Morgunblaðið - 13.11.2012, Side 31

Morgunblaðið - 13.11.2012, Side 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2012 ✝ Ágústa Sigurð-ardóttir fædd- ist í Hafnarfirði 17. júní 1933. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Suð- urnesja í Víðihlíð 7. nóvember 2012. Foreldrar henn- ar voru Sigurður Hallmannsson, f. 2. júlí 1910, d. 30. maí 2004 og Jónea Helga Ísleifsdóttir, f. 9. júní 1911, d. 7. maí 1988. Systkini Ágústu eru Ísleifur, f. 13. jan- úar 1935, d. 1998, Guðrún Ágústa, f. 18. janúar 1938, Hallmann, f. 19. september 1943, d. 1944, Hjörtur Sig- urjón, f. 9. apríl 1950. Ágústa giftist Kristjáni Karli Péturssyni, f. 16. október 1931, d. 11. maí 1979, á sjó- mannadaginn 1954. Þau slitu samvistum. Börn þeirra eru 1) Guðmunda Kristjánsdóttir, f. 21. nóvember 1952. Börn henn- ar eru a) Ágústa, f. 7. maí 1972 b) Valgeir, f. 2. desember 1980. Maki Guðmundu er Páll Jó- Barn þeirra er Þórarinn, f. 30. mars 1991. Guðný átti fyrir Guðrúnu Dalíu, f. 8. janúar 1981. 3) Ingibjörg Halla, f. 12. október 1962. Maki Heimir Bjarnason, f. 7. júní 1960. Börn þeira eru a) Hildur, f. 23. sept- ember 1988 b) Halla, f. 5. sept- ember 1997. 4) Sigurður, f. 15. nóvember 1966. Maki Ingibjörg Gunnarsdóttir, f. 24. september 1967. Þau slitu samvistum. Börn þeirra eru a) Gunnar Sig- urður, f. 31. ágúst 1987 b) Matthías Máni, f. 31. ágúst 1991 c) Kristján Freyr, f. 14. október 2002. Sambýliskona Sigurðar í dag er Mona Lund- blad. Ágústa giftist Andra Sig- urði Jónssyni, f. 4. október 1934, d. 14. apríl 1997. Þau slitu samvistum. Börn, barna- börn og barnabarnabörn Ágústu eru rúmlega 40 talsins. Fyrri hluta ævinnar bjó Ágústa í Garðinum en lengst af í Reykjavík og Kópavogi, flutti síðan aftur í Garðinn og bjó í Grindavík síðustu ár. Hún vann almenn húsmóðurstörf ásamt því um tíma að reka Flatköku- gerð Þorkels með rausnarbrag um margra ára skeið. Ágústa starfaði einnig um árabil hjá BSÍ í Reykjavík. Útför Ágústu fer fram frá Útskálakirkju í dag, 13. nóv- ember 2012, kl. 13. hann Pálsson, f. 25. nóvember 1957. Þeirra börn eru c) Páll Hreinn, f. 20. október 1983 d) Eggert Daði, f. 5. nóvember 1985. 2) Helgi Krist- jánsson, f. 4. jan- úar 1954. Maki Kristín Helgadótt- ir, f. 24. desember 1954. Þeirra börn eru a) Aníta Björk, f. 1. mars 1974 b) Hrafnhildur, f. 29. des- ember 1977 c) Fjóla Kristín, f. 25. maí 1981. Ágústa giftist Hirti Frímanni Guðmundssyni, f. 15. júlí 1918, d. 4. október 2009, hinn 1.maí 1960. Þau slitu samvistum. Börn Hjartar og Ágústu eru 1) Jóna Sigrún, f. 12. maí 1959. Maki Ólafur Jónasson, f. 12. október 1960. Börn þeirra eru a) Hulda Sigríður, f. 7. sept- ember 1981 b) Arnar Már, f. 3. apríl 1988 c) Hjördís Ósk, f. 14. júní 1994. 2) Hjörtur, f. 23. júlí 1960. Maki Guðný Þórarins- dóttir, f. 13. október 1956. Í dag kveð ég yndislega tengdamóður mína, Ágústu Sig- urðardóttur. Hún var ekki bara tengdamóðir mín heldur góður vinur og alltaf gat ég leitað til hennar til að fá góð ráð eða bara að spjalla. Þar sem Helgi var mikið á sjónum þegar stelp- urnar okkar voru litlar, þá var hún alltaf boðin og búin að að- stoða mig ef svo bar undir. Minnist ég margra góðra stunda með henni. Hún hafði mjög gaman af að ferðast, bæði innanlands og ut- an. Við fórum í ferð saman til Namibíu og Suður-Afríku og stóð sú ferð alltaf upp úr hjá henni og áttum við mjög góðar minningar frá þessari ferð. Gústa amma eins og hún var kölluð á okkar heimili var mjög vinnusöm og féll henni aldrei verk úr hendi. Á haustin var hún mætt í Brekkubyggðina tilbúin í sláturgerð svo eitthvað sé nefnt. Einnig ef það vantaði aðstoð með að bæta vinnuföt, sauma gardínur eða annað, þá var hún ekki lengi að bjarga því. Ófáar voru ferðir hennar í sælureitinn sinn Breiðagerði, þar sem hún hafði svo mikla ánægju af að rækta kartöflur, rabarbara og fleira, ásamt því að vera stöðugt að laga til, mála eða annað sem til féll. Hún hafði gaman af söng og dansi og var vel liðtæk í að spila á gítar, sem heillaði marga af yngri kynslóðinni þegar hún tók Elvis eða Bubba. Elsku Gústa, við eigum eftir að sakna þín, en minningarnar um þig eiga eftir að ylja okkur um hjartarætur. Vaktu, minn Jesús, vaktu í mér, vaka láttu mig eins í þér. Sálin vaki þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. (Hallgrímur Pétursson) Blessuð sé minning þín. Þín tengdadóttir og vinkona, Kristín Helgadóttir (Stína). Elsku amma, þó orð vegi ekki þungt á svona stundu vilj- um við systurnar minnast þín með fáeinum orðum. Við eigum ógrynni æsku- minninga um Gústu ömmu eins og hún var alltaf kölluð á okkar heimili. Allt frá lyktinni af flat- kökum og pönnukökum yfir í ferðalag til Afríku. Sunnudagspönnsur í Holta- gerði voru fastur liður þegar hún bjó þar og árlegar skötu- veislur skipa stóran sess í minningabanka okkar. Það var alltaf notalegt að koma til ömmu og oft mikið fjör. Hún hafði líka alltaf tíma fyrir litlar skottur sem vildu fá að prófa silfurlituðu glimmerskóna og kjólana síðan hún var ung, hræra slátur með henni, fá hana til að sauma eitthvað fyrir sig, baka pönnsur eða hlusta á gömlu plöturnar hennar. Henni þótti fátt skemmtilegra en að dansa og átti það einnig til að rífa upp gítarinn og „ræ ræa“ með okkur þegar sá gállinn var á henni. Amma hafði líka skoðanir og auðvelt var að líta upp til henn- ar þar sem hún var einnig í okkar huga sjálfstæð kona sem fór sínar eigin leiðir. Hún rak meðal annars flatkökugerð í nokkurn tíma og þótti litlum skottum það ekkert lítið sport að fá að flækjast með ömmu á þann spennandi stað. Flatkökur eiga alltaf eftir að minna okkur á Gústu ömmu. Amma var svo fjölhæf. Hún hafði meðal annars gaman af ræktun af öllu tagi og ekki að- eins fjölskyldurækt. Hún var hreinlega sérfræðingur í kart- öflurækt. Í litla rauða bústaðn- um sínum á Vatnsleysuströnd ræktaði hún kartöflur og jarð- arber, hlúði að litla kofanum, gróðrinum og jörðinni. Hún þurfti alltaf að hafa nóg að gera og helst of mikið að gera. Í Breiðagerði gat hún fengið út- rás fyrir iðjusemi sína og þörf fyrir að vera „alltaf að“. Marg- ar góðar minningar með ömmu fylgja Breiðagerði. Amma elskaði einnig að ferðast og stendur upp úr ferð hennar með fjölskyldu okkar til Namibíu. Frá þeirri ferð eru margar góðar og skemmtilegar minningar þar sem mikið var hlegið og mörg ævintýri áttu sér stað. Amma sló um sig og óx heldur betur í áliti hjá 15 ára unglingsbarni þegar „Gústa gamla“ eins og hún kallaði sig skellti yfir í ensku með alvöru amerískum hreim eins og ekk- ert væri. Amma kom stöðugt á óvart og var svo sannarlega sjálfstæð kona sem fór sínar leiðir. Gústa amma var þessi hressa amma sem alltaf átti húmorinn sinn í farteskinu, sama hversu lasin hún var orðin eða hvað bjátaði á. Alltaf var stutt í kímnina. Elsku besta Gústa amma, við vitum að þú ert komin á frið- sælan og fallegan stað. Við kveðjum þig með því að hugsa þakklátar um allar ómet- anlegu stundirnar með þér. Megi góður Guð geyma þig líkt og þú sagðir alltaf við okkur þegar þú kysstir okkur góða nótt. Þínar, Aníta, Hrafnhildur og Fjóla. Ágústa Sigurðardóttir Elsku Offi, stundin sem ég heyrði að þú værir farinn er mér greypt í minni. Veikindi þín hafa verið langvarandi og ströng og ég verð að játa það að ég gerði mér aldrei grein fyrir alvar- leika þeirra. Þegar fólk sagði mér að hugsanlega myndi þetta enda bara á einn veg, þá í hjarta mínu vildi ég ekki trúa því og hugsa hugsunina til enda. Þú hafðir sigrað einu sinni og ég vildi að þú sigraðir aftur. Þú hefur verið í fjölskyld- unni meira en hálfa ævi mína, enda hef ég algjörlega stimplað þig inn sem hluta af okkur. Mér fannst það frábært hversu mikið þú elskaðir systur mína, þið gátuð rifist eins og hundur og köttur, en innst inni vissuð þið alltaf að þið voruð hvort annars og ætluðuð að vera það alla tíð. Þið gerðuð lengi grín að karlmannsleysi mínu og veðj- uðuð jafnvel, ég hef ekki enn fengið að vita hvort ykkar vann veðmálið. En ég man eina stund þegar ég var að væla í þér yfir þessu og þú sagðir að kostir mínir væru ekki þeir sem ungir vitleysingar væru að leita að, heldur þyrfti þrosk- aðan karlmann til að meta þá, eins og með Berglindi, þú elsk- Ófeigur Gústafsson ✝ Ófeigur Gúst-afsson fæddist í Reykjavík 26. nóv- ember 1979. Hann lést á Landspít- alanum 6. október 2012. Ófeigur var jarð- sunginn frá Egils- staðakirkju 19. október 2012. aðir akkúrat þessa kosti hennar á þeim tíma, þó að það hafi ekki verið það sem þú sást fyrst. Það má ald- eilis segja að ég hafi farið að ráðum þínum í vali mínu. Eftir fyrri veik- indi þín fannst mér þú breytast svo. Forgangsatriði þín breyttust. Fjölskyldan varð númer eitt, tvö og þrjú. Stelp- urnar voru dýrmætustu gim- steinar sem þú gast fundið og Berglind kletturinn þinn. Þú hélst áfram að leika þér, fara á vélsleða og mótorhjól, en þér fannst best í heimi að koma heim til fjölskyldunnar. Svo eft- ir því sem stelpurnar stækkuðu fórstu að taka þær með þér í áhugamálin þín, og það sem þær elskuðu það. Þær voru fjöl- margar hláturstundirnar sem maður átti með þér þar sem frásagnarhæfileiki þinn var ótrúlega skemmtilegur, ég mun sakna þeirra stunda. Veistu, ég á ennþá erfitt með að trúa að ég hitti þig ekki aft- ur, a.m.k. ekki í lifanda lífi. Ég hlakkaði alltaf til dagsins sem við systurnar gætum hist með kallana okkar, borðað góð- an mat, sagt sögur og átt góðar stundir saman, en þú veiktist aftur og við náðum aðeins þessu eina góða kvöldi. Ég sakna þín, Offi minn, en er þakklát fyrir yndislegar stundir og þakklát fyrir þessar yndislegu frænkur mínar sem þú skilur eftir þig. Takk fyrir mig, elsku Ófeig- ur, og allar góðar stundir. Þín mágkona, Lilja Scheel Birgisdóttir. Leiðrétting við minningargrein Ég vil koma á framfæri leið- réttingu á síðustu málsgrein- inni sem skilaði sér ekki rétt í minningargrein sem ég ritaði um Hrafnhildi Jóhann- esdóttur og birtist í blaðinu 9. nóvember sl. Rétt er setn- ingin eftirfarandi: „Vonandi hefur þú fundið veginn sem við villtumst af.“ Sigurður Páll Ásólfsson. Leiðrétt Jens móðurbróðir minn var einn af karlfyrirmyndunum í stórfjölskyldunni þegar ég var að alast upp. Hann var af fyrstu kynslóðinni í fjölskyld- unni sem átti þess kost að stunda háskólanám. Hann þurfti þó að fjármagna stóran hluta náms síns frá gagnfræða- stigi sjálfur með mikilli vinnu en lauk að lokum framhalds- gráðu í jarðfræði frá háskól- anum í Osló. Jens ólst upp í stórri fjöl- skyldu sem ekki var mulið und- ir. Þetta voru yfirleitt kraft- miklir einstaklingar sem voru hörkuduglegir til vinnu, vel að sér, skoðanaríkir, skoðanafastir og héldu vel á sínu í öllum um- ræðum. Þessa hefð mótaði ekki síst Tómas faðir Jens og afi minn. Það var því oft gaman í fjölskylduboðum þar sem ég minnist margvíslegra samtala á milli afa míns, Jenna, Hauks bróður hans, föður míns og fleiri. Þar var meðal annars far- Jens Tómasson ✝ Jens Tómassonfæddist í Hnífs- dal 22. september 1925. Hann lést á vistheimilinu Grund 24. október 2012. Útför Jens fór fram frá Neskirkju í Reykjavík 1. nóv- ember 2012. ið yfir jarðfræði, mannvirkjagerð, landafræði, sögu og stjórnmál, og stundum tekist á af þekkingu og ákveðni. Á þessu svelli var Jens sterkur. Þegar við töld- um okkur hafa ald- ur og afl til fóru ég og fleiri úr yngri hluta frændgarðsins að taka þátt í umræðunum en auðvitað byggðist það framan af á of- mati, eins og oft vill verða. En ég minnist þess að Jens tók framlagi okkar yfirleitt ljúf- mannlega og virti viljann fyrir verkið, því þó hann hafi öðrum þræði verið harðjaxl, eins og þurfti að vera til að brjóta sér leið í gegnum stéttamúra fortíð- arinnar, þá var hann líka ein- stakt ljúfmenni og öðlingur. Það kom oft fram og ekki síst þegar eitthvað bjátaði á. Þann- ig mun ég seint gleyma þeim mikla stuðningi sem hann og fjölskylda hans veitti minni fjöl- skyldu þegar faðir minn og systir létust á árinu 1987. Jenni var þannig bæði mikill fræðimaður og grúskari og mikill fjölskyldumaður. En Jenna hafa þó ekki verið gerð skil ef ekki er minnst á gleði- manninn. Hann var manna kát- astur í fjölskylduboðum og á öðrum góðum stundum. Það gerði þetta allt enn skemmti- legra að hann hafði mjög sér- stakan hlátur sem smitaði út frá sér. Þannig minnist ég þess að það var mikið sport hjá yngri systkinum mínum þegar Jenni kom í heimsókn að liggja einhvers staðar á hleri og bíða eftir því að hann skellti upp úr. Með Jens er genginn mikill og góður maður sem lagði gott til þjóðfélagsins og sinna nán- ustu. Hann var orðinn aldraður og slitinn þegar hann skildi við og fyrir löngu búinn að skila sínu æviverki. Við Elsa sendum börnum hans og fjölskyldum okkar samúðarkveðjur. Már Guðmundsson. Strax árið 1986 þegar ég flutti inn á heimili Herborgar Húsgarð og Jens Tómassonar að Bakkaseli 21 í Reykjavík, áttaði ég mig á því að vænt- anlegur tengdafaðir minn var á margan hátt einstakur maður. Hann hafði tekið MR utanskóla á 3 árum og unnið með því fulla verkamannavinnu, hafði verið gallharður sósíalisti og hafði mjög svo ákveðnar skoðanir á samtímapólitíkinni sem oft báru vott um mikla réttlætiskennd. Jens var ekki aðeins fram- úrskarandi jarðfræðingur sem átti m.a. sinn þátt í að gefa okk- ur heita vatnið sem hlýjar okk- ur nú á köldum vetrardögum, heldur kunni hann a.m.k. einn og hálfan hillumetra af norskri ensíklópedíu utanbókar. Þannig kom maður aldrei að tómum kofanum hjá Jens, hvort sem umræðuefnið var stjórnmál, sagnfræði, landafræði eða at- ferli lemúra. Jens fannst gaman að spila bridds og tefla skák. Honum fannst þó lítið gaman að tefla við mig. Ég var of lé- legur. Þegar barnabörnin komu í heiminn, eitt af öðru, varð svo endanlega ljóst hvern mann Jens geymdi. Hlýrri og meira gefandi verða menn vart. Jens var mikið jólabarn og mun hans verða sárt saknað um næstu jól. Ég veit að Bjargey og Sól- borg, dætur okkar, munu geyma í hjarta sínu alla sína ævi minninguna um yndislegan afa sem Jens svo sannarlega var. Birgir Þorsteinn Jóakimsson. ✝ Eiginmaður minn, Jóhann F. Guðmundsson flugumferðarstjóri, Sléttuvegi 11, andaðist mánudaginn 5. nóvember á Landakoti, deild L-4. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 15. nóvember kl. 13:00. Fyrir hönd aðstandenda, Lára Vigfúsdóttir. ✝ KARL MARÍUS JENSEN, Carlo, áður til heimilis í íbúðum aldraðra, Hlaðhömrum í Mosfellsbæ, lést á hjúkrunarheimilinu Eir föstudaginn 9. nóvember. Útför hans fer fram frá Lágafellskirkju föstudaginn 16. nóvember kl. 15.00. Vinir og vandamenn.✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN PÁLÍNA KARLSDÓTTIR frá Látrum í Aðalvík, lést á hjúkrunarheimilinu Eir laugardaginn 10. nóvember. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Auðlind, náttúrusjóð. Bankareikningur Auðlindar er 0325-13-301930, kt.: 580408-0440. Óli Örn Andreassen, Annette T. Andreassen, Inga Lovísa Andreassen, Matthías Viktorsson, Karl Andreassen, Elma Vagnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.