Morgunblaðið - 01.11.2012, Síða 22
22 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2012
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna,
Hillary Clinton, sagði í gær að sjálf-
stæði Kosovo, sem stjórnvöld í Kos-
ovo lýstu yfir einhliða 2008 og hefur
verið harðlega mótmælt af Serbíu,
væri óumdeilanlegt og hvatti leið-
toga ríkjanna til að „sýna hug-
rekki.“
Clinton fundaði með forseta Kos-
ovo, Atifete Jahjaga, og forsætisráð-
herranum, Hashim Thaci, og sagði
við blaðamenn eftir fundinn að Evr-
ópusambandsaðild, sem er háð
bættum samskiptum milli Kosovo
og Serbíu, væri öruggasta leiðin að
langtíma stöðugleika, velmegun og
friði.
„Við munum mótmæla allri um-
ræðu um breytingar á yfirráða-
svæðum eða endurskoðun á stöðu
Kosovo sem sjálfstæðs ríkis. Þessi
mál eru ekki til umræðu,“ sagði
Clinton og ítrekaði stuðning stjórn-
valda í Washington við albönsk
stjórnvöld Kosovo.
Eina leiðin að aðild
Stjórnvöld í Belgrad og Pristina
tóku upp viðræður í mars í fyrra
með milligöngu Evrópusambandsins
en þær miðuðu m.a. að því að auð-
velda daglegt líf íbúa Kosovo, bæði
Albana og Serba, sem margir lenda
í vanda í stjórnkerfinu vegna um-
deildrar stöðu svæðisins. Upp úr
viðræðunum slitnaði þegar þjóð-
ernissinnar unnu sigur í þingkosn-
ingum í Serbíu í maí síðastliðnum.
Margir Kosovo-búar eru tor-
tryggnir í garð sáttaumleitana við
Serba en forsætisráðherrann Thaci
ítrekaði í gær skuldbindingu Kosovo
gangvart viðræðunum.
„Þessar samræður eru eina leiðin
sem liggur að Evrópusambandsað-
ild. Eðlileg samskipti ríkjanna eru
hagur Kosvo, Serbíu og svæðisins,“
sagði ráðherrann á blaðamanna-
fundi með Clinton.
Lög og reglur nái yfir alla
Utanríkisráðherrann bandaríski
sagði jafnframt að Bandaríkin vildu
sjá að lög og reglur næðu til alls
landsins en í norðurhluta Kosovo,
þar sem meirihluti íbúa er Serbar,
hafa stjórnvöld í Pristina engin ítök
og aðskilið stjórnkerfi er rekið með
fjárstuðningi frá Serbíu. Ráð-
herrann hvatti stjórnvöld þó til að
taka tillit til áhyggjuefna serbneska
minnihlutans.
Clinton kom til Kosovo beint frá
Serbíu en þaðan mun hún halda til
Króatíu, sem verður aðildarríki í
Evrópusambandinu í júlí næstkom-
andi. Evrópusambandið hefur lagt
áherslu á að aðildarviðræður við
Serba séu skilyrtar því að árangur
náist í viðræðunum milli Serbíu og
Kosovo.
Sjálfstæði Kosovo óumdeil-
anlegt og ekki til umræðu
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna ítrekar stuðning við stjórnvöld í Pristina
AFP
Samstaða Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Hashim
Thaci, forsætisráðherra Kosovo, voru innileg á blaðamannafundi í gær.
Efri deild rúss-
neska þingsins
samþykkti í gær
umdeilt laga-
frumvarp sem
útvíkkar skil-
greininguna á því
hvað fellur undir
landráð. Frum-
varpið var sam-
þykkt nánast ein-
róma, með 138 atkvæðum, en einn
sat hjá.
Samkvæmt lögunum flokkast það
nú ekki eingöngu undir landráð að
koma leynilegum upplýsingum til
erlendra stjórnvalda, heldur einnig
að veita ráðgjöf eða fjárhagsaðstoð,
t.d. til alþjóðlegra samtaka, ef þau
eru þátttakendur í „starfsemi sem
beinist gegn öryggi Rússlands“.
Núgildandi lög taka ekki til al-
þjóðlegra samtaka en aðgerða-
sinnar og lögfræðingar hafa bent á
að svo lausleg skilgreining gæti
leitt til þess að það gæti talist ólög-
legt að deila upplýsingum með sam-
tökum á borð við Amnesty Int-
ernational eða jafnvel að áfrýja
máli til Mannréttindadómstóls Evr-
ópu.
Aðgerðasinnar segja löggjöfina
þátt í róttækum aðgerðum stjórn-
valda gegn andstæðingum sínum, í
hefndarskyni fyrir mótmælin sem
brutust út þegar Vladimir Pútín tók
aftur við embætti forseta.
Samþykktu
umdeilt
frumvarp
Vladimir Pútín
Tollyfirvöld í Sviss hafa gerð upptæk fleiri en 500 tára-
gashylki frá Kína sem hafa verið dulbúin sem sakleys-
islega útlítandi varalitir og kveikjarar.
Hylkin voru til sýnis á blaðamannafundi sem haldinn
var í gær og héldu tollverðir sýnikennslu fyrir fjöl-
miðlafólkið, sem hélt sig í hæfilegri fjarlægð.
500 táragashylki gerð upptæk
AFP
Táragas í varalitum og kveikjurum
Arabaheimurinn myndi anda léttar
ef Ísrael gerði árásir á kjarnorku-
stöðvar í Íran, sagði forsætisráð-
herra Ísraels, Benjamin Netanyahu,
í viðtali við franska vikublaðið Paris-
Match sem kom út í gær.
Netanyahu, sem staddur er í
tveggja daga heimsókn í Frakklandi,
sagði að ef árásir yrðu gerðar á
kjarnorkustöðvarnar myndi fimm
mínútum seinna mikill léttir breiðast
út á svæðinu.
„Íran er ekki vinsælt í arabaheim-
inum, langt í frá,“ sagði ráðherrann.
„Og stjórnvöld sumra nágrannaríkja
Íran og íbúar þeirra hafa góðan
skilning á því að þeim stafar líka ógn
af kjarnorkuvopnum í Íran, ekki
bara Ísrael,“ sagði hann.
Netanyahu hefur sagt að kjarn-
orkuveldið Íran sé ógn við tilvist
ísraelska ríkisins og hefur ítrekað
neitað að útiloka hernaðaraðgerðir
gegn landinu.
Samkvæmt frétt AFP sagði for-
sætisráðherrann að efnahagslegar
refsiaðgerðir kæmu vissulega illa við
Íran en að þær hefðu ekki á nokkurn
hátt haft áhrif á kjarnorkuáætlun
landsins.
Margir hafa haft áhyggjur af því
að aðgerðir Ísraela gegn kjarnorku-
stöðvum í Íran séu yfirvofandi en
Netanyahu hefur lýst því yfir að ekk-
ert verði af slíkum aðgerðum fyrr en
í fyrsta lagi næsta vor eða sumar.
Forsætisráðherrann sagði í viðtal-
inu að hann og Frakklandsforseti,
Francois Hollande, myndu ræða
saman um raunhæfar leiðir til að
herða á refsiaðgerðum gegn Íran.
holmfridur@mbl.is
Segir Írani ekki vinsæla
Yrði léttir ef
Ísrael réðist á
kjarnorkustöðvar
AFP
Hittast Leiðtogarnir funduðu í gær.
-Viðhaldsfríir
gluggar
Hentar mjög vel
íslenskri veðráttu
Viðhaldsfríir sólskálar og svalalokanir
Við höfum framleitt viðhaldsfría
glugga og hurðir í 28 ár
Nánari upplýsingar á www.solskalar.is
Yfir 40 litir í boði!
Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími: 554 4300 • Fax: 564 1187