Morgunblaðið - 01.11.2012, Qupperneq 14
ÚR BÆJARLÍFINU
Skapti Hallgrímsson
Akureyri
Töluvert hefur snjóað í Eyjafirði
frá því í vikubyrjun. Veturinn sem
sagt loksins kominn fyrir alvöru.
Enn er þó alls staðar vel fært, en
spáin býsna slæm næstu daga.
Arnheiður Jóhannsdóttir hefur
verið ráðin framkvæmdastjóri
Markaðsstofu Norðurlands (MN)
frá næstu áramótum. Hún tekur
við af Ásbirni Björgvinssyni sem
hefur stýrt stofunni frá 2008.
Arnheiður er rekstrarfræð-
ingur og með masterspróf í al-
þjóðamarkaðsfræði. Hún hefur síð-
ustu misseri leitt uppbyggingu Air
66N flugklasans hjá Markaðsstofu
Norðurlands.
Ásbjörn Björgvinsson hefur
lengi starfað í ferðabransanum og
svaraði af einlægni, þegar spurt var
hvers vegna hann væri að hætta
hjá MN: „Ég er ástfanginn!“
Hann bað sér sem sagt konu
„og hún sagði já! Hún rekur versl-
un í Reykjavík getur ekki flutt
hana norður þannig að ég fylgi
hjartanu. Það má segja að amma
mús hafi dregið mig suður!“ Unn-
ustan, Hildur Guðnadóttir, á versl-
unina Ömmu mús – handavinnu-
hús...
Sýning Bernharð Valssonar
ljósmyndara, „Promo shots“ var
opnuð í bókasafni Háskólans á Ak-
ureyri í vikunni og stendur til 30.
nóvember. Myndir Benna eru flest-
ar af heimsfrægum tónlist-
armönnum og leikurum og voru til
sýnis í Ketilhúsinu í sumar.
Arndís Bergsdóttir heldur í dag
kl. 17 erindið Söfn í kynjuðu ljósi í
Borgarsal Samkomuhússins á veg-
um AkureyrarAkademíunnar. Þar
fjallar hún um rannsóknir sem
gerðar hafa verið á frásögnum
safna af konum og hinu kvenlega.
Íslandsvinurinn Robin Nolan,
sú mikla gítarkempa, er kominn til
landsins ásamt tríói sínu og heldur
tónleika á Græna hattinum í kvöld.
Þar mun sígaunadjassinn duna og
flautað verður til leiks kl. 21.
Gylfi Ægisson verður með tón-
leika og uppistand á sama stað ann-
að kvöld, þar sem hann flytur sín
bestu lög og fer með gamanmál.
Hljómsveitin Thin Jim heldur
svo útgáfutónleika á Græna hatt-
inum á laugardagskvöldið. Hann
flytur þá lög af nýútkomnum diski
sem ber heitið This Is Me.
Akureyrarvaka á 19. öld heitir
samkoma sem haldin verður í
Pakkhúsinu við Hafnarstræti á
sunnudaginn kl. 16. Kvæðamanna-
félagið Gefjun býður gesti vel-
komna og verður þeim „kippt aftur
til ársins 1862, boðið er upp á
stemmur og kveðandi, vikivaka,
þjóðlagakór og aðra söngmennt
sem vinsæl var á þessu fæðingarári
kaupstaðarins Akureyri,“ segir í til-
kynningu. Þórarinn Hjartarson,
formaður Gefjunar, lofar fróðlegri
skemmtun.
Leikritið Á sama tíma að ári
verður sýnt í Hofi í kvöld og annað
kvöld, og svo aftur um næstu helgi.
Um er að ræða gestasýningu frá
Borgarleikhúsinu, þar sem leika
Guðjón Davíð Karlsson og Nína
Dögg Filippusdóttir.
Friðrik Ómar verður svo með
útgáfutónleika í Hofi á laugardags-
kvöldið í tilefni nýrrar sólóplötu,
Outside the Ring. Titillagið er þýð-
ing Jóns Óttars Ragnarssonar á
ljóði Steins Steinarr, Utan hrings-
ins.
„Amma mús dró mig suður“
Ljósmynd/Haraldur Logi Hringsson
Gaman í snjónum Gabríel Ómar Logason, sem er 7 ára, í snjónum í Drekagili í gær, nýkominn heim úr skólanum.
Nýr stjórnandi Arnheiður Jóhanns-
dóttir, Markaðsstofu Norðurlands.
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2012
Salan á Neyðarkallinum hefst í dag.
Þetta er önnur stærsta fjáröflun
Slysavarnafélagsins Landsbjargar
á hverju ári.
Reiknað er með að rúmlega 2.000
þúsund sjálfboðaliðar muni standa
vaktina þessa helgina. Verða þeir
staðsettir við allar helstu verslanir
landsins auk þess að ganga í hús. Er
þetta í sjöunda sinn sem félagið
stendur fyrir sölu á Neyðarkall-
inum og hafa landsmenn ætíð stutt
vel við bakið á björgunarsveitum
landsins.
Neyðarkallinn hefur verið í gervi
rústabjörgunarmanns, fjallabjörg-
unarkonu, skíðamanns en er núna í
gervi björgunarkafara.
Sala á Neyðarkall-
inum hefst í dag
Samskiptamiðstöð heyrnarlausra
og heyrnarskertra hlaut nýsköp-
unarverðlaunin í opinberri þjón-
ustu og stjórnsýslu 2012 fyrir
verkefnið SignWiki, en verðlaunin
voru afhent í annað sinn í gær.
Alls voru 62 verkefni frá 31
stofnun og 11 sveitarfélögum til-
nefnd til nýsköpunarverðlaunanna.
SignWiki verkefnið, sem hlaut
verðlaunin, er upplýsingakerfi og
þekkingarbrunnur þar sem tákn-
málsorðabók og táknmálsnámi er
miðlað í tölvur, spjaldtölvur og
síma. Fram kemur í tilkynningu
að SignWiki nýtist sem orðabók,
til kennslu og í samskiptum við
heyrnarlausa, fyrir almenning og
til rannsókna og hafi gjörbreytt
aðgengi að táknmáli og miðlun
þess.
Fimm önnur verkefni fengu sér-
stakar viðurkenningar fyrir ný-
sköpun í opinberri þjónustu og
stjórnsýslu. Það voru Blindra-
bókasafn Íslands fyrir Librodigi-
tal, Orkustofnun fyrir varmadælu-
vef, Öldrunarheimili Akureyrar
fyrir Hænsnahöllina, Reykjavík-
urborg fyrir Betri Reykjavík og
Sjúkratryggingar Íslands fyrir
Réttindagátt – gagnagátt.
Verðlaunahafar Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sem afhenti verðlaunin, Val-
gerður Stefánsdóttir frá Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra, Jón Gnarr,
borgarstjóri, Ragnar M. Gunnarsson frá Sjúkratryggingum Íslands, Brit Bieltvedt frá Öldr-
unarheimili Akureyrar, Þóra Sigríður Ingólfsdóttir frá Blindrabókasafni Íslands, Sigurður
Ingi Friðleifsson Orkustofnun og Halldór Halldórsson, Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og
heyrnarskertra fékk nýsköpunarverðlaun
STUTT
Árlegur dagur upplýsingatækninnar, UT-dagurinn,
verður haldinn föstudaginn 2. nóvember á Hótel Hilton
Nordica í Reykjavík. Innanríkisráðuneytið stendur að
dagskránni í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfé-
laga og Skýrslutæknifélagið.
Fram kemur í tilkynningu að UT-dagurinn verði með
öðru sniði en síðustu ár því fyrir hádegi verði settar upp
vinnustofur en eftir hádegið fundi innanríkisráðuneytið
með hópi starfsmanna ríkis og sveitarfélaga ásamt
fulltrúum hagsmunaaðila um nýja stefnu um upplýsinga-
samfélagið. Vinnustofurnar eru öllum opnar, skrá þarf þátttöku á vefnum
sky.is eigi síðar en kl. 11 í dag, 1. nóvember. Þar er einnig að finna nánari
upplýsingar um dagskrána.
Kastljósinu á UT-deginum verður beint að því sem efst er á baugi í mála-
flokknum, svo sem rafrænu lýðræði, öryggi, hagræðingu, rafrænni þjón-
ustu og endurnýtanlegum gögnum. Þá verður rætt um mælikvarða fyrir
opinbera vefi.
Árlegur dagur upplýsingatækninnar
Fjölskylduhjálp Íslands stendur fyrir jólamarkaði á
Hafnargötu 90 í Reykjanesbæ frá 1. nóvember til
15. desember. Verða sjálfboðaliðar þar við af-
greiðslu alla dag vikunnar frá klukkan 13 til 18.
Fram kemur í tilkynningu að á boðstólum verði
mikið úrval af fatnaði á alla fjölskylduna, hug-
myndir að jólagjöfum og jólaskrauti. Þá óska sam-
tökin eftir seljanlegum vörum til styrktar starfinu.
Matargjafir hjá Fjölskylduhjálp Íslands árið 2011
voru 25.586 talsins.
Jólamarkaður í Reykjanesbæ
Tri ehf.
Suðurlandsbraut 32
104 Reykjavík www.tri.is
Verslunin er opin:
Alla virka daga kl. 09:00-18:00
Laugardaga kl. 10:00-16:00
Storm Fly Jacket
Verð: 26.990 kr.
Tilboð: 21.592 kr.
Storm Fly Jacket
Verð: 26.990 kr.
Tilboð: 21.592 kr.
Nike peysa
Verð: 16.990 kr.
Tilboð: 13.592 kr.
Filament Tight
Verð: 11.900 kr.
Tilboð: 9.592 kr.
Miller LS
Verð: 6.990 kr.
Tilboð: 5.592 kr.Element Thermal tight
Verð: 14.990 kr.
Tilboð: 11.992 kr.
Vetrar-hjólreiðajakki
Verð: 22.990 kr.
Vetrar-hjólreiðabuxur
(þykkar)
Verð: 22.990 kr.
Vatnsheldar hjólreiðabuxur
Verð: 19.990 kr.
Vetrar hlaupa- og hjólafatnaður
-20%
-20%
-20%
-20%
-20%
-20%