Morgunblaðið - 13.11.2012, Page 14

Morgunblaðið - 13.11.2012, Page 14
BAKSVIÐ Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Alvöru þekkingarsamfélög lúta ekki „lögmálum“ markaðarins. Hættum jafnframt að meðhöndla nemendur líkt og viðskiptavini og þá hætta þeir að haga sér sem slíkir. Snúum ofan af vöruvæðingu háskóla- náms. Of margir nemendur líta svo á að þeir hafi keypt háskólanám eins og hverja aðra vöru og henni fylgi út- skrift á tilskildum tíma, ágæt- iseinkunn og ekki mikil fyrirhöfn.“ Þetta kemur fram í greininni: „Þekkingarsamfélög eða skyndi- menntunarstaðir?“ sem birtist á Netlu, veftímariti um uppeldi og menntun, eftir Guðmund Ævar Oddsson, doktorskandídat í fé- lagsfræði við Missouri-háskóla í Bandaríkjunum. Í greininni leggur höfundur út af eigin reynslu sem háskólanemi og stundakennari og tvinnar saman við kenningar bandaríska félagsfræð- ingsins George Ritzer um McDo- nalds-væðingu samfélagsins. Hann bendir á að blikur séu á lofti í há- skólasamfélaginu og íslenskir há- skólar stefni frá því að vera þekking- arsamfélög og yfir í að verða „skyndimenntunarstaðir“. Þó er ekki allt að fara til andskotans í íslensku háskólasamfélagi, það sé hægt að vinda ofan af þessari stefnu. „Ég verð sérstaklega var við þetta hér í Bandaríkjunum,“ segir Guð- mundur. Hann segist ekki vilja að háskólar á Íslandi þróist í þá átt að vera skyndimenntunarstaðir og telur að það þurfi að rannsaka þetta betur. Nemendur leggja lítið á sig Guðmundur segir að það sé ekki ýkja langt síðan að málshátturinn: Bókvitið verður ekki í askana látið, hafi verið lifandi í samfélaginu og áhersla verið á að vinna t.d. við fisk. „Núna í dag virðast menn ekki vera menn með mönnum nema hafa háskólanám upp á vasann. Við leggj- um rosalega mikið upp úr því að fólk nái sér í háskólapróf. Það er orðið næstum eins og stúdentspróf var fyrir nokkrum árum. Það er lögð áhersla á að fólk fari í háskóla en minna er einblínt á leið- irnar, hvernig skuli ná í prófið. Mér finnst of margir reyna að ná sér í há- skólapróf á sem auðveldastan hátt. Leggja sem minnst á sig, mæta illa í tíma, og ef það er mætt er verið of mikið á Facebook og ekki fylgst með. En samt ætlast nemendur til þess að þeir nái ekki bara áfanganum heldur fái góða einkunn, í það minnsta skikkanlega einkunn. Með þessum hætti birtist neytendahegðunin. Áherslan er á magn umfram gæði. Gæðin felast í þekkingunni en magn- hugsunin birtist helst í ofuráherslu á einkunnir og þeirri viðleitni að sleppa á sem þægilegastan hátt frá náminu. Farið er fram á háa einkunn en vinnuframlagið er lítið. Háskóla- nám er miklu meira samvinnuverk- efni en við viljum vera að láta. Því getum við ekki hagað okkur eins og neytendur,“ segir Guðmundur. Gagnrýnin hugsun „Greinin er líflega skrifuð. Há- skólarnir eru til þess að fá fram gagnrýna hugsun eins og þessi grein sýnir bersýnilega fram á,“ segir Stefán B. Sigurðsson, rektor Háskól- ans á Akureyri, um grein Guð- mundar. Stefán var spurður um þá fullyrð- ingu að háskólasamfélagið gerði allt- of miklar málamiðlanir við markaðs- öflin. „Ætli svarið við því felist ekki í frétt sem ég var að skoða á RÚV- vefnum,“ segir Stefán. Í fréttinni, „Háskólamenntaðir fá ekki vinnu“, kemur m.a. fram að at- vinnuleysi meðal háskólamenntaðra á Norðurlandi eystra sé mest í grein- unum sem Háskólinn á Akureyri kennir. Talað var við Soffíu Gísla- dóttur, forstöðumann Vinnumála- stofnunar á Austurlandi. Í lok frétt- arinnar kemur fram að það þurfi að fá atvinnulíf og menntun til að tala betur saman. Og spá fram í tímann til að geta brugðist nógu snemma við þörf atvinnulífsins fyrir menntun. „Við eigum að tala saman, en ég er andvígur því að háskólar séu ein- göngu að mennta fólk eftir þörfum atvinnulífsins á hverjum tíma. Ég held að háskólar eigi að vera nokkuð sjálfstæðir. Fólk sem fer í háskólann velur sér nám og þannig þróast sam- félagið. Það er illmögulegt að sjá fyr- ir hver þróunin verður,“ segir Stef- án. McDonalds-væðing háskólanna  Þekkingarsamfélög eiga ekki að lúta „lögmálum“ markaðarins  Margir nemendur líta svo á að þeir hafi keypt háskólanám eins og vöru og leggja lítið á sig  Háskólapróf orðið eins og stúdentspróf Morgunblaðið/Ómar Háskólanám „Í dag virðast menn ekki vera menn með mönnum nema hafa háskólanám í vasanum. Við leggjum mikið upp úr háskólanámi. Það er orðið næstum eins og stúdentspróf var fyrir nokkrum árum,“ segir Guðmundur. 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2012 Matvælastofnun telur ekki lengur ástæðu til að vara við neyslu skel- fisks úr Hvalfirði. Matvælastofnun og Hafrann- sóknastofnun önnuðust vöktun á eiturþörungum í Hvalfirði í sumar eins og undanfarin ár. Viðvörun vegna þörungaeiturs og viðvarandi eiturþörunga í sjó hefur verið í gildi frá því í júní og var ástandið talið sérstaklega viðsjárvert í haust. Nú segir Matvælastofnun að nýj- ustu niðurstöður mælinga sýni að eitur í kræklingum sé undir viðmið- unarmörkum og fjöldi eiturþör- unga sé einnig kominn niður fyrir viðmiðunarmörk. Stofnunin vill þó benda fólki á að fara varlega í ljósi þess að stutt sé síðan magn eiturþörunga mældist hærra en nokkru sinni fyrr í firð- inum. Óhætt er að borða krækling úr Hvalfirði. Óhætt að borða skelfisk úr Hvalfirði Öryggishópur Skýrslutækni- félags Íslands stendur á morg- un fyrir hádeg- isverðarfundi um ungmenni, netið og upplýsinga- öryggi. Í fundarboði segir m.a. að með því að greiðslu- miðlun færist í auknum mæli á net- ið aukist hættan á skipulagðri brotastarfsemi sem beinist gegn greiðslukerfum. Fundurinn er á Grand hóteli frá klukkan 12-14. Hann er öllum opinn en þátttakendur þurfa að skrá sig fyrirfram. Fundur um upplýs- ingaöryggi á netinu Hagsmunasamtök heimilanna efna til borgarafundar í kvöld kl. 20 í Háskólabíói. Tilefnið er að þingfest hefur ver- ið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur málsókn gegn Íbúðalánasjóði vegna verðtryggðs fasteignaláns. Eftir framsöguerindi verða pall- borðsumræður, en í pallborði sitja m.a. alþingismenn, talsmaður neyt- enda og formaður Verkalýðsfélags Akraness. Fundarstjóri verður Eg- ill Helgason. Borgarafundur um verðtryggingu STUTT Í grein Guð- mundar segir hann „skyndi- menntunar- staði“ tengjast hugtakinu: „McDonalds- væðingu (e. MacDonaldizi- tion) háskóla- náms að hætti bandaríska fé- lagsfræðingsins George Ritzer (2010). Samkvæmt kenningu Ritzers tekur samfélagið meira og meira á sig yfirbragð skyndi- bitastaðar eftir því sem hag- sýnni skynsemi (e. rationality) vex fiskur um hrygg.“ Guðmundur lýsir fjórum vídd- um McDonalds-væðingar, sam- kvæmt Ritzer, sem eru: skil- virkni, reiknanleiki, fyrirsjáan- leiki og stjórn. Í niðurlagi greinarinnar kem- ur fram að „McDonalds-væddur háskóli hefur yfirbragð verk- smiðju þar sem nemendur eru meðhöndlaðir líkt og í flæðilínu. Slíkt krefst lítillar fyrirhafnar allra hlutaðeigandi og því miður sætta of margir sig við slíka nálgun. Allt verklag verður vél- rænt. Hið mannlega hopar. Há- skólar „framleiða“ vissulega fleiri einstaklinga með gráður með þessum hætti en ekki án þess að gjaldfella menntunina. Þekkingarsamfélagið étur sig innan frá. Allir tapa.“ Áhugasamir geta lesið grein- ina í heild á Netlu, veftímariti um uppeldi og menntun á slóð- inni: netla.hi.is. Étur sig innan frá MCDONALDS-VÆÐING? Guðmundur Ævar Oddsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.