Morgunblaðið - 31.10.2012, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.10.2012, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 2012 Jóhann Óli Hilmarsson Stokkseyri Sólvellir á Stokkseyri voru malbikaðir á mánu- dag. Þar með er síðasta íbúðagatan í þorpinu komin með bundið slitlag. Mikil umferð er um þessa 250 metra löngu götu og voru íbúar orðnir langþreyttir á vondum malarveginum. Leiðin að leikskólanum liggur um fremsta hluta götunnar og var sá hluti venjulega stórvarasamur yf- irferðar vegna holna. Jafnframt liggur leiðin að hinu fjölsótta tjaldstæði Stokkseyrar um Sólvelli og á sumrin lá rykmökkur yfir nærliggjandi hús- um og görðum. Þessu hefur nú loksins verið kippt í liðinn. Sérstaklega þótti ástandið grát- broslegt þegar skammt austur af Sólvöllum er malbikuð gata með kantsteini og ljósastaurum en engum húsum, hún var lögð árið 2007. Elstu húsin við götuna eru frá því fyrir aldamótin 1900 og Páll Ísólfsson tónskáld fæddist í Sím- onarhúsum, einu húsanna þar. Morgunblaðið/JÓH Síðasta gatan á Stokkseyri malbikuð Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Landsvirkjun uppfyllir kröfur um góðar starfsvenjur í 20 þáttum af 21 sem skoðaður var samkvæmt nýjum alþjóðlegum matslykli um sjálfbærni vatnsaflsvirkjana. Úttekin fór fram í maí sl. og náði yfir undirbúnings- vinnu Landsvirkjunar vegna fyr- irhugaðrar Hvammsvirkjunar í neðri hluta Þjórsár. Matslykill er unninn að frum- kvæði Alþjóðavatnsaflssamtakanna en samkvæmt upplýsingum Lands- virkjunar hafa margir alþjóðlegir hagsmunaaðilar komið að þróun hans. Fimm alþjóðlegir sérfræð- ingar unnu úttektina en alls ræddu þeir við 58 einstaklinga. Sá eini þátt- ur sem Landsvirkjun uppfyllti ekki kröfur um snéri að samskiptum og samráði. „Við erum ánægð með þessa nið- urstöðu. Þetta er gagnleg vinna. Þó að við komum í flestum atriðum vel út þá eru þarna hlutir sem má laga, og við erum að vinna í því. Markmið svona úttektar er að finna út hvað má betur fara,“ segir Hörður Arn- arson, forstjóri Landsvirkjunar, um niðurstöður skýrslunnar. Hvammsvirkjun er efst á því virkjanasvæði sem tilheyrt hefur neðri Þjórsá og Landsvirkjun haft áform um að ráðast fyrst í gerð þeirrar virkjunar, sem er 80-90 MW að stærð. Með aukinni hagkvæmni gæti orkan aukist. Spurður hvort þessi vinna hjálpi til við að koma Hvammsvirkjun úr biðflokki í rammaáætlun segir Hörð- ur hana ekki gerða í þeim tilgangi. „Þetta snýr að undirbúningsvinn- unni og úttektin staðfestir að hún hefur í flestum atriðum verið mjög vönduð. Við munum bæta sam- skiptin og samráðið, eins og bent er þarna á,“ segir Hörður en Lands- virkjun hefur sett sér það markmið að láta vinna svona úttektir í tengslum við allrar aðrar fyrirhug- aðar virkjanir, til samræmis við þennan alþjóðlega matslykil. „Það er mjög gagnlegt að fá utanaðkomandi aðila til þess að meta hvernig staðið er að umdeildum framkvæmdum.“ Hörður segir Landsvirkjun hafa í umsögnum til Alþingis talið að virkj- anir í neðri hluta Þjórsár eigi að fara aftur í nýtingarflokk. Áhrif þessara virkjana á t.d. lax séu ólík. Hvamms- virkjun og Holtavirkjun hafi ekki áhrif á náttúrulegt búsvæði laxfiska og því sé ekki ástæða til að setja þær í biðflokk. Kröfur uppfylltar í 20 þáttum af 21  Bæta þarf samskipti og samráð vegna Hvammsvirkjunar Virkjanir í neðri hluta Þjórsár 5 km SKEIÐA- OG GNÚPVERJAHREPPUR RANGÁRÞING YTRA ÁSAHREPPUR FLÓA- HREPPUR Þjórs á Hestfjall Vörðufell Hv ítá Skarðsfjall Gíslholtsvötn Búðafoss Þjórsártún Kálfhóll Háholt Blesastaðir Brautarholt Árnes Stórinúpur Hagi Skarð Árneslón 4,5 km2 Hagalón 4,6 km2 Heiðarlón 12,5 km2 Urriðafossvirkjun 125 MW Holtavirkjun 50 MW Hvammsvirkjun 80 MW Hvammsvirkjun er samkvæmt þingsályktunartillögu um ramma- áætlun eins og aðrar virkjanir í neðri Þjórsá sett í biðflokk en var í nýtingarflokki í tillögu verkefnis- stjórnar um rammaáætlunina. Hörður Arnarson segir undirbún- ingi virkjunarinnar haldið í lág- marki. „Við höfum verið að við- halda hönnunarvinnu og leita leiða til að ná fram meiri hagkvæmni. Endurskoðun miðar að nokkurri kostnaðarlækk- un,“ segir Hörður en einnig hafa komið tillögur um að draga úr áhrifum virkj- unarinnar á laxa- gengd í Þjórsá, með því t.d. að setja upp seiða- fleytu eins og fyrirhuguð er í Urriðafossvirkjun. Undirbúningi haldið í lágmarki FORSTJÓRI LANDSVIRKJUNAR UM HVAMMSVIRKJUN Hörður Arnarson Heilbrigðisnefnd Suðurlands hefur lagt til að forsvarsmenn Þjórsár- laugar verði kærðir til lögreglu vegna brota á starfsleyfisskyldu. Til- efnið er banaslys sem varð í júlí síð- astliðnum en þá lést þýskur ferða- maður á sextugsaldri í lauginni. Hann var nýkominn á laugarsvæðið og var að stíga ofan í laugina þegar hann virtist missa afl og detta ofan í laugina. Honum var þegar komið til hjálpar en lífgunartilraunir báru ekki árangur. Á síðasta fundi nefndarinnar var lagt fram minnisblað Heilbrigðiseft- irlits Suðurlands (HES) sem innihélt samantekt yfir upplýsingar og sam- skipti HES og forsvarsmanna Þjórs- árdalslaugar frá því í sumar. Í bókun nefndarinnar segir síðan eftirfarandi um málið: „Í ljósi þess að fyrir lá ítrekuð afstaða HES um starfsleyf- isskyldu og úttekt áður en starfsemi hæfist og villandi upplýsingar frá forsvarsmönnum laugarinnar er lagt til að málið verði kært til lögreglu vegna brota á starfsleyfisskyldu.“ Laugin er í Skeiða- og Gnúpverja- hreppi. Gunnar Örn Marteinsson, oddviti sveitarstjórnar hreppsins, segir forsvarsmenn laugarinnar hafa tjáð sér að þeir hafi heyrt fyrst af því í fréttum að til stæði að kæra þá. „Mér finnst þetta afskaplega und- arleg vinnubrögð af hálfu heilbrigð- iseftirlitsins að fara með svona mál í fjölmiðla áður en viðkomandi er sagt frá því,“ segir Gunnar. Aðspurður út í bókun nefndarinnar segir Gunnar: „Ég veit að þau seldu ekki inn í laug- ina í sumar, þannig að þau ætla, eftir því sem hann sagði mér sá sem rak þetta í sumar, að fá sér lögfræðing og skoða þetta.“ Kæri forsvarsmenn Þjórsárdalslaugar  Oddviti furðar sig á vinnubrögðum Guðmundur Örn Jóhanns- son, fram- kvæmdastjóri Slysavarna- félagsins Landsbjargar, hefur óskað eftir leyfi frá störfum sínum vegna fréttar sem birtist í DV í dag, að því er segir í tilkynningu frá stjórn Lands- bjargar í gærkvöldi. Þar segir að fréttin fjalli um viðskipti sem hann tók þátt í tveimur árum áður en hann hóf störf hjá Landsbjörg. skulih@mbl.is Óskar eftir leyfi vegna fréttar í DV Ómissandi á pizzuna, í ofn- og pastaréttina, á tortillurnar og salatið. Heimilis RIFINN OSTUR ÍSLENSKUR OSTUR 100% Póst- og fjar- skiptastofn- un hefur samþykkt tvær beiðnir Íslandspósts um heimild til þess að loka póstafgreiðslu- stöðum. Um er að ræða annars veg- ar póstafgreiðslustöð á Flateyri og hins vegar á Bíldudal. Á heimasíðu Póst og fjarskipta- stofnunar segir að það sé mat stofn- unarinnar að sú þjónusta sem Ís- landspóstur ætli að bjóða íbúum bæjarfélaganna tveggja í staðinn fullnægi gæðakröfum laga um póst- þjónustu sem og þeim skyldum sem hvíla á fyrirtækinu sem alþjón- ustuveitanda. Heimilar lokun á póstafgreiðslum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.