Morgunblaðið - 01.11.2012, Qupperneq 43
MENNING 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2012
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Indíana er manneskja sem ætlast
til alls af öðrum, en gefur ekkert í
staðinn. Hún er í raun skemmda epl-
ið í körfunni,“ segir Sigrún Edda
Björnsdóttir, en hún fer með hlut-
verk Indíönu Jónsdóttur í leikritinu
Gullregni eftir Ragnar Bragason í
leikstjórn höfundar sem frumsýnt
verður á nýja sviði Borgarleikhúss-
ins í kvöld kl. 20.
„Indíana er svokallaður kerfis-
fræðingur því hún lifir á bótum þó
að það sé ekkert að henni. Hún býr í
blokk í Fellahverfinu þar sem hún er
umkring fólki af erlendum uppruna
sem hún fyrirlítur. Hún er ekki mjög
sjarmerandi persóna og er kannski
mesta gribba leikbókmenntanna ef
frá er talin Soffía frænka í Kardi-
mommubænum. Ég skil ekkert af
hverju ég var beðin að leika hana,“
segir Sigrún Edda kímin.
Óttinn knýr manneskjurnar
til vafasamra verka
En krefst það ekki mikils af þér
sem leikara að finna til samkenndar
með slíkri persónu til þess að geta
miðlað henni með árangursríkum
hætti til áhorfenda?
„Jú, svo sannarlega. Mín glíma
felst í því að skilja og finna forsend-
urnar fyrir því af hverju hún er eins
og hún er. Ég vona að við svörum
þeirri spurningu í leikritinu. Við get-
um þá kannski reynt að koma í veg
fyrir að manneskjur verði eins og
hún er með því að taka ábyrgð á
okkur sjálfum og börnunum okkar.
Ég held að hver einasta manneskja
eigi í sér góðan þráð, einhvern fal-
legan kjarna. Stundum getur bara
verið djúpt á honum af því að óttinn
býr til þykkan skráp og knýr fólk til
vafasamra verka.
Ég hef heyrt að vinnuferlið við
uppsetninguna hafi verið fremur
óvenjulegt. Getur þú lýst því fyrir
mér?
„Ég hitti Ragnar fyrst í janúar á
þessu ári þar sem hann sagði mér
undan og ofan af hugmynd sinni að
leikritinu. Hann sagði mér hver litur
minnar persónu væri í sögu hans. Í
framhaldinu hittumst við fjórum
sinnum þar sem hann lagði fyrir mig
ákveðnar spurningar sem kröfðust
mikillar rannsóknarvinnu af minni
hálfu. Hann hitti aðra leikara verks-
ins einslega með sama hætti. Í maí
hittumst við loks allir leikararnir og
byrjuðum þá að vinna spunavinnu út
frá lykilsetningum frá Ragnari.
Hann tók þetta allt saman upp á
kameru og var með 90 klst. spuna-
efni til að skrifa leikritið út frá í
sumar. Í raun má segja að Ragnar
vinni eftir sömu aðferðum og Mike
Leigh þegar hann gerir kvikmyndir
sínar, nema Ragnar færir þessar að-
ferðir inn í leikhúsið. Þetta er fyrsta
skipti, svo ég viti til, sem svona hef-
ur verið unnið í leikhúsi. Þetta er
mjög gefandi vinnuferli, bæði krefj-
andi og skemmtilegt, enda al-
gjörlega ný aðferð fyrir mér,“ segir
Sigrún Edda og tekur fram að hún
voni að fleiri sýningar verði unnar
með þessum hætti í íslensku leik-
húsi.
Kjarni þess að vera Íslendingur
Í lýsingu á verkinu kemur fram að
líf Indíönu taki umskiptum þegar
embættismaður tilkynnir henni að
uppræta skuli allar gróðurtegundir
sem ekki voru til staðar á Íslandi
fyrir árið 1900, en það þýðir að fjar-
lægja þarf úr garði blokkarinnar
gullregn sem Indíana hefur ræktað
og hlúð að.
„Við erum í verkinu að skoða hver
sé kjarninn í því að vera Íslendingur
og hvort það sé eftirsóknarvert. Er-
um við ekki bara öll blóm hvert með
sínum lit sem skreytum engið? Ind-
íana berst fyrir erlendu tré en er á
sama tíma á móti öllum innflytjend-
unum sem búa í blokkinni hennar,
enda er ekki hægt að lýsa henni
öðruvísi en sem rasista, fasista og
nasista. Við erum þannig að velta
upp ýmsum spurningum um íslenskt
samfélag. Vissulega er þetta frekar
alvarlegt umræðuefni, en við höfum
valið að lýsa sýningunni sem kóm-
ískum harmleik. Því þó að höfundur
gangi nærri persónum sínum þykir
honum í raun mjög vænt um fólk.“
Auk Sigrúnar Eddu leika í sýning-
unni þau Brynhildur Guðjónsdóttir,
Halldór Gylfason, Halldóra Geir-
harðsdóttir og Hallgrímur Ólafsson.
Tónlist verksins semur Mugison, en
þetta mun vera frumraun hans í ís-
lensku leikhúsi.
„Skemmda eplið í körfunni“
Leikritið Gullregn eftir Ragnar Bragason í leikstjórn höf-
undar frumsýnt á nýja sviði Borgarleikhússins í kvöld kl. 20
Mæðgin Sigrún Edda Björnsdóttir og Hallgrímur Ólafsson í hlutverkum
sínum sem mæðgin. Út um gluggann sést glitta í hið örlagaríka gullregn.
Ljósmynd/Grímur Bjarnason
Bastarðar - fjölskyldusaga (Stóra sviðið)
Fim 1/11 kl. 20:00 5.k Þri 6/11 kl. 20:00 9.k Lau 10/11 kl. 20:00
Fös 2/11 kl. 20:00 6.k Mið 7/11 kl. 20:00 10.k Sun 11/11 kl. 20:00
Lau 3/11 kl. 20:00 7.k Fim 8/11 kl. 20:00 11.k
Sun 4/11 kl. 20:00 8.k Fös 9/11 kl. 20:00
Ný stórsýning frá Vesturporti, loks á Íslandi. Aðeins sýnd í 3 vikur!
Á sama tíma að ári (Stóra sviðið og Hof)
Fim 1/11 kl. 20:00 í Hofi Lau 17/11 kl. 19:00 9.k Lau 24/11 kl. 19:00 10.k
Fös 2/11 kl. 20:00 í Hofi Lau 17/11 kl. 22:00 aukas Fös 30/11 kl. 20:00 aukas
Lau 10/11 kl. 19:00 í Hofi Fim 22/11 kl. 20:00 aukas Lau 1/12 kl. 19:00 11.k
Lau 10/11 kl. 22:00 í Hofi Fös 23/11 kl. 20:00 aukas Sun 2/12 kl. 20:00 aukas
Hjartnæmur og bráðfyndinn gamanleikur. Sýnt í Hofi 1, 2 og 10 nóvember
Gulleyjan (Stóra sviðið)
Sun 18/11 kl. 14:00 15.k Sun 25/11 kl. 14:00 17.k Sun 9/12 kl. 14:00
Lau 24/11 kl. 14:00 16.k Sun 2/12 kl. 14:00 Sun 16/12 kl. 14:00
Ævintýralegasta fjársjóðsleit allra tíma
Rautt (Litla sviðið)
Sun 18/11 kl. 20:00 22.k Fim 22/11 kl. 20:00 Mið 28/11 kl. 20:00
Þri 20/11 kl. 20:00 Sun 25/11 kl. 20:00 Lau 1/12 kl. 20:00
Mið 21/11 kl. 20:00 Þri 27/11 kl. 20:00 Sun 2/12 kl. 20:00
Margverðlaunað meistaraverk. Aukasýningar í nóvember og desember
Gullregn (Nýja sviðið)
Fim 1/11 kl. 20:00 frums Fim 15/11 kl. 20:00 8.k Lau 1/12 kl. 20:00 aukas
Fös 2/11 kl. 20:00 2.k Fös 16/11 kl. 20:00 aukas Fös 7/12 kl. 20:00 15.k
Lau 3/11 kl. 20:00 3.k Lau 17/11 kl. 20:00 9.k Lau 8/12 kl. 20:00 16.k
Sun 4/11 kl. 20:00 4.k Sun 18/11 kl. 20:00 10.k Fös 14/12 kl. 20:00 17.k
Fim 8/11 kl. 20:00 aukas Lau 24/11 kl. 20:00 11.k Lau 15/12 kl. 20:00 aukas
Fös 9/11 kl. 20:00 5.k Sun 25/11 kl. 20:00 12.k Sun 16/12 kl. 20:00 aukas
Lau 10/11 kl. 20:00 6.k Fim 29/11 kl. 20:00 13.k
Sun 11/11 kl. 20:00 7.k Fös 30/11 kl. 20:00 14.k
Mannlegt verk um íslenskt fólk og útlenskt tré
Saga Þjóðar (Litla sviðið)
Fim 1/11 kl. 20:00 aukas Lau 10/11 kl. 20:00 6.k Lau 24/11 kl. 20:00 11.k
Fös 2/11 kl. 20:00 3.k Sun 11/11 kl. 20:00 7.k Fim 29/11 kl. 20:00 12.k
Lau 3/11 kl. 20:00 4.k Fim 15/11 kl. 20:00 aukas Fös 30/11 kl. 20:00 13.k
Sun 4/11 kl. 20:00 aukas Fös 16/11 kl. 20:00 8.k Fös 7/12 kl. 20:00 14.k
Fim 8/11 kl. 20:00 aukas Lau 17/11 kl. 20:00 9.k Lau 8/12 kl. 20:00 15.k
Fös 9/11 kl. 20:00 5.k Fös 23/11 kl. 20:00 10.k
Íslandssagan á hundavaði í tónsjónleik með Hundi í óskilum.
Íslenski Dansflokkurinn: Októberuppfærsla (Stóra sviðinu)
Sun 18/11 kl. 20:00 Sun 25/11 kl. 20:00
It is not a metaphor, Cameron Colbert og Hel haldi sínu, Jérôme Delbey
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
Gullregn – frumsýnt í kvöld kl 20
Hverfisgötu 19 551 1200 leikhusid.is midasala@leikhusid.is
Dýrin í Hálsaskógi (Stóra sviðið)
Sun 4/11 kl. 14:00 17.sýn Sun 18/11 kl. 17:00 22.sýn Lau 29/12 kl. 14:00
Sun 4/11 kl. 17:00 18.sýn Sun 25/11 kl. 14:00 Lau 29/12 kl. 17:00
Lau 10/11 kl. 13:00 Aukas. Sun 25/11 kl. 17:00 Sun 30/12 kl. 14:00
Sun 11/11 kl. 14:00 19.sýn Sun 2/12 kl. 14:00 Sun 30/12 kl. 17:00
Sun 11/11 kl. 17:00 20.sýn Sun 2/12 kl. 17:00 Sun 6/1 kl. 13:00
Lau 17/11 kl. 13:00 Aukas. Sun 9/12 kl. 14:00 Sun 6/1 kl. 16:00
Sun 18/11 kl. 14:00 21.sýn Sun 9/12 kl. 17:00 Sun 13/1 kl. 13:00
Sýningar í desember komnar í sölu. Tryggið ykkur sæti því miðarnir fljúga út!
Tveggja þjónn (Stóra sviðið)
Fim 1/11 kl. 19:30 6.sýn Lau 10/11 kl. 19:30 11.sýn Fös 23/11 kl. 19:30 16.sýn
Fös 2/11 kl. 19:30 7.sýn Fim 15/11 kl. 19:30 12.sýn Lau 24/11 kl. 19:30 17.sýn
Lau 3/11 kl. 19:30 8.sýn Fös 16/11 kl. 19:30 13.sýn Fim 29/11 kl. 19:30 18.sýn
Fim 8/11 kl. 19:30 9.sýn Lau 17/11 kl. 19:30 14.sýn Fös 30/11 kl. 19:30 19.sýn
Fös 9/11 kl. 19:30 10.sýn Fim 22/11 kl. 19:30 15.sýn Lau 1/12 kl. 19:30 20.sýn
Óborganlega skemmtilegur nýr gamanleikur!
Jónsmessunótt (Kassinn)
Fim 1/11 kl. 19:30 Aukas. Fös 9/11 kl. 19:30 13.sýn Lau 17/11 kl. 19:30 16.sýn
Fös 2/11 kl. 19:30 10.sýn Lau 10/11 kl. 19:30 14.sýn Fim 22/11 kl. 19:30 17.sýn
Lau 3/11 kl. 19:30 11.sýn Fim 15/11 kl. 19:30 Aukas. Fös 23/11 kl. 19:30 18.sýn
Sun 4/11 kl. 19:30 12.sýn Fös 16/11 kl. 19:30 15.sýn Lau 24/11 kl. 19:30 19.sýn
Meinfyndið nýtt íslenskt verk, svört kómedía beint úr íslenskum samtíma.
Með fulla vasa af grjóti (Stóra sviðið )
Fim 31/1 kl. 20:30 19.sýn Fös 8/2 kl. 20:30 21.sýn
Sun 3/2 kl. 20:30 20.sýn Sun 10/2 kl. 20:30
Síðasta sýning 25.10 - Nýtt sýingatímabil hefst eftir áramót!
Með fulla vasa af grjóti (Samkomuhúsið Akureyri)
Lau 26/1 kl. 20:00 Ak. Sun 27/1 kl. 14:00 Ak.
Sýningar á Akureyri
Ástin (Þjóðleikhúskjallarinn)
Fös 2/11 kl. 22:00 Frums. Sun 4/11 kl. 20:00 Lau 10/11 kl. 22:00
Lau 3/11 kl. 22:00 Mið 7/11 kl. 20:00 Sun 11/11 kl. 20:00
Ólafía Hrönn á trúnó í Þjóðleikhúskjallaranum
Gamli maðurinn og hafið (Kúlan)
Mið 7/11 kl. 19:30 Fim 8/11 kl. 19:30 Sun 11/11 kl. 19:30
Miðasala hafin. Aðeins þessar fjórar sýningar í nóvember.
Leitin að jólunum (Þjóðleikhúsið)
Lau 24/11 kl. 11:00 Sun 25/11 kl. 12:30 Sun 2/12 kl. 11:00
Lau 24/11 kl. 13:00 Lau 1/12 kl. 11:00 Sun 2/12 kl. 12:30
Lau 24/11 kl. 14:30 Lau 1/12 kl. 13:00 Lau 8/12 kl. 11:00
Sun 25/11 kl. 11:00 Lau 1/12 kl. 14:30 Lau 8/12 kl. 13:00
Miðasala hafin á vinsæla aðventuleikrit Þjóðleikhússins - og miðarnir rjúka út!
Nýjustu fréttir (Kúlan )
Fim 1/11 kl. 18:00 Fös 2/11 kl. 17:00
Allra síðasta sýning 2.nóvember.
Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/