Morgunblaðið - 01.11.2012, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 01.11.2012, Blaðsíða 38
38 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2012 Ég verð upptekinn allan daginn í vinnu og ætla ekkert að haldaupp á þetta á sjálfana afmælisdaginn. Ég býð fjölskyldu minniog vinum í kaffi á sunnudaginn,“ segir Sigurþór Albert Heim- isson, þjónustustjóri tölvu- og vefþjónustu Listaháskóla Íslands og leikari með meiru, sem fagnar fimmtugsafmæli sínu í dag. Þjónusta við tölvukerfið í Listaháskólanum er hans meginstarf en einnig kenn- ir hann framsögn og ræðumennsku í Háskólanum í Reykjavík. Byrj- aði hann þeirri kennslu í Tækniháskólanum fyrir 15 árum, en skólinn rann sem kunnugt er inn í HR árið 2005. Sigurþór er með fleiri járn í eldinum. Hann kennir útlendingum ís- lensku hjá Alþjóðasetrinu og er leiðsögumaður á sumrin. Hann er lærður leikari en sté af leiksviðinu tímabundið fyrir nokkrum árum, þegar honum bauðst starfið hjá Listaháskólanum. „Þetta er eins og með skátana, eitt sinn leikari, ávallt leikari. Ég bregð mér alltaf í leik- listina annað slagið,“ segir Sigurþór en hann hefur m.a. verið kynnir og sögumaður á barna- og fjölskyldutónleikum Töfrahurðarinnar í tónlistarsafninu í Kópavogi. Kemur þar fram sem DJ Sóri og kynnir klassíska tónlist fyrir ungu kynslóðinni. Töfrahurðin verður einmitt með sýningu í Salnum í Kópavogi 2. desember í tilefni útgáfu hljóð- bókarinnar Englajól. Sigurþór lætur ekki þar við sitja og syngur í kirkjukór Neskirkju, sem er að æfa Messías eftir Handel fyrir tón- leika 9. desember nk. Um er að ræða tónleika þar sem gestir mega taka hressilega undir með kórnum. „Ég er þannig að eðlisfari að geta aldrei sagt nei þegar ég er beðinn um eitthvað og hef því meira en nóg að gera, sem er bara gaman.“ bjb@mbl.is Sigurþór Albert Heimisson 50 ára Morgunblaðið/G.Rúnar Ægisíðan Sigurþór Albert Heimisson ásamt eiginkonu sinni, Ólöfu Kristínu Sigurðardóttur, við heimili þeirra á Ægisíðunni. Eitt sinn leikari, ávallt leikari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Svava Jóns- dóttir verður áttræð á morg- un, 2. nóvember. Í tilefni afmæl- isins tekur Svava á móti gestum laugar- daginn 3. nóv- ember frá kl. 15 til 18, í framsóknarhúsinu í Grindavík, Víkurbraut 27. 80 ára Árnað heilla Brúðhjón Þau hafa valið hvort annað, hún og hann, og ját- ast hvort öðru í Ve- stre Fríkirkju í Osló, laugardaginn 3. nóv- ember kl. 15. Hún: Ingunn Stav Joh- anssen, Kristians- and, Noregi. Hann: Smári Johnsen, Hafnarfirði. Brúðkaup J ón fæddist að Ölvalds- stöðum í Borgarhreppi, ólst þar upp og á Beig- alda skamma hríð, en lengst af í Borgarnesi. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Reykvíkinga 1941, stundaði leiklistarnám hjá Lárusi Pálssyni 1944-45, fór til Bandaríkjanna og stundaði leik- listarnám við The American Aca- demy of Dramatic Arts í New York City og lauk þaðan prófum vorið 1948, stundaði söngnám í New York með leiklistarnáminu, stundaði söngnám í Mílanó og í Róm á Ítalíu 1951-64 og stundaði söngnám hjá Sigurði Demetz árum saman. Jón hóf leiklistarferil sinn sem Jón Sigurbjörnsson, leikari og söngvari – 90 ára Með dætrunum Leikarinn og söngvarinn með dætrum sínum, Láru og Kristínu. Leikarinn góði með hlýju, djúpu röddina Morgunblaðið/Árni Sæberg Clark Gable tíminn Jón skoðar „stjörnumynd“ af sér frá 1947 á margmiðl- unarsýningu LR um Jón í forsal Borgarleikhússins, árið 2009. Inga Jóna Þórðardóttir, stjórnarformaður Leikfélagsins, fylgist sposk með. Reykjavík Helena Ísold fæddist 9. maí kl. 9.09. Hún vó 3.995 g og var 52 cm löng. Foreldrar hennar eru Svandís Björk Ólafsdóttir og Haukur Björns- son. Nýr borgari mbl.is/islendingar islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón LAGERSALA 2. HÆÐ FJARÐAR Föstudaginn 2. Nóv. Og laugardaginn 3. Nóv. fjordur@fjordur.is www.fjordur.is Opið: Mán. - fös. 10:00-18:00 Lau. 11:00-16:00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.