Morgunblaðið - 31.10.2012, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 31.10.2012, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 2012 Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær 32 ára karlmann, Helga Ragnar Guðmundsson, í þriggja og hálfs árs fangelsi. Dómurinn taldi sannað að Helgi Ragnar hefði skipulagt um- fangsmikið skjalafals og fjársvik og fengið fjóra aðra karlmenn til að sjá um verkin fyrir sig. Alls var um að ræða tæpar fjörutíu milljónir króna sem hafðar voru af Íbúðalánasjóði og endurheimtist féð ekki. Í dóminum er því lýst að Helgi Ragnar aflaði upplýsinga og gagna varðandi tvö tiltekin eignarhaldsfélög og fasteignir í kerfi Creditinfo og Landskrár fasteigna, þar á meðal undirritaðra skjala varðandi fasteign- irnar og félögin auk annarra undirrit- aðra skjala. Þannig var unnt að líkja eftir undirritunum og falsa þau skjöl sem notuð voru. Helgi Ragnar útbjó skjölin sem notuð voru og lagði fyrir annan sakborning að undirrita skjölin í eigin nafni og falsa undirritanir ann- arra á skjölin, þar á meðal votta, og gaf honum fyrirmæli um hvar hann ætti að framvísa skjölunum. Aðrir sakborningar höfðu ekki burði til skipulagningar Allir voru mennirnir dæmdir fyrir sinn þátt, þar á meðal 23 ára karl- maður, Jens Tryggvi Jensson, sem hlaut þriggja ára fangelsi. Sá á að baki nokkurn sakarferil og var skil- orðsdómur dæmdur upp auk þess sem dómurinn taldi brotavilja hans styrkan og einbeittan. Jens var einnig dæmdur fyrir fjárdrátt upp á 12 millj- ónir og hylmingu. Aðrir hlutu vægari refsingu og seg- ir í niðurstöðu dómsins að þeir hafi hvorki haft þekkingu né burði til að skipuleggja eða útfæra jafn umfangs- mikil og flókin brot. Þá þótti sannað að þeir hefði ekki hlotið ávinning af brotunum. Á hinn bóginn segir að Helgi Ragnar hafi bæði haft tilskilda þekkingu og mikla reynslu í fast- eignaviðskiptum og fyrirtækja- rekstri. Þrjú og hálft ár fyrir umfangsmikil fjársvik  Alls voru fimm menn dæmdir fyrir aðild sína að málinu Á dögunum greindist mótefni gegn smitandi barkabólgu í talsverðum fjölda gripa á búinu á Egils- stöðum á Völlum og í einum grip sem þaðan var gefinn að bænum Fljótsbakka í Eiðaþinghá. Í framhaldi af því ákvað Matvælastofnun að taka sýni af öllum kúabúum í Austur- umdæmi, fjörutíu talsins, sem öll reyndust neikvæð. Að ósk Lands- sambands kúabænda voru í kjölfar þess tekin sýni frá öllum öðrum kúabúum landsins, alls 615 sýni. Búið er að greina þau og er niður- staðan sú að öll eru neikvæð. Því bendir allt til þess að um einangrað tilfelli sé að ræða, sem einskorðist við framangreind býli. Tekin hafa verið fleiri sýni þar til að kanna út- breiðslu smitsins innan þeirra og er niðurstaðna að vænta á næstu dög- um, segir á vef Landssambands kúabænda. Mótefni gegn barka- bólgu hefur ekki fundist í fleiri kúm www.hjahrafnhildi.is • Sími 581 2141 -20% af Gjafir sem gleðja Verð 58.000 kr. LAUGAVEGI 5 SÍMI 551 3383 SPÖNGIN GRAFARVOGI SÍMI 577 1660 Á morgun 1. nóvember gefur Íslandspóstur út jólafrímerki og frímerkjaröð tileinkaða annarri kynslóð frumherja í íslenskri myndlist. Einnig kemur út frímerki þar sem myndefnið er kóngssveppur. Boðið er upp á Jólaprýði Póstsins 2012 í gull- og silfurlit. Myndefni jólafrímerkjanna og Jólaprýðinnar er sótt í þjóðsöguna um Nátttröllið. Fyrstadagsumslög fást stimpluð á pósthúsum um land allt. Einnig er hægt að panta þau hjá Frímerkjasölunni. Sími: 580 1050 Fax: 580 1059 Netfang: stamps@stamps.is Heimasíða: www.stamps.is Safnaðu litlum listaverkum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.