Morgunblaðið - 13.11.2012, Side 24

Morgunblaðið - 13.11.2012, Side 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2012 Ekki veit ég hvað það þýðir að vera kominn til vits og ára. En minni mitt nær langt aftur. Ég man kreppuárin og að- draganda og upphaf síðari heimsstyrjald- arinnar, að ekki sé minnst á hernám Breta 10. maí 1940. Þar með lauk 19. öld- inni á Íslandi. Í kjölfarið efldust efasemdir um að Ísland gæti til frambúðar verið í konungs- sambandi við Danmörku. Kon- ungur var í herkví í höll sinni í Kaupmannahöfn og gat ekki sinnt konungsskyldu við Íslendinga. Þá fundu Íslendingar enn einu sinni hversu leiðin um Atlantshaf til Evrópu er löng. Ekki stóð á því að Íslendingar slitu konungssambandi við Dani. Stofnað var lýðveldi og sett á laggirnar embætti forseta og hann nefndur þjóðhöfðingi og skyldi kjörinn til fjögurra ára. Það eitt sýndi að forsetaembættið er ger- ólíkt stöðu konungs með erfðarétti niðja hans. Hins vegar tókst mið- ur vel að orða valdsvið forseta í stjórnlögum. Var réttilega að því fundið, að þýðingarkeimur væri að þeim greinum stjórnarskrár þar sem forseti var nefndur til valda. Í framkvæmd skipti það engu. Með skynsamlegum lögskýringum var samkomulag um að firra stjórn- arskrána bókstafstrú og orðheng- ilshætti. Forsetar landsins voru vel viti bornir og mátu valdastöðu sína af skynsemi menntamanna, sem ólust upp við hófsemd- arstefnu 19. aldar. Með lýðveldisstjórnarskránni var slitið konungssambandinu, síð- ustu leifum pólitísks sambands við Dani. Því má ekki gleyma að Ís- land varð fullvalda ríki 1. desem- ber 1918 og sambandslögin „greið- ur vegur til sambandsslita og lýðveldisstofnunar að aldarfjórð- ungi liðnum“, svo vísað sé til orða Einars Laxness sagn- fræðings. Lok margra alda sambands við Dani má kalla tíma- mót, aldaskil í Ís- landssögunni, og áttu sér þó langan aðdrag- anda og settu mark á stjórnmálaumræðu 19. aldar, öld Jóns Sigurðssonar. Lengi var haft á orði í við- hafnarræðum að háð hefði verið sjálfstæð- isbarátta og markmið hennar að tryggja efnahagslegar framfarir og betra mannlíf, enda væri sjálfstæði, fullveldið, hvati framfara og lýðræðislegt réttlæt- ismál. Nú er annað uppi á teningnum! Nú liggur fyrir fundarályktun samtaka sagnfræðinga sem segir að „sjálfstæðisbaráttan“ hafi verið „þjóðernissinnað pólitískt pex“. Þykir „vísindalega sannað“ að já- kvæður árangur af sjálfstæðisbar- áttunni sé pólitískur heilaspuni, mýta. Gott og vel! En hvað sem heila- spuna um sjálfstæðisbaráttu líður, er Ísland viðurkennt sjálfstætt lýðveldi og verður að spjara sig sjálft og eiga nútímalega stjórn- arskrá. Þótt sögulegur aðdragandi að stofnun fullvalda ríkis 1918 og lýðveldis 1944 sé mýta, að dómi sagnfræðingafélagsins, er íslenska ríkið staðreynd og tilvera þess engin mýta. Ísland á sér stjórn- arskrá. Þar segir í fyrstu grein: „Ísland er lýðveldi með þingbund- inni stjórn.“ Og hversu innantóm sem sjálfstæðisbaráttan kann að hafa verið að dómi sagnfræðinga dagsins í dag, urðu til á 19. öld lýðræðisleg hófsemdarviðhorf, sem þróuðu þingbundna stjórn- arhætti sem stuðlað hafa að lýð- ræði og eflt mannréttindi víða um heim – fremur en nokkurt annað stjórnarfyrirkomulag sem mann- kynssagan kann frá að greina. Eins og felst í nafninu þjóðþing, ber þjóðkjörið alþing hverrar þjóðar uppi lýðræðislegt stjórn- skipulag. Um þetta verður ekki deilt. En deila má um, hvernig kjósa á til þjóðþings. Þar má benda á margar leiðir. En engin leið breytir þeirri staðreynd að þjóðþing, löggjafarþing hvers rík- is, er „fulltrúaþing“, samkoma val- in af kjósendum til að fara með vald þjóðar innan stjórnkerfis laga og réttar. Leið okkar 19. aldar manna og arfþega þeirra hug- mynda til þessa dags er, að stjórnmálaflokkar ráði vali fulltrúa sem kosið er um. Fyrir því eru gild rök, einkum þau að skipulagð- ir stjórnmálaflokkar bjóða fram markaða stefnu, hafa mótaða stefnuskrá, gagnstætt þeirri hug- mynd að velja „persónur“ upp og ofan eftir orðspori og frægð þar sem tíska og tíðarandi ráða mestu. Þegar róttækar hugmyndir um breytingar á stjórnarskrá eru á döfinni, er Alþingi og skipan þess undir smásjá. En leyfist mér – 19. aldar hófsemdarmanni – að vara við öfgum. Leyfist mér að benda á, að Alþingi, löggjafarþing þjóð- arinnar, hefur eitt og sjálft skyldu að ákveða fyrir þjóðina allt sem varðar stjórnskipun, hvort sem eru breytingar á gildandi stjórn- arskrá eða gildistaka nýrrar stjórnarskrár. Stjórnlagaráð hélt vel á málum en með þjóð- aratkvæðagreiðslu um gerðir þess er aðeins verið að búa mál í hend- ur Alþingi sem metur hvert það erindi sem til þess er vísað. Slík er virðing Alþingis. Þáttur í því að auka virðingu Alþingis er að stjórnlagaráð við- urkenni að það er háð mati Al- þingis um tillögur sínar – ekki öf- ugt – að Alþingi eigi að taka þeim orðalaust. Að réttum skilningi á jákvæðri afstöðu kjósenda við fyrsta lið þjóðaratkvæðagreiðsl- unnar, er niðurstaðan sú, að Al- þingi hafi tillögur ráðsins til við- miðunar, en líti ekki á þær sem fyrirskipun og þær séu óumbreyt- anlegar og Alþingi beri að hlíta sem þjóðarvilja. Eða er það svo, að íslensk þjóð, almenningur í landinu, vilji kújónera Alþingi, rétt kjörið þjóðþing – elstu stofn- un í landinu, sjálfa undirstöðu laga og réttar í þjóðfélaginu í þúsund ár? Reyndar getur söguheimskan leitt þjóð – sem engist í ótta um framtíð sína og vonar upp á ann- arra náð – í ógöngur, þvert ofan í trú okkar 19. aldar manna. Þá er þjóð ofurseld óttablendnu skrumi sem heldur því fram að þjóðin geti ekki stjórnað eigin málum án er- lendrar meðstjórnar. Með slíkum málflutningi er ekki síst vegið að æðstu stjórnarstofnunum, einkum Alþingi, ekki með takmarkaðri gagnrýni heldur algildum dómi um vanmátt þings og stjórnar að ráða fram úr vanda smáþjóðar í hnatt- væddum heimi. Þeir sem svo hugsa, telja að ráðin verði bót á þessum vanmætti með fullveld- isafsali í hendur ríkjasambandi, eins og nú stendur til boða. Með þessu er verið að leiða þjóðina á braut uppgjafar og sinnuleysis. En þetta vanmat hef- ur fleiri hliðar. Þess vegna er tímabært að hvetja ábyrg öfl að sameinast um að treysta stöðu Al- þingis, efla traust almennings til þingsins, minna á stjórnskipulegt hlutverk löggjafarþingsins, sem því einu er ætlað að hafa. Slíkt já- kvætt uppbyggingarstarf gæti byrjað á því að viðurkenna, að það er Alþingis að fjalla um stjórn- arskrármálið, meta ferli þess og taka þingræðislega afstöðu til úr- slita þjóðaratkvæðagreiðslunnar, enda er um ráðgjöf að ræða – ekki fyrirmæli. Það er Alþingi sem set- ur lög um stjórnarskrá og leggur fyrir kjósendur til staðfestingar eða synjunar. Sá sem hér heldur á penna er þess ekki umkominn að gera lítið úr störfum stjórnlagaráðs né nið- urstöðum þjóðaratkvæðagreiðsl- unnar. En hvorugt hnikar rétti Al- þingis. Stjórnlagaráð hefur lokið hlutverki sínu og á að draga sig í hlé. En Alþingi víkur ekki úr sín- um stað. Það á sér langtíma- hlutverk í sögu landsins. Endurheimt virðingar Alþingis felst einnig í verkum og framkomu alþingismanna og stjórnmála- flokka sem ráða framboðum til Al- þingis. Stjórnmálaflokkarnir þurfa að taka sér tak. Ef brotalöm er á hegðun kjörinna fulltrúa í þingsöl- um ber flokksforustu að taka í taumana. Ef stjórnmálaflokkar ætla að rísa undir því trausti, sem borið er til þeirra sem lýðræð- isstoðar, verða þeir að vanda innra skipulag, umræðuhætti og stefnu- mótun. Alþingi er að sönnu um- ræðuvettvangur. Þar er eðlilegt að slái í brýnu og deilur geta orðið snarpar og þá verða orð ekki sótt- hreinsuð! En alþingismenn verða að þvo af sér það slyðruorð að þeir séu „alltaf að rífast“! Hugleiðingar um stjórnarskrármál Eftir Ingvar Gíslason »Ef stjórnmála- flokkar ætla að rísa undir því trausti, sem borið er til þeirra sem lýðræð- isstoðar, verða þeir að vanda innra skipu- lag, umræðuhætti og stefnumótun. Ingvar Gíslason Höfundur er lögfræðingur að mennt, fv. alþingismaður og ráðherra, fædd- ur 1926. Nú þegar kosningar nálgast er áhugavert að skoða stefnuskrár nýrra flokka. Ég hef verið að glugga í heimasíður nýrra framboða. Nið- urstaðan er að það virðist aðeins einn flokkur vera með mjög skýra og áhuga- verða stefnu sem höfðar til mín. Skýr afstaða gegn ESB, EES og Schengen Það er flokkurinn Hægri grænir. Stefna þeirra í málefnum EES, hörð andstaða við ESB og skýr krafa um úrsögn Íslands úr Schen- gen er algjörlega í takt við mínar skoðanir. Fyrir nokkru var ég við- staddur fund þar sem formaður Hægri grænna fór yfir stefnu flokksins og meðal annars í heil- brigðismálum. Þar kom fram mjög ákveðin yf- irlýsing formanns flokksins, Guð- mundar Franklíns Jónssonar, um hvað flokkurinn ætlar að gera í málefnum sjúkrahúsa á lands- byggðinni. Þessa afstöðu studdi hann mjög góðum rökum og meira segja markaðslegum rökum. Markaðsleg rök gegn lokun sjúkrahúsa á landsbyggðinni Það var ánægjulegt að heyra að þessi markaðslegu rök lutu ekki að því að einkavæða sjúkrahúsin á landsbyggðinni heldur lutu þau að þeirri þjóðhagslegu hagkvæmni sem fylgir því að ríkið annist og sjái um rekstur sjúkrahúsa á lands- byggðinni. Hægri grænir eru flokkur sem hefur þá yfirlýstu stefnu að ríkið hafi sem minnst af- skipti af markaði. En þeir við- urkenna að sumt er best komið í umsjá okkar allra. Að þeirra mati á markaður að vera rekin með skýr- um reglum og markaðshyggja verður ekki rekin nema með mannúð. Þetta viðhorf er ólíkt viðhorfi hægri kratanna sem nú stjórna landinu og hægri stuttbuxnaliðs- ins í Sjálfstæð- isflokknum. Formaður Hægri grænna sagði það ber- um orðum að flokk- urinn ætlaði að opna aftur og efla sjúkrahús á landsbyggðinni. Hann færði góð rök fyrir því að sá niðurskurður sem átt hefur sér stað á sjúkrahúsum á landsbyggð- inni sem birtist í lokun deilda eða hreinlega lokun sjúkrahúsa væri kostnaðarsamari en að halda þeim opnum. Þetta sjá allir nema kratar og sjálfstæðismenn Að sjálfsögðu sjá þetta allir. Meira að segja þeir sem telja sig hægrimenn og eru hlynntir heil- brigðum markaði og frelsi ein- staklingsins, eins og ég, og eru hlynntir sem minnstum afskiptum ríkisins af markaðinum. Nema að sjálfsögðu hægri kratarnir í Sam- fylkingunni og sjálfstæðismenn sem virðast hafa brenglaða mynd af því hvað er heilbrigt að hafa á markaði og hvað ekki. Enda kom þeirra brenglaða hugmyndafræði og óhefta afskiptaleysisstefna rík- isins af markaðinum á Íslandi okk- ur á vonarvöl Hægri grænir ætla að opna aftur sjúkrahús- in á landsbyggðinni Eftir Helga Helgason Helgi Helgason » Það var ánægjulegt að heyra að þessi markaðslegu rök lutu ekki að því að einka- væða sjúkrahúsin á landsbyggðinni. Höfundur er stjórnmálafræðingur. Þar sem að gervihnattabúnaðurinn fæst ALVÖRU MÓTTAKARAR MEÐ LINUX ÍSLENSK VALMYND Auðbrekku 3 ~ 200 Kópavogur ~ Sími: 564 1660 ~ oreind.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.