Morgunblaðið - 13.11.2012, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 13.11.2012, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2012 Nánari upplýsingar á www.xd.is. Sjálfstæðisflokkurinn Miðvikudagur 14. nóvember í Valhöll Allt sjálfstæðisfólk er hvatt til þess að taka þátt í opnu fundunum og hafa þannig áhrif á stefnu flokksins! Opnir fundir málefnanefnda • Efnahags- og viðskiptanefnd • Umhverfis- og samgöngunefnd • Allsherjar- og menntamálanefnd • Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Fundirnir hefjast kl. 17:00 og þeim lýkur kl. 19:00 með beinni útsendingu á xd.is þar sem formenn nefnda fara yfir helstu niðurstöður dagsins. VIÐTAL Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Þessi skringilegi og skemmtilegi maður hef- ur lengi haldið forvitni minni vakandi. Mig hefur alltaf langað til þess að hann fengi svo- litla uppreisn æru, að í ljós kæmi að hann var ekki bara sérvitringur. Ég vona að það gerist í þessari bók,“ segir Bragi Þórð- arson rithöfundur og fyrr- verandi bókaútgefandi á Akranesi. Út er komin hjá Emma.is rafbók Braga um Odd Sveinsson, einn eft- irminnilegasta fréttaritara Morgunblaðsins. Bragi segir að saga Odds hafi stöðugt leitað á huga hans í rúm þrjátíu ár, frá því hann birti þátt um hann í Borgfirskri blöndu 1980. Hann hélt áfram að safna fréttum Odds úr Morg- unblaðinu og öðru efni og gerði honum næst skil í útvarpsþætti í Ríkisútvarpinu 1995 og í þætti í bókinni „Æðrulaus mættu þau örlögum sínum“ sem út kom árið eftir. Um það leyti sem seinni bókin var að fara í prentun færði fósturdóttir Odds Braga stóran plastpoka sem hún hafði varðveitt frá því Odd- ur lést. Í pokanum reyndist vera ýmislegt sem hann hafði átt í fórum sínum, handskrifaðar smásögur, leikrit, ljóð og minningar sem vörp- uðu ljósi á ýmislegt í einkennilegri háttsemi hans. Þetta efni hefur Bragi nýtt sér við ritun heildstæðrar ævisögu sem hann hefur gripið í með öðrum störfum nánast á hverju ári síð- ustu þrjátíu árin. Bragi segist ekki hafa hugsað sér að gefa sögu Odds út á prenti vegna þeirra þátta sem hann hefur áður birt í bókum sínum en sam- þykkt að gefa hana út sem rafbók þegar eftir því var falast. Segir að vissu fargi sé af sér létt. „Nú er Oddur farinn, hann er ekki lengur í huga mínum,“ segir Bragi. Sá skoplegu hliðarnar Oddur Sveinsson var þekktur borgari á Akranesi, oftast kenndur við verslun sína, Brú. Hann varð þjóðsagnarpersóna vegna fréttaskrifa sinna í Morgunblaðið sem hófust um 1946, eftir að hann var ráðinn af- greiðslumaður blaðsins. Sendi hann fréttir til blaðsins nánast til æviloka en Oddur lést 1966. Bragi lýsir því í bók sinni að Oddi hafi verið lagið að sjá skoplegu hliðarnar á mannlífinu og koma þeim á framfæri í pistlum sínum. „Fréttir hans vöktu strax mikla athygli þótt þær væru að jafnaði ekki áberandi – yfirleitt stuttur eindálkur – en þær voru afar nákvæm- ar. Hann nefndi nöfn og heimilisföng þeirra sem getið var í fréttunum og skaut gjarnan inn í skáldlegum athugasemdum. Sáust þar fleygar hendingar úr fornsögum, en á þeim hafði hann mikið dálæti. Margir klipptu fréttir hans út og límdu í albúm.“ Breytir um kúrs Ævi Odds var sérstök, eins og fram kemur hjá Braga. Hann var sonur skólastjóra Barna- skólans á Akranesi og fór til náms í Flens- borgarskólanum og Kennaraskólanum. Hann varð kennari á Akranesi og íþrótta- og félags- málafrömuður. Hann keypti til t.d. fyrsta fót- knöttinn sem notaður var til æfinga á Skag- anum. Hann þjálfaði stráka í fótbolta og glímu. Bragi segir að lífið hafi breyst þegar Oddur varð fyrir áfalli sem hann rekur til ást- arsorgar. Eftir að stúlkan sem hann elskaði giftist öðrum manni hafi hann orðið skrítinn. Hætt kennslu og félagsmálastörfum og gerst farmaður og síðar sjómaður á Akranesi. Hann var lengi viðloðandi sjóinn en gerðist síðan kaupmaður í Brú og fréttaritari Morgunblaðs- ins. Bragi birtir fjölda frétta Odds í bókinni en einnig kvæði hans og smásögur sem ekki hafa áður birst á prenti. Bragi segir að hann hafi verið góður hagyrðingur, kunnað vel skil á vísnagerð „og andinn var uppljómaður og tendraður fyrir þeim hugsjónum sem hann barðist fyrir“. Bragi segir að flestir Skagamenn muni að- eins eftir Oddi á síðasta hluta ævi hans. Hann hafi vissulega verið sérkennilegur maður og reksturinn á versluninni engu líkur. Þess vegna var höfundinum í mun að sýna ævi hans í heild til að leiðrétta neikvæða ímynd hans og sýna það jákvæða í fari þessa sérstæða manns. „Að mínu mati var Oddur merkur maður. Það er von mín að hann sé sæmilega sáttur að þessari vegferð lokinni,“ segir Bragi. Oddur á Skaganum fær uppreisn æru  Ævisaga Odds Sveinssonar, fréttaritara Morgunblaðsins á Akranesi, gefin út sem rafbók  Bragi Þórðarson rithöfundur segir að Oddur hafi ekki aðeins verið sérvitringur heldur hafi hann átt merka ævi Ljósmynd/Þráinn Þorvaldsson Kaupmaður Margir komu til að spjalla við Odd Sveinsson kaupmann í Brú. Hann var duglegur að fiska fréttir upp úr fólki til að senda Morgunblaðinu. Margar fréttir hans vöktu landsathygli. Bragi Þórðarson Það varð uppi fótur og fit í utanríkisráðu- neytinu í lok ágúst 1961 þegar fram kom í dagblaðinu Tímanum að sjómenn hefðu séð kafbát út af Stokksnesi. Þóttu ferðir hans dularfullar og mikil umræða fór í gang. Utanríkisráðuneytið hafði strax sam- band við öll aðildarríki Atlantshafs- bandalagsins og kom í ljós að kafbáturinn gat ekki verið frá neinu þeirra. Fátt varð um svör hjá sendiráði Sovétríkjanna. Dómsmálaráðuneytið fyrirskipaði rann- sókn. Það var hins vegar Oddur fréttarit- ari Morgunblaðsins á Akranesi sem leysti gátuna og hlaut mikla athygli fyrir glögg- skyggni sína: „Hingað er nýkominn hraðbáturinn Eld- ing, sem verið hefur fyrir austan land síld- veiðiflotanum til aðstoðar. Skipstjóri hraðbátsins er froskmaðurinn Hafsteinn Jóhannsson, vélstjóri, og annar kafari hef- ur verið með honum á bátnum. Hafa þeir haft nóg að gera við að aðstoða báta, sem fengið hafa vír í skrúfuna o.s.frv. Haf- steinn hefur jafnan skrifað nákvæmlega í dagbókina hvar hann er hverjum tíma. Kemur nú í ljós, að á sama stað og skip- verjar á Mími telja sig hafa séð kafbát — og „Tíminn“ skýrði frá á sínum tíma —, var Elding einmitt stödd á sama tíma. Kl. 22.45 hinn 24. ágúst var Elding á siglingu suður með 10-12 mílna hraða um þrjár mílur undan Stokksnesi. Elding er lágsigld og ber ekki hátt á sjónum. Stýr- ishúsið ber hins vegar allhátt á miðju skipi. Elding hefur græn og hvít siglinga- ljós á stýrishúsi og siglu, en engin að aft- an. Gæti því hugsast, að Mímismenn hefðu sem snöggvast séð siglingaljósin framan á og á hlið meðan Eldingin hefði brunað hjá, og hefði það þá getað komið heim við lýsingu Mímismanna. Hafsteinn skipstjóri var staddur út af Hornafirði á Eldingunni um kl. 23 og segist þá einmitt hafa séð á stjórnborða bát koma út frá Hornafirði.“ Kafbátur eða hraðbátur? FRÉTTASKÚBB AF AKRANESI Ingvar P. Guðbjörnsson ipg@mbl.is „Að sjálfsögðu förum við al- gjörlega eftir settum reglum og kynnum öryggisatriðin mjög ná- kvæmlega en hins vegar förum við aðeins út fyr- ir rammann enda teljum við það hluta af okk- ar þjónustu og upplifun. Við viljum hafa létt- leika en að sjálf- sögðu tökum við öryggis- hlutverkið mjög alvarlega,“ sagði Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, um tilkynningar flugliða um borð í vélum á vegum félagsins sem vekja athygli fyrir léttleika. Þegar farið var yfir öruggisatriði fyrir flugtak frá Keflavík til Lund- úna á föstudagsmorgun var meðal annars sagt í upphafi textans, bæði á íslensku og ensku, að ef farþeg- um líkaði ekki þjónustan um borð væru átta útgönguleiðir og var svo farþegum bent á þær. Eftir það tók við nokkuð hefðbundinn texti og flugliðar fóru yfir öryggisatriði, eins og lög gera ráð fyrir. „Þau gera það náttúrlega á mismunandi máta. Við höfum í einhverjum til- fellum látið þau hafa hugmyndir að frösum og skemmtilegheitum sem þau fara stundum eftir og stundum ekki. Það eru staðlaðir textar til vissulega, en svo hvetjum við flug- liðana til að krydda stemninguna hverju sinni. Það er dagamunur á og fer líka eftir því hvaða flugliðar eru um borð,“ sagði Skúli. Undir stjórnvöldum í Litháen Í Evrópureglum um flug [EU- OPS] er kveðið á um með hvaða hætti skuli haga öryggismálum um borð í flugvélum og meðal annars að í upphafi ferðar skuli farið yfir öryggisatriði, bæði að þau skuli lesin og eins að farþegum skuli sýnd þau, en ekki nánar tilgreint með hvaða hætti það skuli gert. Það eru þó ekki til neinir staðlaðir textar, eftir því sem blaðið kemst næst, sem skylt er að lesa fyrir farþega. WOW air er í samstarfi við lit- háska flugfélagið Avion Express og leigir af því Airbus-vélar. Ör- yggismál um borð í vélunum heyra því undir þarlend stjórnvöld en ekki undir Flugmálastjórn Íslands. „Viljum hafa léttleika“  Farþegum WOW air bent á útgönguleiðir ef þeim líki ekki þjónustan  Forstjóri segir farið að öllum reglum Morgunblaðið/Kristinn Öryggi nr. 1 Skúli Mogensen segir flugliða hvatta til að skapa létta stemn- ingu, þeir fari vissulega út fyrir rammann en að öryggismál séu í 1. sæti.Skúli Mogensen

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.