Morgunblaðið - 01.11.2012, Page 30

Morgunblaðið - 01.11.2012, Page 30
30 UMRÆÐANBréf til blaðsins MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2012 Jólaskreytingar Við seljum og setjum upp jólaseríur 10% afsláttur af uppsetningu ef þú kaupir seríurnar af okkur. Sími 571 2000 | hreinirgardar.is Margir halda að nóg sé að hrúga í sig pillum vítamína og steinefna til að bjarga mataræðinu. Að vísu getur þetta komið í veg fyrir hörgul- sjúkdóma en til lengdar verða áhrifin lakari heilsa sé ekki matarvenjum breytt og hollari matur valinn, rétt fæði í stað rangs fæðis. Vitleysan byrj- ar í rauninni við matarinnkaupin. Það þarf að byrja á að velja rétta matinn. Aðalatriðið er að gæta þess að kaupa sem mest af fersku og nátt- úrulegu eða óunnu. Sérhver vinnsla og geymsla matvæla fækkar lífefn- unum: vítamínum og steinefnum. Allt nýtt og ferskt úr jurtaríkinu er best. Þetta gildir líka um kjöt- og fiskmeti. Ferskur fiskur er villibráð sem er betri en eldisfiskur. Hreyfifrjálst ald- ar hænur eru minna stressaðar og góður matur og verpa hollari eggjum. Þegar kemur að kjöti almennt þá er það varla mannamatur nema það sé látið hanga nægjanlega. Svín og kjúklingar í fjöldafram- leiðslu eru alin upp hratt og í miklum þrengslum sem stressar dýrin og minnkar hollustu afurðanna. Sé fersk matvara strax fryst niður geymir hún áfram öll lífefnin. Niðursoðinn, reyktur og kryddleg- inn matur er síðri en ferskur. Næst er það matseldin en þar er auðvelt að skemma lífefnin. Dagsfæðið mætti hafa 30-50% sem hrámeti af hitaeiningaþörfinni. Þetta gæti því verið matur úr jurtaríkinu eða mjólkurvörur. Hráan mat skyldi ávallt borða fyrst á máltíðum. Þá er ráðlegt að tak- marka át matvara og brauðs með hvítum sykri, hvítu hveiti og unnum hrísgrjónum. Súrar mjólkurvörur og sumt súrmeti er gott til að viðhalda þarmaflórunni. Við þurfum náttúrulega fitu sem orkugjafa eða allt að 30% af hitaein- ingaþörfinni. Fituna fáum við úr mjólk, rjóma, ostum, smjöri og fitu- olíum. Handpressuð ólífuolía er ein af hollari jurtaolíum. Olíuna má nota í salöt, bakstur og til steikingar eða smjör við hóflegan hita. Steiktur mat- ur er ekki bestur varðandi hollustuna. Til að fá besta samsetningu fitu í líkamanum eru 10 g lýsis góð en það eru um tvær matskeiðar daglega. Allur innmatur er hollur. Sé soðið í vatni skyldi ávallt hafa sem minnst vatn og nota lok. Helst skyldi nýta soðið eða drekka það. Í soðinu eru ýmis lífefni. Gufusuðan er enn betri. Fimm máltíðir á dag eru taldar betri en þrjár og fara betur með melt- ingarfærin. Morgunverður gæti verið samsettur með 25% dagshitaein- ingaþarfar, morgunkaffi 10%, hádeg- isverður 30%, síðdegiskaffi 10% og kvöldverður svo 25%. Ekki er kaffi hollast drykkja, frem- ur jurtate eða safi. Hollast væri að takmarka matarsaltsát niður í 3 g á dag og væri betra að nota sjávarsalt sem er 80% af styrk steinsalts. Þá mætti líka nota þaramjöl í stað salts. Allir ættu að taka inn C-vítamín. C- vítamín er óverulegt í mjólk og geta kálfarnir efnasmíðað það eftir þörfum en ekki maðurinn, einn fára dýra. Þetta er einföld leið til heilsu- samlegs mataræðis sem hefði enn mest af heilum upprunalegum líf- efnum í matnum sem er hollast og lík- aminn þarfnast svo nauðsynlega. Vandi nútímamataræðis er of lítið af lífefnum. PÁLMI STEFÁNSSON efnaverkfræðingur. Heilsusamlegt blandað mataræði Frá Pálma Stefánssyni Pálmi Stefánsson Ég held að flestir séu á því að það eru fáir þingmenn sem hafa lagt sig eftir að tala fyrir hagsmunum hins al- menna manns. Ríkisstjórnin og þingmenn stjórn- arflokkanna hafa svikið öll loforð sem þeir gáfu um að virða samninga, fara að jafnrétt- islögum og slá skjaldborg um heimilin svo eitt- hvað sé nefnt. Þess í stað hafa stjórnarflokkarnir slegið skjaldborg um bankana og fjár- mögnunarfyrirtækin. Þúsundir heim- ila og fyrirtækja eru gjaldþrota vegna aðgerða eða aðgerðaleysis þessa fólks, sem tilheyrir stjórnarflokkunum og Hreyfingunni, sem hefur verið með- virk. En mitt í svartnættinu á hinn al- menni borgari málsvara á þingi, sem er Guðlaugur Þór Þórðarson, sem hef- ur borið af fyrir dugnað við að halda til haga vanefndum ríkisstjórnarinnar, t.d. í atvinnumálum, og benda á leiðir sem gætu gagnast fólki í baráttu sinni um heimilin, gegn bönkunum og rík- isstjórninni. Tillaga hans um reiknivél til að fólk geti reiknað sjálf út stöðu lána sinna er athyglisverð og eitt dæmið um hvers erinda þessi þing- maður gengur á þingi. Verði þetta að veruleika þarf fólk ekki að treysta á einhliða útreikninga bankanna, sem eru ekkert annað en gráðugir andstæðingar fólksins í landinu, enda einkavæddi Stein- grímur J. bankana og seldi þá erlend- um ofurgróðasjóðum, sem er slétt sama um okkur. Þar sáum við hvar hugur Steingríms J. lá. Það var ekki hjá fjölskyldum landsins. Ég er auð- vitað ekki að halda því fram að Guð- laugur Þór sé sá eini sem ber hag hins almenna manns fyrir brjósti, en full- yrða má að þannig þenkjandi þing- menn finnast ekki í stjórnarflokk- unum, dæmin sanna það. Hins vegar má nefna nöfn eins og Vigdísi Hauks- dóttur, Illuga Gunnarsson, Einar Guðfinnsson, sem hefur yfirburða- þekkingu á sjávarútvegsmálum, Sig- mund Davíð og Gunnar Braga. Allt er þetta fólk tilbúið að vinna fyrir fólkið frekar en bankana. Þetta eru þing- mennirnir sem við eigum að styðja á þingi. Við þurfum að passa okkur á að láta nú ekki kosningaloforð Samfylk- ingarinnar og Vinstri grænna glepja okkur, við höfum reynslu af því að það er marklaust fólk. ÓMAR SIGURÐSSON skipstjóri. Öflugur þingmaður Frá Ómari Sigurðssyni Ómar Sigurðsson Ég fagna útkomu bókar um Gísla á Uppsölum. Höfundur hennar kom vel fyrir í Kastljósi Sjónvarpsins. Vonandi kafar höfundur djúpt. Af- skiptaleysið af högum Gísla er blettur á þjóðinni. Það má alveg þakka Ómari Ragnarssyni fyr- ir að kynna Gísla Gíslason fyrir þjóðinni. Hins vegar verð ég alltaf fyrir óþæg- indakennd hvert sinn sem ég sé þá kynningu. Það var ekki annað en andlegt ofbeldi að láta Gísla taka hattinn ofan. Hann gerði það ekki með gleði. Örugglega hafa þá rifjast upp fyrir honum gömul ónot og dónaskapur honum sýndur. Það var líka öfgafull og vafasöm gamansemi að láta þetta visna kuldastrá fara í sjómann við sterkasta mann heimsins. Gísli hefur samt örugglega séð að þessir keis- arar voru naktir. Já, það er beinlínis ljótt að reyna að hefja sig upp með þessum hætti. Þetta efni sýnir Sjón- varpið aftur og aftur og hælist af. Það er svo mesta hneisan í þessu að myndirnar frá heimsókn Ómars til Gísla skyldu ekki ýta yfirvöldum til að koma Gísla til hjálpar. Haft er á orði, að hann hafi ekki viljað neina hjálp þiggja. Það finnst mér vart nokkur skýring. Það liðu því enn fimm löng ár hjá Gísla í myrkri og kulda. Hann var orðinn dauðvona, þegar gripið var inn í hans mál og honum komið á sjúkrahús þar sem hann lést á gaml- ársdag 1986. Á sjúkrahúsinu kom í ljós að hann var hjálpinni feginn og þakklátur fyrir hana, enda martröð- inni lokið. Að Gísla látnum gerði ég þessa limru: Hann var áralangt aleinn að sýsli enda varð röddin að hvísli. Kyrrðin svo hljótt kjökrar í nótt því genginn er Uppsala-Gísli. HELGI KRISTJÁNSSON, Ólafsvík.. Gísli á Uppsölum var hæddur og yfirgefinn Frá Helga Kristjánssyni Helgi Kristjánsson Hannes Hólmsteinn Gissurarson á smágrein í Mbl. 27.10. með titlinum: Hvenær er bylting lögleg? Svarið er einfalt, samkvæmt skilgreiningu getur bylting aldrei verið lögleg! Því bylting merkir kollvörpun stjórn- arfars, og heimild til þess getur ekki verið í lögum neins ríkis. Hér er þá líka gerður greinarmunur á byltingu og valdráni, t.d. herforingja, þar sem aðeins er skipt um æðstu stjórn- endur. Jafnvel þegar slíkum ólýð- ræðislegum kúgurum er steypt, get- ur ekki verið heimild til þess í landslögum. Annað mál er hvort árangur byltingar er ásættanlegur eða telst æskilegur fyrir eftirkom- endur. Aug- ljóslega er það rétt merking til- vitnunarinnar í Strindberg: „I fall den [revolutionen] lyckas blir [den] sanktionerad.“ En það er tátó- lógía, segir bara það sem fyrr var sagt í sömu setningu. Dæmi Hann- esar í greinarlok eru fráleit, þótt frönsku byltingunni 1789 hafi meðal annars fylgt blóðsúthellingar og ein- ræði, þá nær engri átt að telja það eðlilega afleiðingu þess að afnema forréttindi aðals og klerka, enda leiddi þessi bylting einnig til þess að afnema tolla innan Frakklands, sem sé til að auðvelda verslun og fram- leiðslu. Voru það ósköp? Hannes lýkur grein sinni á því að óska eftir athugasemdum og leið- réttingum, og hér með skal sagt að tal hans um byltingu er allt of yf- irborðslegt, segir engum neitt. ÖRN ÓLAFSSON, bókmenntafræðingur í Kaupmannahöfn. Lögleg bylting? Frá Erni Ólafssyni Örn Ólafsson Á uppvaxtarárum mínum mátti lesa kristilegar og uppbyggilegar hug- vekjur í Morgunblaðinu eftir Billy Graham, þar sem hann hafði sér- stakan greinadálk. Einnig var sjón- varpið á þeim tíma með stutta hug- vekju fyrir svefninn, sem prestar sáu um áður en velferðaræðið rann á landsmenn. Nú orðið finnst mér fjölmiðlar orðnir æði andlausir. Þar er lítið eða ekkert sem hressir sálina. Þess í stað eru þeir þreytandi og andlega nið- urdrepandi, uppfullir af endalausum stælum og deilum um veraldleg mál- efni, sem snúast eingöngu um auð og völd. Það er þreytandi líf, einskonar krabbameinslífsstíll, sem altekur fólk í gegndarlausu æði við söfnun verald- arauðæfa, án þess að fá nokkurn tíma nóg, og þannig endar það líf sitt, ófull- nægt og vansælt, því ágirndin seðst aldrei. Það er án hugvekja á hlaupum eftir síðustu auglýsingu af nýrri sölu- vöru rándýrri, sem það verður að komast yfir, hvað sem það kostar. Mér er sem ég sjái fyrir mér hinar gömlu hugvekjur hans Grahams gamla eða heyri enduróm prestanna í þátíð: „Hegðið yður eigi eftir öld þessari, heldur takið háttaskipti með endurnýjun hugarfarsins.“ (Róm 12:2) Graham hefði bætt við: „Þér voruð eigi leystir með hverfulum hlutum, silfri eða gulli, frá fánýtri hegðun yð- ar, heldur með dýrmætu blóði Krists.“ (1. Pétursbréf 1:18-19) Menn keppast stöðugt eftir ytri yf- irburðum, hinnar hégómlegu sýnd- armennsku og leita fullnægjunnar í stærri og nýrri jeppum en nágrann- ans, húsi á betri heldrimanna stað og launahækkunum. Þegar ég virði fyrir mér þessa vansælu og aumk- unarverðu samferðamenn mína, sem þola ekki meðalmennskuna, finn ég stöðugt þá þrá í brjósti mér, að vekja þá til lífsins með orðum meistara míns, sem sagði við ríka manninn: „Ef þú vilt verða fullkominn skaltu fara, selja eigur þínar og gefa fátæk- um og munt þú eiga fjársjóð á himn- um.“ (Matteus 19:21) Það er gjört hér með. Ég læt að lokum fljóta með heil- ræði, sem róað getur þreytta hugi þeirra manna, sem haldnir eru söfn- unaráráttu veraldarglingursins en það segir: „Sæll er sá maður, sem hefur yndi af lögmáli Drottins og hugleiðir lögmál hans dag og nótt.“ (Sálmur 1:1-2) Sú sæla er ósvikin og stendur öllum til boða og brúks, – ókeypis. EINAR INGVI MAGNÚSSON, áhugamaður um andleg málefni. Endurnýjun hugarfarsins Frá Einari Ingva Magnússyni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.