Morgunblaðið - 31.10.2012, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.10.2012, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 2012 laugardaginn 24.nóvember. Í jólablaðinu í ár komum við víða við, heim- sækjum fjölda fólks og verðum með fullt af spennandi efni fyrir alla aldurshópa. Jólablaðið er flottasta sérblaðið sem Mogginn gefur út og er eitt af vinsælustu blöðum lesenda. SÉRBLAÐ Pöntunartími auglýsinga: er fyrir klukkan 16 mánudaginn 19.nóvember NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími 569-1105 kata@mbl.is Uppáhalds jólauppskriftirnar.• Uppskriftir að ýmsu góðgæti til að• borða á aðventu og jólum. Villibráð.• Hefðbundnir jólaréttir og jólamatur.• Smákökur.• Eftirréttir.• Jólakonfekt og sælgæti.• Grænmetisréttir og einnig réttir fyrir• þá sem hafa hollustuna í huga þegar jólin ganga í garð. Vínin með veislumatnum í ár• Gjafapakkningar.• Tónlistarviðburðir, söfn, kirkjur á aðventu• og í kringum jólahátíðina. Kerti og aðventukransar.• Jólagjafir• Heimagerð jólakort.• Jólaföndur.• Jólabækur og jólatónlist.• Jólaundirbúningur með börnunum.• Margar skemmtilegar greinar sem• tengjast þessari hátíð ljóss og friðar. MEÐAL EFNIS: – Meira fyrir lesendur Morgunblaðið gefur út stórglæsilegt jólablað JÓLABLAÐ Heimir Snær Guðmundsson heimirs@mbl.is Bæjarstjórn Seltjarnarness hefur samþykkt deiliskipulagstillögu fyrir Bygggarðasvæðið til auglýsingar. Byggingarland hefur verið af skorn- um skammti í bænum. Samkvæmt tillögunni verður um að ræða fjöl- breytta og blandaða húsagerð, ein- býlis-, par-, rað- og fjölbýlishús. Byggingar verða 1-3 hæðir, tak- markaður fjöldi þriggja hæða húsa verður á svæðinu og gert er ráð fyrir að ný byggð rísi ekki hærra en núver- andi byggð. „Seltirningar hafa verið að bíða eftir að þetta svæði verði byggt upp. Deiliskipulagsvinnan hef- ur verið unnin í sátt við íbúana, búið er að halda þrjá íbúafundi þar sem ferlið hefur verið kynnt og ábend- ingar frá íbúum verið skoðaðar,“ seg- ir Ásgerður Halldórsdóttir, bæj- arstjóri á Seltjarnarnesi. Íbúar verða um 370 „Svæðið hefur verið skipulagt fyrir blandaða íbúabyggð. Hér er tækifæri fyrir fólk að eignast íbúð allt frá 80 fermetrum upp í einbýlishús. Við vilj- um sjá að þarna verði samfélag fólks á öllum aldri, þarna verður ungt fjöl- skyldufólk, fólk á miðjum aldri og þeir sem eldri eru,“ segir Ásgerður og bætir við að tillagan geri ráð fyrir um 140 íbúðum á svæðinu að hámarki og gera megi ráð fyrir að íbúar verði að um 370. Deiliskipulagið verður nú auglýst eins og lög gera ráð fyrir og í kjölfarið gefst almenningi kostur á að gera athugasemdir innan sex vikna. Landey ehf. á byggingarrétt á svæðinu. Ingi Guðmundsson fram- kvæmdastjóri segist reikna með að deiliskipulag verði hugsanlega tilbúið á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. „Hugsanlega geta lóðir farið í sölu á næsta ári, ég er þó ekkert sér- staklega bjartsýnn á það,“ segir Ingi en Landey á um 60-70% af umræddu landi. Aðspurður hvort einhverjir hafi sýnt lóðakaupum áhuga segist hann vissulega hafa orðið var við slík- an áhuga. „En ég held að það verði ekki neinn alvöru áhugi fyrr en deili- skipulag verður samþykkt,“ segir Ingi. 33 íbúðir á Hrólfskálamelum Á Hrólfsskálamelum á Seltjarn- arnesi ráðgerir fjárfestingafélagið Stólpi að ráðast í gerð fjölbýlishúss með 33 íbúðum. Framkvæmdir munu væntanlega hefjast um eða eftir áramót. „Verktakarnir sem standa fyrir þessum framkvæmdu segjast heyra á fólki að mikill áhugi sé meðal fólks á Seltjarnarnesi og í Vesturbænum. Það hefur verið stefna bæjarins að vera með lágar álögur á bæjarbúa og veita góða þjónustu. Okkar leiðarljós er að hlúa vel að börnum og unglingum, með góðum leik- og grunnskóla og í gegn- um íþrótta- og tómstundastarf. Þjónusta við eldri borgara skiptir okkur einnig miklu máli og bygging hjúkrunarheimils hefst á næsta ári,“ segir Ásgerður. Eflaust heilli líka nálægð við útivistarsvæðin við ströndina, Gróttu og golfvöllinn. Íbúum mun fjölga á Nesinu  Deiliskipulagstillaga fyrir Bygggarðasvæðið samþykkt til auglýsingar  Blönduð húsagerð, ein- býlis-, fjölbýlis-, par- og raðhúsa  Bæjarstjóri segir að á svæðinu verði samfélag fólks á öllum aldri Breytingar Hér má sjá skipulag svæðisins. Við skipulagsvinnu var stefnt að því að skapa byggð í sátt við nágrennið. Morgunblaðið/Sverrir Skipulag Húsnæði menningarmiðstöðvarinnar Norðurpólsins mun víkja samkvæmt skipulagstillögunum. Tölvumynd/Úr deiliskipulagsstillögu Töluverðrar óánægju gætti meðal íbúa varðandi skipulags- hugmyndir á Bygg- garðasvæð- inu á árunum 2007-2008 og lýstu íbúa- samtök á Sel- tjarnarnesi yfir áhyggjum af miklu bygg- ingarmagni á svæðinu. Í kjöl- farið var fallið frá hugmynd- unum sem gerðu ráð fyrir hærri byggð og meira bygging- armagni en núverandi tillaga gerir ráð fyrir. Að sögn Ásgerðar voru um 80 manns á íbúafundi sem haldinn var í síðustu viku þar sem kynnt voru drög að deili- skipulagi og skýringarmyndir af Bygggarðasvæðinu. Ásgerður segist skynja ánægju íbúa með nýjar deili- skipulagstillögur. Að hennar sögn komu engar at- hugasemdir fram á íbúafund- inum. „Nýtingarhlutfallið er mun lægra, fer úr 0,8 í 0,6, auk þess sem hæðin á fjöl- býlishúsunum er lægri. Á þeim þremur íbúafundum sem við höfum haldið hafa þeir sem mætt hafa á fundina lýst yfir ánægju sinni með fyr- irkomulagið og að þarna muni fólk bæði getað minnkað og stækkað við sig. Auk þess að geta keypt sína fyrstu íbúð,“ segir Ásgerður. Minna bygg- ingarmagn SKIPULAG BYGGGARÐA Ásgerður Halldórsdóttir Ríkiskaup hafa fyrir hönd Land- helgisgæslunnar auglýst útboð á leigu á 2-3 björgunar- og gæsluþyrl- um, sambærilegum og TF-LIF, sem er af gerðinni Super Puma og er í eigu Landhelgisgæslunnar. Tvær þyrlur sömu gerðar, TF-SYN og TF- GNA, hafa verið á leigu en samn- ingur um þá fyrrnefndu rennur út upp úr áramótum og vegna TF-GNA í maí árið 2014. Í útboðsskilmálum er talað um leigu til sex ára, með möguleika á framlengingu um tvö ár. Afhending á þyrlunum á að fara fram frá apr- ílmánuði 2013 fram á mitt ár 2014. Að sögn Hrafnhildar Brynju Stef- ánsdóttur, upplýsingafulltrúa, þarf Landhelgisgæslan að hafa þrjár þyrl- ur til taks á staðnum við eftirlits- og björgunarstörf, til að vera örugg um að komast í öll útköll. Samkvæmt gögnum Ríkiskaupa er miðað við leigu á tveimur Super Puma þyrlum, með möguleika á leigu á þremur sambærilegrar gerðar. „Það er ekki svo mikið til af Super Puma þyrlum í heiminum þannig að við getum ekki verið örugg um að fá tvær þannig þyrlur. Hagstæðast er að vera með þyrlur sömu tegundar í umferð hverju sinni.“ bjb@mbl.is Auglýsa leigu á nýjum þyrlum  Leiga á Gæsluþyrlum að renna út Morgunblaðið/Árni Sæberg Gæslan TF-GNA, ein af þremur þyrlum Landhelgisgæslunnar. Þór, hið nýja varðskip Land- helgisgæslunnar, er á leiðinni í slipp til lokayfirferðar áður en ábyrgðartími skipsins, sem vélaframleiðandinn Rolls Royce gaf, rennur út um áramótin. Um helgina var ár liðið frá því að skipið kom til landsins. Síðan þá hefur það farið í vélarskipti til Noregs, eftir að titringur kom upp í vélarrýminu. Á leið í slipp VARÐSKIPIÐ ÞÓR Landssamband hestamanna- félaga ítrekar fyrri athuga- semdir sínar um að skilgreina þurfi reiðvegi sérstaklega í nýj- um umferðar- lögum, en frum- varp að þeim liggur nú fyrir Alþingi. Þeir vilja að réttarstaða þeirra verði tryggð með banni við akstri vélknú- inna ökutækja á reiðvegum. Nokkrir hestamenn sendu inn at- hugasemdir í eigin nafni, þar á með- al Bergljót Rist sem rekur hestaleig- una Íslenski hesturinn í Reykjavík. „Það gildir einu hvort um er að ræða vana eða óvana knapa – okkur stafar öllum hætta af vélknúnum ökutækj- um á reiðvegi. Ég þekki því miður vel hvernig tilfinning það er að vera í útreiðartúr og fara fyrir stórum hópi farþega og heyra svo skyndilega í mótorkrosshjóli í nálægð! Þetta get- ur sett hestamenn í stórhættu. Ör- yggi þessara tveggja hópa er ekki jafnt farið hér, því hjólið getur ekki undir neinum kringumstæðum hræðst hestana,“ skrifar hún. Hjólin hræðast ekki hesta  Tryggi réttarstöðu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.