Morgunblaðið - 01.11.2012, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 01.11.2012, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2012 ILVA Korputorgi, sími 522 4500 www.ILVA.is laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-18:30 DAGSKRÁ Lifandi tónlist Frostrósir Friðrik Ómar Happdrætti KYNNINGAR Karl K. Karlsson Hafliði súkkulaðimeistari MARSEILLE sápur Kaffitár Búrið ÓTRÚLEG TILBOÐ 30% af öllum CHRISTMAS jólavörum, MARSEILLE sápum, kertum og púðum KONUKVÖLD FIMMTUDAGINN 1. NÓVEMBER Frá 18:30-21:00 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves hófst í gærkvöld með fjölda við- burða í borginni. Að sögn Gríms Atlasonar, framkvæmdastjóra há- tíðarinnar, fer hátíðin vel af stað og voru mörg þúsund erlendir há- tíðargestir í miðborginni í gær- kvöldi. „Þetta lítur glæsilega út,“ sagði hann þegar blaðamaður náði tali af honum í gærkvöld. Fellibylurinn Sandy sem gekk yfir Bandaríkin setti strik í reikn- inginn og þurfti bandaríska sveit- in Swans að afboða sig þar sem hún komst ekki frá New York. Grímur segir að hamfarirnar vestra hafi ekki hindrað för margra gesta. „Þeir eru mjög fáir. Við höfum heyrt af tíu afbókunum frá fólki sem kemst ekki og við endur- greiðum það allt saman að sjálfsögðu,“ segir Grímur. Hljómsveitin Retrobot var ein af þeim sem stigu á stokk í gær- kvöld en þessi mynd var tekin á tónleikum hennar á Gamla Gauknum. Iceland Airwaves var hleypt af stokkunum í gærkvöld Morgunblaðið/Styrmir Kári Veðurtepptir fengu miða endurgreidda Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Hlutfall kvenna sem aðeins hafa lok- ið grunnskólaprófi eða minna er töluvert hærra á Suðurlandi og Vest- fjörðum en annars staðar á lands- byggðinni. Menntunarstig á höfuð- borgarsvæðinu er umtalsvert meira en annars staðar á landinu. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í tölum Byggðastofnunar um menntun fólks eftir landshlutum. Slíkar upplýsingar hafa aldrei áður verið teknar saman, eftir því sem fram kemur á vef stofnunarinnar. Kemur ekki á óvart Á Vestfjörðum og Suðurlandi kemur á móti að hlutfall kvenna sem hafa lokið grunnháskólanámi er um tvöfalt hærra en karla. Þegar litið er til heildarinnar er hæsta hlutfall íbúa með aðeins lágmarksmenntun að finna á Suðurnesjum. Árni Ragnarsson, sérfræðingur á þróunarsviði Byggðastofnunar, kann ekki skýringar á muninum á körlum og konum á Suðurlandi og Vestfjörð- um. Hann segir tölurnar annars í raun staðfesta í grófum dráttum það sem menn töldu sig vita, sérstaklega um muninn á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. „Þetta sýnir augljósan mun á sam- setningu íbúafjöldans. Menntun fólks gefur vísbendingu um sam- keppnishæfni og nýsköpunarskilyrði sem eru þá kannski ekki sambærileg á landsbyggðinni við höfuðborgar- svæðið. Það kemur ekki á óvart en þetta er í fyrsta skipti sem tekst að koma höndum á þetta.“ Innlegg í sóknaráætlanir Landshlutasamtök sveitarfélaga búa sig nú undir að gera sóknaráætl- un fyrir landshlutana. Menntun er á meðal þeirra samfélagsþátta sem Byggðastofnun kannar í tengslum við þá gerð og segir Árni að þessar niðurstöður séu umhugsunarefni í þeirri gerð. Hann nefnir að iðnmenntun sé al- geng úti á landi og því komi sam- dráttur í iðnaði niður á fólki þar. „Þá er þetta spurning um færnina til að takast á við nýja hluti og endurnýja sig. Þar skiptir menntun- in máli,“ segir hann. Mikill munur á menntun  Í fyrsta skipti sem menntun fólks eftir landshlutum er tekin saman  Flestir með lágmarksmenntun á Suðurnesjum  Mikill munur á körlum og konum Menntun eftir sóknaráætlunarsvæðum Heimild: Byggðastofnun Heild Suðurnes Höfuðborgarsvæðið Vesturland Vestfirðir Norðurland vestra Norðurland eystra Austurland Suðurland 8.806 489 5.483 413 202 242 923 310 745 Fjöldi 25% 5% 17% 20% 23% 11% 38% 4% 14% 23% 17% 4% 19% 4% 18% 19% 27% 14% 35% 6% 18% 23% 15% 4% 33% 7% 13% 26% 17% 4% 36% 14% 24% 16% 5%6% 31% 35% 37% 17% 13% 14% 21% 23% 24% 20% 18% 15% 5% 5% 4% 7% 6% 6% Grunnskólapróf eða minna Starfsnám í framhaldsskóla Stúdentspróf í framhaldsskóla Iðnnám/verknám/Meistarapróf í iðngrein Grunnnám í háskóla Framhaldssnám í Háskóla Heildarálagning á lögaðila nemur 118,5 milljörðum króna á þessu ári en hún nam 104,6 milljörðum í fyrra. Mismunurinn er 13,9 milljarðar sem jafngildir 13,23% hækkun milli ára. Þetta kemur fram í samantekt ríkisskattstjóra um álagningu opin- berra gjalda á lögaðila álagningarárið 2012. Er þá meðtalin fyrirfram- greiðsla á árinu 2012 sem er til komin vegna viðbótar á sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki. Nemur viðbótin 2,2 milljörðum kr. vegna væntanlegr- ar álagningar á árinu 2013. Alls voru 37.084 lögaðilar á skatt- grunnskrá í lok síðasta árs og þar af sættu 11.800 lögaðilar áætlun eða 31,82% af skattgrunnskrá. Til samanburðar sættu 11.686 lögaðilar áætlun á síðasta ári eða 32,02% af skattgrunnskrá. Tekjuskattur hækkar verulega Heildarálagningin á árinu 2012 skiptist þannig að 69,3 milljarðar koma til af tryggingagjaldi sem hækkar um 5,95% milli ára. Tekjuskattur er 42,15 milljarðar og hækkar um 16,15%. Sérstakt gjald á lífeyrissjóði er 1.538 milljónir. Fjár- magnstekjuskattur var 1,39 milljarð- ar króna sem er 22,54% meira en álagningarárið 2011. Útvarpsgjald er tæpar 602 milljón- ir og lækkar um 3,67% frá fyrra ári. Búnaðargjald er tæpar 190 milljónir og hækkar um 8,41%. baldura@mbl.is Álögur aukast milli ára  Heildarálagning á lögaðila hækkar um 13,23% frá 2011  Viðbótarskattar á fjármálafyrirtæki upp á 2,2 milljarða Greiða á fjórða milljarð » Sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki er 1.046 milljónir króna og hækkar um 6,91% frá fyrra ári. » Fjármálafyrirtækin greiða nú 2.232 milljónir króna í við- bót á þennan skatt. » Samanlagt gera þetta 3.278 milljónir króna á þessu ári. » Fjármagnstekjuskattur er 1,39 milljarðar í ár en var 16,3 milljarðar á árinu 2007. „Það fór vél frá okkur áðan til New York. Það er búið að opna flugvöllinn og ég geri ráð fyrir að það verði eðli- legt flug hér eft- ir,“ sagði Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, í gærkvöldi um flug félagsins til Bandaríkjanna. Þremur ferðum var frestað vegna fellibylsins Sandy og til stóð að fara aukaferð til New York af þeim sökum í gær. Fyrir því fékkst þó ekki leyfi. Flug til Bandaríkj- anna aftur í fastar skorður eftir Sandy Haraldur Eiríksson, veðurfræð- ingur á Veðurstofunni, segir að ekki sé útilokað að leifar fellibyls- ins Sandy berist hingað til lands. Það sé hins vegar ekki áhyggjuefni þar sem hann hafi blásið úr sér mesta kraftinn þegar hann gekk á land í Bandaríkjunum og Kanada. Hafa ekki áhyggjur af leifum stormsins

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.