Morgunblaðið - 01.11.2012, Qupperneq 28
28 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2012
Dalvegi 10-14 ▪ 201 Kópavogur ▪ Sími: 595 0570 ▪ parki.is
Plankaparket
í miklu úrvali
Bjóðum einnig upp á sérframleitt parket
eftir óskum hvers og eins.
Burstað, lakkað, olíuborið, handheflað,
reykt, fasað, hvíttað, eða hverning vilt þú
hafa þitt parket ?
Láttu drauminn rætast hjá okkur.
Með vísan til greinar
í Morgunblaðinu hinn
20. október er fjallar
um málefni Jóns Stein-
ars Gunnlaugssonar og
Hæstarétt. Í þeirri
grein kemur fram stað-
festing á skrifum und-
irritaðs á undanförnum
árum um ólögleg vinnu-
brögð og lögbrot af
hálfu dómara í íslensku
réttarkerfi. Í Morgunblaðsgreininni
er staðfesting á því hvers konar kúg-
unarafl er falið í réttarkerfinu þegar
virtur lögmaður og fyrrverandi
hæstaréttardómari stígur fram og
gefur yfirlýsingu um framferði sem
einkennir réttleysisríkið Ísland þar
sem allt eru glæpir sem ekki þjóna
hagsmunum þeirrar klíku er ræður í
dómskerfinu.
Jón Steinar Gunnlaugsson á heið-
ur skilinn fyrir hugrekki sitt að
standa frammi fyrir þeirri hefni-
gjörnu klíku sem samtök dómara
eru.
Endurupptaka mála fyrir íslensk-
um dómstólum er sérkennilegur
skrípaleikur sem ekki er ljóst hvort
landsmönnum sé kunnugt um.
Þar sem dómarar eru ófúsir til að
viðurkenna mistök sín við uppkvaðn-
ingu dóms þar sem mannréttindi eru
brotin á þeim sem verða undir í nið-
urstöðu dómara er viðhöfð sér-
kennileg aðferð Hæstaréttar við úr-
lausn varðandi ósk um endurupptöku
máls.
Hæstiréttur sendir fyrirspurn til
mótaðilans í málinu sem hefur orðið
ofan á í utanlagadóminum og spyr
um afstöðu þess aðila til endur-
upptöku.
Sá sem hefur unnið
mál með utanlagadómi
samþykkir ekki eða
gefur jákvæða umsögn
um endurupptöku máls
sem hann getur tapað á
seinni stigum. Slíkur
leikaraskapur er ein-
kenni á réttleysisríkinu
Íslandi undir forystu
Hæstaréttar.
Aumingjaskapur
Hæstaréttar að játa
aldrei mistök þótt sann-
anir séu fyrirliggjandi er ljóður á ís-
lensku réttarfari. Það að velta af-
stöðu réttarins yfir á aðila að
dómsmáli sem ekki er reiðubúinn til
að hlíta réttlátri málsmeðferð og taka
skellinn af mistökum sínum er
skömm þjóðfélagsins, að búa við slíkt
réttleysi í garð annarra þegna þess.
Með nýlegu frumvarpi er gert ráð
fyrir skipun nefndar sem ákveða á
hvort mál skuli endurupptekið eða
ekki. Það sem vekur undrun við lest-
ur frumvarpsins er að þeir sem kveða
upp ranga dóma skuli skipa sæti í
umræddri nefnd og þar með gerast
dómarar í eigin mistökum. Sam-
kvæmt almennum skilningi á hugtak-
inu vanhæfi eru allir aðilar dómskerf-
isins vanhæfir svo og löglærðir aðilar
sem bíða eftir að komast í stöðu dóm-
ara. Hinir löglærðu aðilar sem bíða
eftir dómarastöðu fara ekki að taka
afstöðu gegn þeim sem eru í lyk-
ilstöðu til að úrskurða hver hljóti
næsta embætti dómara sem losnar.
Af framansögðu sést að það sem
fram kemur í frumvarpinu varðandi
skipun umræddrar nefndar er hreinn
leikaraskapur og sýndarmennska.
Framgangurinn eins og gert er ráð
fyrir með frumvarpinu er aðeins til
að sýnast en verður ekki neinum til
gagns nema fá nýjan stimpil á synj-
anir um upptöku mála þar sem ut-
anlagadómar hafa verið kveðnir upp.
Einnig er það allundarlegt að ekk-
ert vald í íslensku stjórnkerfi er
reiðubúið til að taka til meðferðar
lögbrot (mannréttindabrot) íslenskra
dómara eða hindra íslenska dómara í
að kveða upp dóma sem ekki sam-
rýmast gildandi lögum í landinu.
Dómurum líðst að fótumtroða ís-
lenska lagasetningu að eigin geð-
þótta og þurfa ekki að gefa upp hvaða
lagabókstafur standi á bak við upp-
kveðinn dóm. Auk þess sem falsanir í
gerðarbækur dóms eru ekki kallaðar
falsanir heldur sérstaklega illa
ígrundaðar bókanir af hálfu dómara.
Með vísan til þess sem hér er ritað
er íslenskt réttleysi sambærilegt við
réttleysi þegnanna á tímum Sov-
étríkjanna og á tímum nasista þar
sem þeir ríktu. Öll andmæli gegn
valdníðslunni eru barin niður með
óttanum um hefndaraðgerðir af hálfu
dómara, sbr. ummæli þeirra lög-
manna sem ekki hafa treyst sér til að
sækja mál gegn lögbrotum dómara
vegna hefndaraðgerða þeirra, þ.e.
dómaranna.
Endurupptaka mála
Eftir Kristján
Guðmundsson »Endurupptaka mála
fyrir íslenskum
dómstólum er sérkenni-
legur skrípaleikur sem
ekki er ljóst hvort lands-
mönnum sé kunnugt
um.
Kristján Guðmundsson
Höfundur er fv. skipstjóri.
Í grein „Nýi sloppur
keisarans“ í Lækna-
blaðinu árið 2005 gagn-
rýndi ég harðlega
sýndarmennsku og
fordæmalaust dóm-
greindarleysi á Land-
spítalanum. Þar hafði
forstjóri Íslenskrar
erfðagreiningar „stað-
ið vaktina á tauga-
deild“ í fjölmiðla-
ljósum. Hann sagði sárþjáðum
skjólstæðingi mínum að hann hefði
ekkert á deildinni að gera. Fólk
dræpist bara á spítölum. Skráði ekk-
ert.
Í aðalfréttum sjónvarps 20. sept-
ember kom fyrsta sprengjuárásin.
Auðvitað í RÚV. Aðstoðarland-
læknir hældi Kára og bar ljúgvitni
gegn mér. Með bros á vör. Yfirlækn-
ir taugadeildar nefndi Kára ekki!
Bak við tjöldin herti Kári stöðugt
tökin. Hinn 19. október sendi Jó-
hann Hjartarson hdl. stjórnum LÍ
og LR hótunarbréf:
1) fyrrnefnd grein JT verði afmáð
tafarlaust úr vefútgáfu Læknablaðs-
ins,
2) því verði lýst yfir af Lækna-
blaðinu og útgefendunum þess, LÍ
og Læknafélagi Reykjavíkur, saman
eða sitt í hvoru lagi, að i) birting
hennar hafi verið mistök og að ii)
umbj. minn verði beðinn afsökunar á
birtingunni,
3) að fyrrgreind yf-
irlýsing verði birt í
næsta tölublaði
Læknablaðsins með
jafn áberandi hætti og
grein JT á sínum tíma,
þ.e. að tekin verði heil
blaðsíðan undir yfirlýs-
inguna.
Lýsi stjórn LÍ ekki
yfir gagnvart undirrit-
uðum að hún fallist á
þær kröfur sem hér
eru settar fram innan
einnar viku áskilur umbj. minn sér
rétt til að grípa til allra annarra til-
tækra réttarúrræða án frekari við-
varana.“
Mýs en ekki menn
Formennirnir Sigurbjörn Sveins-
son og Óskar Einarsson urðu um-
svifalaust við kröfum Kára. Hug-
lausir földu þeir sig á bak við sveit
þriggja lækna sem þeir á laun fólu
afmarkað tímabundið verkefni.
Undir forystu Arnar Bjarnasonar,
heiðursfélaga LÍ, var ég veginn úr
launsátri með ljúgvitni landlæknis.
„Stjórnir læknafélaganna fela
ykkur hér með að taka ákvörðun um
það hvort umrædd grein Jóhanns
Tómassonar skuli tekin af vefnum,
einstök atriði hennar eða hún öll,
tímabundið eða varanlega og hvort
biðjast skuli afsökunar í næsta tölu-
blaði á birtingu greinarinnar. Ef
svarið við síðarnefnda atriðinu er já-
kvætt óska stjórnirnar eftir að sú af-
Ofbeldisverk stjórn-
armanna Lækna-
félags Íslands
Eftir Jóhann
Tómasson
Jóhann Tómasson
Fyrrihluta ársins
2008 komst í fréttirnar
djúpstætt ósam-
komulag innan Austur-
landsfjórðungs um
gerð nýs heilsársvegar
yfir Öxi fyrir árið 2011.
Þarna skiptast Aust-
firðingar í tvær and-
stæðar fylkingar þegar
hart er deilt um hvort
vegagerð á illviðrasömu
og snjóþungu svæði í
530 m hæð sé hrein rökleysa eða
ekki. Sem liður í mótvægisaðgerðum
stjórnvalda gegn kvótaskerðingunni
telja andstæðingar framkvæmdar-
innar þessa aðgerð
marklausa og að það sé
tímaskekkja og stórt
skref aftur á bak að
beina allri vetr-
arumferð upp í þessa
hæð yfir sjávarmáli.
Enn fleiri lands-
byggðarþingmenn við-
urkenna að það sé liðin
tíð að leggja vegi yfir
fjöll og firnindi þegar
þeir fullyrða að tími
jarðganga sé kominn.
Milli Djúpavogs og Eg-
ilsstaða styttist vega-
lengdin mjög mikið með upp-
byggðum Axarvegi sem er mikil
samgöngubót yfir sumarmánuðina.
Ekki er sjálfgefið að þessi vegur
tryggi örugga heilsárstengingu allan
ársins hring þegar snjóþyngsli á
þessum þröskuldi ná 6-10 m hæð.
Alltaf mun Öxi lenda í klóm nátt-
úruaflanna. Á þessu svæði sem er
alltof illviðrasamt hverfur snjósöfnun
aldrei og sömuleiðis veðurhæð sem
farið hefur upp í 30 metra á sekúndu.
Í þessum vítahring festast menn
þegar dæmið stoppar hvergi ef reynt
verður að byggja upp 8 m háan veg á
þessu snjóþunga svæði. Fyrr verður
stigið á tærnar á oddvitum fortíð-
arinnar. Þá myndu fulltrúar fjárveit-
ingavaldsins og Vegagerðarinnar
berja í borðið og segja hingað og
ekki lengra þegar í ljós kemur hver
kostnaðurinn verður. Tillöguna um
að Axarvegur verði lagður niður í
Berufjörð á snjóþungu svæði í mikl-
um hliðarhalla fyrir neðan Manna-
beinahjalla án þess að öryggi öku-
manna skipti máli myndi
brjálæðingur samþykkja. Gegn
þessari hugmynd tala skynsamir
landsbyggðarþingmenn. Á þessu
svæði geta aurskriður, snjóflóð og
grjóthrun sem enginn sér fyrir kost-
að alltof mörg mannslíf ef vegurinn
sópast niður hlíðina. Í 200 m hæð
fyrir ofan Beitivelli er þetta ekki
heppilegasta vegstæðið til að auka
umferðaröryggi og draga úr slysa-
hættu.
Allt tal um að með uppbyggðum
heilsársvegi yfir Öxi flytjist öll snjó-
þyngslin þaðan yfir á Breiðdalsheiði
er fyrirsláttur. Krafan um að loka
heiðinni milli Skriðdals og Breiðdals-
víkur undir því yfirskini að engin um-
ferð sé um þennan fjallveg er árás á
lífæð Breiðdælinga. Besta lausnin er
að fá tvenn stutt veggöng inn í Breið-
dal sem tengja Berufjörð enn betur
við Skriðdal þegar vegirnir í Kamba-
skriðum og á Fagradal lokast vegna
blindbyls og snjóflóða. Nógu erfitt er
að sitja uppi með slysahættuna sem
enginn losnar við á öllu svæðinu milli
Stöðvarfjarðar og Hornafjarðar án
þess að enn fleiri fjallvegir bætist við
um ókomna framtíð. Þótt samgöngu-
bætur stytti vegalengdirnar, auki ör-
yggi ökumanna og sameini byggð-
irnar getur líka verið erfitt að sýna
fram á ótvíræða arðsemi.
Eftir að efnahagskreppan skall á
mun eitthvað af þeim vegafram-
kvæmdum sem fyrrverandi rík-
isstjórn lofaði að loknum alþing-
iskosningum 2007 frestast
tímabundið. Vegna aukinnar verð-
bólgu og verðbóta sem Vegagerðin
greiðir verktökum upp að vissu
marki hrökkva fjárveitingar ekki eins
langt og búist var við. Til þess að tap-
ið á vetrarþjónustu Vegagerðarinnar
færi ekki yfir einn milljarð króna var
ákveðið að hætta snjómokstrum á
nokkrum fjallvegum á Vestfjörðum,
Norður- og Austurlandi seint á árinu
2008 þegar í ljós kom að kostnaður-
inn við samfelldan mokstur á Ax-
arveginum hækkaði alltof mikið.
Andstæðingar Fáskrúðsfjarðar-
og Norðfjarðarganganna standa nú
uppi sem einangrað steintröll úr
tengslum við raunveruleikann þegar
þeir halda að öllum fjármunum sé
stolið frá Öxi. Varasamt er að gera
langtímaáætlun sem tengist fortíð-
inni þegar því er lofað að uppbyggður
vegur á illviðrasömum og snjóþung-
um svæðum verði hindrunarlaus allt
árið í 500-600 m hæð. Það getur
Vegagerðin aldrei tryggt. Þeir sem
leggjast gegn öllum jarðgangagerð-
um næstu áratugina eiga engan rétt
á þeim þrjátíu árum síðar.
Öxi í klóm náttúruaflanna
Eftir Guðmund
Karl Jónsson »Ekki er sjálfgefið að
þessi vegur tryggi
örugga heilsársteng-
ingu allan ársins hring
þegar snjóþyngsli á
þessum þröskuldi ná 6-
10 m hæð.
Guðmundur Karl
Jónsson
Höfundur er farandverkamaður.