Morgunblaðið - 01.11.2012, Blaðsíða 20
FRÉTTASKÝRING
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
Daglegt amstur tók aftur við hjá íbú-
um á austurströnd Bandaríkjanna
þegar birti í gærmorgun, þrátt fyrir
að ummerki um eyðileggingarmátt
fellibylsins Sandy væru allt um kring.
Í gær voru enn 6,2 milljónir án raf-
magns í 16 ríkjum en 8,2 milljónir
voru rafmagnslausar þegar mest lét,
og í New Jersey var fólk varað við því
að líklega yrði vika eða meira þar til
rafmagn kæmist á alls staðar að nýju.
Kauphöllin í New York var opnuð í
gær eftir tveggja daga lokun og JFK-
og Newark-alþjóðaflugvellirnir opn-
uðu fyrir takmarkaða flugumferð en
LaGuardia var lokaður vegna
skemmda. Þá var akstur hafinn á
flestum strætisvagnaleiðum innan
New York-borgar á miðvikudag og
aftur mátti sjá fólk í röðum við
biðstöðvarnar.
Umferð gekk þó nokkuð hægt
enda var neðanjarðarlestarkerfi
borgarinnar enn í lamasessi og verð-
ur líklega næstu 4-5 daga, að sögn
borgarstjórans Michael Bloomberg.
Hátt vatnsyfirborð í lestargöngum
undir Austuránni gerði eftirlits-
mönnum erfitt fyrir við að meta
skemmdir á mikilvægum búnaði og
sagði Joseph Lhota, yfirmaður sam-
göngukerfisins, að hugsanlega yrðu
leiðir opnaðar í áföngum og að kostn-
aðurinn við viðgerðir gæti orðið
gríðarlegur.
Þúsundir enn fastar
Um 5 milljónir manna nota neðan-
jarðarlestarkerfið í New York á degi
hverjum og m.a. vegna óvissu um af-
kastagetu almenningsamgangna í
borginni voru skólar áfram lokaðir í
gær. Kennslu var einnig víða aflýst í
skólum í New Jersey en þar voru
björgunarmenn önnum kafnir, þar
sem þúsundir komust hvergi af heim-
ilum sínum í borginni Hoboken, sem
fór afar illa út úr flóðunum.
„Það hafa orðið miklar skemmdir á
hverri einustu lestarleið í New Jer-
sey,“ sagði ríkisstjórinn Chris
Christie. „Stórum hluta lestartein-
anna hefur skolað í burtu,“ bætti
hann við. Þegar nánar var að gáð
kom í ljós að sjórinn hafði unnið
skemmdir á 65 eimreiðum og 257
lestarvögnum og áætlað er að marg-
ar vikur muni líða þar til lestarferðir
meðfram strandlengju ríkisins geta
hafist á ný.
Þegar fellibylurinn var farinn hjá
og vatnið rénaði sást hvernig flóðið
hafði breytt stórum húsahverfum í
New York og New Jersey í
strandbæi. Götur voru huldar sandi
og annars staðar var skólp farið að
blandast flóðvatninu.
Um kl. 19 í gær, að íslenskum tíma,
höfðu a.m.k. 50 látist í fárviðrinu í
Bandaríkjunum og Kanada en er
Sandy gekk lengra inn í land fylgdu
henni hríðarbylir í Ohio, Penn-
sylvaníu og Vestur-Virginíu og á hátt
liggjandi svæðum nam ofankoman
allt að 90 sentimetrum.
„Óvissan er verst,“ sagði Jessica
Levitt, íbúi í Connecticut, í samtali
við AFP, en hún sagði að jafnvel þótt
hún vissi að heimili hennar hefði orð-
ið fyrir skemmdum, gæti hún ekki
hafið viðgerðir þar sem húsin í
hverfinu væru enn umlukin vatni.
Skarð hoggið í rottustofninn
Barack Obama Bandaríkjaforseti
heimsótti í gær þau svæði sem verst
urðu úti í New Jersey en orðræða
stjórnmálamanna snéri oft að sam-
hug og samstöðu á erfiðum tímum í
kjölfar eyðileggingarinnar. Það fór
þó fyrir ofan garð og neðan hjá ein-
hverjum en lögreglan í New York
hafði í gær handtekið a.m.k. 13 fyrir
að hafa farið ránshendi um borgina á
þriðjudag.
Í borgum á borð við New Bruns-
wick í New Jersey var íbúum ráðlagt
að sjóða allt drykkjarvatn og ríkis-
stjóri New York-ríkis notaði Twitter
til að benda fólki á að þrífa og sótt-
hreinsa allt sem hefði blotnað.
Þá sagði New York Times frá því í
gær að samkvæmt heilbrigðiseftirliti
New York-borgar hefðu flóðin sem
fylgdu fellibylnum líklega minnkað
rottustofn borgarinnar umtalsvert en
á móti kæmi að þær sterkbyggðari,
sem hefðu komist af, hefðu líklega
flúið upp á yfirborðið.
Endurreisn eftir öldurótið
Sandy veldur gríðarlegri eyðileggingu í New Jersey Strætisvagnasamgöngur komnar aftur í
gang í New York Opnað fyrir flugumferð 6,2 milljónir enn án rafmagns Fleiri en 50 látnir
AFP
Sjór Myndir teknar af bandarísku strandgæslunni sýna vel hvernig vatn flæddi yfir heilu hverfin í New Jersey þegar Sandy gekk á land.
Landganga fellibylsins Sandy
Fárviðrið færðist inn eftir landinu á þriðjudag
eftir að hafa valdið ómældu tjóni og eyðileggingu
við austurströndina.
200 km
USA
KANADA
WASHINGTON
D.C. Baltimore
New York
Boston
Toronto
Montreal
OTTAWA
Philadelphia
17.00 Mánudag
(21.00 GMT)
8.00 Þri.
Mið.
Fim.
Áætluð leið
ATLANTSHAF
Heimild: nhc.noaa
Vatn og eldur
» „Afl móður náttúru hefur
fengið á okkur öll,“ sagði
Obama áður en hann hélt til
New Jersey og lofaði að öll úr-
ræði yrðu nýtt við björgunar-
aðgerðirnar.
» Allt að 100 hús eru talin
hafa orðið eldinum í Breezy
Point-hverfinu í Queens að
bráð og þar standa nú eftir
rústir einar.
» Í New Jersey áttu slökkvi-
liðsmenn erfitt með að komast
að eldum sem kviknuðu vegna
jarðgasleka í strandbænum
Mantoloking.
20
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2012
Hamfarirnar í Bandaríkjunum
Á sama tíma og
Barack Obama,
forseti Banda-
ríkjanna, ferðað-
ist um hamfara-
svæðin í New
Jersey með rík-
isstjóranum og
repúblikananum
Chris Christie,
setti Mitt Rom-
ney kosningamaskínu sína í efsta
gír á ný og hélt þrjá kosningafundi
í Flórída, þar sem hann hefur
naumt forskot á keppinaut sinn.
Samkvæmt skoðanakönnunum
hefur forsetinn hins vegar naumt
forskot á Romney í flestum þeim
ríkjum þar sem tvísýnt er um úrslit,
s.s. Ohio, Iowa og Colorado. Hann
þykir hafa staðið sig vel í þeim erf-
iðleikum sem Sandy hefur kallað
yfir Bandaríkjamenn en þar sem
aðeins fimm dagar eru til kosninga,
er ljóst að hvorugur frambjóðand-
inn má við því að stíga feilspor.
Styttist í
kosningar
Barack Obama