Morgunblaðið - 01.11.2012, Qupperneq 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2012
Finndu okkur á facebook.com/lindexiceland
Embellished
glamour.
Toppur,
3995,–
fyrir mikla sókn. Frá tíunda áratug
síðustu aldar hefur aflinn hins vegar
verið um 570 þús. tonn að jafnaði.
Eins og áður segir er aflamark
næsta árs milljón tonn, en ráðgjöf Al-
þjóða hafrannsóknaráðsins var upp á
940 þúsund tonn. Á þessu ári var ráð-
gjöfin 751 þúsund tonn og aflamarkið
það sama. Í fyrra voru ráðgjöf og afla-
mark 703 þúsund tonn og aflinn 720
þúsund tonn.
Aukningin meiri en
þorskafli við Ísland
Á næsta ári verður því heimilt að
veiða 250 þúsund tonnum meira af
þorski í Barentshafi heldur en í ár.
Nemur þessi aukning meira en öllum
þorskafla á Íslandsmiðum á yfir-
standandi fiskveiðiári, en aflamark í
þorski er 195.400 tonn.
Undanfarið hafa komið fram
áhyggjur hérlendis af þessum mikla
þorskafla úr Barentshafi og í ein-
hverjum tilvikum hefur aukinn þorsk-
afli þegar valdið lækkun á fiskafurð-
um frá Íslandi. Fleira spilar þó inn í
eins og slæmt efnahagsástand við
Miðjarðarhafið og víðar í Evrópu.
Fram kom í fréttaskýringu í blað-
inu fyrir rúmum mánuði að ýmis teikn
eru um að þrýstingur til lækkunar á
heimsmarkaðsverði á þorski muni
aukast á næstu misserum, að mati
greiningardeildar ráðgjafar-
fyrirtækisins Markó Partners. Þar
kom fram að um fjórðungslækkun
varð á mörkuðum með þurrkaðan
saltfisk á Spáni og Portúgal á fyrstu
sex mánuðum ársins miðað við sama
tíma í fyrra.
Minni sókn og umhverfis-
skilyrði þorskinum hagstæð
Stofninn í Barentshafi hefur vaxið hratt Aflamark hækkað um 250 þúsund tonn
Þorskur í Barentshafi
Heildarafli (þús. tonna) 1990-2011 Aflamark 2012 og 2013
1.400
1.200
1.000
800
600
400
200
0
H
ei
ld
ar
afl
i(
þú
s.
to
nn
a)
1990 2013
FRÉTTASKÝRING
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Samspil umhverfisbreytinga og veiði-
stjórnunar eru taldar meginástæður
þess hversu mjög þorskstofninn í
Barentshafi hefur braggast á síðustu
árum. Fyrir aðeins rúmlega tveimur
áratugum var þessi sami stofn mjög
lélegur og heildarþorskaflinn úr Bar-
entshafi aðeins um 200 þúsund tonn.
Nú er öldin önnur og í síðasta mánuði
ákváðu stjórnvöld í Noregi og Rúss-
landi að aflamark á þorski í Barents-
hafi yrði ein milljón tonna á næsta ári,
sem er meira en í áratugi.
Kjörhiti á stærra svæði,
vanmat á árgöngum
Einar Hjörleifsson, fiskifræðingur,
segir að nýliðun þorsks í Barentshafi
hafi verið við og yfir meðallagi á síð-
asta áratug. „Á þessum tíma hefur
sóknin minnkað gríðarlega mikið, að
mestu vegna takmarkana stjórn-
valda, og hlutfallslega meira en hér
við land,“ segir Einar.
„Hitastig sjávar hefur hækkað og
það svæði þar sem er kjörhiti fyrir
þorsk hefur stækkað. Skilin milli
kalds- og hlýsjávar hafa verið að fær-
ast norður og austur og fiskurinn hef-
ur fært sér þetta í nyt. Þá hefur verið
að koma inn í aflann eldri fiskur sem
ekki kom fram í vísindaröllum á hefð-
bundnum rannsóknastöðum. Í ljósi
þessa eru árgangar frá 2004 og 2005
nú metnir mun sterkari en áður var
talið. Hugsanlega hafa menn verið of
seinir að stækka rannsóknasvæðið í
ljósi breyttra aðstæðna.“
Gott ástand loðnustofnsins
„Ástand loðnustofnsins í Barents-
hafi, sem er ein helsta fæða þorsks-
ins, er ágætt og er það meðal annars
talið vera vegna þess að lítið hefur
verið þar af síld, sem talin hefur verið
afræningi loðnu í Barentshafi. Önnur
fæðuskilyrði virðast vera góð ef
marka má meðalþyngd, sem er ná-
lægt meðaltali eða í mesta lagi 10%
undir í einstaka aldursflokkum.
Það sem mestu skiptir er að nýlið-
un hefur verið þokkaleg og hrygning-
arstofninn er sterkur síðasta áratug.
Á þessum tíma hafa aldrei komið
verulega lélegir árgangar.
Undanfarið hafa umhverfisskilyrði
verið þorskinum hagstæð, en ef þau
ganga til baka þá skilar það lélegri
framleiðni. Ekkert slíkt virðist hins
vegar vera í gangi,“ segir Einar.
Afli úr þorskstofninum í Barents-
hafi frá síðari heimsstyrjöld fram til
1980 var að meðaltali um 800 þús.
tonn. Á níunda áratugnum var aflinn
að meðaltali um 350 þús. tonn þrátt
Guðmundur Örn Jóhannsson segist í
yfirlýsingu hafa verið settur „í aðal-
hlutverk glæpamanns sem fram-
kvæmdastjóri
Slysavarna-
félagsins Lands-
bjargar, með af-
bökun, tilklippt-
um samtölum,
textainnskotum
og villandi fram-
setningu“. Hann
finni sig því knú-
inn til að bregð-
ast við frétta-
flutningi af
„meintu misferli“ en tilefnið er
myndband sem birt var á Youtube
en í því er hann sakaður um pen-
ingaþvætti og gjaldeyrisbrask.
Guðmundur, sem kominn er í leyfi
frá störfum sínum hjá Landsbjörg,
telur birtingu myndbandsins kunna
að varða við lög.
Gagnrýnir efnistök fjölmiðla
„Undirritaður hefur sent kæru til
lögreglu þar sem óskað er eftir
rannsókn á myndbandagerð, dreif-
ingu þess og birtingu, þ.m.t. birt-
ingu fjölmiðla, þar sem vegið er að
æru og trúverðugleika undirritaðs
sem og þeirra samtaka sem hann
hefur starfað fyrir. Kann þetta að
brjóta í bága við almenn hegning-
arlög. Hefur forsvarsmönnum fjöl-
miðla sömuleiðis verið sent bréf af
sama tilefni.
Fordæmir undirritaður óábyrgan
fréttaflutning og mun skoða réttar-
stöðu sína gagnvart fjölmiðlum sér-
staklega,“ segir í tilkynningunni
Kært til lögreglu
„Undirritaður hefur ekki á nokk-
urn hátt gerst brotlegur gagnvart
Slysavarnafélaginu Landsbjörg sem
undirritaður harmar að sé dregin
inn í fréttaflutning þennan. Und-
irritaður telur líkur benda til að hinn
ónefndi framleiðandi myndbands sé
óheillamaður sem hefur verið kærð-
ur til lögreglu vegna umfangsmikilla
svika í viðskiptum við aðila á Íslandi
og erlendis. Er undirritaður einn
þeirra sem töpuðu fjármunum
vegna lána til fyrirtækja tengdra
honum,“ segir í yfirlýsingu Guð-
mundar. Hann kveðst hafa óskað lið-
sinnis lögreglu.
Krefst
rannsóknar
á upptöku
Guðmundur
Örn Jóhannsson
Segir myndbandið
á Youtube afbökun
Samkvæmt reglugerð
um veiðar á Norður-
íshafsþorski í ár, sem
byggist á samningi Ís-
lands, Noregs og Rúss-
lands frá 1999, mega
íslensk skip veiða
6.835 tonn innan
norskrar lögsögu.
Heimilt er að hafa allt
að 30% meðafla í öðr-
um tegundum.
Í efnahagslögsögu
Rússlands utan 12 sjómílna fengu íslensk skip með sama hætti 4.272
tonna úthlutun. Einnig hér gilda sérreglur um meðafla sem getur verið
allt að 20% í ýsu og 10% í öðrum tegundum. Heimildum þessum er út-
hlutað samkvæmt aflahlutdeild.
Miðað við 25% aukningu aflamarks á þorski í Barentshafi á næsta ári
aukast heimildir íslenskra skipa um tæplega 2.800 tonn af þorski upp úr
sjó.
Veiðar á aflaheimildum ársins eru langt komnar, en í gær var eitt ís-
lenskt skip, Sigurbjörg ÓF, á leið á miðin í rússneskri lögsögu. Skipið var
þá komið að 200 mílna mörkunum við Noreg og var reiknað með að hefja
veiðar um helgina.
Heimildir skipa eru mismiklar og mun talsvert um að þær séu fluttar á
milli. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Fiskistofu hafa Venus HF,
Kleifaberg RE og Kaldbakur EA veitt mest í norskri lögsögu í ár, en öll
hafa þau landað yfir þúsund tonnum af slægðum þorski úr Barentshaf-
inu. Rússlandsmegin hafa Kleifabergið, Venus og Sigurbjörg ÓF veitt
mest.
Íslendingar stunduðu þorskveiðar í Barentshafi og við Svalbarða á fyrri
hluta tuttugustu aldar. Veiðar lágu hins vegar niðri um langt árabil eða til
1993.
Aukið aflamark íslenskra skipa
SIGURBJÖRG ÓF Á LEIÐ TIL VEIÐA Í RÚSSNESKRI LÖGSÖGU
Rangt föðurnafn
Ranglega var farið með föðurnafn
Ingunnar Ásdísar Sigurðardóttur,
fyrrverandi forseta Soroptimista-
sambandsins, í Morgunblaðinu í
gær. Beðist er velvirðingar á mis-
tökunum.
LEIÐRÉTT