Tolla, en hann hef- ur komið víða við, meðal annars í hljómsveitarbransanum, stundað sjóinn, unnið sem farandverkamað- ur og hoggið skóg í Noregi. En myndlistin varð hans lífsstarf. „Þegar ég var lítill strákur var ég alltaf að teikna. Svo komu erfið unglingsár og ég lagði þetta al- gjörlega frá mér og endaði sem ungur maður á togara. Að verða myndlistarmaður þótti óhentug hugmynd en mín gæfa var að ég dreif mig í inntökupróf í Myndlist- arskólanum og stóðst það. Ég hef ekki vikið af þessari braut allar götur síðan. Ég fékk að tengjast sjálfum mér og er þakklátur fyrir það,“ segir Tolli og bætir við að þeir bræður hafi alist upp við mikið sköpunarfrelsi og leikið sér mikið við að móta úr leir. „Fyrir vikið hefur það alltaf verið mér eðlilegt að búa til það sem ég vil. Ég á til- tölulega auðvelt með að mæta í vinnu á morgnana og byrja að mála, ég treysti á flæðið. Pensill lit- ur og strigi sjá um þetta ef maður hefur hugrekki til að stíga inn í það.“ Verkin eins og dagbók Tolli hélt sína fyrstu sýningu fyrir þrjátíu árum í Norræna hús- inu en þá var hann enn í Myndlista- og handíðaskólanum. „Við listnem- ar vorum ansi framtakssamir og frískir á þessum tíma. Ég var í ný- listadeildinni og ekkert mikið í því að mála til að byrja með, en svo varð málverkið allt í einu kúl og töff og við rukum í verkið og byrj- uðum að mála af krafti. Menn voru frjálsir á þessum árum, áhyggju- lausir og höfðu gaman.“ En á þess- um þrjátíu árum hafa orðið gríð- arlegar breytingar í því sem Tolli er að fást við, málverkinu. Þó vissu- lega séu Tollaeinkennin augljós í nýjustu verkum hans, þá eru þau allt öðruvísi en þau sem hann gerði í upphafi ferilsins. „Ég nenni ekki að vakna upp til vinnu á hverjum degi og vera alltaf að gera það sama. Ég reyni að kreista meira og meira úr því sem ég bý yfir og þroska með mér hæfileika sem ann- ars væru vannýttir. Ég hef líka breyst heilmikið sem manneskja og myndlistin mín og ég erum sam- tvinnuð. Þegar ég lít um öxl þá eru verkin mín eins og dagbók, þau segja hvernig mér líður á hverjum tíma.“ Þurfum mannúðarstjórnmál Tolli ætlar að sýna tuttugu nýjar myndir á sýningunni sem hefst á morgun. „Ég lít á þessa sýningu sem óð til friðar og feg- urðar. Í stóru myndunum keyri ég inn á huglæga kyrrð í landslaginu, þetta er einskonar hugleiðsla, and- leg skírskotun í landslagið. Að taka andlega afstöðu til lífsins er ákveð- in pólitísk afstaða, sem felst í því að taka ábyrgð á eigin hamingju með því að fara inn á við og breyta sjálf- um sér og viðhorfum sínum. Þá hefur maður sterkari forsendur til að hafa áhrif á umhverfið. Sýningin heitir Friður af því mér finnst vanta frið í samfélagsumræðuna. Afleiðingar kreppunnar verða ekki leystar með því að taka aðeins á ytri aðstæðum. Stjórnmála- umræðan er því miður pikkföst í gömlu karma gremju og reiði. Sam- skiptin á þinginu ganga út á að dýpka gjána á milli flokkanna. Stjórnmálamenn eru alltaf að veifa því sem aðskilur þá í stað þess að hætta að líta á sig sem stjórn- málamenn og líta á sig sem fólk sem er að þjóna öðru fólki. Við þurfum mannúðarstjórnmál. Það er klárlega hagkvæmt. Menn þurfa að Myndlistin mín og ég erum samtvinnuð Tolli er kraftmikill boðberi friðar og fegurðar sem birtist í nýjustu myndum hans á sýningu sem hefst á morgun í Smiðjunni Lishúsi. Hann heldur í leiðinni upp á það að þrjátíu ár eru síðan hann hélt sína fyrstu myndlistarsýningu. Margt hefur gerst á þeim þremur áratugum og hann er óhræddur við að stíga inn á ný svið. Friður Vatnið er hugurinn, þúfnakollar eru lótusblóm norðursins. Hrekkjavakan er í dag og þá er sá háttur hafður á í Bandaríkjunum að krakkar fari hús úr húsi í ýmiskonar ógnvænlegum grímubúningum og fái sælgæti. Ekki ósvipað því sem ung- dómurinn gerir hér heima á Fróni á öskudaginn. Margir halda hrekkja- vökupartí en það er líka hægt að halda skemmtilegt kaffiboð og baka flottar hrekkjavökukökur. Á vefsíð- unni www.bbc.co.uk/food/ occasions/halloween má finna upp- skriftir að veglega skreyttum kökum í hrekkjavökustíl. Það getur verið gam- an að bjóða börnunum og vinum í smá kaffi í dag og sumar skreytingar eða uppskriftir má einfalda til að þetta taki nú ekki allt saman of lang- an tíma. Drauga-, uppvakninga- og leðurblökukex er líka hægt að baka með börnunum og eiga þannig nota- lega samverustund saman, fjöl- skyldan. Vefsíðan www.bbc.co.uk/food/occasions/halloween Ógnvænlegt Drauga- og graskerskökur er dæmigert að hafa á Hrekkjavöku. Draugakex og leðurblökukökur Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. S k e i f u n n i 8 | S 5 8 8 0 6 4 0 | K r i n g l u n n i | S 5 8 8 0 6 6 0 | c a s a . i s Rosendahl Grand Cru Ofndiskur 24x24 kr 4.150,- Grand Cru Grind undir ofndisk kr 3.150,- Rosendahl Grand Cru Piparkvörn kr 5.150,- Saltkvörn kr 5.150,- Olía lítil kr 3.650,- Bakki kr 3.650,- Lokakvöld Dömulegra dekurdaga og Bleika októbermánaðarins fer fram á Icelandair hótelinu á Akureyri í kvöld. Hefst dagskráin klukkan 20 og stendur til 22 en aðgangseyrir er 1500 krónur og rennur hann óskiptur til Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis. Konur eru hvattar til að njóta saman kvöldstundar þar sem Dóróthea Jónsdóttir les upp úr bók- inni Bleikur barmur og fjallar um reynslu sína af baráttunni við brjóstakrabbamein, séra Hildur Eir Bolladóttir flytur hugvekju, Mareka kvartettinn syngur nokkur lög og flutt verða atriði úr gamanleiknum Ég var einu sinni frægur sem sýndur verður í Ketilhúsinu í nóvember og desember. Þar taka höndum saman stórleikararnir Gestur Einar Jón- asson, Aðalsteinn Bergdal og Þráinn Karlsson. Síðast en ekki síst verður afhentur styrkur til Krabbameins- félags Akureyrar og nágrennis sem fékkst með sölu taupoka sem gerðir voru á Dömulegum dekurdögum. Miðarnir eru seldir gegn staðgreiðslu í afgreiðslu hótelsins. Lokakvöld Bleika októbermánaðarins Dömuleg stund á Akureyri Morgunblaðið/Eggert Dömulegt Harpa böðuð bleiku ljósi í tilefni Bleika októbermánaðarins. Í dag hefst tónlistarhátíðin Airwaves og verður tónlistin þar með í fyr- irrúmi í höfuðborginni. Fólk þarf ekki að örvænta þó að það eigi ekki arm- band inn á hátíðina því að nóg verður af „off venue“-tónleikum. Það er að segja tónleikum þar sem aðgangur er ókeypis og allir geta mætt og kynnt sér tónlist frá ýmsum löndum. Dagskráin verður á kaffihúsum, börum, verslunum og bíóhúsum víða um borg og er um að gera að kíkja á vefsíðuna www.icelandairwaves.is til að kynna sér dagskrána. Endilega … … njótið góðr- ar tónlistar Morgunblaðið/Ernir Stemning Airwaves-tónleikagestir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.