Morgunblaðið - 13.11.2012, Síða 11

Morgunblaðið - 13.11.2012, Síða 11
Á svellinu Leikurinn gengur út á að koma pökknum í mark hjá andstæðingnum. boði, því þar er hægt að læra vel grunninn, að skauta á alla kanta, aftur á bak og áfram. Þær sem kunna vel að skauta fara líka í skautaskólann til að æfa sig enn betur og finnst það rosagaman. Það er ekkert mál þó fólk eigi ekki skauta, það fær þá bara lánaða í skautaskólanum,“ segir Ásdís og bætir við að þær æfi tvisvar til fjórum sinnum í viku. „Það er misjafnt vegna þess að svellið er oft upptekið út af leikjum hjá meistaraflokki karla í íshokkí. Það má segja að slegist sé um svellið.“ Erum mjög vel varðar Leikurinn gengur út á að koma „pökknum“ í mark hjá andstæðingnum og það er gert með kylfum. „Þetta er svipað og í fót- bolta, vörn og sókn, að spila saman, og heilmikil hugsun og tækni. Pökk- urinn rennur miklu hraðar en við á svellinu svo við verðum að vera á mikilli hreyf- ingu og alveg á fullu allan tím- ann. Þetta er mikil og skemmti- leg brennsla,“ segir Ásdís og bætir við að þetta sé ekki eins harkalegt og það virðist í er- lendum bíómyndum. „Við skell- um ekki eins mikið saman og sjá má í kvikmyndum frá öðrum lönd- um, enda eru reglurnar hér ann- arskonar og strangari með sam- stuðin. Þetta eru ekki ólíkar reglur og í fótbolta, öxl má rekast í aðra öxl og það má ekki berja á and- stæðingnum. Svo erum við mjög vel varðar, við erum með hjálm og hlífar um allan skrokk. Þetta er ekkert hættulegt eins og margir halda. Ég held það sé meiri slysa- tíðni í fótbolta en íshokkí.“ Hópurinn bundinn saman „Við keppum tólf sinnum yfir hvert tímabil sem er frá ágúst til loka maí og svo er Íslandsmeist- aramót einu sinni á ári. Við stefnum að því að landa þeim titli innan einhverra ára,“ segir hún og hlær. „Stundum koma kanadískar íshokkístelpur til okkar og þá keppum við á móti yfir helgi, en landslið kvenna í íshokkí hér á Ís- landi er eina liðið sem fer til út- landa að keppa.“ Ásdís segir að stelpurnar í lið- inu hennar reyni að hittast utan hokkísins og gera eitthvað skemmtilegt saman til að binda saman hópinn. „Við erum á ólíkum aldri, frá fimmtán ára til rúmlega fertugs, og margar eiga börn og eru uppteknari en aðrar. Sumar eru í skóla, aðrar í vinnu og sumar hvort tveggja. Það er semsagt mikið að gera hjá mörgum okkar. Sumar mömmurnar í liðinu hafa líka náð að smita yngri börnin sín af áhuganum þannig að þau eru nú farin að æfa líka.“ DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2012 www.volkswagen.is Komdu og reynsluaktu Volkswagen Passat Alltrack Allir vegir færir á nýjum Passat Alltrack Passat Alltrack 4Motion, sjálfskiptur kostar: 6.590.000 kr. Öryggi og ánægja fara vel saman Nýr Volkswagen Passat Alltrack er með fullkomnu fjórhjóladrifi, aukinni veghæð og ESP stöðugleikastýringu sem gera aksturinn öruggann við krefjandi aðstæður. Sjö gíra DSG sjálfskiptingin og 170 hestafla TDI dísilvélin sjá um að aksturinn verði einstök upplifun. Í roki og rigningu og jafnvel snjó eru hlauparar landsins örugglega strax farnir að láta sig dreyma um næsta sumar. En til að hafa nú eitthvað til að hlakka til þá verður næsta sumar boðið upp á sjö daga hlaupaferð fyr- ir vana hlaupara. Hlaupnir verða 18 til 30 km á dag á stígum og á ótroðnum slóðum í náttúru Íslands. Um er að ræða einstakar hlaupa- ferðir fyrir vana hlaupara. Verður meðal annars hlaupið um Ölkeldu- háls yfir Hengil og á Þingvelli. Þá verður hlaupið um ósnerta náttúru í grennd Kerlingarfjalla og einnig verður hlaupið um Hrafntinnusker. Ferðin verður farin í júlí og leiðsögu- hlaupari er Ósk Vilhjálmsdóttir, maraþon- og fjallahlaupari, en nán- ari upplýsingar um hvert ferðin ligg- ur og hvenær verður farið má nálg- ast á halendisferdir.is. Hlaupaferðir 2013 Morgunblaðið/RAX Hengilssvæðið Hlaupið verður um Ölkelduháls yfir Hengil og á Þingvelli. Sjö daga hlaupaferð um Ísland Andlegt heilbrigði er ekki síður mik- ilvægt en það líkamlega og kannski sérstaklega nú í skammdeginu. Enda verður maður að vera rétt stemmdur til að stunda líkamsrækt í mesta myrkrinu og leiðindaveðrinu. Annars langar mann bara aftur upp í rúm eða undir teppi. Til að hafa nægilega orku seinnipartinn eftir vinnu er mikilvægt að koma í veg fyrir þreytu og þyngsli sem getur sótt á mann á þeim tíma dags. Mikilvægt er að hafa þetta í huga um leið og maður vaknar og gleyma þá alls ekki að fá sér morg- unmat. Hrærð egg, grófkorna brauð, hafragrautur og ávaxtaþeytingur eru allt dæmi um eitthvað sem fyllir vel í maga, kemur blóðsykrinum á rétt ról og hjálpar brennslunni að komast í gang fyrir daginn. Yfir daginn er svo nauðsynlegt að taka sér stutt hlé öðru hvoru. Það nægir að rölta bara eftir ganginum og teygja úr sér. Ef þú situr endalaust og starir í skjöl eða á skjáinn er mun líklegra að þú finnir fyrir leti og þyngslum seinnipart dags. Í hléinu er líka ráð að hressa svolítið upp á heilasellurnar t.d. með því að púsla eða bæta aðeins við krossgátuna sem þú náðir ekki að klára um helgina. Þessi ágætu ráð og fleiri má finna á vefsíðunni www.ivillage.com. Skammdegisslenið Púsl Gott er að fríska upp á heilasellurnar yfir daginn. Púslaðu og ekki gleyma morgunmatnum Skautafélag Reykjavíkur er eitt elsta íþróttafélag landsins. Heimavöllur þess er Skautahöllin í Laugardal, þar sem æfingaaðstaða, skrifstofa og fé- lagsheimili er til húsa. Félagið skipt- ist í tvær deildir, ís- hokkídeild og list- hlaupadeild. Fyrstu heimildir í sögu Skautafélags Reykja- víkur eru frá miðri 19. öld þegar nemar í Lat- ínuskólanum stund- uðu skautahlaup á Tjörninni. Félagið var fyrst stofnað 1873 af menntaskólanem- um. Þessar upplýs- ingar og fleiri um félagið og starf- semi þess má nálgast á skauta- felag.is. Íshokkí og listhlaup EITT ELSTA FÉLAGIÐ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.