Morgunblaðið - 31.10.2012, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 31.10.2012, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 2012 Þórdís BjarneyJóhanns-dóttir er 60 ára í dag, fædd 31. október 1952. Eig- inmaður hennar er Helgi Hermannsson og eru þau búsett á Selfossi. Í tilefni stórafmælisins ætl- ar Þórdís að hafa heitt á könnunni, síðdegiskaffi, fyrir gesti og gangandi heima við. „Ég býst við því að nánasta fjölskylda, vinnu- félagar og vinir líti inn. Ég hef nú yfir- leitt gert eitthvað í tilefni dagsins á stórafmælum,“ seg- ir Þórdís. Hún er nýkomin frá Spáni þar sem hún og maður hennar dvöldu í viku ásamt vinahjónum. „Ferð- in var farin í tilefni af afmælinu. Þetta var yndisleg, end- urnærandi og góð ferð.“ Þórdís var á fullu að baka fyrir afmælisveisluna þegar blaða- maður hringdi í hana en hún tók sér frí frá vinnu í gær og dag. Þórdís vinnur í Arion banka á Selfossi og þar var henni haldin afmælisveisla á mánudaginn. „Dagurinn endaði með ægilega fínni veislu. Yfirleitt kemur fólk sjálft með köku í vinnuna ef það á afmæli en samstarfsfélagarnir bökuðu í þetta skiptið, lík- lega út af því að ég er að verða svo gömul,“ segir Þórdís og hlær. Þórdís og Helgi eiga þrjú börn, eitt þeirra er búsett út í Nor- egi en hin eru búsett á Selfossi. Þórdís er úr Vestmannaeyjum en flutti upp á land eftir gos. Þau bjuggu á Hvolsvelli fram að árinu 2000 þegar þau fluttu á Selfoss. Þórdís segir að hún hafi verið mjög ánægð þar sem hún hefur búið en ræturnar séu mik- ið í Eyjum. ingveldur@mbl.is Þórdís Bjarney Jóhannsdóttir er 60 ára Afmæli Þórdís Bjarney Jóhannsdóttir á Selfossi er sextug í dag. Með heitt á könn- unni fyrir gesti Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Heiðurshjónin Aðalbjörg Magnúsdóttir og Þorsteinn Sigurðsson frá Reykholti, Fáskrúðsfirði, eiga 70 ára brúðkaupsafmæli í dag, 31. október. Þorsteinn stund- aði sjómennsku á Fáskrúðsfirði alla sína starfsævi og Aðalbjörg var virkur þátt- takandi í ýmsum góðgerðamálum auk húsmóðurstarfa. Hún var m.a. ein af stofn- endum Styrktarfélags vangefinna á Austurlandi og Krabbameinsfélags Austfjarða. Þau munu fagna þessum merkisdegi með nánustu fjölskyldu sinni á hjúkrunarheimilinu Eir þar sem Aðalbjörg hefur dvalið síðustu tvö árin. Platínubrúðkaup H ildigunnur ólst upp í stórum systkinahópi í Miðfelli í Hruna- mannahreppi við öll almenn sveitastörf þar sem foreldrar hennar stunduðu kúabúskap. Hún var í Grunnskól- anum á Flúðum, lauk stúdentsprófi frá ML 1992 og kynntist þar eig- inmanni sínum. Eftir stúdentspróf fluttu þau til Reykjavíkur og við tók barnauppeldi hjá Hildigunni. Hún lauk prófi sem snyrtifræðingur frá FB 2001, hóf síð- ar nám í mannfræði við HÍ, söðlaði síðan um og fór í fornleifafræði og út- skrifaðist þaðan vorið 2011. Hildigunnur vann við fornleifa- rannsóknir að Hólum í Hjaltadal og við Kolkuós, skammt frá Hólum 2010, og við Nesstofu á Seltjarnarnesi, 2010. Hildigunnur vinnur nú með eigin- Hildigunnur Skúladóttir fornleifafræðingur – 40 ára Fjölskyldan Hildigunnur og Pálmi með börnin, Agnesi, Pál, Pétur og Eydísi. Fornleifafræðingur úr Hrunamannahreppi Fornleifarannsóknir Hildigunnur við uppgröft við Nesstofu sumarið 2010. „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæð- ingum eða öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinumynd af nýjum borgara eðamynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einnmánuð. Hægt er að sendamynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón HVERFISGÖTU 6 S. 551 3470 BALDESSARINI ALEXANDER WANG SEE BY CHLOE SCHUMACHER PEDRO GARCIA ROCCO P STENSTRÖMS VAN LAACK EMPORIO ARMANI CAMBIO www.facebook.com/saevarkarlverslun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.