Morgunblaðið - 31.10.2012, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 31.10.2012, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 2012 ✝ Oddur Helga-son fæddist 10. júlí 1922 á Syðra- Seli, Hrunamanna- hreppi, Árnessýslu. Hann lést 19. októ- ber 2012 á Hjúkr- unarheimilinu Holtsbúð á Vífils- stöðum. Foreldrar hans voru Helgi Ágústs- son, f. 6.2. 1891 á Gelti í Grímsnesi, d. 3.12. 1977, og Anna Valgerður Oddsdóttir, f. 22.10. 1894 á Sámsstöðum í Fljótshlíð, d. 6.1. 1965. For- eldrar Helga voru Ágúst Helga- son, bóndi í Birtingaholti, og kona hans Móeiður Skúladóttir Thorarensen frá Móeiðarhvoli. Foreldrar Önnu Valgerðar voru Oddur Oddsson, gullsmiður á Eyrarbakka, og kona hans Helga Magnúsdóttir frá Vatns- dal í Fljótsdal. Systkini Odds voru Helga Ingibjörg Helgadótt- ir fóstursystir, systurdóttir Önnu, Ágúst og Móeiður. Hinn 2. nóvember 1946 kvæntist Oddur Ragnheiði Guð- jónsdóttur, f. 12. maí 1920 á Starmýri í Álftafirði, d. 21.4. 2012. Hún var dóttir Guðjóns Brynjólfssonar, bónda á Star- mýri, sem síðast var búsettur á sleit barnsskónum á Syðra-Seli en ólst síðan upp á Selfossi. Odd- ur stundaði nám við MA og lauk stúdentsprófi þaðan 1942. Hann hóf störf hjá Mjólkursamsölunni í Reykjavík á árinu 1942 fyrst sem skrifstofumaður og sölu- stjóri. Hann var framkv.stj. markaðsrannsókna og vöruþró- unar hjá MS 1986-1992. Oddur var mikill áhugamaður um stangaveiði og notaði hvert tækifæri á yngri árum til að stunda lax- og silungsveiði í ám og vötnum landsins. Hann var um tíma í stjórn SVFR en tók á leigu Hítará á Mýrum á árinu 1968 ásamt Agnari Kofoed- Hansen og öðrum. Félag þeirra, Grettistak, var með ána á leigu í 25 ár. Síðar vann hann um tíma með stjórn SVFR að því að ná samkomulagi við netabændur á Suðurlandi um upptöku neta á vatnasvæði Hvítár og Ölfusár. Þá var Oddur um árabil félagi í Lionsklúbbi Kópavogs. Ræktun var einnig mikið áhugamál hans og þeirra hjóna enda bar marg- verðlaunaður garður þeirra við Digranesveginn í Kópavogi þess vitni. Oddur var með eindæmum laginn smiður og hefði örugg- lega náð langt í þeirri grein ef hann hefði eytt meiri tíma í hana. Eftir hann liggja margir fallegir smíðisgripir. Útför Odds fer fram frá Kópa- vogskirkju í dag, 31. október 2012, og hefst athöfnin kl. 13. Kaldaðarnesi í Ár- nessýslu, f. 16.12. 1878 á Geithellum, Geithellnahreppi, d. 5.12. 1958, og k.h. Halldóru Ás- mundsdóttur, f. 4.2. 1882 á Flugustöð- um, Geithellna- hreppi, d. 1.11. 1930. Börn þeirra eru: 1. Anna Val- gerður kennari, f. 22.9. 1947. Maður hennar er Steinar Friðgeirsson rafmagns- verkfræðingur, f. 18.8. 1947. Börn þeirra eru: A) Oddur giftur Brynju Kristínu Þórarinsdóttur og börn þeirra eru: Anna Val- gerður, Þórunn Edda og Steinar Þór. B) Auður Ýr gift Geir Þór- hallssyni og börn þeirra eru: Hjördís Lilja og Helgi Þór. 2. Halldóra leikskólakennari, f. 17.8. 1951. Maður hennar er Jón Björgvin Björgvinsson skip- stjóri, f. 14.1. 1949. Börn þeirra eru: A) Ragnheiður gift Haraldi Guðna Eiðssyni og eru börn þeirra: Eygló Helga, Jón Hilmir og Halldór Hrafn. B) Jórunn sem er í sambúð með Sigurði Svein- birni Gylfasyni og á hún börnin Silju Sól og Darra Dór en Sig- urður á dótturina Helgu Krist- ínu. C) Guðrún Björg. Oddur Ég var á ferð erlendis þegar skilaboð komu um það að heiman að verulega drægi af tengdaföður mín- um og óvíst að margir sólarhringar væru eftir hjá honum. Ég hraðaði mér því heim og rétt náði að kveðja hann áður en hann lagði upp í sína hinstu ferð. Það voru bjartir og fallegir haustdagar þegar Oddur tengda- faðir minn kvaddi þetta líf einmitt þegar landið skartaði sínu fegursta. Það var glæsilegur og góður maður sem var að kveðja þegar hann var nýlega búinn að fylla níu áratugi. Löng og farsæl ævi var að renna sitt skeið á enda og löngu dagsverki að ljúka. Ég kynntist Önnu eiginkonu minni fyrir liðlega fjörutíu árum og í kjölfarið Ragnheiði og Oddi sem tóku mér strax með opnum örmum. Þegar Oddur sonur okkar fæddist var enginn natnari við kornabarnið en stolt amman og stoltur afinn sem fögnuðu sínu fyrsta barnabarni. Eftir ferðalög erlendis eða úti á landi gat verið erfitt fyrir okkur for- eldrana að fá börnin með okkur heim eftir pössun hjá ömmu og afa því slíkur var kærleikurinn og um- hyggjan hjá þeim. Þegar börnin uxu úr grasi og erfiður próflestur stóð yfir var hvergi betra athvarf að fá heldur en hjá ömmu og afa á Digranesveginum í Kópavogi sem báru þau á höndum sér um leið og þau voru umvafin kærleika og hlýju. Um árabil voru Oddur og Agnar Kofoed-Hansen með Hítará á Mýr- um á leigu ásamt öðrum. Þar var oft dvalið um helgar frá því á vorin og fram á haust við margvísleg verk sem fylgja rekstri veiðiár. Undir- búningur að vori og síðan frágang- ur að hausti auk þess sem veiðigyðj- an var dýrkuð á stundum ásamt því að leiðsögn var veitt. Hvort sem fjölskyldan var ein á ferð eða er- lendir veiðimenn áttu í hlut var Oddur ávallt foringinn í hópnum. Með höfðingsskap og reisn stjórn- aði hann af öryggi og þekkingu. Þau hjónin eignuðust fjölda vina á þess- um árum vestur við Hítará. Fallegt heimili tengdaforeldra minna og margverðlaunaður garð- urinn voru samkomustaðir fjöl- skyldunnar þar sem ávallt var mikil reisn yfir öllu og gleði. Þar var gott að koma og dveljast með fjölskyld- unni. Í dag kveðjum við Odd Helgason sem var einhver heilsteyptasti og besti maður sem ég hef kynnst. Far í friði, kæri Oddur, og hafðu þökk fyrir allt. Það voru forréttindi að kynnast þér og tengjast þinni fjöl- skyldu. Steinar Friðgeirsson. Nú ert þú fallinn frá, kæri vin- ur. Þú varst mikill öðlingsmaður og heiðarlegur fram í fingurgóma. Leiðir okkar lágu saman fyrir 44 árum þegar ég kynntist henni Dóru dóttur ykkar Heiðu, sem voru mín gæfuspor. Þú varst þús- undþjalasmiður, hvort sem það var garðyrkja eða smíðar og við- gerðir og bar bílskúrinn þinn á Digranesveginum þess glöggt vitni. Þar forræktaðir þú öll ykkar sumarblóm og grænmeti og varðir þar miklum tíma við smíðar og njótum við þess nú fjölskyldan öll þar sem margar gersemar liggja eftir þig. Við sátum oft í bílskúrn- um og spekúleruðum og spáðum og ég sem kunni varla að halda á hamri og var lítið inni í garðyrkju þakka þér einum það sem ég kann á þessu sviði í dag. Þú áttir eitt mottó sem ég hef tileinkað mér: Aldrei byrja á neinu fyrr en mað- ur er búinn að sitja og hugsa til enda hvernig útkoman verður og hefur það reynst mér afar vel. Kærleikurinn var hafður að leið- arljósi í lífi ykkar Heiðu og var alltaf gott að koma til ykkar. Þú varst mikill íþróttamaður sem ungur maður og lifðir alltaf mjög heilbrigðu lífi og varstu mik- ill og flinkur stangveiðimaður og vörðum við stórfjölskyldan mikl- um tíma með ykkur Heiðu, aðal- lega við Hítará á Mýrum og eiga börnin okkar þaðan sínar sælu- minningar. Það var þér erfiður tími eins og okkur öllum þegar tengdamamma veiktist í apríl síðastliðnum og lést stuttu seinna. En þú barst höfuðið hátt og náðir að eiga mjög góðar stundir í sumar með okkur þar sem við fórum saman á æskuslóðir þínar, bæði á Eyrarbakka og upp í hreppa í Birtingarholt og í bústaði dætra þinna og nutum við þessara ferða ekki síður en þú. Nú eruð þið tengdamamma aft- ur saman og er ég viss um að hún er búin að elda hrygg handa þér á himnum. Við Dóra mín þökkum ykkur samfylgdina og eigum eftir að sakna ykkar en vitum að ykkur líður vel saman þar sem þið eruð. Með kveðju og þökk. Jón B. Björgvinsson. Í dag kveðjum við Odd afa. Amma kvaddi í vor og var afi sátt- ur við að kveðja nú. Hann átti langa og góða ævi. Þau amma ræktuðu garðinn sinn og gáfu mér ómetanlegt veganesti út í lífið. Þau eignuðust tvær dætur og er- um við fimm barnabörnin og er ég eini strákurinn í hópnum. Afi var mikill veiðimaður og hafði veitt frá barnsaldri. Hann var leigutaki Hítarár á Mýrum í 25 ár. Þaðan á ég margar góðar minningar. Afi hafði alltaf tíma fyrir mig og kenndi mér að þekkja ána og kasta flugu. Síðar fékk ég það hlutverk að leiðbeina erlendum veiðimönnum í nokkur sumur þar sem ég gat nýtt þá kunnáttu sem hann færði mér. Hann var örlátur og höfðingi heim að sækja. Hann byggði heimili á Digranesvegi 68 í Kópa- vogi og þar bjuggu þau amma í 55 ár. Hann var mjög laginn í hönd- unum og undi sér vel við smíðar. Garðurinn þeirra var einstakur og var endurtekið verðlaunaður af Kópavogsbæ. Afi lá ekki á liði sínu þegar við Brynja hófum búskap og keyptum okkar fyrstu íbúð. Þar þurfti að taka til hendinni og fengum við ómetanlega hjálp frá afa við að gera upp íbúðina. Að hafa átt jafn góða að og Odd afa er ekki sjálfgefið. Nú þegar hann hefur kvatt er það okkar að miðla því góða sem okkur var gefið til okkar barna og vonandi síðar barnabarna. Við Brynja, Anna, Þórunn og Steinar þökkum fyrir samfylgdina og allar þær yndis- legu stundir sem við áttum með afa og ömmu. Minningin um þau mun fylgja okkur alla tíð. Oddur Steinarsson. Elsku afi minn. Nú ertu farinn til elsku ömmu og ég veit að ykkur líður vel sam- an núna. Margt kemur upp í hug- ann þegar ég hugsa til þín. Allar ferðirnar okkar í Hítará á Snæ- fellsnesi eru mér mjög minnis- stæðar. Þú varst snillingur með veiðistöngina og kenndir mér að veiða og seinna kenndir þú mér einnig að kasta flugu. Þú varst mjög laginn smiður og gast smíð- að hvað sem var og alltaf var handbragðið fullkomið. Þú rækt- aðir síðan fallegasta garð sem ég hef komið í og mér fannst alltaf gaman að koma í Kópavoginn og eyða tíma með ykkur ömmu í garðinum ykkar og hjálpa til við garðverkin og gæða mér á jarð- arberjum, radísum, rabarbara og öllu hinu góðgætinu sem var þar að finna. Mér fannst þú kunna allt og geta allt og ef það var eitthvað sem pabbi minn gat ekki gert (eða nennti kannski ekki) þá var ég alltaf með svarið á reiðum hönd- um: „Spyrjum bara afa, hann get- ur allt.“ Mér fannst alltaf gott að vera hjá ykkur ömmu á Digranes- veginum og eftir að ég eignaðist síðan börnin mín var það einnig mjög vinsælt að fara í heimsókn til löngu og langa og fá ís, súkkulaði eða bestu jarðarber í heimi úr fal- lega garðinum ykkar. Elsku afi, hvíldu í friði. Jórunn. Elsku hjartans afi minn. Það ætti ekki að koma á óvart að þú kveðjir okkur nú aðeins nokkrum mánuðum eftir fráfall ömmu. Þið voruð afar samrýmd hjón. Ég minnist þess oft í gegn- um tíðina að hafa séð ykkur leiðast en það er fátt fallegra en að sjá fólk sem hefur varið nær allri æv- inni saman svo náið eins og þið voruð. Mér finnst ég svo heppin að hafa átt ykkur að og ég held að það sé leitun að afa og ömmu sem voru jafn natin og þið við barna- börnin, og síðar barnabarnabörn- in ykkar. Ég á eftir að sakna ykk- ar beggja sárt en minningarnar eru sem betur fer margar og mun ég geyma þær í hjarta mínu ævi- langt og deila þeim með mínum af- komendum. Þú varst mikill fyrirmyndar- maður að svo mörgu leyti, elsku afi minn. Víðlesinn og vel að þér, hvort sem um var að ræða þjóð- félagsmál, bókmenntir eða annað. Það var alltaf gaman þegar við Halli komum í kaffi til ykkar ömmu á menntaskólaárunum. Þið gáfuð ykkur nægan tíma til að setjast niður með okkur og oftast snérist spjallið um stúdentapóli- tíkina eða það sem var á döfinni í þjóðfélaginu. Síðar, þegar börnin okkar komu til sögunnar, nutum við þess að koma með þau í hlý- lega húsið ykkar á Digranesveg- inum þar sem þau nutu ótakmark- aðrar athygli sem þið veittuð þeim. Þú varst mjög hraustur og til fyrirmyndar um heilbrigða lífs- hætti en þú varst líklega löngu bú- inn að átta þig á mikilvægi góðrar hreyfingar og holls mataræðis á undan flestum en ég man eftir því að oft hafi hádegismaturinn þinn einungis samanstaðið af ávöxtum og grænmeti. Þú varst ansi lag- hentur og bar garðurinn ykkar ömmu á Digranesveginum þess glöggt vitni en þar upplifði ég margar af mínum bestu stundum enda garðurinn mikill ævintýra- heimur. Þú varst líka mikill smið- ur og skilur eftir þig marga fallega muni og þykir mér undurvænt um kistuna sem þú smíðaðir undir prjónadótið hennar ömmu og ég fæ að njóta núna. Ferðirnar okkar vestur í Lund á Mýrum voru mér alltaf mikið tilhlökkunarefni en það voru fyrst og fremst stund- irnar með stórfjölskyldunni sem mér þótti vænst um þar sem ég var aldrei mikið fyrir veiðina. Ég veiddi þó maríulaxinn minn í Hít- aránni og það með þinni aðstoð og verður það augnablik mér ávallt minnisstætt. Þú tókst af mér mynd með fína laxinum en lést ekki þar við sitja heldur sendir myndina til erlends veiðitímarits sem sendi mér verðlaun í pósti sem ég geymi enn. Góðar minn- ingar sem ég mun alla tíð geyma. Takk fyrir allt, elsku afi. Ég bið að heilsa ömmu. Ragnheiður Jónsdóttir. Elsku afi eða „langi“. Nú hef- urðu kvatt þennan heim og sökn- uðurinn er mikill. Við vorum að vonast til þess að geta átt sam- verustundir með þér þegar við kæmum heim um jólin þar sem þú varst búinn að vera nokkuð hress undanfarið. Þú varst einstaklega vel gerður maður, mikið ljúfmenni, fróður um ýmsa hluti og það var gaman að spjalla við þig. Þú varst mikill áhugamaður um sögu, jarðfræði og garðrækt, enda var garðurinn ykkar við Digranesveginn engu líkur. Þú varst líka mikill smiður og hafðir yndi af því að dunda þér í bílskúrnum í frítímanum við að smíða hina ýmsu fallegu gripi sem við afkomendurnir fengum að njóta góðs af. Einnig varstu mikill sælkeri og hafðir sérstakt dálæti á góðu súkkulaði, sem var alltaf gaman að færa þér við hin ýmsu tækifæri. Þú varst einstaklega hjálpsam- ur maður og hafðir yndi af því að aðstoða við ýmis garðverk, smíða- verkefni eða hvað annað sem þörf var á og það þurfti ekki að biðja um aðstoðina heldur var hún yf- irleitt boðin fram að fyrra bragði og þá þýddi ekkert að afþakka. Okkur er til dæmis minnisstætt þegar Geir kom með í fyrstu ferð- ina sína í Hítará með fjölskyld- unni og þú tókst hann að þér og kenndir honum grundvallaratrið- in í stað þess að fara sjálfur út að veiða, en þetta var mjög lýsandi fyrir þig. Þið amma hafið verið svo stór partur af okkar lífi og hafið kennt okkur svo ótal margt sem við er- um svo þakklát fyrir. Það var allt- af svo gott að heimsækja ykkur, þið voruð sérstaklega náin og samheldin hjón og tókuð á móti öllum, jafnt stórum sem smáum, með opnum örmum. Þó að söknuðurinn sé mikill og sár þá er okkur samt efst í huga þakklæti fyrir að hafa verið svo lánsöm að hafa átt þig og ömmu að í svo langan tíma og hafa lært svo margt af ykkur sem við mun- um vonandi kenna okkar afkom- endum. Hvíl í friði, elsku afi, við sjáumst síðar. Auður Ýr, Geir, Hjördís Lilja og Helgi Þór. Elsku besti langi. Á hverju kvöldi hugsum við um þig og um góðu tímana sem við áttum með þér. Núna ertu kominn til elsku löngu og vonandi líður ykkur vel. Það var erfitt fyrst þegar við viss- um að þú værir farinn en hugs- unin um að þú fengir að hitta löngu aftur var góð. Það sem er helst í huga okkar er hvað þú varst góður og alltaf til í að gefa manni ís-blóm eða bleika köku. Við munum vel eftir Digranes- veginum og fallega garðinum ykkar, með öllum blómunum og sérstaklega jarðarberjunum. Þú náðir háum aldri og lifðir löngu og góðu lífi og við munum aldrei gleyma þér. Þú og langa búið bæði í hjört- um okkar að eilífu og við elskum ykkur út af lífinu. Eygló Helga, Silja Sól, Jón Hilmir, Darri Dór og Halldór Hrafn. Á einu hlýjasta og bjartasta sumri hér sunnanlands og á feg- urstu haustdögum í manna minn- um höfum við kvatt kæra vini. Að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga, að heilsast og kveðjast. – Það er lífsins saga. (Páll J. Árdal.) Það er óhjákvæmilegt að jafn- vel hinar traustustu eikur og björkin fagra fella sín síðustu lauf, lífið tekur enda. Oddur Helgason frændi og vin- ur er látinn. Það var gott að hann þurfti ekki að bíða lengur eftir að hitta hana Heiðu sagði ung frænka hans er hún frétti af and- láti hans. Að eiga stóran frændgarð er dýrmætt, en að eiga frændur að vinum er gulli betra. Við vorum svo gæfusöm að eiga Odd og Heiðu að vinum og hugs- um nú til þeirra í djúpri þökk fyrir ótaldar samverustundir sem ávallt gerðu mann að betri manni. Þau voru veitendur á öllum svið- um, eintaklega samhent hjón full af ást og virðingu hvort til annars og vöktu í hvívetna verðskuldaða athygli. Oddur helgaði íslenskum bændum og samfélaginu lífs- krafta sína en hann var lengst af sölustjóri hjá Mjólkursamsölunni og síðast sem framkvæmdastjóri markaðsrannsókna og vöruþró- unarsviðs. Hann lét af störfum þar fyrir aldurssakir árið 1992 eft- ir 50 ára farsælt starf. Gaman og fróðlegt var að heyra Odd segja frá fyrstu starfsárum sínum í Mjólkursamsölunni um og eftir stríð, mjólkurframleiðsla var ekki næg svo oft þurfti að grípa til skömmtunar á mjólk og mjólkur- vörum. Hann hafði brennandi áhuga á hvers konar framþróun í íslenskum landbúnaði, ekki síst í íslenskum mjólkuriðnaði. Oddur var einarður og fylginn sér í hverju sem hann tók sér fyrir hendur. Hann var unnandi ís- lenskrar náttúru og eitt af aðal- áhugamálum Odds voru laxveiðar. Þau hjónin nutu lengi dvalar við ána fallegu vestur á Mýrum. Odd- ur hafði sterkar skoðanir á rækt- un laxastofna, ekki síst á Ölfusár- svæðinu. Lengst af bjuggu þau Oddur og Heiða á Digranesveginum. Fal- legt heimili þeirra bar vott um hagleik og listfengi þeirra beggja svo ekki sé minnst á garðinn þeirra, sem var einstakur í sinni röð. Í sumar fór Oddur með fjöl- skyldu sinni á æskuslóðir fyrir austan fjall um Eyrarbakka og til Hreppafjalla. Ferðin var honum mikils virði og naut hann útsýn- isins. Nú er komið að leiðarlokum. Ástvinunum öllum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Magnús og Guðbjörg. Þá eru okkar kæru nágrannar bæði farin, gleðigjafinn Ragnheið- ur dó í vor og hreystimennið og séntilmaðurinn Oddur fylgdi henni núna í haust. Þeirra hjóna verður sárt saknað. Í minningunni er Oddur í vinnugallanum úti í garði að Digranesvegi 68 að hlaða veggi, hlúa að gróðri eða smíða, í veiði- gallanum að kasta fyrir lax eða heimilislegur að færa okkur Ragnheiði drykk eða krökkunum kex. Hann var alltaf boðinn og bú- inn að aðstoða okkur „unga fólkið“ við garðvinnuna, lánaði verkfæri, gaf góð ráð (benti m.a. kurteislega á lögmálið um blómin og býflug- urnar, þegar við ætluðum nú ald- eilis að tryggja öfluga jarðar- berjauppskeru með því að breiða vel yfir plönturnar) og á afmæl- isdegi mínum í júní kom hann gjarnan með hjólbörur fullar af sumarblómum svo við gætum gert beðin okkar fín. Eitt sinn buðu þau hjón okkur með í veiðitúr vestur í Hítará, en áður áttum við að fá kennslu í flugukasti hjá Oddi. Sú kennslu- stund endaði hinsvegar snarlega þegar kisa beit á agnið og Siggi hljóp í angist með stöngina á eftir henni allskyns krókaleiðir yfir að- liggjandi garða þar til hún ákvað að sleppa flugunni, sem var sem betur fer agnhaldslaus. Á meðan lágu kennarinn og hinn nemand- inn í hláturskasti. Öflugasta veið- arfærið á heimili okkar reyndist þó til langs tíma litið vera húnninn á útidyrahurðinni, því ósjaldan þegar við komum heim úr vinnunni hékk þar poki með ný- veiddum sjóbirtingi eða laxi og vissum við þá að Oddur og Ragn- heiður væru komin að vestan. Á meðan Oddur vann hjá Mjólkursamsölunni þá fékk hann Sigga til að leita að góðu vatni til mögulegs útflutnings. Siggi fór vítt og breitt um landið, tók sýni og efnagreindi, en lokaprófið fólst í að smakka vatnið. Þá fóru hann og Oddur í tveggja daga leiðangur um Vesturland, með fín glös og hvítar tauservíettur og smökkuðu lindarvatnið við uppspretturnar og reyndu að tengja saman bragð og efnasamsetningu. Oddur með gott „nef“ og næmt bragðskyn, gamalreyndur smakkari, hafsjór af fróðleik og góður sögumaður. Ógleymanlegar stundir við klið- andi lindarlæki í fallegri náttúru. Minningarnar um Odd eru margar og allar góðar. Það er því með þakklæti og virðingu sem við kveðjum heiðursmanninn Odd Helgason. Málfríður K. Kristiansen, Sigurður R. Gíslason, Anna Diljá og Birnir Jón. Oddur Helgason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.