Morgunblaðið - 01.11.2012, Page 24

Morgunblaðið - 01.11.2012, Page 24
S íendurtekinn reiðilestur Jóhönnu Sigurðardóttur um pólitíska nauð- syn þess að einangra Sjálfstæð- isflokkinn minnir helst á reglu- bundnar bölbænir Katós gamla um Karþagó. Stjórnmálaforingi sem hyggst setjast í helgan stein á að kveðja með boðlegri hætti en Jóhanna gerir. Þetta raus Jóhönnu um illa andstæðinginn er lítt skiljanlegt þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er borgaralegur flokkur sem stendur vörð um réttindi einstaklingsins og styður atvinnu- uppbyggingu. Það er einkennilegt ef pólitísk stefna af þeirri gerð jafngildir því að flokkur sé stimplaður sem þjóðhættulegur. Öfgafullt tal, eins og það sem núverandi formaður Samfylk- ingarinnar tíðkar, minnir á hversu mikilvægt það er að næsti formaður Samfylkingarinnar sé öfgalaus, sjái ekki óvini í atvinnurekendum og gefi fjár- magni ekki stöðugt illt auga. Það er sem sagt nokkuð mik- ilvægt að Árni Páll Árnason verði næsti formaður Sam- fylkingarinnar. Þótt maður sárvorkenni honum reyndar að þurfa að vinna með megninu af þingflokki Samfylking- arinnar. Þar virðist ekki ætla að verða nauðsynleg end- urnýjun. En góðar óskir fylgja Árna Páli í erfiðu og lítt öf- undsverðu verkefni. Heppilegast væri fyrir þjóðarhag að Samfylking og Sjálfstæðisflokkur mynduðu næstu ríkisstjórn, en því mið- ur ríkir næsta sjúkleg tortryggni á milli þessara flokka, sem Jóhanna Sigurðardóttir hefur átt stóran þátt í að skapa. Þetta er synd því þessir flokkar gætu átt svo ljómandi vel saman. Evrópusambandið þarf allavega ekki að verða að ágreiningsefni því þjóðin mun leiða það mál til lykta í þjóð- aratkvæðagreiðslu. Þess vegna þarf ekki allan þennan trylling. Þótt þjóðin hafi ekki nennt að mæta í kosn- ingar um tillögur stjórnlagaráðs mun hún mæta í atkvæðagreiðslu um Evrópusam- bandið. Og þar sem við erum þrjóskir eyj- arskeggjar og einangrunarsinnar í eðli okkar munum við hafna aðild. Samfylkingin getur haldið áfram að vona annað og við hin sem er- um einnig stuðningsmenn Evrópusambands- ins munum sömuleiðis halda áfram að vona að þjóðin skipti um skoðun. Óskin um inngöngu Íslands í Evrópusambandið mun samt ekki rætast. Þetta eiga sjálfstæðismenn að vita – því ekki eru þeir vitlausir – og því er algjör óþarfi af þeim að æsa sig og krefjast þess að viðræðum við Evrópusam- bandið verði slitið. Næsti formaður Samfylkingarinnar, sem vonandi verð- ur Árni Páll, ætti að velta því fyrir sér hvort ekki væri heppilegt að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum, stað- föstum flokki sem hefur skýra stefnu, í stað þess að mynda þriggja flokka óróleikastjórn Samfylkingar, Fram- sóknarflokks og Vinstri grænna. Það er vonandi ekki þannig að Árni Páll þrífist á spennu og óróa og horfi áfjáð- ur í átt að villta vinstrinu þar sem Vinstri grænir slást svo rösklega. kolbrun@mbl.is Kolbrún Bergþórsdóttir Pistill Næsti formaður í nýrri ríkisstjórn 24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Stefán HaukurJóhannesson, sem titlaður er aðal- samningamaður Ís- lands í viðræðum við Evrópusam- bandið, ræddi stöðu viðræðn- anna í útvarpsviðtali í fyrradag. Hann sagði að búið væri að opna um 2⁄3 kaflanna 33 sem viðræð- urnar snúast um og innihalda þær reglur sem Ísland þarf að taka upp til að gerast aðili að Evrópusambandinu. Stefán Haukur sagði að af þessum 33 köflum hefðum við í raun tekið yfir 21 í gegnum EES-samninginn og sagði það skýra „af hverju það hefur geng- ið tiltölulega vel með marga af þessum köflum.“ Hann sagði ennfremur, sem áður hefur komið fram, að útilokað væri að viðræðum allra kafla yrði lokið fyrir kosningar næsta vor. Athyglisverðara var að hann virtist telja ólíklegt að við- ræður um alla kafla yrðu hafnar fyrir kosningar. Þingmenn vinstri grænna hafa sagt að þeir vilji ekki að þetta mál dragist fram yfir kosningar og einhverjir þeirra vilja að þessu ljúki nú þegar. Eftir að „aðalsamningamaður Íslands“ hefur tjáð sig með þeim hætti að ólíklegt sé að viðræður hefjist um alla kafla fyrir kosn- ingar, hvað þá að þeim ljúki, eft- ir hverju eru þessir þingmenn þá að bíða? Ef það sem þeir segja um viðræðurnar er annað en orðin tóm þá stöðva þeir þessu endaleysu nú þegar. Þeir geta gert það hvenær sem er sé viljinn fyrir hendi. Aðlögunarviðræð- urnar ganga svo vel að þær dragast sí- fellt meira á langinn} Nú reynir á þingmennina Þá er nýskýrsla umgamla málið loksins komin. Hún er um kostnað rík- isins af fjárhags- og mannauðskerf- inu Orra. („Mann- auðskerfi“ er eitt af þessum sovésku 1984 glans- hugtökum og tekur til starfsmanna og starfs- mannahalds). Glaðastur allra er sjálfsagt gamli þingforsetinn, Halldór Blöndal, en það var einmitt hann sem nefndi það í framhjáhlaupi við gamla ríkis- endurskoðandann árið 2004 að Jóhanna hefði verið með eitt- hvert suð í þingsalnum um þetta mannauðskerfi og hvort mannauðurinn hjá „renda“ gæti ekki gert um suðið skýrslu, en það var og er þekkt að skýrslur virka vel á suð af flestum tegundum. Svo var það einum átta árum síðar að VG taldi sig hafa ástæður til að þrengja að nú- verandi „renda“. Var Kastljós Ríkisútvarpsins sett í það verk- efni og lekið til þess uppkasti að skýrslu sem mannauður hafði haft með sér úr húsi er hann hætti hjá Ríkisendurskoðun. Eftir fullkomlega óskiljan- lega umfjöllun í nokkrum þátt- um Kastljóssins lýsti Björn Valur Gíslason því yfir, eins og stóð til frá upphafi, að núver- andi „rendi“ nyti ekki lengur trausts þingsins. Björn Valur hafði að vísu ekki aðra mælingu á því trausti en mælingu sem hann hafði gert á sínum innri manni, með þeim búnaði sem var við höndina. En Björn Valur er tengdur Steingrími J. mjög traustum böndum, þar með töldum raddböndum, og koma því jafnan sömu hljóð út úr báðum og mun eina dæmið sem þekkt er um tvíraddaðan einsöng. Því þótti sumum vantraust Björns Vals á „renda“ ígildi algjörs van- trausts þingheimsins. En einn af einum fjórum þingforsetum, sem gegnt hafa hinu háa embætti síðan Hall- dóri varð á að nefna skýrslu við þáverandi „renda“ Ásta Ragn- heiður Jóhannesdóttir, lítur málið öðrum augum en þeir Björn og Steingrímur. Hún veit sem er að þótt Ríkisendur- skoðun „sorteri“ undir Alþingi þá hafa einstakir þingmenn eða nefndir þingsins ekkert boð- vald yfir þeirri stofnun. Hún var flutt „undir“ þingið frá fjár- málaráðuneytinu gagngert til að tryggja sjálfstæði hennar, en ekki til að fá enn duttl- ungafyllri húsbónda til að hringla í henni. Og síst af öllu var það skref til sjálfstæðis stigið til þess að Ríkisendur- skoðun dansaði framvegis eftir pípum pótintáta á borð við Björn Val Gíslason eða annarra sömu gerðar. Glati Ríkisendurskoðun trausti Björns Vals Gíslasonar fyrir fullt og allt, sem er rétt að binda vonir við, er meira en lík- legt að stofnunin bæti sér þann missi upp og ríflega það, með vaxandi virðingu þjóðarinnar upp frá því. Ríkisendurskoðun gæti vel við þau skipti unað. Það gæti þjóðin líka. Það er allt annað andrúmsloft í land- inu eftir að skýrsla um mannauðskerf- isútboð árið 2001 var birt í tæka tíð, sem miðuð var við lok október 2012} Nú getum við loksins gleymt gleymda málinu STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is V elferðarhópur Lands- sambands hestamanna- félaga fjallar um mögu- leika á breytingum til að draga úr meiðslum sem verða á hrossum í keppni. Dýra- læknir hrossasjúkdóma birtir síðar í vikunni niðurstöður heilbrigðisskoð- unar frá landsmóti og Íslandsmóti í sumar. Upplýsingar sem Félag hrossa- bænda birti nýlega sýna að fleiri hross hafa meiðst í kynbótasýn- ingum í ár en undanfarin ár. 44 knapar sýndu tíu sinnum eða oftar á árinu. Af þeim voru sautján með meidd hross í 25% tilvika eða meira. Þar er yfirleitt um að ræða svokallað ágrip þar sem afturfætur rekast í framfætur vegna þess að meira er ætlast til af hrossinu en það getur. Fagráð í hrossarækt ræðir hug- myndir um að herða reglur þannig að dómur falli niður ef áverkar sjást. Það myndi væntanlega leiða til þess að eigendur kynbótahrossa myndu frekar leita til knapa sem skila hrossunum heilum í gegnum sýningar. Þá koma knapar hrossa sem fengu áverka ekki til greina við tilnefningar kynbótaknapa vegna komandi uppskeruhátíða. Það varð til þess að menn sem hafa náð góðum árangri á kynbótasýningum eru ekki gjaldgengir. Ekki tekist að bæta úr Sigríður Björnsdóttir, dýra- læknir hrossasjúkdóma, skipuleggur skoðun á heilbrigði keppnishrossa á landsmóti og Íslandsmóti. Í ár voru kynbótahrossin á LM einnig skoðuð með sama hætti, fyrir fyrstu sýn- ingu. Niðurstöður skoðunar á síðasta ári leiddu í ljós að áverkar voru í munni fjórðungs hrossa sem kepptu á þessum mótum, sem er svipað hlutfall og árin á undan. Neðri kjálki var sérstaklega skoðaður og reynd- ust bólgur og sár hjá um 15% hrossanna. Leiddar voru líkur að því að þessir áverkar væru vegna óvar- legrar notkunar stangaméla með tunguboga. Sigríður mun í vikunni birta niðurstöður skoðunar sinnar fyrir þetta ár. Hún segir að ástandið nú sé öllu verra en var á árinu 2011. Knap- arnir hafi almennt ekki náð að takast á við munnáverkana sem séu býsna alvarlegir út frá sjónarmiði velferðar dýra. Hins vegar hafi tekist að draga úr áverkum á olnbogum framfóta. Þegar skýrsla dýralæknis hrossasjúkdóma kom út fyrir ári ákvað stjórn Landssambands hesta- mannafélaga að skipa velferðarhóp til að taka á þessum málum. Hóp- urinn hefur tekið til starfa og meðal annars fengið upplýsingar frá Sig- ríði. „Við erum að vinna að þessu með velferð hestsins í huga,“ segir Haraldur Þórarinsson, formaður LH. „Þetta er ákveðið vandamál sem við erum að fást við og ætlum okkur að vinna okkur út úr. Alls staðar þar sem keppni er hleypur mönnum kapp í kinn og ganga eins langt og hægt er og sumir of langt. Það þarf að leiðrétta,“ segir Haraldur. Hann telur það best gert með upplýsingum og fræðslu, frekar en að banna ákveðinn búnað. „Greinin verður að líta heild- stætt á allt keppnisformið og taka á því á breiðum grundvelli,“ segir Sig- ríður um mögulegar úrbætur. Hún segir að þetta sé langtímaverkefni og telur mikilvægt að hestamenn komi sjálfir með tillögur til úrbóta. Endurskoða þarf keppnisfyrirkomulag Morgunblaðið/Styrmir Kári Heilbrigðisskoðun Sigríður Björnsdóttir dýralæknir skoðar í munn hests á Landsmóti hestamanna sem haldið var í Víðidal í Reykjavík í sumar. Öll hross sem keppa í helstu flokkum á Landsmóti hesta- manna undirgangast dýralækn- isskoðun þar sem metið er hvort þau séu hæf til keppni. Þau fá ekki að keppa ef dýra- læknir úrskurðar þau óhæf til þess. Skoðunin fer fram samkvæmt forskrift sem Sigríður Björns- dóttir, dýralæknir hrossa- sjúkdóma hjá Matvælastofnun, hefur þróað í samvinnu við LH, og nefnd er „Klár í keppni“. Hrossin eru skoðuð fyrir hverja keppnisgrein í und- ankeppni, milliriðlum og úrslit- um. Hrossin sem komast lengst eru því skoðuð nokkrum sinn- um. Athugað er almennt ástand hrossins, fætur sérstaklega þreifaðir og munnur skoðaður. Hrossin „klár í keppni“ HEILBRIGÐISSKOÐUN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.