Morgunblaðið - 01.11.2012, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 01.11.2012, Blaðsíða 31
UMRÆÐAN 31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2012 Við erum á Nýbýla veginum ! (gamla T oyota hú sið) sími 571 6222 Opið virk a daga 1 2-18 laugarda ga 12-17 Misstu ekki af tímamóta- tilboði! Aðeins nokkrir dagar eftir! Komdu og leyfðu Avis að létta þér útborgunina. Bílafjármögnun LandsbankansAvis Þú www.avisbilasala.is Bílasala Nissan Qashqai 2011 Söluverð 4.150.000 kr. Bílafjárm. Landsbankans 3.320.000 kr. Eftirstöðvar 830.000 kr. Avis hluti 335.000 kr. Þín útborgun 495.000 kr. Heildarverð til þín 3.815.000 kr. VW Polo 1.2 2011 Söluverð 1.880.000 kr. Bílafjárm. Landsbankans 1.504.000 kr. Eftirstöðvar 376.000 kr. Avis hluti 150.000 kr. Þín útborgun 226.000 kr. Heildarverð til þín 1.730.000 kr. Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Föstudaginn 26. október var spilað á 17 borðum. Úrslit urðu þessi í N/S Friðrik Hermannss. – Auðunn Guðmss. 386 Oliver Kristóferss. – Magnús Oddss. 376 Jóhann Benediktss. – Erla Sigurjónsd. 364 Sverrir Jónsson – Óli Gíslason 356 A/V Knútur Björnss. – Sæmundur Björnss. 402 Kristján Björnss. – Júlíana Sigurðard. 352 Skarphéðinn Lýðss. – Stefán Ólafss. 347 Friðrik Jónss. – Jóhannes Guðmannss. 344 Þriðjudaginn 23. október var sveitakeppni milli eldri borgara Í Hafnarfirði og Reykjavík. Spil- að var á 10 borðum. Hafnfirðingar unnu með 153 stigum gegn 144. Bridsdeild Breiðfirðingafélagsins Sunnudaginn 28/10 var spilaður tvímenningur á 9 borðum. Hæsta skor kvöldsins í Norður/Suður. Oddur Hanness. – Árni Hannesson 250 Karólína Sveinsd. – Sveinn Sveinsson 242 Þórður Ingólfss. – Björn Arnarson 240 Austur/Vestur Gróa Guðnad. – Unnar A. Guðmundss. 283 Birgir Kristjánss. – Jón Jóhannss. 247 Davíð Sigurðss. – Ragnar Haraldsson 239 Spilað er í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14, á sunnudögum kl. 19. Sveit Karls Sigurhjartarsonar vann deildakeppnina Sveit Karls Sigurhjartarsonar er deildameistari en mótið var spilað um helgina. Sveitin fékk 245 stig. Ísveit Karls spiluðu ásamt honum Sævar Þorbjörnsson, Anton Har- aldsson, Pétur Guðjónsson og Sig- urbjörn Haraldsson. Í 2.sæti varð sveit Chile með 234 stig og í 3. sæti varð sveit Jóns Ás- björnssonar hf. með 213 stig. Í sveit Karls spiluðu ásamt honum Sævar Þorbjörnsson, Anton Har- aldsson, Pétur Guðjónsson og Sig- urbjörn Haraldsson. Í 2. deild varð hlutskörpust sveit Þriggja frakka með 262 stig. Í sveitinni spiluðu Hjördís Sigur- jónsdóttir, Kristján Blöndal, Guð- mundur Baldursson, Steinberg Ríkarðsson, Rúnar Einarsson og Guðjón Sigurjónsson. Í öðru sæti varð sveit Stubbana með 242 stig og í 3. sæti varð sveit Vestra með 238 stig. Jafet Ólafsson forset BSÍ afhenti verðlaun í mótslok. Félag Eldri borgara í Reykjavík Mánudaginn 27. okt. var tví- menningskeppni hjá Bridsdeild Félags eldri borgara í Rvík að Stangarhyl 4. Spilað var á 12 borð- um. Meðalskor var 216 stig. Besta skor N-S: Magnús Oddss. – Oliver Kristóferss. 273 Ægir Ferdinandss. – Helgi Hallgrss. 266 Siguróli Jóhannss. – Auðunn Helgas. 253 Jón Þór Karlss. – Björgvin Kjartanss. 248 A-V Friðrik Jónsson – Tómas Sigurjónss. 270 Magnús Jónss.– Gunnar Jónsson 242 Höskuldur Jónsson – Einar Einarss. 241 Albert Þorsteinss. – Bragi Björnsson 239 Bridsfélag Reykjavíkur Að loknum 2 kvöldum af 8 hjá BR er staðan þessi. Sveit Chile 127 stig Sveit VÍS 123 stig Sveit Lögfræðistofu Íslands 110 stig Að 4 kvöldum loknum verður mótinu skipt upp í tvær deildir. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Eitthvað hafði skát- inn misskilið boðskap- inn. Honum hafði ver- ið sagt að gera eitt góðverk á dag og af takmörkuðum skiln- ingi sínum dró hann gömlu konuna yfir götuna þó svo að hún hefði verið á allt ann- arri leið. Þetta datt mér í hug þegar ég fór að kynna mér starfsemi fyrirtækis sem nefnist Starf ehf. Það er í aumingjagæsku- bransanum, fær miklar fjárhæðir frá Atvinnuleysistryggingasjóði til að vera gott við atvinnulausa. Aug- lýsir sig með gylliboðum, lofar „persónulegri þjónustu“ og „við þjónustum þig“. Gæskunni lýkur þó fljótlega fyrir hinn atvinnulausa þegar svipan fer á loft. Þvingunin Með þvingunum er fólk skikkað á fjögurra daga námskeið til að læra að gera ferilskrá, fylla út um- sóknir, senda umsóknarbréf, rata um netsíður sem bjóða upp á störf og fleira. Eflaust er þetta afar gagnlegt fyrir fjölmarga en bara ekki alla. Fjöldi fólks kann þetta og sinnir þessu daglega eða að minnsta kosti á reglubundnum fresti. Persónuleg þjónusta Starfs ehf. er engu að síður svo ópersónuleg að fyrirtækið gerir öllum skylt að sækja svona námskeið. Öllum óskum, beiðnum eða mótmælum um að fá að sleppa við nám- skeiðið er umsvifalaust hafnað. Svipunni sveiflað Kona nokkur var skikkuð á námskeiðið en gat ekki mætt fyrsta daginn vegna þess að þann dag var vetrarfrí í skólanum hjá tveimur ungum börnum hennar og hún þurfti að sinna þeim heima. Hefði konan ekki verið atvinnulaus hefði hún áreiðanlega fengið frí í vinnunni eða að minnsta kosti getað tekið út orlofsdag til þess arna. Hjá Starfi ehf. var brugðist ókvæða við, í svipunni hvein og henni var hótað bótamissi. Konan lét sig ekki held- ur fór í velferðarráðuneytið sem vísaði henni á Vinnumálastofnun og þar loksins fékk hún frí fyrsta dag námskeiðsins. Ekki missti hún þó af neinu enda hafði hún enga þörf á námskeiðinu. Hótun skapar hlýðni Aðferðafræði Starfs ehf. er um margt gagnrýnisverð. Það gengur ekki að þvinga fullorðið fólk, án til- lits til menntunar, þekkingar og reynslu, til að mæta á námskeið sem það hefur ekkert gagn af. Þar með er ekki tekið tillit til þarfa eða óska einstaklingsins heldur gert ráð fyrir að aðstæður allra séu hin- ar sömu. Þetta er algjörlega óvið- unandi og í raun svo vitlaust að ekki tekur nokkru tali. Atvinnuleysi er böl. Hins vegar er ekki á það bætandi þegar sá at- vinnulausi er tuskaður til og starf hans, skoðun og verk eru dregin í efa og honum gert að haga sér á allt annan hátt en skynsemi hans segir. Fjöldi fólks kvartar undan Starfi ehf., yfirleitt er það vegna þess að því er ofboðið. Fæstir þora hins vegar að koma fram opinberlega vegna ótta við að verða á einhvern hátt refsað. Starf ehf. á að vera fyrir at- vinnulausa en virðist þess í stað vera til fyrir sjálft sig í aum- ingjagæskubransanum þar sem lit- ið er niður á atvinnulausa, talað til þeirra með hroka og litið fram hjá sjálfstæði einstaklingsins og skyn- semi hans. Svo hjápar alltaf í viðskiptum að komast í þá stöðu að gera öðrum tilboð „sem þeir geta ekki hafnað“. Með hótunum býður Starf ehf. persónulega þjónustu Eftir Sigurð Sigurðarson » Það gengur ekki að þvinga fullorðið fólk, án tillits til menntunar, þekkingar og reynslu, til að mæta á námskeið sem það hefur ekkert gagn af. Sigurður Sigurðarson Höfundur er rekstrarráðgjafi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.