Morgunblaðið - 01.11.2012, Blaðsíða 27
um forsendum. Af því leiðir að
fordæmisgildi dómsins er takmark-
að fyrir bílasamninga og aðra
samninga þar sem mismunurinn er
ekki umtalsverð fjárhæð. Sérfræð-
ingur FME tekur undir það að
óvissa sé um fordæmisgildi dóms-
ins í slíkum tilvikum.
Í umræddu dómsmáli reynir
ekki á að lögaðili getur ólíkt ein-
staklingi dregið frá greiðslur sem
kostnað í bókhaldi fyrirtækisins
sem getur haft áhrif við mat á því
hvort fjárhæð teljist umtalsverð.
Við mat á því hvort fjárhæðin sé
umtalsverð er í dómi Hæstaréttar
fundinn mismunurinn á end-
urreiknaðri fjárhæð og höfuðstól
skuldarinnar eins og hann hefði átt
að standa miðað við fjölda
greiddra afborgana, hinn 10. mars
2011. Sú fjárhæð er síðan borin
saman við upphaflegan höfuðstól
lánsins frá 2006. Þessum for-
sendum er ekki mótmælt af hálfu
Arion banka, enda þótt virði höf-
uðstólsins sé m.a. vegna verðbólgu
augljóslega ekki það sama á árinu
2006 og 2011 og eðlilegra að sam-
anburðurinn tæki tillit til þess.
Kröfugerð
Af hálfu Arion banka var út-
reikningsaðferð Borgarbyggðar,
ekki mótmælt. Ekkert er því til
fyrirstöðu að Hæstiréttur fallist á
aðra uppgjörsaðferð ef krafa er
gerð um það og hægt að sýna fram
á að hún feli í sér réttari nið-
urstöðu. Í fréttatilkynningu Arion
banka kemur fram að bankinn tel-
ur enn það álitaefni til staðar,
hvernig skuli standa að end-
urútreikningi.
Ábyrgð stjórnenda
Ákvörðun stjórnenda fjármála-
fyrirtækja um að endurreikna
samninga sem ekki falla bersýni-
lega undir fordæmi Hæstaréttar,
getur falið í sér brot á lögbundn-
um skyldum þeirra. Sú ákvörðun
gæti bakað þeim persónulega
skaðabótaábyrgð, komist Hæsti-
réttur að því að ekki eigi að víkja
frá meginreglunni um fullar efndir.
Jafnframt gæti slík háttsemi
stjórnenda fallið undir umboðs-
svikaákvæði almennra hegning-
arlaga. Það er því fráleitt að gera
þá kröfu að þeir ákveði að end-
urreikna samninga við þessar
óvissu lagalegu aðstæður.
Í réttarríki eiga menn og fyr-
irtæki þess kost að leita til óháðra
dómstóla og njóta réttlátrar máls-
meðferðar. Fyrir liggur að enn eru
álitaefni uppi um svokölluð geng-
istryggð lán og nokkur dómsmál
bíða úrlausnar. Það er eðlilegt og í
samræmi við grundvallarreglur um
þrískiptingu ríkisvaldsins að dóm-
stólar leiði þau mál til lykta.
» Í réttarríki eiga
menn og fyrirtæki
þess kost að leita til
óháðra dómstóla og
njóta réttlátrar máls-
meðferðar. Fyrir liggur
að enn eru álitaefni uppi
um svokölluð geng-
istryggð lán og nokkur
dómsmál bíða úrlausn-
ar.
Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
UMRÆÐAN 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2012
Nú geta allir fengið iPad-áskrift
Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/
Grandagarði 8 | Sími: 862 9010 | kokkurinn@kokkurinn.is
veisluþjónusta hinna vandlátu
Kokkurinn hjálpar þér að halda
hina fullkomnu veislu
Árshátíðir
Brúðkaup
Erfidrykkjur
Fermingar
Fundir
Kynningar
Þema
kokkurinn.is
Ferskur fiskur öll
hádegi í Víkinni
Vantar þig heimasíðu?
...eða er kominn tími til að hressa upp á þá gömlu?
Við setjum upp heimasíður sem aðlaga sig að öllum skjástærðum.
Fyrirtæki með yfir 20 ára reynslu
Sími 553 0401
www.tonaflod.is
Verð frá 14.900 kr. + vsk