Morgunblaðið - 01.11.2012, Page 18

Morgunblaðið - 01.11.2012, Page 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2012 skapa Héðni töluverð verkefni en fyrirtækið er t.d. með starfsemi í 500 fermetra þjónustuverkstæði á Grundartanga, auk fleiri tilfallandi verkefna fyrir stóriðjufyrirtæki ann- ars staðar. „Þó að ekki séu neinar stór- framkvæmdir í gangi er alltaf eitt- hvað að gerast. Allir þessir aðilar þurfa viðhald,“ segir Guðmundur. Þegar mest lét um miðja síðustu öld voru hátt í 500 manns á launa- skrá hjá Héðni en eru í dag rúmlega 100 eins og áður greinir. Hefur lítils háttar fjölgun orðið síðan fyrirtækið flutti sig um set í nýtt húsnæði í Hafnarfirði fyrir fjórum árum. Guð- mundur segist geta bætt við sig enn fleiri starfsmönnum en mikill skort- ur er á faglærðum málmiðnaðar- og véltæknimönnum hér á landi. Auk ríflega 100 starfsmanna eru um 20 erlendir starfsmenn, ráðnir til skamms tíma. Með sterk ítök í Noregi „Það vantar alltaf góða menn. Eldri málmsmiðir eru að hætta og það er þörf á meiri nýliðun í grein- inni. Bæði fyrir og eftir hrun hefur fjöldi erlendra málmiðnaðarmanna starfað í landinu. Þetta eru fyrir- myndarstarfsmenn, og ekkert út á þá að setja, en við viljum frekar ráða Íslendinga til vinnu, ekki síst þegar atvinnuleysi er þetta mikið ennþá,“ segir Guðmundur. Eftir hrunið hafa mörg íslensk fyrirtæki reynt að finna sér verkefni erlendis. Guðmundur segir Héðins- menn hafa byrjað á því vel fyrir hrun. Árið 2000 keypti Héðinn 73% hlut í norska fyrirtækinu Peder Hal- vorsen A/S Kjellfabrikk, sem fram- leiðir gufukatla og ýmis tæki fyrir norska olíuiðnaðinn. Peder Hal- vorsen er ríflega 160 ára gamalt fyrirtæki í Flekkefjord og er annað af tveimur stærstu fyrirtækjum sinnar tegundar í Noregi. Hluturinn í PH var seldur fyrir um þremur ár- um. „Við erum áfram með sterk ítök í Noregi og alltaf með stöðug verkefni þar. Einnig höfum við verið að störf- um í Skotlandi og Færeyjum en þessi verkefni komu hvorki til af hruninu né eru uppistaðan í okkar starfsemi. Þetta er bara góð viðbót og við ætlum okkur ekkert sér- staklega að sækja meira fram á er- lendum markaði.“ Guðmundur segir fyrirtækið standa vel fjárhagslega og skuld- irnar litlar þrátt fyrir að hafa ráðist í mikla fjárfestingu í Hafnarfirði í miðju hruni. Stjórnendur og eig- endur Héðins hafi í gegnum tíðina einbeitt sér að kjarnastarfsemi, forðast alla ævintýramennsku og sýnt aðhald í rekstrinum. „Við leggjum mesta áherslu á að þjóna okkar viðskiptavinum á Ís- landi, þar er framtíðin,“ segir Guð- mundur og er bjartsýnn á að Héðinn nái 100 árunum og vel það. Enginn bilbugur á Héðni níræðum  Góð verkefnastaða hjá málmfyrirtækinu Héðni í Hafnarfirði  Vantar faglærða menn til vinnu  Fyrirtækið að stórum hluta í eigu afkomenda annars stofnenda Héðins fyrir 90 árum í Reykjavík Morgunblaðið/RAX Stjórnendur Guðmundur S. Sveinsson, lengst t.v., stýrir Héðni nú, en lykilstjórnendur með honum og stórir hlut- hafar eru Ingimar Bjarnason, rekstrarstjóri smiðjunnar, og Rögnvaldur Einarsson, yfirmaður tæknideildar. » Saga Héðins byggist á göml- um merg. Járnsmiðja hafði verið starfandi í Aðalstræti 6b frá 1895, fyrst hjá Sigurði Jónssyni og síðan Bjarnhjeðni Jónssyni, nemanda Sigurðar. » Bjarnhjeðinn lést 1920 en 1922 keyptu Bjarni Þor- steinsson og Markús Ívarsson, smiðjuna og nefndu hana Hjeð- in til heiðurs forveranum. Bjarni Þorsteinsson Sverrir Sveinsson Sveinn Guðmundsson Markús Ívarsson Úr 90 ára söguSVIÐSLJÓS Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Það er engan bilbug á okkur að finna, við höldum áfram djarfir,“ segir Guðmundur S. Sveinsson, framkvæmdastjóri Héðins, en málmfyrirtækið fagnar 90 ára af- mæli sínu í dag. Hinn 1. nóvember árið 1922 var Vjelsmiðjan Hjeðinn stofnuð, eins og hún hét og var staf- sett til ársins 1929, og var fyrst til húsa í Aðalstræti 6b í hjarta Reykja- víkur, á sömu slóðum og Morgun- blaðshöllin var reist síðar meir. Stofnendur voru Bjarni Þor- steinsson vélfræðingur og Markús Ívarsson vélstjóri. Héðinn er eitt elsta starfandi iðnfyrirtæki landsins og veitir ríflega 100 manns atvinnu. Saga fyrirtækisins er sérstök að því leyti að það er að stórum hluta enn í eigu afkomenda annars stofn- enda þess, Markúsar. Tengdasonur hans var Sveinn Guðmundsson, sem var forstjóri Héðins í 40 ár. Synir Sveins og Helgu Markúsdóttur eru við stjórnvölinn í dag; Guðmundur er framkvæmdastjóri og Sverrir stjórnarformaður. Sá síðarnefndi tók við forstjórastarfinu af föður sín- um árið 1983 og gegndi því til 1992, þegar Guðmundur tók við. Auk fjöl- skyldu þeirra bræðra eru nokkrir núverandi starfsmenn Héðins í eig- endahópi fyrirtækisins. Njóta góðra viðskiptavina Guðmundur segir verkefnastöð- una í dag vera prýðilega. „Það helgast af því að við höfum okkar góðu og traustu viðskiptavini sem halda okkur gangandi. Á meðan við höfum þá, og reynum að þjónusta þá eins vel og við getum, þá njótum við þess,“ segir Guðmundur en flest verkefni Héðins eru vegna sjávar- útvegsfyrirtækja, bæði við viðhald á skipaflota, verksmiðjum og öðrum tækjabúnaði. „Útgerðarfyrirtækin hafa verið okkur hvað tryggust, al- veg frá fornu fari.“ Stóriðjufyrirtækin eru einnig að Eftir að hafa verið með höfuð- stöðvar í Reykjavík og síðar Garða- bæ hefur Héðinn verið til húsa á Gjá- hellu í Hafnarfirði frá árinu 2008, skammt frá Álverinu í Straumsvík. Nýverið lauk uppsteypu á 800 fer- metra viðbyggingu við höfuðstöðv- arnar. Þetta var gert vegna aukinna verkefna og til að geta komið upp nýrri og fullkominni fimm ása fræsi- vél á renniverkstæðinu. Þetta er önnur stækkunin á aðeins fjórum ár- um á nýjum stað, en árið 2012 var húsnæðið stækkað um 500 fermetra. Alls er grunnflötur húsnæðisins kominn í 7.300 fermetra. „Nýja fræsivélin er hluti af ástæðu fyrir stækkuninni en frá því að við fluttum höfum við búið við sífelld þrengsli. Við vorum of gætnir þá, og erum að bæta úr því núna,“ segir Guðmundur S. Sveinsson. Stækka þurfti nýja húsnæðið  Ný viðbygging hýsir m.a. fræsivél Morgunblaðið/RAX Höfuðstöðvar Héðinn flutti úr Garðabæ í Hafnarfjörð árið 2008 og hefur síðan þá bætt 1.300 fermetrum við höfuðstöðvarnar á Gjáhellu 4. Keilulegur Flans- og búkkalegur Hjólalegusett Nála- og línulegur LEGUR Í BÍLA OG TÆKI www.falkinn.is Það borgar sig að nota það besta! th or ri@ 12 og 3. is /3 1. 31 3 TRAUSTAR VÖRUR ...sem þola álagiðKúlu- ogrúllulegur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.