Morgunblaðið - 31.10.2012, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 2012
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
INGÓLFUR GUÐJÓNSSON
frá Eyri, Ingólfsfirði,
Nýbýlavegi 80,
Kópavogi,
sem lést mánudaginn 22. október, verður
jarðsunginn frá Kópavogskirkju föstudaginn
2. nóvember kl. 13.00.
Ólafur Ingólfsson, Svanhildur Guðmundsdóttir,
Lára Ingólfsdóttir, Jón Leifur Óskarsson,
Sigurður Ingólfsson, Ingunn Hinriksdóttir,
Halldór Kr. Ingólfsson, Hrönn Jónsdóttir,
Guðjón Ingólfsson, Harpa Snorradóttir,
Þórhildur Hrönn Ingólfsdóttir, Guðmundur Jóhann Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Móðir okkar, tengdamamma og amma,
DÓMHILDUR JÓNSDÓTTIR,
lést á Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi
fimmtudaginn 18. október.
Útförin fer fram frá Hólaneskirkju á
Skagaströnd föstudaginn 2. nóvember
kl. 14.00.
Jón Hallur Pétursson, Guðríður Friðriksdóttir,
Pétur Ingjaldur Pétursson,
Guðrún Margrét Jónsdóttir,
Auður Anna Jónsdóttir.
✝
Elskuleg systir okkar, mágkona og frænka,
GUÐFINNA HENNÝ JÓNSDÓTTIR,
Fögrukinn 13,
Hafnarfirði,
andaðist þriðjudaginn 23. október.
Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði
föstudaginn 2. nóvember kl. 13:00.
Sólveig Jónsdóttir, Sævar Gunnarsson,
Jenný Jónsdóttir,
Jón Auðunn Jónsson, Ólafía Guðjónsdóttir,
börn og barnabörn.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
ÁSTA STEINSDÓTTIR
frá Hrauni á Skaga,
Fróðengi 3,
Reykjavík,
sem lést á Landspítalanum við Hringbraut
miðvikudaginn 24. október, verður jarðsungin frá
Dómkirkjunni föstudaginn 2. nóvember kl. 15:00.
Benedikt Andrésson,
Guðrún H. Benediktsdóttir, Halldór Jónsson,
Vilborg Benediktsdóttir, Árni Hjaltason,
Auður Benediktsdóttir, Guðni Karl Magnússon,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa,
sonar og bróður,
ELINÓRS HARÐAR MAR,
Eyjabakka 10,
Reykjavík,
fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn
2. nóvember klukkan 13.00.
Árni Eggert Harðarson,
Elinóra Ósk Harðardóttir, Gunnar Valgeirsson,
Halldór Þór Harðarson,
Alda Sigurrós Júlíusdóttir,
Óskar Árni Mar, Vilborg Sigurðardóttir
og barnabörn.
✝
Elskulegur sonur okkar, bróðir og faðir,
HALLDÓR GUNNLAUGSSON,
Hamravík 28,
sem lést þriðjudaginn 23. október,
verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju
fimmtudaginn 1. nóvember kl. 13.00.
Rósa Emilía Óladóttir, Gunnar Ársælsson,
Sindri Gunnarsson, Vala Ósk Gylfadóttir,
Guðrún Björg Gunnarsdóttir,
Ágúst Freyr Halldórsson,
Elín Helga Halldórsdóttir,
Sölvi Thor Halldórsson,
Emilía Ósk Halldórsdóttir.
✝ Ásgeir Karls-son fæddist í
Reykjavík hinn 29.
janúar 1932. Hann
lést 16. október sl.
Foreldrar hans
voru Karl Ásgeirs-
son málarameist-
ari frá Fróðá Snæ-
fellsnesi, f. 16.
júní 1906, d. 6.
apríl 1998, og
María Stefanía
Sigurðardóttir frá Hólabaki
Húnavatnssýslu, f. 2. apríl
1907, d. 13. mars 1961. Systk-
ini hans eru Ólafur Ragnar, f.
1929, d. 2005, Ólína Bergljót,
f. 1930, Sigrún, f. 1933, Stef-
án, f. 1935, Már, f. 1937, d.
2007, og Sigurður Karl, f
.1950. Ásgeir kvæntist 1955
Ástu Hallý Nordgulen. For-
eldrar hennar voru Lúðvík Á.
Nordgulen, f. 1915, d. 1983, og
Þórunn R. Ólafsdóttir, f. 1913,
d. 1993. Ásgeir og Ásta eign-
uðust þrjú börn; Þórarinn
Ragnar Ásgeirsson, f. 2.12.
1953, maki Hildur Friðriks-
dóttir, f. 9.11. 1956, börn
ar Már, f. 2006. Lúðvík Jóhann
Ásgeirsson, f. 31.1. 1959, maki
Guðrún Björg Berndsen, f. 6.9.
1961, börn þeirra Adolf Þór
Lúðvíksson, f. 1983 sambýlis-
kona Helga Dóra Jóhanns-
dóttir, f. 1984. börn þeirra eru
Óliver Atlas, f. 2010, og Aron
Breki, f. 2010. Ásta Hallý Lúð-
víksdóttir, f. 1991, og Hjördís
Laufey Lúðvíksdóttir, f. 1993.
Lúðvík Jóhann átti son úr
fyrri sambúð, Stefán Lúðvíks-
son, f. 1980, d. 1998, og á hann
einn son, Kristófer Anton, f.
1998.
Ásgeir nam málaraiðn í Iðn-
skólanum í Reykjavík og starf-
aði við það hjá föður sínum
allt til hann hóf störf hjá Pósti
og síma árið 1963. Hjá Síman-
um lærði hann til línumanns
og síðar símsmiðs. Hann starf-
aði lengst af á Keflavík-
urflugvelli við viðgerðir og
mælingar á símkerfum fyrir
bandaríska herinn.
Ásgeir verður jarðsunginn
frá Grafarvogskirkju í dag, 31.
október 2012, kl. 13. Jarðsett
verður í Gufuneskirkjugarði.
þerra eru Ásta
Þórarindsóttir
Nordgulen, f.
1976, börn hennar
eru Ásgeir Þór, f.
1996, Ragnar
Freyr, f. 2005, og
Brynjar Geir, f.
2007. Kristinn Ei-
ríkur Þórarinsson,
f. 1983, sambýlis-
kona Tinna Dögg
Jónsdóttir, f. 1987,
sonur þeirra Brimar Darri, f.
2010. Erla María Ásgeirs-
dóttir, f. 23.1. 1955, maki Jón
Einarsson, f. 19.12. 1954, börn
þeirra eru Ásgeir Karl Jóns-
son, f. 1974, maki Fanney Þor-
steinsdóttir, f. 1975, börn
þeirra eru Dagrún Eyr, f.
1997, og Jón Steinar, f. 1999.
Þórunn Magnea Jónsdóttir, f.
1976, sambýlismaður Ingi
Steinar Jensen, f. 1975, börn
þeirra eru Margrét Ósk, f.
2003, og María Sól, f. 2009.
Atli Már Jónsson, f. 1982,
maki Ellen Mjöll Hallgríms-
dóttir, f. 1984, börn þeirra eru
Embla María, f. 2005, og Arn-
Elsku Ásgeir afi.
Þótt þú hafir í raun yfirgefið
mig fyrir þó nokkru, m.a. vegna
Alzheimerssjúkdómsins sem
tók þig frá okkur er sárt að
horfa á eftir þér inn í eilífðina.
En huggun mín er að nú ertu
kominn á betri stað þar sem þú
getur aftur verið þú sjálfur.
Síðast kom ég til þín stuttu
eftir að þú kvaddir þennan
heim og það ríkti svo mikill
friður yfir þér. Ég er mjög
þakklát fyrir að þú hafir fengið
að fara með svona mikilli frið-
sæld.
Þótt við höfum ekki átt
mikla samleið síðastliðin ár
hefur mér alltaf orðið hugsað
til þín, elsku afi. Ég á mér
margar sælar æskuminningar
og eru þær margar frá Hóf-
gerðinu í Kópavoginum þar
sem þú og amma bjugguð. Ég,
Ásgeir bróðir og Ásta elstu
barnabörnin þín lékum okkur
löngum stundum í kofanum úti
í garði og fengum við oft að
gista hjá ykkur. Þú gast auð-
veldlega glatt okkur þegar þú
komst heim með kettlingana,
Mike og Spike ofan af velli og
leyfðir heim að vera yfir helgi.
Fannst okkur líka spennandi
að fá að fara með þér í vinnuna
ef þú þyrftir að skjótast þang-
að á laugardegi. Ég man líka
mjög sterklega eftir nánu
augnabliki sem við tvö áttum
þegar þú kenndir mér að reima
skó 6 ára gamalli.
Þú og amma höfðuð mjög
gaman af að ferðast til útlanda
og varð sólarstaður yfirleitt
fyrir valinu hjá þér. Þú gjör-
samlega elskaðir sólina enda er
hún uppspretta lífsins og án
hennar er ekkert líf. Við krakk-
arnir biðum alltaf spennt eftir
að fá ykkur heim enda fengum
við ýmsan glaðning frá ykkur.
Og alltaf komstu með nóg að
M&M og súkkulaðikossunum.
Mér varð hugsað til þess um
daginn þegar Margrét Ósk
dóttir mín fór á skauta í fyrsta
sinn, að þú hafði mjög gaman
af því að fara með okkur
krakkana niður á Tjörn á
skauta þegar við vorum á
hennar aldri. Þú varst mjög
flinkur á skautum og bast sam-
an nokkra trefla og útbjóst
þannig til langt band og dróst
okkur síðan á eftir þér.
Ég vil þakka þér fyrir öll
góðu árin sem ég fékk með
þér. Allar stundirnar sem ég
átti með ykkur ömmu í Hóf-
gerðinni eru mjög sérstakar
minningar sem ég á um þig,
elsku afi. Þær mun ég aldrei
gleyma og ávalt varðveita í
hjarta mínu.
„Munum þá sem gleyma“
Hvíl í friði, elsku Ásgeir afi.
Vertu, Guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
Höndin þín, Drottinn, hlífi mér,
þá heims ég aðstoð missi,
en nær sem þú mig hirtir hér,
hönd þína eg glaður kyssi.
Dauðans stríð af þín heilög hönd
hjálpi mér vel að þreyja,
meðtak þá, faðir, mína önd,
mun ég svo glaður deyja.
Minn Jesús, andlátsorðið þitt
í mínu hjarta eg geymi,
sé það og líka síðast mitt,
þá sofna eg burt úr heimi.
(Hallgrímur Pétursson.)
Þín dótturdóttir,
Þórunn Magnea
Jónsdóttir (Tóta.)
Ásgeir Karlsson
✝ Soffía Jóns-dóttir fæddist
í Elínarhöfða á
Akranesi 22.
mars 1918. Hún
lést á hjúkr-
unarheimilinu
Sólvangi 18. októ-
ber 2012.
Foreldrar
hennar voru Guð-
rún Guðnadóttir,
fædd í Sarpi í
Skorradal og Jón Diðriksson
fæddur í Grashúsum á Álfta-
nesi. Soffía var áttunda í röð
13 systkina en af þeim kom-
ust 12 til fullorðinsára.
Systkini hennar voru: Guðni,
Margrét, Ásgeir, Guðmundur,
Jóhanna, Diðrik, Ásgrímur,
Halldóra, Helgi, Ásta, Eðvard
ar, kvæntur Dagbjörgu
Traustadóttur, börn þeirra
eru Dagrún, Margrét, Berg-
lind og Davíð Þór. 2) Kol-
brún, gift Steingrími Magn-
ússyni, börn þeirra eru
Ágústa, Soffía og Jón Vignir.
3) Bragi Vignir, kvæntur Rut
Helgadóttur, börn þeirra eru
Helgi Vignir, Sif og Svava. 4)
Sigurður Ólafur, kvæntur
Dagrúnu Guðlaugsdóttur og
á hún soninn Fannar Þór.
Soffía og Jón Vignir
bjuggu allan sinn búskap í
Hafnarfirði og var Soffía
heimavinnandi húsmóðir alla
tíð.
Soffía verður jarðsungin
frá Hafnarfjarðarkirkju í dag
31. okt. 2012, og hefst at-
höfnin kl. 13.
og Lilja. Eftirlif-
andi eru syst-
urnar Ásta og
Lilja. Soffía flutt-
ist 5 ára frá
Akranesi með
fjölskyldu sinni
að Bjarnastöðum
á Álftanesi í
Bessastaðahreppi.
Eiginmaður
Soffíu var Jón
Vignir Jónsson,
framkvæmdastjóri í Hafn-
arfirði, en hann lést 21. júlí
2004. Foreldrar hans voru
Jónína Sesselia Jónsdóttir frá
Ytri-Galtavík í Skila-
mannahreppi í Borgarfirði og
Jón Þórarinsson frá Gerðum í
Garði. Þau eignuðust fjögur
börn, en þau eru 1) Jón Rún-
Í dag kveðjum við þig, elsku
amma. Við systkinin áttum bara
eina ömmu en þú varst líka besta
amman í heiminum.
Svo margar minningar um þig,
um allt sem þú gerðir með okkur
og fyrir okkur. Þú hafðir alltaf
tíma fyrir okkur og síðar börnin
okkar. Kenndir okkur að sauma,
prjóna, baka, fara með ljóð,
klippa út dúkkulísur, spila á spil
og leggja kapal, því iðjulaus mátti
enginn vera.
Alltaf vorum við velkomin til
þín og oft með vini með okkur
hvenær sem var dagsins og alltaf
var nóg að borða og drekka, ný-
bakað brauð og jólakökur.
Elsku amma, það tekur svo
langan tíma að segja frá öllu sem
við höfum brallað með þér í gegn-
um árin, allar skemmtilegu
stundirnar sem koma upp í hug-
ann.
En við vitum að afi er búinn að
taka á móti þér og þið byrjuð að
rækta blóm og gróðursetja í
garðinn ykkar.
Lítill fugl á laufgum teigi
losar blund á mosasæng,
heilsar glaður heiðum degi,
hristir silfurdögg af væng.
Flýgur upp í himinheiðið,
hefir geislastraum í fang,
siglir morgunsvala leiðið,
sezt á háan klettadrang.
Þykist öðrum þröstum meiri,
þenur brjóst og sperrir stél,
vill, að allur heimur heyri,
hvað hann syngur listavel.
Skín úr augum skáldsins gleði,
skelfur rödd við ljóðin ný,
þó að allir þrestir kveði
þetta sama dírri-dí.
Litli fuglinn ljóða vildi
listabrag um vor og ást.
Undarlegt, að enginn skyldi
að því snilldarverki dást.
(Örn Arnarson.)
Þín barnabörn.
Dagrún, Margrét,
Berglind og Davíð Þór.
Elskulega mamma mín, með
söknuði og sorg í hjarta, kveð ég
þig við leiðarlokin þín.
Ekki þurfti mikið til að gleðja
mömmu í heimsóknum mínum á
Sólvang, þar sem hún dvaldi síð-
ustu ár. Súkkulaðimoli og góður
kaffisopi var nóg.
Mikið er ég þakklát fyrir að
hafa átt svona góða mömmu, því
minningin lifir og öll hennar gull-
korn eru geymd í hjarta mínu.
Mamma var alltaf jafn róleg og
blíð, gefandi og talandi um það
góða. Hún var létt í spori og létt í
lund og í lífsins hjarta, elsku góða
mamma mín.
Ég vil bara þakka þér fyrir allt
og allt sem við höfum átt saman,
þú varst alltaf til staðar en
mamma mín, núna ertu loksins
búin að fá hvíldina og komin til
hans pabba, sem ég veit að hefur
tekið á móti þér á sinn hátt og það
hafa orðið fagnaðarfundir.
Þú varst frábær mamma, amma
og síðast en ekki síst vinkona mín.
Elskulega mamma mín
Mjúk er alltaf höndin þín.
Tárin þorna í sérhvert sinn
Er þú strýkur vanga minn.
…
(Sig. Júl. Jóhannesson.)
Blessuð sé minning þín.
Þín dóttir,
Kolbrún.
Nú hefur amma Soffía kvatt
okkur södd lífdaga og er komin í
faðm afa á betri stað. Eftir sitj-
um við með yndislegar minning-
ar um yndislega konu. Minning-
ar sem fá mann til að brosa,
hlæja og gráta. Ég var svo hepp-
in að fá að vera mikið hjá ömmu
Soffíu og afa Jóni þegar ég var
að alast upp og á ég endalaust af
minningum sem ég mun ylja
mér við um ókomna tíð. Amma
tók alltaf vel á móti manni og
skipti þá engu máli hvort ég kom
ein til hennar eða með vinahóp-
inn með mér og seinna Ragga
minn og börnin. Hún átti alltaf
eitthvað gott að borða og svo var
það kaffibolli og spjall. Þá gát-
um við amma rætt um allt og oft
enduðum við á því að hlæja vel
og lengi. Þakklæti er það sem
helst kemur upp í hugann þegar
ég hugsa um ömmu Soffíu. Hún
vildi allt fyrir mann gera, sama
hvað það var. Hún var alltaf til
staðar, í sorg og í gleði og um-
vafði mig með ást og trú. Ég á
svo margt að þakka ömmu minni
fyrir og hún kenndi mér svo
margt.
Mundu það sem ég hvíslaði að
þér rétt áður en þú kvaddir í
hinsta sinn að þér mun ég aldrei
gleyma, elsku amma mín. Þú
varst best.
Amma kær, ert horfin okkur hér,
en hlýjar bjartar minningar streyma
um hjörtu þau er heitast unnu þér,
og hafa mest að þakka, muna og
geyma.
Þú varst amma yndisleg og góð,
og allt hið besta gafst þú hverju sinni,
þinn trausti faðmur okkur opinn stóð,
og ungar sálir vafðir elsku þinni.
Þú gættir okkar, glöð við undum hjá,
þær góðu stundir blessun, amma
kæra.
Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá
í hljóðri sorg og ástarþakkir færa.
(Ingibjörg Sigurðardóttir.)
Ég elska þig, amma mín.
Þín litla
Soffía.
Soffía Jónsdóttir