Morgunblaðið - 13.11.2012, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.11.2012, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2012 Okkur langar að minnast fé- laga okkar, Óskars Þórarinsson- ar, eða Óskars á Háeyri, eins og hann var gjarnan nefndur. Óskar gekk til liðs við okkur í „Litla veiðifélaginu“ fyrir nokkr- um árum, en við höfum verið með aðstöðu til veiða í Grenlæk í Landbroti. Á þeim tímamótum gátum við ráðist í að fá rafmagn í húsið og bætt alla aðstöðu. Nutu Óskar og Inga, kona hans þess, en í allt of stuttan tíma vegna veikinda Óskars. Óskar unni friðsæld og nátt- úru þessa fallega staðar, og var umhugað um að ekkert vantaði til að gera dvölina þar sem besta. Hann var fiskimaður, var skip- stjóri og útgerðarmaður og afl- aði vel. En með stöng í hendi úti í á skipti ekki svo miklu þó lítið veiddist, þess mikilvægara var að fanga stund og stað. Hann hafði oft á orði hvað þetta væri honum mikilvægt. Við í Litla veiðifélaginu sökn- um félaga og vottum Ingu og fjölskyldu okkar dýpstu samúð. Heimir Jóhannsson og Sigurður Ingi Ingólfsson Ekki bjóst ég við því að ég ætti eftir að skrifa minningar- korn um þig nú í nóvember. Við vonuðumst eftir að þú myndir Óskar Þórarinsson ✝ Óskar Þór-arinsson fædd- ist í Vest- mannaeyjum 24. maí 1940. Hann lést á Heilbrigðis- stofnun Vest- mannaeyja 2. nóv- ember 2012. Útför Óskars fór fram frá Landa- kirkju í Vest- mannaeyjum 10. nóvember 2012. sigrast á veikindum þínum eins og svo oft áður. En í norð- anbálinu síðustu helgi þá kvaddir þú okkur skyndilega eftir erfið veikindi og það á afmælis- degi Erlu Rósar dóttur minnar. Svona getur lífið verið hverfult og því fylgja skin og skúr- ir. Þína birtu fékkst þú frá Ingi- björgu konu þinni og ber heimili, börn, útgerð og garður þess vitni (þó sumir hafi eignað sér garðinn á góðri stundu). Ef eitthvað bját- aði á þá náðuð þið að sigrast á öllum erfiðleikum með æðru- leysi, kjarki og visku. Minning- arnar munu lifa: jákvæðnin, gleðin, góðverkin og ekki síst skemmtilegu sögustundirnar þínar. Elsku Inga og fjölskylda, megi Guð vera með ykkur á þessum erfiðu tímum. Og þrátt fyrir ástvinarmissi þá er það skynsemin samfara þolinmæði, sem yfirstígur alla örðugleika. Og ég sem drykklangt drúpi höfði yfir dauðans ró, hvort er ég heldur hann, sem eftir lifir, eða hinn, sem dó? (Steinn Steinarr) Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgrímur Pétursson) Takk fyrir að vera okkur góð fyrirmynd. Svo þegar við horfum upp í norðanhimininn og sjáum Pólstjörnuna þá hugsum við til þín. Ef norðurljósin dansa með henni á himninum þá vitum við hver er að stjórna músíkinni og taktinum. Sigmar Þröstur Óskarsson og fjölskylda. Óskar frá Háeyri var einn af þeim mönnum, sem allir báru virðingu fyrir, og við nánari kynni þótti vænt um. Hann, eins og flestir Eyjapeyjar á þeim tíma, hóf ungur að stunda sjóinn. Síðar varð hann farsæll skip- stjóri og rak sína eigin úterð á Frá VE. Það þótti gott pláss að vera skipsmaður hjá honum. Þegar Óskar lét í sér heyra hlustaði allur flotinn í talstöðinni, því hann var ekkert að skafa ut- an af hlutunum. Hann var vel máli farinn og sagði skemmtilega frá, bæði um menn og það sem sneri að veiði dagsins. Óskar var mikill djassunnandi og notaði hvert tækifæri sem gafst til að sækja slíkar uppá- komur. Ég minnist þess þegar hann aðeins sextán ára, fékk að taka í trommurnar hjá Sigurði frænda sínum, með stórhljóm- sveit á vertíðarböllum í Höllinni í Eyjum. Hann var vel liðtækur á trommur. Óskar var góður fluguveiði- maður og stundaði veiði vítt og breitt í ám landsins. Hann bar mikla virðingu fyrir náttúrunni, og í veiði, vildi hann helst sleppa öllum vænum fiskum. Í Grenlæk, var hann einn af fjórum, að mér undirrituðum meðtöldum, sem eiga snoturt veiðihús í náttúruparadís við lækinn. Við eigum eftir að sakna hans sárt. Við vottum Ingu og fjölskyldu okkar dýpstu samúð. Bogi Sigurðsson og Helga Tómasdóttir. Alltaf fjölgar himnakórnum í, og vinir hverfa, koma mun að því. En þegar lýkur jarðlífsgöngunni, aftur hittumst við í blómabrekkunni. (Magnús Eiríksson) Heyrðu Pálmi, ertu ekki til í að taka þetta núna, ég ætla að fara að hlusta á Miles á meðan þú syngur fiskinn upp. Heitur bíllinn og vinur okkar, Miles Davis, freistaði veiðifélagans meira en veiðiáin og kuldinn. Veiðifélaginn er Óskar Þórarins- son skipstjóri, útgerðarmaður og djassgeggjari frá Vestmannaeyj- um. Flökkusagan sagði að hann hefði einhvern tímann híft í miðju togi til að komast á djass- tónleika. Óskar brosti út í annað þegar ég bar þetta upp á hann en taldi af og frá að það gæti ver- ið. Ég hitti Óskar Þórarinsson fyrst á djasskvöldi í Djúpinu fyr- ir mörgum áratugum. Ég var að spila með Guðmundi heitnum Ingólfssyni og Óskar bauð á lín- una, nokkrum sinnum. Skömmu síðar hitti ég hann aftur en þá var hann mættur uppstrílaður með frú Ingibjörgu í dinner og djass á Skansinum í Vestmanna- eyjum hjá Pálma Lorents, vert, djassgeggjara, og vini Óskars. Pálmi nafni minn sá til þess að Vestmannaeyingar fengju sinn skammt af djassi og alltaf var vandað til verks. Daginn eftir, þegar við Guðmundur Ingólfs hrundum niður á bar til að fá okkur hjartastyrkjandi, hittum við Óskar sem var mættur í há- degishressingu. Við slógumst í hópinn og úr varð framlenging á dvölinni í Eyjum um einhverja daga. Við Óskar náðum strax saman. Við höfðum svipaðan smekk þegar kom að kontra- bassaleikurum, vorum sammála um að það væri ekkert varið í djass ef ekki væri almennilegur bassaleikari til staðar. Og númer eitt, hann yrði að vera með „time-ið“ á hreinu. Ray Brown skoraði hátt hjá okkur þegar kom að þessum nauðsynlegu eig- inleikum kontrabassaleikara. Okkur Óskari var ætlað annað hlutskipti en að sitja langar næt- ur að sumbli yfir meisturum djassins því að við steinhættum báðir að drekka. Og þá fór nú fyrst að verða almennilega gam- an. Ég man alltaf eftir því þegar Óskar hringdi í mig og spurði hvort ég væri ekki til í að koma með sér í veiðiferð. Vantar þig háseta? spurði ég. Nei, það var annað sem hékk á spýtunni. Gamli sjóhundurinn og aflaskip- stjórinn var kominn með annan fótinn í land, búinn að kaupa sér fluguveiðistöng og ekki nóg með það, var að fara á kastnámskeið. Við fórum í margar veiðiferðir næstu ár á eftir, hlustuðum á djass, köstuðum fyrir spræka fiska og nutum þess að vera edrú. Kvöldin í veiðikofunum urðu að löngum sögustundum sem ég vildi óska að væri til afrit af. Ég held að sjaldan hafi hlát- urtaugarnar verið þandar meira en á þessum minnisstæðu kvöld- vökum, þökk sé sagnameistaran- um Óskari Þórarinssyni. Nú er þessum kafla lokið. Óskar vinur minn þurfti að lúta í lægra haldið fyrir illvígum sjúk- dómi og verður sárt saknað. En minningin um góðan vin lifir áfram. Fjölskyldu Óskars sendi ég mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Pálmi Gunnarsson. Við fráfall Óskars á Háeyri hafa margir misst mikið, fjöl- skyldan þó mest; en einnig við vinir hans, Eyjamenn sem djass- unnendur, syrgjum. Þó Óskar hefði verið sárþjáður undir lokin bar hann það ekki á torg. Tvisv- ar hafði hann risið upp frá dauð- um í baráttu sinni við hjartasjúk- dóm og auk þess unnið margan tvísýnan sigurinn; en krabbinn er vágestur. Óskar var baráttunni vanur, enda einn fengsælasti skipstjóri í Eyjum. Hann var fæddur sósíalisti. Meðlíðan hans með mannkyninu var honum eðlislæg. Hann bjó betur að sínum mönnum en aðrir útgerðarmenn og ekkert mátti hann aumt sjá. Æska hans var ekki alltaf dans á rósum og móð- ir hans oft mjög veik. Þórarinn og Elísabet bjuggu með börn- unum í kjallaranum á Háeyri og í lautinni voru strákarnir í fót- bolta. Óskar hafði samið við mömmu sína að koma út á stétt og kalla í hann væri Louis Arms- trong leikinn í útvarpi og þegar hún kallaði: „Óskar, hann Louis er í útvarpinu!“ gaf Óskar bolt- ann á næsta mann og þaut inn. Óskar og Nonni vinur hans í Skuld hlustuðu ötullega á djass- inn og svo var alla tíð. Óskar var tilfinningaríkur maður og lét hrifningu sína óspart í ljós. Mér er minnisstætt er Niels-Henning kom til Íslands í fyrsta sinn og hélt tónleika í Norræna húsinu. Þar var Óskar mættur í bleisernum og fagnaði bassasnillingnum og köppum hans með bravóhrópum. Féll Niels-Henning mæta vel við þennan glæsilega skipstjóra og spurði mig gjörla um mister Bravo. Óskar var félagi í Jazzvakn- ingu til hinsta dags og sótti flesta stórtónleika félagsins. Af einum tveimur missti hann þó. „Ég gat ekki gert mínum mönn- um það að róa ekki,“ sagði hann eftir seinni tónleikana. „En ekki borgaði það sig. Ég var með hug- ann annars staðar og missti troll- ið.“ Alla tíð studdi Óskar Jazz- vakningu með ráðum og dáð og geta má þess að hann og Örn Ævarr Markússon, kostuðu út- setningar Ole Kock Hansens á íslenskum þjóðlögum fyrir tríó Niels-Hennings og strengjakvar- tett. Þessi verk voru frumflutt í Háskólabíói og seinna gefin út í Danmörku. Óskar og Ingibjörg, kona hans, hófu útgerð er hann keypti Frá VE af Fiskiðjunni 1975 og má geta þess að eitt sinn er hann endurnýjaði bátinn, velti hann fyrir sér að skíra hann Mingus, en gamla nafnið sigraði þó að lokum. Ingibjörg var stoð hans og stytta í útgerðinni og sá um reksturinn í landi og er Óskar tók að lýjast tók Sindri sonur hans, mikill mannkostamaður, við stýrinu og naut þess sem hann hafði lært af föður sínum. Óskar var mikill á velli, en varðveitti ætíð barnshjartað og auk djassins voru bókmenntir honum afar kærar og táraðist hann stundum yfir fögru ljóði. Hann var afburða sagnamaður. Óskar var ekki gallalaus, frek- ar en aðrir, og átti lengi í glímu við Bakkus konung, sem varð að lúta í lægra haldi fyrir skipstjór- anum. Þau ár voru vinum hans og kunningjum skemmtilegri en fjölskyldunni. Að leiðarlokum sendi ég og Anna Bryndís, Ingu, börnunum og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur og Jazzvakning þakkar Óskari þá tryggð er hann sýndi félaginu ætíð. Vernharður Linnet Óskar á Háeyri hefur kvatt. Þegar ég fékk fréttirnar af and- láti Óskars á Háeyri fór margt gegnum hugann. Ég kynntist Óskari fyrst árið 1992. Þá keypti hann Frigg sem síðar varð Frár. Við sem vorum á Frigginni rér- um með Óskari sumarið ’92 og það var gaman. Þarna kynntist ég einum mætasta manni sem ég hef kynnst um ævina. Árið 1993 réði ég mig á Frá og réri þar til ársins 2009. Byrjaði sem neta- maður og endaði sem afleysinga- skipstjóri. Þessi tími á Frá er ógleymanlegur. Þegar Skari var með bátinn var oft gaman. Ekki lætin í Óskari. En sögustundirn- ar voru margar. Ég var stýri- maður með Óskari og þá lærði ég margt. En það sem stendur uppúr er að maður lærði þolin- mæði. Eitt sinn sátum við fastir á standi við Eldeyna. Sumir hefðu híft strax og sett trollið í spað. Ekki Óskar. Við biðum af okkur tvö föll og þá losnaði druslan og kom óskemmd upp. Svona var Óskar, alltaf nægur tími. Annað minnisstætt skipti vorum við á Víkinni í rjómablíðu búnir að fylla, mannskapurinn í aðgerð og Frár kominn á lands- tím. Þá er slegið af og kallinn galar og segir okkur að koma uppá dekk. Við upp og héldum að eitthvað væri að. Uppi blasti Dyrhólaey við alveg ofaní okkur. Kallinn í glugganum og við allir eitt spurningamerki í framan, finnst ykkur þetta ekki fallegt strákar? Desembermánuð rétt fyrir jól var Óskar með bátinn og ég var stýrimaður. Við fórum víða en enginn var fiskurinn. Túrinn endaði í sex dögum, afl- inn var sjö kör, þrjú og hálft tonn. Ekki fannst kallinum þetta neitt stórmál. Gerum bara betur næst og náum þá í 14 kör. Ég minntist á sögur áðan. Betri sögumaður en Óskar á Háeyri er vandfundinn, þó eru margir góð- ir í Eyjunum. Oft þegar ég var stýrimaður hjá Skara leysti ég hann af fyrir miðnótt. Þá fór kall niður og sat í borðsalnum hjá strákunum sagði lúkarssögur eins og hann kallaði það fram að hífi. Spurði hvort ekki væri hægt að toga lengur. Ef svo var ekki lagði hann sig aðeins. Þegar peyjarnir komu inn aftur úr að- gerð mætti hann aftur og hélt áfram. Já, þær eru margar sög- urnar sem maður hefur heyrt í lúkarnum á Frá. Svo var hlustað á jazz í brúnni á toginu. Óskar var vel heima í öllu sem viðkem- ur sjávarútveginum og í vel flestu öðru líka. Minnisstætt þegar ákveðinn vélstjóri fór að karpa við kallinn um biblíutúlk- anir. Þar kom vélstjórinn ekki að tómum kofanum hjá Skara. Varð úr hin mesta skemmtan sem ent- ist marga túra. Óskar er líklega eini skipstjóri flotans sem hefur haldið AA-fund í skipstjóraklef- anum. Það var í Englandssigl- ingu á nýjasta Frá. Um borð voru margir AA-menn sem þurftu andlegan stuðning fyrir landtöku í Hull. Af árangri fund- arins fer engum sögum. Góða skapið var eitt af aðalsmerkjum Óskars. Þó illa gengi á stundum var alltaf stutt í galsann. Hann sá alltaf eitthvað spaugilegt við hlutina sem aðrir sáu ekki. Nú er komið að kveðjustund kæri vin. Takk fyrir mig og mína, stuðn- ingur ykkar Ingu við okkur gleymist ekki. Við hjónin vottum þér Inga og fjölskyldu þinni inni- lega samúð okkar. Megi góður Guð styrkja ykkur í sorginni. Valmundur og Björg. Hann Óskar sem við kveðjum í dag var kenndur við Háeyri í Vestmannaeyjum. „Háeyringur- inn“ var sagt og þá vissu menn við hvern var átt. Eins og alþjóð veit eru Vest- mannaeyjar alveg einstaklega hrífandi og öðruvísi en aðrir staðir á landi okkar. Ég held að það sé alveg sama hvernig veðrið er: sólskin og blíða eða stórviðri og allir boðar uppi, fegurðin er engu lík. Þarna ólst hann upp og var að auki nokkur sumur í sveit undir Eyjafjöllum. Ungur fór Óskar á sjó. Ég held að hann hafi verið 15 ára á síldveiðum á Gull- borginni með Binna í Gröf. Ægi- fögur náttúra og stórbrotið mannlíf hafa sín áhrif á þá sem við það alast upp. Leiðir okkar lágu ekki saman lengi vel og það var svo fyrir 16 árum að við hittumst austur í Landbroti. Þetta var í dálitlum flokki manna í slagtogi með Pálma Gunnarssyni. Nú skyldi gera veiðimynd. Óskar var þá löngu orðinn skipstjóri og út- gerðarmaður. Ég hafði aðeins heyrt af þessum manni sem var svo fiskinn og vandaður sjómað- ur. Við vorum í Efri-Vík hjá Herði og Sallý og allt í einu kem- ur þessi vörpulegi maður gang- andi utan úr myrkrinu og við heilsumst. Mér fannst ég ekki vera að heilsa ókunnugum manni, heldur værum við tals- vert kunnugir. Ámóta reynslu höfðu aðrir. Það leið ekki á löngu þar til við vorum farnir að snúast saman, í kringum veiðiskap. Inn á milli kom svo margt fleira. Hann hafði ekki haft langa setu á skólabekk en var reglu- lega menntaður og þroskaður maður, víðlesinn og tónelskur. Sagnabrunnur var hann með af- brigðum og svo skemmtilegur að menn gátu dáðst að heilu kvöld- in. Í fyllingu tímans varð það að nokkrir „strákar“ ákváðu að hitt- ast eina helgi í janúar, vestur á Snæfellsnesi. Það var engin dag- skrá en maður er manns gaman og það dugði. Þetta var árið 2002 og stendur enn. Strákarnir eu víða að úr samfélaginu og þekkt- ust fáir áður. Þarna átti Óskar hvers manns virðingu og vináttu. Lífsreynsla og þekking var brunnur bæði fróðleiks og skemmtunar og þessa síðustu daga höfum við strákarnir borið okkur saman, hvað okkur þyki merkilegast í fari hans. Niður- staðan er: Hann var svo mikill mannvinur og þó við höfum það ekki frá honum, vitum við að hann var mikill afreksmaður vegna líkamlegrar hreysti, og bjargvættur. Nú er skarð fyrir skildi hjá okkur og ég sem þetta rita er lík- lega í svipaðri stöðu og Halldór Laxness sagði einhvers staðar frá, að fyrst eftir að lauk dag- legum samskiptum hans við Bjart í Sumarhúsum, þótti hon- um sem hann hefði misst hald- reipi í lífinu. Síðustu ár höfum við talað saman í síma, oft í viku hverri. Það var mikill skóli fyrir mig og ómetanlegur. Óskar átti, eins og fleiri menn, sinn betri helming og eftir þetta maklega hól um hann mun ein- hverjum koma í hug að nú vand- ist málið. Það er nú eitthvað ann- að. Hún Inga var kjölfestan í lífi hans. Það var auðfundið þó ekki væri mikið sagt. Við „strákarnir“ og fjölskyldur okkar vottum henni og fjölskyldunni allri sam- úð okkar og virðingu og erum fullir af þakkæti til forsjónarinn- ar fyrir alla vináttuna sem við nutum. Það tekur ekki enda. Sigurður Pálsson. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast afa Stjána eins og ég kallaði hann alltaf þegar ég og barnabarn hans, Ægir, fórum að vera sam- an. Við eignuðumst fljótlega dótt- ur, hana Þóreyju Heklu, en þrátt fyrir að leiðir okkar skildi héldu þau hjónin Valdís og Kristján alltaf miklu sambandi við okkur mæðgur. Nú er Þórey orðin 12 ára og varla líður vika á milli þess sem við heyrumst. Og ekki bara hvað varðar Þóreyju heldur líka bara um lífið og tilveruna. Ég minnist þess helst að það var alveg sama hvað Þóreyju mína vantaði, afi Stjáni og amma Dísa voru alltaf mætt á svæðið til að redda málunum. Ég á góðar minningar um afa Stjána og leit á hann ekkert síður sem afa minn, svo náið var sambandið. Stöðug samvera Þóreyjar við langömmu sína og afa hefur leitt af sér sterka vináttu sem við geymum nú og varðveitum í minningunni þegar afi Stjáni hefur kvatt þenn- an heim. Þórey Hekla átti fastan punkt hjá þeim einu sinni í viku þar sem þau sóttu hana í leikskóla og svo skóla seinna meir. Það hefur ver- ið okkur báðum ómetanlegt. Mér fyrir þann stuðning sem mér var Kristján Bernhard Thompson ✝ Kristján Bern-hard Thomp- son fæddist í Reykjavík 26. jan- úar 1942. Hann lést á Landspítalanum 31. ágúst 2012. Útför Kristjáns fór fram frá Árbæj- arkirkju 10. sept- ember 2012. sýndur og Þóreyju Heklu fyrir alla væntumþykjuna og alúðina sem hún hlaut hjá þeim. Það voru mörg atvikin sem ég gæti sagt frá sem sýndu afa Stjána í hnot- skurn og hvaða kar- akter hann hafði að geyma. Svo blíður og vingjarnlegur en samt lokaður og var ekkert að flíka tilfinningum sínum. Eitt at- vikið átti sér stað þegar Þórey Hekla fór í sína fyrstu ferð til Noregs til pabba síns. Þá átti hún að vera í heilan mánuð en hafði aldrei verið svo lengi í burtu frá mér. Afa Stjána fannst ómögu- legt að ég færi ein með hana á flugvöllinn ef ég skyldi fara að gráta eða vera eitthvað aum þeg- ar ætti að kveðja hana. Hann bauðst því til að skutla okkur um miðja nótt til að vera mér til halds og trausts á heimleiðinni. Afa Stjána þótti gaman að mála og man ég eftir að hann bauðst til að mála fyrir mömmu mína og gerði það fljótt og vel. Hann tók ekki í mál að sér yrði greitt fyrir verkið. Nú kveðjum við afa Stjána í lif- anda lífi en varðveitum allar þær minningar sem við eigum saman. Þórey á sérstaklega góðar minn- ingar um afa sinn sem halda að henni hlýju þegar hugsað er um þær. Elsku amma Dísa og aðrir að- standendur. Við Þórey sendum hlýju og kærleika til ykkar. Megi minning um góðan mann lifa áfram. Emilía og Þórey Hekla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.