Morgunblaðið - 13.11.2012, Síða 8

Morgunblaðið - 13.11.2012, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2012 Útlistun prófkjörs síðustu helg-ar í ríkismiðlinum brást ekki.    Bjarni Benedikts-son, sem bauð sig fram í fyrsta sæt- ið aftur, fékk það með 54% atkvæða og var það mikið áfall fyrir hann.    Árni Páll, sembauð sig fram í fyrsta sætið aftur, vann það með tæp- lega 50% atkvæða og var það mikill sigur fyrir hann.    Þrír frambjóðendasjálfstæðisprófkjörsins sóttust (í raun) eftir fyrsta sætinu auk Bjarna. Einn vildi hafa fyrsta sætið af Árna Páli hjá Samfylkingu.    Egill Helgason sagði að þátttakaí prófkjöri sjálfstæðismanna hefði verið léleg og bætti síðar við að hún hefði verið litlu betri hjá Samfylkingu.    Í síðustu Alþingiskosningumhlaut Sjálfstæðisflokkurinn 13.463 atkvæði í kjördæminu. Sam- fylkingin hlaut 15.669 atkvæði þar.    Í prófkjörunum nú var þátttakanþessi:    Hjá Sjálfstæðisflokki um 5000eða 38% fylgis flokksins í síð- ustu kosningum.    Hjá Samfylkingu um 2200 eðaum 13% fylgi flokksins í síð- ustu kosningum.    Eða eins og Egill benti á „litlubetri en hjá Sjálfstæð- isflokknum“. Bjarni Benediktsson Egill „litlu betri“ STAKSTEINAR Árni Páll Árnason Veður víða um heim 12.11., kl. 18.00 Reykjavík 4 skýjað Bolungarvík 5 rigning Akureyri 3 skýjað Kirkjubæjarkl. 3 skúrir Vestmannaeyjar 5 skúrir Nuuk -2 heiðskírt Þórshöfn 7 alskýjað Ósló 1 heiðskírt Kaupmannahöfn 7 léttskýjað Stokkhólmur 5 heiðskírt Helsinki 5 léttskýjað Lúxemborg 5 skýjað Brussel 7 heiðskírt Dublin 12 skýjað Glasgow 8 skýjað London 11 alskýjað París 7 skýjað Amsterdam 7 skýjað Hamborg 7 skýjað Berlín 7 skýjað Vín 9 þoka Moskva 2 súld Algarve 18 heiðskírt Madríd 13 heiðskírt Barcelona 17 heiðskírt Mallorca 16 léttskýjað Róm 22 léttskýjað Aþena 16 skýjað Winnipeg -6 skafrenningur Montreal 12 skýjað New York 15 léttskýjað Chicago -1 léttskýjað Orlando 23 alskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 13. nóvember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:52 16:33 ÍSAFJÖRÐUR 10:16 16:20 SIGLUFJÖRÐUR 9:59 16:02 DJÚPIVOGUR 9:26 15:58 „Satt að segja kom þetta á óvart. Þetta hefur ekki gengið nógu hratt,“ segir Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra um þá staðreynd að 70 af 170 skólum hafa það ekki sem opinbera stefnu sína að hafa íslenskt notendaviðmót á tölvum sem nem- endur hafa aðgang að þrátt fyrir að á um það sé kveðið í íslenskri málstefnu. Könnun sem menntamálaráðuneytið lét gera fyrr á þessu ári leiddi þetta í ljós. Katrín segir að í kjölfarið hafi ráðuneytið rekið á eftir þessu með bréfaskriftum til stjórnenda skólanna þar sem þeir eru hvattir til að fara þessa leið. Ekki sé búið að kanna stöðuna aftur en það verði gert. „Við munum ekki láta þetta kyrrt liggja og fylgjumst með því hvernig þetta gengur hjá skólunum. Alþingi samþykkti málstefnuna sem okkar opin- beru stefnu þannig að það er mikilvægt að opinberar stofn- anir taki tillit til þess í allri sinni stefnumótun.“ Þá segir hún að áhersla verði lögð á rafræn námsgögn á íslensku, til dæmis hjá þróunarsjóði námsgagna. „Þetta verður að fara saman; bæði notendaviðmótið og að það sé efni í boði á íslensku á rafrænu formi. Við fylgjum þessu eftir á öllum sviðum,“ segir Katrín. Fólk sé meðvitað Íslensk málstefna gangi út á það að fólk geti tekið þátt í öllum sviðum samfélagsins á íslensku og það eigi við um tölvur. „Við vitum að þarna skiptir mestu máli að fólk sé meðvitað og átti sig á því að það hefur áhrif að það sé enskt málumhverfi í tölvunum sem eru notaðar mjög mikið í dag,“ segir hún. kjartan@mbl.is Skólarnir fylgi málstefnunni eftir  Stefna ekki á tölvunot- endaviðmót á íslensku Katrín Jakobsdóttir Veðurfræðingur Vegagerðarinnar varaði við því í gærkvöldi að vara- söm glerhálka gæti myndast á veg- um í flestum landshlutum. Það gerðist í kjölfar þess að það lægði og létti til um mikinn hluta lands- ins. Vegir voru blautir eftir rign- inguna í gær og því gat frosið á þeim. Sunnan- og suðvestanlands voru þar í ofanálag smáskúrir fram á nótt sem gerði ástandið sérlega varhugavert. Veðurstofan spáði suðlægri átt, 3-10 m/s og skúrum en skýjuðu með köflum norðaustantil. Eftir há- degi gengur vindur í NA 5-10 m/s um landið norðvestanvert með skúrum eða éljum. Hiti verður 1 til 7 stig, en heldur svalara síðdegis. Morgunblaðið/Golli Spá Glerhálka gæti myndast. Varað við hálku í hægviðrinu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.