Morgunblaðið - 01.11.2012, Page 25
25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2012
Skin og skuggi Langur skuggi skagaði fram líkt og blýantsoddur og tók á móti góðum gesti sem átti erindi í Ráðhúsið í Reykjavík í vetrarstillu og glampandi sólskini á dögunum.
Árni Sæberg
Í ræðum sínum á
flokkssamkomum
Samfylkingarinnar
sem og á Alþingi hefur
Jóhanna Sigurð-
ardóttir forsætisráð-
herra oft vitnað til
þessarar meintu bar-
áttu um Ísland.
Þó sagan geymi
ágæt dæmi um árang-
ursríkt samstarf Sjálf-
stæðisflokks og Alþýðuflokksins þá
gefur vinstri armur Samfylking-
arinnar, undir stjórn Jóhönnu Sig-
urðardóttur, ekki vonir um að slíkt
samstarf geti endurtekið sig. Enda
er blessuð konan með Sjálfstæð-
isflokkinn á heilanum sem pólitískan
höfuðóvin vinstri afla og stefnu
þeirra. Þar hefur hún rétt fyrir sér,
Sjálfstæðisstefnan er og verður póli-
tískur höfuðóvinur vinstri afla á Ís-
landi. Sennilega hefur barátta hægri
og vinstri stefnu í íslenskri pólitík
ekki verið greinilegri um langt ára-
bil. Nú er tekist á um grunngildin
sem við viljum byggja samfélag okk-
ar á. Það hefur áður verið tekist á
um þessi grunngildi og íslenska
þjóðin hefur verið svo gæfusöm að
halda öfga vinstri flokkum frá stjórn
landsins, með örfáum undantekn-
ingum þó.
Baráttan um Ísland snýst um nýt-
ingu náttúruauðlinda okkar, afkomu
grunnatvinnuvega, skattastefnu,
frelsi og svigrúm einstaklinga til at-
hafna. Reynslan hefur sýnt okkur að
frjálst framtak og frumkvæði ein-
staklinga er aflvaki framfara.
Núverandi stjórnvöld hafa með
aðgerðum sínum og aðgerðaleysi
heft frelsi einstaklinga og fyrirtækja
með þeim afleiðingum að allir halda
að sér höndum. Einstaklingar í fyr-
irtækjarekstri sem og fyrirtæki hafa
verið ofsótt með óhóflegum skatta-
álögum, svikum á gefnum loforðum
og undirrituðum samningum. Fram-
kvæmdamönnum fækkar og þeir
sem voga sér að reyna að skara fram
úr eru sviptir arðsvoninni og brenni-
merktir sem glæpamenn. Eðlileg
þróun í nýtingu náttúruauðlinda
okkar er gerð tortryggileg og þeir
sem vilja standa vörð um eflingu
höfuðatvinnugreina okkar eru kall-
aðir gæslumenn sérhagsmuna.
Vinstri menn hafa einstakan hæfi-
leika til að tefja hluti og kunnugleg
svör þeirra eru m.a. „Þarf að skoða
betur“ og „Búið er að skipa nefnd“.
Allir þessir tafaleikir eru til þess
fallnir að koma í veg fyrir fram-
kvæmdir og afleiðingarnar blasa við
í hinum mikla skorti á fjárfestingu á
flestum sviðum íslensks athafnalífs
og viðvarandi atvinnuleysi.
Vera má að einhverjum finnist að
um tíma hafi ekki verið staðinn
nægjanlegur vörður um grunngildi í
stefnu Sjálfstæð-
isflokksins. Eflaust
hafa þeir eitthvað til
síns máls. En það
breytir engu um að
stefna flokksins er enn
og verður í fullu gildi.
Það er okkar sem nú
skipum forystusveit
flokksins, alþing-
ismanna, sveitarstjórn-
armanna og for-
ystufólks í
sjálfstæðisfélögum um
allt land, að sýna fólk-
inu í landinu að við höfum engu
gleymt. Við séum tilbúin að læra af
reynslunni og skipa fjöldahreyfingu
flokksmanna undir gunnfána stefnu
flokksins.
Sjálfstæðisstefnan vill brúa bil
milli ólíkra stétta, ber hag allra
stétta fyrir brjósti og vill efla sam-
hug heildarinnar. Við viljum standa
vörð um hagsmuni þeirra sem ein-
hverra hluta vegna mega sín minna í
okkar samfélagi. Sjálfstæðisstefnan
er jafnaðarstefna í því tilliti að hún
tryggir öllum sömu möguleika til
náms, heilbrigðisþjónustu og ann-
arra félagslegra þátta, ásamt því að
koma í veg fyrir að það myndist gjá
á milli þeirra sem meira hafa og
þeirra sem minna hafa, með óeðli-
legri skiptingu arðsins. En sjálf-
stæðisstefnan er ekki þvingandi
stefna jöfnunar þar sem enginn má
skara fram úr og allur hvati til ár-
angurs er að engu gerður. Í mörgu
tilliti stendur þjóðin á tímamótum og
hefur skýrt val um hvert stefna
skuli. Vill hún velja framtíð í anda
lýðræðis og sjálfstæðis undir kjör-
orðinu „stétt með stétt“ eða kýs hún
vinstri öfl sem með sanni má segja
að fari fram undir kjörorðinu stétt
gegn stétt?
Tækifærin liggja við fætur okkar,
tækifæri til að efla íslenskt samfélag
á grunni eðlilegrar nýtingar á þeim
náttúruauðlindum sem landið býr
að. Aðeins sterk staða Sjálfstæð-
isflokksins eftir næstu kosningar
getur tryggt að á þeim grunni verði
skapaðar aðstæður í okkar sam-
félagi til eflingar atvinnu- og verð-
mætasköpunar sem tryggir þann
grunn sem við þurfum til að geta
m.a. brugðist við þeim vanda sem
steðjar að íslenskum heimilum og
fyrirtækjum.
Eftir Jón
Gunnarsson
»Enda er blessuð kon-
an með Sjálfstæð-
isflokkinn á heilanum
sem pólitískan höf-
uðóvin vinstri afla og
stefnu þeirra. Þar hefur
hún rétt fyrir sér.
Jón Gunnarsson
Höfundur er alþingismaður.
Baráttan um Ísland
Stór hópur fólks
stendur nú frammi
fyrir alvarlegum
vanda vegna þess að
það skuldar of mikið í
húsnæði sínu. Þessi
vandi er ekki einungis
tilkominn vegna
bankahrunsins heldur
erum við að súpa
seyðið af áherslum
ríkisvaldsins í hús-
næðismálum und-
anfarna áratugi og vanhugsaðri
innkoma bankanna á húsnæð-
islánamarkaðinn. Hátt lánshlutfall,
ríkisábyrgð á lánum og vaxtabætur
ýttu undir skuldsetningu. Fólk var
hvatt til skuldsetningar í stað þess
að hjálpa því að eignast húsnæði
sitt.
Undirritaður hefur margoft bent
á þetta vandamál og þegar ég var
formaður SUS gerðum við úttekt á
húsnæðiskerfinu sem birt var árið
1995. Þá kom í ljós að ef fram-
lögum hins opinbera væri breytt í
styrk til fyrstu húsnæðiskaupa
hefði styrkurinn verið 2,8 milljónir
á verðlagi þess árs. Síðan þá hef ég
reynt að koma fram með leiðir til
að hjálpa fólki að eignast í húsnæði
sínu í stað þess að hvetja fólk beint
og óbeint til skuld-
setningar.
Staðan í dag er
mjög alvarleg en hún
verður óviðráðanleg
fyrir fjölda heimila
sem eru með verð-
tryggð lán ef nýtt
verðbólguskot verður
á næstu misserum.
Það er augljóst að þeir
sem hafa haft mögu-
leika á að taka óverð-
tryggð lán hafa gert
það en eftir standa
þeir sem hafa ekki
eiga möguleika á að losna úr verð-
tryggðu lánunum.
Afleit staða
Staðan í sinni einföldustu mynd
er þessi: Kaupmáttur fólks hefur
lækkað mikið, raunvirði og jafnvel
nafnvirði eigna á mörgum stöðum
sömuleiðis, en raunvirði lána staðið
í stað og nafnvirði þeirra hækkað.
Þeir sem hafa fengið lækkun á sín-
um lánum eru þeir sem tóku lán
sem hafa verið dæmd ólögleg. Ekki
sér þó enn fyrir endann á þeim
málum m.a. vegna aðgerða og að-
gerðaleysis ríkisstjórnarinnar. Í
þeim löndum sem við berum okkur
saman við er verið að létta skulda-
byrði með hóflegri verðbólgu, sem
rýrir raunvirði lána, og með afar
lágum stýrivöxtum, sem nýtist
þeim sem eru með lán með breyti-
legum vöxtum. Það sama er að ger-
ast hér á landi hjá því fólki sem er
með óverðtryggð lán en það sama
gildir ekki um þá sem eru með
verðtryggð lán. Stærsti eigandi
verðtryggðra lána er Íbúðalána-
sjóður en hann er í raun gjaldþrota
og hefur verið bjargað með fram-
lögum úr ríkissjóði upp á um 33
milljarða króna. Enn þarf Íbúða-
lánasjóður um 14 milljarða að lág-
marki í viðbótarframlög. Til að
setja þetta í samhengi þá nema þau
um 2⁄3 af kostnaði við að reisa nýjan
Landspítala með nútímatækjabún-
aði. Íbúðalánasjóður er fjármagn-
aður af lífeyrissjóðum að mestu
leyti, eða um 70%, en er með rík-
isábyrgð sem gerir það að verkum
að áföllin lenda alltaf á skattgreið-
endum.
Hvað á fólk
mikið í húsinu sínu?
Vandinn sést mjög greinilega á
þessari mynd en hér er hlutfall eig-
infjár hjá íbúðaeigendum miðað við
mismunandi kaupdaga. Málið er
einfalt, það fólk sem keypti á ár-
unum 2006-2008 er með neikvæða
eiginfjárstöðu. Sjá töflu.
Jóhönnulánin
Þeir sem fengu lán á árinu 2008
hafa farið langverst út úr hruninu.
Eini aðilinn sem lánaði til íbúðar-
húsnæðis á því ári var Íbúðalána-
sjóður. Sjóðurinn var á ábyrgð þá-
verandi félagsmálaráðherra
Jóhönnu Sigurðardóttur. Sjá meðf.
graf.
Við værum án nokkurs vafa í
betri málum ef sjóðurinn hefði ver-
ið varkárari í lánveitingum en við
breytum ekki fortíðinni. En það er
mikilvægt að læra af henni.
Í annarri grein mun ég koma
fram með hugmyndir sem ég tel
geta hjálpað til að leysa núverandi
vanda og einnig koma í veg fyrir að
við lendum aftur í sambærilegri
stöðu.
Eftir Guðlaug Þór
Þórðarson » Stærsti eigandi verð-
tryggða lána er
Íbúðalánasjóður en
hann er í raun gjald-
þrota og hefur verið
bjargað með framlögum
úr ríkissjóði upp á um
33 milljarða króna. Enn
þarf Íbúðalánasjóður
um 14 milljarða að lág-
marki í viðbótarframlög.
Guðlaugur Þór
Þórðarson
Höfundur er alþingismaður.
Skuldavandinn
Eiginfjárhlutfall í upphafi árs 2012
miðað við 5-35% eiginfjárhlutfall á kaupdegi
Kaupdagur 5% 10% 15% 20% 25% 30% 35%
1. jan. 2004 12,1 16,8 21,4 26,0 30,7 35,3 39,9
1. jan. 2005 -8,1 -2,4 3,3 9,0 14,7 20,4 26,0
1. jan. 2006 -29,7 -22,9 -16,1 -9,2 -2,4 4,4 11,2
1. jan. 2007 -29,7 -22,8 -16,0 -9,2 -2,4 4,5 11,3
1. jan. 2008 -39,8 -32,5 -25,1 -17,7 -10,4 -3,0 4,3
Þróun veitingar húsnæðislána hjá ÍLS frá jan. 2007 til nóv. 2010
8 ma. kr.
7 ma. kr.
6 ma. kr.
5 ma. kr.
4 ma. kr.
3 ma. kr.
2 ma. kr.
1 ma. kr.
0
ja
n.
m
ar
s
m
aí jú
lí
se
pt
.
nó
v.
ja
n.
m
ar
s
m
aí jú
lí
se
pt
.
nó
v.
ja
n.
m
ar
s
m
aí jú
lí
se
pt
.
nó
v.
ja
n.
m
ar
s
m
aí jú
lí
se
pt
.
nó
v.
2007 2008 2009 2010
Almenn útlán Önnur útlán
6.870.998.729
4.229.119.463
Hrun
5.579.303.613
Merkilegir
toppar á
hrundögum