Morgunblaðið - 01.11.2012, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2012
Fellibylurinn „Sandy“ hefurvaldið miklu tjóni og usla á
norðausturströnd Bandaríkjanna.
Manntjón er meira en fyrstu upp-
lýsingar bentu til og fjárhagstjón er
talið í tugum milljarða dollara.
Þess háttar náttúruvá gerir sembetur fer boð á undan sér og
yfirvöld gátu því gert tvennt:
Gripið til nokkurra varna, en
þó einkum haft
uppi alvarlegar
aðvaranir,
hvatt fólk til að
hverfa af hættusvæðum og eins
opnað öruggt skjól fyrir þá sem
þurftu.
Enn sem komið er a.m.k. hafastjórnvöld vestra ekki verið
sökuð um andvaraleysi.
En þrátt fyrir alvöru málsinsleyfa menn sér að horfa til
annarra þátta.
Þannig velta skýrendur upphugsanlegum áhrifum veður-
hamsins á kosningaúrslit vestra,
eftir aðeins 5 daga. Repúblikanar,
sem hafa verið í nokkurri sókn, ótt-
ast að atburðirnir opni forsetanum
ríkulegan aðgang að þjóðinni, sem
ekki sé hægt að gagnrýna, á mikil-
vægu augnabliki.
Og á meginlandinu austan hafs, íEvrópu, var þessi hugleiðing
sett fram:
Ef „Sandy“ stefndi á Evrópumyndum við þegar í stað hefja
undirbúning leiðtogafundar, sem
samþykkja myndi drög að laga-
legum grunni hönnunarvinnu, sem
nota mætti vildi einhver sam-
bandsþjóðanna vilja smíða nýjan
björgunarbát til að bregðast við
flóðum.“
Fellibylur og fjörugt
ímyndunarafl
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 31.10., kl. 18.00
Reykjavík 3 skýjað
Bolungarvík 0 alskýjað
Akureyri 0 snjókoma
Kirkjubæjarkl. 3 skýjað
Vestmannaeyjar 1 skýjað
Nuuk -5 heiðskírt
Þórshöfn 6 skúrir
Ósló 0 frostrigning
Kaupmannahöfn 7 skýjað
Stokkhólmur 5 heiðskírt
Helsinki 0 heiðskírt
Lúxemborg 10 heiðskírt
Brussel 10 heiðskírt
Dublin 7 skýjað
Glasgow 6 skúrir
London 12 léttskýjað
París 12 léttskýjað
Amsterdam 11 heiðskírt
Hamborg 8 heiðskírt
Berlín 7 heiðskírt
Vín 7 léttskýjað
Moskva -1 skýjað
Algarve 17 léttskýjað
Madríd 11 skýjað
Barcelona 18 léttskýjað
Mallorca 17 léttskýjað
Róm 12 skúrir
Aþena 18 skýjað
Winnipeg 2 skúrir
Montreal 15 skúrir
New York 8 alskýjað
Chicago 4 skýjað
Orlando 17 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
1. nóvember Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 9:13 17:11
ÍSAFJÖRÐUR 9:31 17:03
SIGLUFJÖRÐUR 9:14 16:45
DJÚPIVOGUR 8:46 16:37
Oddný Harðar-
dóttir alþingis-
maður býður sig
fram í 1. sæti í for-
vali Samfylking-
arinnar fyrir
Suðurkjördæmi
sem fram fer 16.
og 17. nóvember.
Fram kemur í tilkynningu frá
framboði Oddnýjar að hún hafi tekið
að sér mörg krefjandi ábyrgðarstörf
á yfirstandandi kjörtímabili. Hún
hafi orðið fjármálaráðherra fyrst
kvenna og verið formaður mennta-
mála- og fjárlaganefndar.
„Oddný starfar með hag barna að
leiðarljósi og leggur áherslu á
ábyrga hagstjórn, atvinnumál, ný-
sköpun og fjölbreytt framboð náms.
Hún tekst á við verkin af heið-
arleika, yfirvegun og festu og vinn-
ur að almannahag af dugnaði og
hugsjón,“ segir í tilkynningunni.
Oddný opnar kosningaskrifstofu í
Reykjanesbæ á Hafnargötu 31, 2.
hæð á morgun kl. 17.
Býður sig fram
í 1. sæti í forvali
Garðar H. Guð-
jónsson, blaðamað-
ur og ráðgjafi, hef-
ur tilkynnt
þátttöku sína í for-
vali VG í Suð-
vesturkjördæmi
24. nóvember
næstkomandi. Hann óskar eftir
stuðningi í 2.-3. sæti listans.
Fram kemur í tilkynningu, að
Garðar hafi starfað við blaða-
mennsku og ritstörf, verið upplýs-
ingafulltrúi Neytendasamtakanna
og Rauða krossins og unnið kynn-
ingarstörf fyrir félagasamtök og
stofnanir sem starfa að neyðarþjón-
ustu, forvörnum, almannavörnum,
neytendavernd og mannúðarmál-
um.
„Garðar býður fram krafta sína
til að vinna að stefnumálum VG
með áherslu á velferð, jafnrétti,
neytendavernd, atvinnu- og um-
hverfismál,“ segir m.a. í tilkynning-
unni.
Garðar er 49 ára, kvæntur og á
dóttur og þrjú barnabörn.
Óskar eftir stuðn-
ingi í 2.-3. sæti
Náttúrulegt fagnaðarefni fyrir frumurnar!
Sulforaphane, sérvirka efnið úr brokkolí, kann að
vera lykillinn að heimsins áhrifaríkustu vörn gegn
hrörnun fruma og ótímabærri öldrun.
Cognicore byggir á sulforaphane úr lífrænt ræktuðum
brokkolí spírum sem virkar eins og kveikjuþráður á
innbyggt varnarkerfi líkamans
Hjálpar líkamanum að auka framleiðslu eigin andoxunar-
efna sem er margfalt áhrifaríkara en nokkur andoxunarefni
í fæðunni!
Stuðlar að sleitulausri vernd, styrkingu og endurnýjun
fruma
Brokkolítöflurnar - Cognicore® Daily
Tvær á dag!
Fyrir margþætt heilsusamleg áhrif á líkamann og unglegra útlit!
Fást í helstu
heilsubúðum og apótekum
www.brokkoli.is