Morgunblaðið - 01.11.2012, Side 39
Hóras í Hamlet hjá Leikfélagi
Reykjavikur vorið 1949. Hann lék
þar síðan næstu árin og í Þjóðleik-
húsinu, var fastráðinn leikari við
Þjóðleikhúsið 1960-67 að undan-
skildum árunum 1964 og 1965 er
hann var ráðinn til Óperunnar í
Stokkhólmi. Hann var síðan fast-
ráðinn leikari við Leikfélag
Reykjavikur 1967-92. Þá lék hann
með leikhópnum Sex í bíl, sem
fóru um landið um miðja síðustu
öld.
Jón lék um 120 hlutverk á sviði,
þar af í fjölda ópera og söngleikja.
Þá lék hann í útvarpsleikritum,
sjónvarpsleikritum og m.a. í
eftirtöldum kvikmyndum: Land og
synir, 1980; Útlaginn, 1981; Gull-
sandur, 1984; Magnús, 1989; Bíó-
dagar, 1994, og Myrkrahöfðinginn,
1999, auk stuttmyndarinnar
Síðasti bærinn.
Jón leikstýrði 18 leikverkum hjá
Leikfélagi Reykjavíkur og auk
þess óperunni Carmen við Þjóð-
leikhúsið.
Með hestunum á Helgastöðum
Jón flutti austur að Helgastöð-
um í Biskupstungum 1992 og hef-
ur átt þar heima sl. tuttugu ár:
„Jú, jú. Ég er hér enn með
nokkur hross og sé um þau og
sjálfan mig með hjálp dætranna
og góðra nágranna. En maður er
farinn að eldast, er kominn með
staf og á orðið erfiðara með allar
hreyfingar. Ég finn það. En ég
hef fulla fótavist, malla ennþá ofan
í mig þó það sé nú ekki merkileg
eldamennska. Ég fer allra minna
ferða og ek um allt á gamla
Cherokee jeppanum.“
Ætlarðu ekki að fara að koma í
bæinn og byrja aftur að leika?
„Nei, væni minn. Ég er löngu
búinn að setja þann punkt. Ég er
hræddur um að gamall karl með
staf passi ekki í mörg hlutverk.“
Jón var formaður Leikfélags
Reykjavíkur 1956-59, formaður
Félags íslenskra leikara 1961-63,
er heiðursfélagi Leikfélags
Reykjavíkur og var sæmdur heið-
ursverðlaunum Grímunnar 2005.
Hann var einn af sex listamönnum
í framvarðarsveit Leikfélags
Reykjavíkur sem var heiðraður,
árið 2009, með opnun margmiðl-
unarþáttar um hann í forsal Borg-
arleikhússins. Ævisaga Jóns, Sú
dimma rausn, skráð af Jóni Hjart-
arsyni leikara kom út 2001.
Fjölskylda
Jón kvæntist 15.12. 1956 Þóru
Friðriksdóttur, f. 26.4. 1933, leik-
konu. Hún er dóttir Friðriks
Ólafssonar, skólastjóra Sjómanna-
skólans í Reykjavík, og k.h., Láru
Sigurðardóttur húsmóður. Jón og
Þóra skildu.
Dætur Jóns og Þóru eru Lára
Jónsdóttir, f. 11.7. 1957, for-
stöðumaður Hannesarholts við
Grundarstíg, búsett í Reykjavík
og á hún tvö börn, Iðunni Jóns-
dóttur, f. 1987, og Tryggva Jóns-
son, f. 1990; Kristín, f. 4.6. 1965,
leikskólakennari á Selfossi.
Bróðir Jóns var Halldór, f.
17.12. 1920, d. 7.12. 1979, versl-
unarstjóri hjá Kaupfélagi Borg-
firðinga í Borgarnesi.
Foreldrar Jóns voru Sigurbjörn
Halldórsson, f. 19.10. 1873, d. 2.3.
1948, verkamaður í Borgarnesi, og
Ingunn Kr. Einarsdóttir, f. 28.6.
1896, d. 19.9. 1986, húsmóðir og
verkakona.
Úr frændgarði Jóns Sigurbjörnssonar
Jón
Sigurbjörnsson
Jónatan Jakobsson
b . í Svalhöfða, fór til Ameríku
Margrét Skúladóttir
frá Tannstaðabakka
Einar Jónatansson
verkam. í Rvík
Katrín Böðvarsdóttir
frá Hrútatungu
Ingunn Einarsdóttir
húsfr. og verkak. í Borgarnesi
Böðvar Guðmundsson
b. á Skarði í Haukadal
Elín Kristín Tómasdóttir
húsfr. á Skarði
Kristján Halldórsson
smiður á Stangarbakka
Sigurlaug Jónsdóttir
húsfr. á Stangarbakka
Halldór Kristjánsson
b. á Ingjaldsstöðum í Kelduhverfi
Kristín Sigurveig Árnadóttir
húsfr. á Ingjaldsstöðum
Sigurbjörn Halldórsson
verkam. í Borgarnesi
Árni Árnason
b. á Gunnarsstöðum í Þistilfirði
Jóhannes Árnason
smiður á Ytra-Álandi
Arnbjörg
Jóhannesdóttir
húsfr. á
Gunnarsstöðum
Jóhannes
Árnason
b. á Gunnars-
stöðum
Sigríður
Jóhannesdóttir
húsfr. á Gunnars-
stöðum,móðir
Steingríms J. Sig-
fússonar ráðherra
Morgunblaðið/Sverrir
Afmælisbarnið Er Jón tók við heið-
ursverðlaunum Grímunnar 2005,
hélt hann eftirminnilega ræðu um
málvöndun.
ÍSLENDINGAR 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2012
Sigurður Einarsson, útgerð-armaður og forstjóri Ísfélags-ins í Vestmannaeyjum, fædd-
ist í Reykjavík 1.11. 1950, sonur hins
kunna útgerðarmanns, Einars Sig-
urðssonar, og k.h., Svövu Ágústs-
dóttur húsfreyju. Einar var sonur
Sigurðar, formanns á Heiði í Vest-
mannaeyjum, í beinan karlegg frá
Sigurði, pr. á Ólafsvöllum, bróður
Sæmundar, föður Tómasar Fjöln-
ismanns.
Svava var dóttir Ágústs, verka-
manns í Reykjavík Guðmundssonar,
fulltrúa bæjarfógeta og kaupmanns í
Reykjavík Guðmundssonar.
Eftirlifandi kona Sigurðar er Guð-
björg Matthíasdóttir kennari og
eignuðust þau fjóra syni, Einar, Sig-
urð, Magnús og Kristin.
Sigurður lauk stúdentsprófi frá
MR 1970, embættisprófi í lögfræði
frá HÍ 1974 og öðlaðist hdl.-réttindi
1983. Hann var framkvæmdastjóri
Hraðfrystistöðvar Vestmannaeyja
hf. 1974-92 og forstjóri Ísfélags
Vestmannaeyja eftir sameiningu
Hraðfrystistöðvarinnar og Ísfélags-
ins, frá ársbyrjun 1992 og til dauða-
dags.
Sigurður gegndi fjölda trún-
aðarstarfa fyrir Sjálfstæðisflokkinn,
var í forsvari fyrir sjávarútvegs-
nefnd hans, var bæjarfulltrúi í Vest-
mannaeyjum frá 1986 og til dauða-
dags, formaður bæjarráðs um skeið,
og var oddviti lista sjálfstæð-
ismanna.
Sigurður sat lengi í stjórn SÍF,
SH, Coldwater Seafood í Bandaríkj-
unum, Icelandic Freezing Plants
Ltd. í Bretlandi og LÍÚ, í stjórn Fé-
lags íslenskra fiskimjölsframleið-
enda, í stjórn Fiskmarkaðs Vest-
mannaeyja, Vinnuveitendasambands
Vestmannaeyja og formaður þess
um skeið, sat í stjórn Útvegsbænda-
félags Vestmannaeyja,var stjórn-
arformaður Tryggingamiðstöðv-
arinnar, sat í stjórn Skeljungs og
fleiri fyrirtækja í Vestmannaeyjum
og Reykjavík.
Sigurður var vinfastur, yfirlætis-
laus og farsæll stjórnandi, bjó yfir
mikilli þekkingu á íslenskum sjávar-
útvegi og bar mjög hag Vest-
mannaeyja fyrir brjósti.
Hann lést langt um aldur fram,
4.10. árið 2000.
Merkir Íslendingar
Sigurður
Einarsson
95 ára
Lára Gunnarsdóttir
90 ára
Guðmundur Guðmundsson
85 ára
Borghildur Einarsdóttir
Sigurður B. Markússon
80 ára
Anna Guðrún Jónsdóttir
Anna Hlíf Finnsdóttir
Jóhanna Jóhannsdóttir
Magnús Jakobsson
Yngvi Ragnar Loftsson
75 ára
Guðdís Sæunn
Guðmundsdóttir
Guðmundur B. Kjartansson
Guðný Helga Árnadóttir
Ólafur Þórðarson
70 ára
Anna Norris
Jón Jóhannsson
Kristín Guðmundsdóttir
Unnur Halldórsdóttir
60 ára
Dagný Gloria Sigurðsson
Guðný S. Þorleifsdóttir
Gunnhildur Björg
Emilsdóttir
Hansína Sigurgeirsdóttir
Sigurbjörn Ásgeirsson
50 ára
Bríet Pétursdóttir
Geir Magnús Zoëga
Gunnar Þór Schiöth
Elfarsson
Helga Guðlaug
Einarsdóttir
Hjalti Jóhannesson
Ingi Thor Jónsson
Jevgenija Klocko
Jón Kristinn
Valdimarsson
Jökull Helgason
Maria Janikula
Sigurþór Heimisson
Stefán Magnús Skúlason
40 ára
Bryndís Lúðvíksdóttir
Guðbjörg Gabríelsdóttir
Guðmundur Haukur
Þórsson
Ólafur Þór Jóelsson
Rebekka Ómarsdóttir
Sævar Jósep Gunnarsson
Valdemar Þór
Viðarsson
Vilhjálmur Goði
Friðriksson
Víðir Már Hermannsson
Þórir Brjánn Ingvarsson
30 ára
Ágúst Aron
Gunnarsson
Ásthildur
Valgerðardóttir
Berglind Smárad.
Thorarensen
Eiður Örn Gylfason
Engilráð Ósk Einarsdóttir
Guðfinnur Þórir Ómarsson
Helga María Heiðarsdóttir
Til hamingju með daginn
30 ára Jón ólst upp í Nes-
kaupstað, lauk MS-prófi í
jarðeðlisfræði við HÍ og
starfar við jarðhitarann-
sóknir hjá Mannviti.
Maki: Yizreel Manuel Ur-
quijo Torres, f. 1983,
starfsm.frístundaheimilis.
Foreldrar: Jón Ingi Krist-
jánsson, f. 1953, starfs-
maður hjá B&L í Reykja-
vík, og Kristín Árnadóttir,
f. 1959, verslunarmaður
hjá Samkaupum á Egils-
stöðum.
Jón Einar
Jónsson
30 ára Guðbjörn ólst upp
í Keflavík, lauk sveinsprófi
í rafvirkjun frá FS og er
rafvirki hjá Rafmúla.
Maki: Þórdís Þórisdóttir,
f. 1985, sjúkraliði og
starfsmaður á leikskóla.
Synir: Svavar Þór, f.
2008; Óðinn Elí, f. 2011.
Foreldrar: Guðrún Guð-
mundsdóttir, f, 1956, og
Gunnar Gunnlaugsson, f.
1954. Fósturfaðir: Guðjón
Svavar Jensen, f. 1961.
Guðbjörn
Gunnarsson
30 ára Valur ólst upp í
Vesturbænum, lauk prófi
sem rafeindavirki frá Iðn-
skólanum í Reykjavík og
er nú rafeindavirki hjá
Securitas.
Systkini: Elías Freyr, f.
1979; Eva María, f. 1987,
og Elvar Jón, f. 1989.
Foreldrar: Guðmundur
Jón Elíasson, f. 1954,
læknir í Reykjavík, og Sig-
ríður Valsdóttir, f. 1955,
þjónustufulltrúi í Arion
banka.
Valur Árni
Guðmundsson
Draghálsi 14 - 16
110 Reykjavík
Sími 4 12 12 00
www.isleifur.is
Hægt er að senda
mynd og texta af
nýjum borgara eða
brúðhjónum af slóðinni
mbl.is/islendingar
eða á netfangið
islendingar@mbl.is
Börn og
brúðhjón