Morgunblaðið - 01.11.2012, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 01.11.2012, Qupperneq 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2012 ✝ Árni JakobÓskarsson var fæddur í Reykjavík 2. febrúar 1961. Hann andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 24. október síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Óskar Jak- obsson, f. 27.10. 1928, d. 20.7. 1968, og Guðríður Eygló Árnadóttir, f. 15.10. 1932, d. 25.11. 2009. Fósturfaðir Árna Jakobs, seinni maður Guðríðar, var Vignir Guðnason, f. 30.8. 1931, d. 26.8. 1998. Systir Árna Jakobs er Guðný Óskarsdóttir fædd 1.1. 1962. Eftir lát föður síns og fram til ársins 1995 bjó Árni Jakob á Skálatúni en naut samvista með fjöl- skyldu sinni um helgar og á hátíð- um. Eftir að Árni Jakob flutti til fjöl- skyldu sinnar á ný starfaði hann á Hæfingarstöðinni í Reykjanesbæ og í Dósaseli auk þess sem hann var virk- ur þátttakandi í Íþróttafélagi Ness. Árni Jakob var mikill myndlist- armaður, síðustu ár naut hann leiðsagnar Rutar Ingólfsdóttur og tók þátt í tveimur samsýn- ingum í Reykjanesbæ. Árni Jakob verður jarðsung- inn frá Njarðvíkurkirkju, Innri Njarðvík, í dag, 1. nóvember 2012, og hefst athöfnin kl. 14. Nú kveðjum við öðlinginn hann Árna frænda okkar. Við þekktum Árna frá barnæsku, hittum hann til margra ára í hefðbundinni ný- ársheimsókn í Innri-Njarðvík hjá Öddu afasystur okkar og Árna manni hennar, afa Árna Jakobs, tengslin efldust enn frekar eftir að Vignir heitinn föðurbróðir okkar gekk Árna og Guðnýju í föðurstað þegar hann kvæntist Guðríði móð- ur þeirra árið 1980. Þá bjó Árni í Skálatúni en kom heim til fjöl- skyldunnar um helgar og á hátíð- um. Árni og Guðný ferðuðust víða með móður sinni og fósturföður bæði innanlands og utan. Árni var mjög félagslyndur, fjölskyldan var líf hans og yndi. Hann lagði mikið uppúr að þekkja nöfn allra og tengsl, ef einhvern vantaði í ein- hverja veisluna eða bara þegar við hittumst vildi hann fá að vita hvar viðkomandi væri og hvað hann væri að gera þá stundina. Árni var mikill gestgjafi og passaði alltaf upp á að allir fengju glas og eitt- hvað að drekka. Húmorinn var aldrei langt undan og stríðinn var Árni með eindæmum og notaði öll tækifæri til að gera grín. Árni var mikill listamaður og málaði mikið þegar hann bjó í Ská- latúni, að sögn Guðnýjar var sleg- ist um myndirnar hans á sýning- um þar og mömmu hans gekk illa að eignast myndir eftir soninn. Föður okkar var mikið í mun að Árni héldi áfram að sinna listinni og fékk barnabarn sitt Rut Ing- ólfsdóttur keramiker til að leið- beina Árna, það samstarf varð Árna og Guðnýju til mikillar gleði og afraksturinn var tvær samsýn- ingar Rutar og Árna auk þess sem mikil vinátta varð þeirra í milli. Öll erum við þakklát Rut fyrir hversu vel hún sinnti frænda og náði að virkja sköpunargleði hans á ný. Árni var virkur þátttakandi í Íþróttafélagi Ness og fóru þau systkinin í margar ferðir með fé- laginu. Árni var dyggur stuðnings- maður Liverpool og þegar her- bergið hans var tekið í gegn í vor var einn veggurinn málaður Liver- pool-rauður, hann átti auk þess ýmsa hluti merkta uppáhaldslið- inu. Árni var alltaf grand á því og fannst afskaplega gaman að kaupa sér diska, bæði tónlist og myndir. Veikindi Árna fóru að gera vart við sig í sumar en voru þá þegar orðin alvarleg þar sem hann kvart- aði ekki yfir líðan sinni enda sagði læknirinn að Árni væri glímunni vanur. Lífið var ekki alltaf auðvelt fyrir Árna þar sem hann átti oft erfitt með að tjá sig en Guðný syst- ir hans var stoð hans og stytta og skildi ávallt bróður sinn og oft þökkuðum við Guði fyrir að Árni átti systur sína að, hennar missir er mestur. Árni Jakob var afskaplega lit- ríkur karakter og minnumst við hans með söknuði og þakklæti. Við sendum aðstandendum okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Björk, Sóley, Börkur, Ösp og Burkni Birgisbörn. Elsku Árni frændi. Það var alltaf svo gaman að spjalla við þig þegar við hittumst. Þú byrjaðir alltaf á því að spyrja: Hvar er pabbi þinn? Og svo héldu spurningarnar áfram: en mamma þín? Systir þín? Hin systir þín? Bróðir þinn? Og svo fórstu að spyrja hvað ég væri að gera og hvernig ég hefði það. Þegar við heimsóttum þig fyrir nokkrum vikum var heilsu þinni farið að hraka. Þú sagðir ekki mikið en spurðir samt hvar þau úr fjöl- skyldunni væru sem ekki komu með okkur og varst sáttur þegar þú fékkst að vita það. Elsku Árni, þú vildir alltaf vita hvar allir væru og þegar ég hugsa til þess núna þá varstu líklega að tryggja það að allir hefðu það gott eins og þú hafðir það með Guðnýju systur þinni. Hjartað mitt fyllist gleði að hugsa til þess að þú hafir það gott hjá mömmu þinni, pabba og Vigni. Ég mun minnast þín með bros á vör, kátan og hressan, spyrjandi spurninga sem var svo gaman að svara. Elsku Guðný ég bið Guð og alla mína engla að vera með þér á þessum erfiðu tímum. Þín frænka, Hjördís Hafsteinsdóttir. Elsku Árni frændi, þá er komið að kveðjustund. Við viljum hér kveðja þig með nokkrum orðum. Alltaf var gaman að hitta þig, þú varst svo hress og skemmtileg- ur og sagðir okkur hversu rík við værum að eiga fjögur börn. Þú hafðir sérstaklega gaman af því að fara í veislur og varst mjög minn- ugur á afmælisdaga. Þið systkinin voruð einstaklega samrýmd og stóðuð ykkur ótrúlega vel saman. Elsku Guðný, þú hefur staðið eins og klettur við hlið Árna í veik- indum hans. Við biðjum Guð að styrkja þig og vaka yfir þér í sorg- inni. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Guðlaug frænka og Hafsteinn. Elsku Árni Jakob. Mikið er ég glöð í dag, mikið ég þakklát í dag. Og ástæðan? Bara þú, Árni minn. Bara þú … þetta er bara ég, þú veist … það eru varla til orð til að lýsa þér, þú ert svo einstakur, svo miklu stærri per- sóna en orð fá lýst. Þegar ég hugsa til þín poppar fyrst upp hlátur þinn, þvílíkur hlátur, svo stríðni og húmor, maður hitti þig ekki öðru vísi en að fá á baukinn og ef ég skaut til baka heyrðist „þetta er bara Rut“. Þú varst einn einlægasti lista- maður sem ég hef hitt, ekki til í huga þér að velta áliti annarra fyr- ir þér, þú bara málaðir það sem þú vildir eins og þú vildir, og það sést svo sannarlega á myndunum þín- um. Þú náðir þangað sem alla listamenn dreymir um, að mála beint frá hjartanu. Það var bara þannig að þú gerðir allt frá hjart- anu, þú sást það góða í öllum, ekki þurfti nema að einhver lánaði mér bíl þá var sú manneskja góð, og ef Gísli sótti mig í vinnuna sagðirðu „Þú átt góðan mann.“ Oft hef ég hugsað til þess hvað heimurinn væri stórkostlegur ef allir hefðu hjartalag þitt, elsku Árni minn. Mig langar til að þakka þér fyr- ir allt sem þú hefur gefið mér og kennt mér, eins og að njóta stund- arinnar, gleðjast yfir því smáa, hlæja að sjálfri mér, þakka fyrir manneskjurnar í lífi mínu og síð- ast en ekki síst að þakka fyrir lífið sjálft … þú hefur svo sannarlega breytt lífi mínu, elsku Árni minn, og fyrir það verð ég ávallt þakk- lát … og kveð þig með orðum Rúnna Júl. „Það þarf fólk eins og þig fyrir fólk eins og mig“ Kveðja, þín Rut. Árni Jakob vinur okkar er fall- inn frá. Árni var húsvörðurinn okkar hér á Hæfingarstöðinni, hann vann sín störf af mikilli alúð, hann sá meðal annars um að vökva blómin og sjá til þess að við vissum alltaf hvaða mánaðardag- ur væri. Eftir að fréttir komu af andláti hans settumst við niður og rifjuðum upp allar góðu minning- arnar sem við eigum um Árna. Ekki er hægt að lýsa Árna í fáum orðum, vinir hans á Hæfing- arstöðinni hafa margt um Árna að segja. Þau segja að hann hafi verið hress, skemmtilegur vinur, yndis- lega forvitinn, hann var bestur, yndislegur drengur, góður strák- ur, vinur vina sinna, fyndinn og síðast en ekki síst var hann vinur okkar og okkur þótti vænt um hann. Árni snerti líf okkar allra og smitaði umhverfi sitt með hlýju. Hann gekk hér um að góðra drengja sið, gladdi mædda, veitti þreyttum lið. Þeir fundu best sem voru á vegi hans vinarþel hins drenglundaða manns. Þó ævikjörin yrðu máski tvenn, hann átti sættir jafnt við Guð og menn. (Guðrún Jóhannsdóttir) Minning um góðan dreng lifir. Elsku Guðný, við sendum þér okkar innilegustu samúðarkveðj- ur Kær kveðja. Þínir vinir á Hæfingarstöðinni í Reykjanesbæ, Fanney St. Sigurðardóttir. Þegar gefið er í spili lífsins fá ekki allir fulla gjöf á hendi. Þannig var það í tilfelli Árna Jakobs Ósk- arssonar sem bjó við andlega fötl- un allt sitt líf. Ég kynntist honum eins og mörgum öðrum félögum okkar hjóna í hópi fatlaðra ein- staklinga á Suðurnesjum þegar við og fleiri lögðum þeim lið við aukin lífsgæði með því að standa fyrir Skötumessu í Garðinum. Í þeim hópi ríkir ósvikin gleði og mikil glaðværð og þar vann Árni sér virðingu vina og samstarfs- fólks fyrir hæga og prúðmannlega framkomu. Hann var þó kappsam- ur og glaðvær maður með stórt og mikið hjarta. Á mannamótum sat hann prúður og hljóður en fylgdist með. Aðeins álútur, hallaði höfð- inu örlítið og hakan seig niður í bringu, kringlóttur undrunarsvip- ur færðist yfir munninn og barns- leg brosandi augun fylgdust með því sem fram fór. Takturinn sem hann sló í lífinu ekki sá sami og í nánasta umhverfi en samt hugsaði hann um það sem skiptir okkur mestu máli. Um fjölskylduna. Hann hafði kynnst því að góð fjöl- skylda var það mikilvægasta sem við eigum í lífinu. Ásar, kóngar og drottningar í spili lífsins voru ekki á hans hendi og hann spilaði því út sem skipti mestu máli. Hjartanu. Við fyrstu kynni spurði Árni hvort ég ætti konu. Og þegar ég hafði sagt honum frá Siggu spurði hann mig hvort við ættum börn. Já, fimm sagði ég. Þú ert ríkur sagði vinurinn þá. Þetta var auðurinn sem skipti mestu máli í hans huga, fjölskyldan, uppspretta hamingju og gleði lífsins. Þessarar spurn- ingar spurði Árni alla sem hann hitti. Hann var svo innilegur og hlýr einstaklingur. Þegar við hitt- umst þá færðist mikil gleði yfir hann allan og hlýjan sem fylgdi því að hann hallaði höfði sínu í vanga minn sagði allt um ósvikið hjartalag þessa góða manns. Í sumar mátti sjá að ekki var allt með felldu. Í árlegu karókíst- uði og sumargrilli hjá okkur Siggu með nokkrum fötluðum vinum mátti sjá að glampinn í augunum var daufur. Það vantaði töluvert í baráttuandann þegar minnst var á uppáhaldsliðið hans Liverpool og nett skotin og sprellið sem ég var vanur að fá tvöfalt til baka voru ekki kröftug. Hann var þó í Liver- poolbolnum, húfunni og öllum græjum. Hann hafði komið á An- field með góðum vinum og hitt gamla stjörnu, David Fairclough, Super sub, sem sagði þeim frá fé- laginu. Það sem sagt var skipti ekki máli, enda framandi og óþekkt. Það var upplifunin og and- rúmsloftið, að vera á staðnum sem var málið. Árni hefur fundið það best þarna á Anfield að Liver- poollagið sagði svo mikið um hann og þá sem að honum stóðu og fylgdu honum þessa leið. You ne- ver walk alone. En hann gekk aldrei einn. Guðný systir hans sem einnig á við fötlun að stríða hefur að mestu hugsað ein um bróður sinn eftir andlát móður þeirra. Guðný er hetja lífsins og við gæt- um margt af þeim systkinum lært. Nú hefur verið stokkað upp hjá góðum vin og hann tekur til við nýtt spil þar sem rétt er gefið. Við vottum Guðnýju og fjölskyldu þeirra samúð. Ásmundur Friðriksson, Sigríður Magnúsdóttir. Það má með sanni segja að skammt sé stórra högga á milli, en hún Sigga okkar Jóns lést hinn 10. október sl. og stórt skarð hefur því verið hoggið í hópinn okkar með brotthvarfi þeirra Siggu og Árna Jakobs. Ég hef verið svo lánsöm að hafa fengið að taka virkan þátt í lífi Árna og Guðnýjar síðan árið 2007 eða frá því ég tók við sem deild- arstjóri frekari liðveislu. Þú varst, Árni Jakob minn, alltaf svo ein- lægur og yndislegur, mikill gleði- gjafi og húmoristi og enginn eins forvitinn og þú, yfirleitt þurftum við tvö að eyða drjúgum tíma í að fara í gegnum það hvernig öll börnin mín hefðu það og eigin- maðurinn, og svo þurfti að ræða um Liverpool og misjafnt gengi þeirra. Meira að segja þegar ég heimsótti þig skömmu fyrir andlát þitt þá varstu samt alveg með á nótunum varðandi leikina og gengið hjá Liverpool. Þú tjáðir mér fyrir rúmu ári að þú ættir þér þann draum að fara út á Liverpool-leik á Anfield. Við ræddum þá hugmynd hvort hóp- urinn okkar gæti farið saman út, en þar sem ég var á leiðinni í fæð- ingarorlof lofaði ég þér að við skyldum ganga í málið þegar ég kæmi til starfa aftur. Hvern hefði grunað að ári síðar myndi ég sitja og skrifa minningargrein um þig, kæri vinur. Þið Guðný voruð svo sannar- lega heppin að eiga hvort annað að, þið voruð mjög náin og ein- staklega góð hvort við annað. Missir hennar er mikill, en nú er það okkar sem stöndum í kringum hana að hlúa vel að henni. Fyrir hönd okkar allra í frekari liðveislu sendi ég Guðnýju og öll- um ástvinum Árna Jakobs innileg- ustu samúðarkveðjur. Minningin um góðan dreng mun lifa í hjarta okkar allra. Það er vel við hæfi að kveðja þig með þessum orðum, elsku púllar- inn minn: „You’ll never walk alone.“ Heiða Björg Gústafsdóttir. Árni Jakob Óskarsson ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HREFNA DANÍELSDÓTTIR, Lerkigrund 3, Akranesi, lést mánudaginn 29. október. Útförin fer fram frá Akraneskirkju mánudaginn 5. nóvember kl. 14.00. Þórður Elíasson, Hrönn Ríkharðsdóttir, Sigrún Elíasdóttir, Jón Atli Sigurðsson, Frímann Smári Elíasson, Hrafn Elvar Elíasson, Ágústa H. Friðriksdóttir, Daníel Rúnar Elíasson, Halla Ingólfsdóttir, Elías Rúnar Elíasson, Kolbrún J. Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, KRISTÍN SIGHVATSDÓTTIR LYNCH, 4741 N Wycliffe Dr, Prescott Valley, AZ 86314, lést á heimili sínu föstudaginn 26. október. Úförin fer fram í Prescott Valley laugardaginn 10. nóvember. Charles Lynch, Michael T. Lynch, John D. Lynch, Darleen Lynch, Steven J. Lynch, Sheryl Lynch, Cynthia, Scott og Sidney. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, ANNA HELGADÓTTIR kennari, Bogasíðu 6, Akureyri, varð bráðkvödd sunnudaginn 28. október. Útförin verður gerð frá Akureyrarkirkju föstudaginn 9. nóvember kl. 13:30. Helga Barðadóttir, Gunnar Örn Ingólfsson, Hákon og Kári, Þórný Barðadóttir, Aðalheiður Anna og Barði Þór, Þórhallur Barðason, Brynhildur Þorbjörg. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN KRISTJÁNSDÓTTIR frá Fellshlíð, lést laugardaginn 27. október. Útför fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 6. nóvember kl. 13.30. Jón Kristjánsson, Kristján Jónsson, Jón Gunnar Jónsson, Ingigerður Guðmundsdóttir, Soffía Jónsdóttir, Halldór Brynjarsson, Rósa Guðrún Daníelsdóttir, Guðmundur B. Þórðarson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar ástkæri ÓLAFUR GUNNAR JÓNSSON lést í Mt. Dora, Flórída, föstudaginn 5. október. Bálför hans hefur farið fram. Þökkum auðsýnda samúð. Gerður Jóhannesdóttir Thorberg, Systa og fjölskylda. ✝ Elskulegur faðir minn, tengdafaðir og afi, GUNNAR PÉTUR SIGURÐSSON vélstjóri, lést á heimili sínu Norðurbrún 1 í Reykjavík fimmtudaginn 25. október. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 7. nóvember kl. 13.00. Herdís Gunnarsdóttir, Guðmundur Örn Guðjónsson, Matthías Guðmundsson, Davíð Guðmundsson, Markús Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.