Morgunblaðið - 13.11.2012, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 13.11.2012, Qupperneq 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2012 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Garðar Faglærðir garðyrkjumenn geta bætt við sig verkefnum. Trjáklippingar, trjáfellingar, hellu- lagnir og viðhald garða. Ingvar s. 8608851 Jónas s. 6978588. Gisting Gisting Akureyri Skógarhlíð 27, 601 Akureyri, 160 fm einbýlishús, 4 svefnherbergi. Að- staða fyrir ca. 13 manns. Leyfilegt að hafa hund í Skógarhlíð. Er einnig með fleir sumarbústaði við Akureyri og allir með heitum potti. orlofshus.is Leó 897 5300 Hvataferðir, fyrirtækjahittingur, óvissuferðir, ættarmót Frábær aðstaða fyrir hópa. Líka fjölskyldur. Heitir pottar og grill. Opið allt árið. Sími: 486 1500. Minniborgir.is Gisting á góðum stað. Snyrting Babaria-snyrtivörur loksins á Íslandi. Babaria er fjölbreytt vörulína sem er unnin úr náttúrulegum hráefnum og hentar þörfum allrar fjölskyldunnar fyrir alla daglega umhirðu húðar. Vörurnar fást í netversluninni www.babaria.is Geymslur Geymslur miðsvæðis í Reykjavík fyrir bretti og húsvagna. Uppl. í síma 899 8607 frá 8-18. arne@visir.is Óska eftir KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum allt gull. Kaupum silfur- borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar- leg viðskipti. Aðeins í verslun okk- ar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. Staðgreiðum gull, demanta og úr. Hringar, hálsmen, armbönd, rolex,cartier, patek philippe o.fl. Hringdu núna og fáðu tilboð þér að kostnaðarlausu. www.kaupumgull.is upplýsingar í síma 661 7000 KAUPI GULL! Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða- meistari, kaupi gull, gullpeninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Bókhald N.P. þjónusta. Óska eftir bókhalds-, eftirlits- og gæslustörfum. Uppl. í s. 861 6164. Þarftu aðstoð við reksturinn ? Við aðstoðum þig við: bókhaldið, launaútreikninga, virðisaukaskattsuppgjör, gerð ársreikninga, skattframtalið, samskipti við RSK. Ókeypis kynningartími Rekstur og skattskil sf. Suðurlandsbraut 16. Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Bílaþjónusta Húsviðhald Hreinsa þakrennur og tek að mér ýmis smærri verk . Sími 847 8704, manninn@hotmail.com Múr- og lekaviðgerðir Sveppa- og örverueyðing Vistvæn efni notuð Húsaviðgerðir www.husco.is Vönduð vinna Áratuga reynsla Sími 555-1947 Gsm 894-0217 Kaupi silfur Vantar silfur til bæðslu og endurvinn- slu. Fannar verðlaunagripir, Smiðjuvegi 6, rauð gata, Kópavogi. fannar@fannar.is - sími 551 6488. GULLFALLEGUR LAND ROVER Range Rover H S E. SVARTUR MEÐ SVÖRTU LEÐRI, ekinn 120 Þ. MÍLUR, bensín, sjálfskiptur. Staðgr. verð 1990 þús.. Rnr.105476. ÓSKUM EFTIR VINNUVÉLUM OG TÆKJUM Á SKRÁ. sala@bifreidar.is bifreidar.is Réttarhálsi 2, 110 Reykjavík. S. 577 4777. http://www.bifreidar.is Blekhylki og tónerar í flestar gerðir prentara, 50-70% ódýrari, öll hylki framleidd af ORINK. Blekhylki.is, Fjarðargötu 11, Hafnarfirði, sími 517-0150. Til sölu Bílar Kristall ljósakrónur - Ný sending Ný sending með glæsilegar kristals- ljósakrónur, veggljós, matarstell og kaffistell, kristalsglös, styttur og skartgripir til sölu. Bohemia Kristall, Glæsibær S. 571 2300 Enn á ný hefur knérunnur sæmdarhjónanna Ásu Thordarson og Jóns Gríms- sonar, löggilts endurskoðanda og málflutningsmanns á Ísafirði á öldinni sem leið, orðið fyrir höggi, er eldri dóttir þeirra hjóna, Steinunn Ragnheiður, kvaddi 92 ára hérvist sína hinn 23. október sl. eftir langa og stranga sjúkrahúsvist á Land- spítalanum. Didda, en því nafni gegndi hún meðal ættingja sinna og vina, var 3. barn foreldra sinna. Steinunn R. Jónsdóttir Hunt ✝ Steinunn Ragn-heiður Jóns- dóttir fæddist 25. ágúst 1920 á Suður- eyri í Súgandafirði. Hún andaðist á Landakotsspítala 23. október 2012. Útför hennar fór fram frá Neskirkju 6. nóvember 2012. Að Diddu látinni lifa hana tvö yngstu systkinin, þau Inga Þórhildur og Ragnar Áki. Didda var skírð í höfuðið á móður- ömmu sinni, Stein- unni Ragnheiði Guðmundsdóttur, sem ættuð var frá Gemlufalli í Dýra- firði, og var Didda sú fyrsta í röð annarra fagurra svanna í þessari ætt, sem þetta fallega nafn hlaut. Didda var fríð kona yfirlitum og fönguleg og bjó yfir miklum þokka, var vel lesin og fjölfróð og bjó að mikilli lífsreynslu eftir að hafa búið lungann úr ævi sinni í Vesturheimi. Kynni þess, sem hér skrifar, og Diddu hófust er hann 1972 kvæntist Ásu Hönnu, bróður- dóttur hennar. Ása Hanna hafði á tánings- árum sínum dvalið um tveggja ára skeið í Toranto í Kanada hjá Diddu og eiginmanni hennar Miles O. Hunt, sem var breskur þegn af írsku bergi brotinn. Þau hjónin höfðu kynnst og giftst heima á Íslandi nokkrum árum áður og eignuðust þar dótturina Maureen Ásu Jane. Af versn- andi atvinnuárferði í Kanada tekur fjölskyldan sig aftur upp og flytur til Sunnyvale í Kali- forníu, þar sem afkomumögu- leikar voru snöggtum betri en í Kanada. Rétt fyrir jólin 1972 flugum við Ása Hanna vestur til Kaliforníu og dvöldum á heimili þeirra hjóna og nutum mikillar gestrisni. Þarna efldust kynni okkar Diddu fyrir alvöru og hafa varað til hennar hinsta dags. Mikil gleði ríkti í ranni þeirra hjóna, Diddu og Miles, þar sem tveir litlir dóttursynir trítluðu um gólf, annar árs gam- all og hinn tveggja. En allt í einu, án fyrirvara, dregur ský fyrir sólu og tilvera gærdagsins hrundi til grunna! Degi eftir komu okkar til Íslands berst ættinni helfregn að vestan, að einkadóttirin, Maureen Ása, hafi dáið á voveiflegan hátt. Þessi atburður hvíldi eins og mara á þeim hjónum og leiddi til þess, að leiðir þeirra skildi. Árið 1993 flutti Didda til Ís- lands og hefur vart liðið sá dag- ur síðan, að þær frænkurnar hafi ekki talað saman og Didda verið tíður gestur okkar og við notið samveru með henni á flestum stórhátíðum þessi síð- ustu 20 ár ævi hennar. Sam- band hennar við dóttursynina og fjölskyldur þeirra hefur ver- ið mjög náið í gegnum tíðina, hún hefur farið í nokkrar heim- sóknir til þeirra til Idaho, þar sem bræðurnir, Brandon og Aaron, búa stutt hvor frá öðr- um. Sá eldri, Brandon, er sjó- maður og rær frá verstöð í Alaska og er oft 2 til 3 mánuði að heiman í senn, en hinn, sá yngri, Aaron, er barnaskóla- kennari. Báðir eru vel kvæntir og eiga börn og buru. Báðir hafa þeir og fjölskyldur þeirra komið til Íslands nokkrum sinn- um, ömmu sinni til ómældrar gleði. Blessuð sé heilög minning Steinunnar Ragnheiðar Jóns- dóttur. Gylfi Guðmundsson. Didda frænka, systir hans afa Hjartar. Didda frænka sem bjó í Ameríku og sendi okkur skemmtilegustu jólagjafirnar og kom reglulega í heimsókn og afi Hjörtur og mamma kættust. Svo flutti Didda frænka heim frá Ameríku og við kynntumst frænku okkar og voru það ljúf og góð kynni. Við höfum brallað margt saman, átt marga sam- verustundina og það hefur verið okkur systrum ómetanlegt að geta verið frænku okkar innan handar í lífsins amstri. Mamma og Didda frænka áttu náið sam- band og Didda var mikið heima á Víðimelnum, hvort sem var á virkum degi eða á hátíðisdög- um, hún var hluti af litlu fjöl- skyldunni okkar. Strákarnir hennar í Ameríku áttu hjarta hennar og þegar litlu barnabarnabörnin bættust í hópinn deildi hún með okkur fréttum og sýndi okkur myndir, stolt amma, það fór ekki framhjá neinum. Aaron og Brandon hafa verið duglegir að heimsækja ömmu sína síðast- liðin ár og það voru bestu dag- arnir hjá Diddu frænku, sér- staklega ef litlu krílin voru með í för. Síðasta ár hefur verið frænku erfitt, Elli kerling var henni snúin. Undanfarna mánuði dvaldi hún á sjúkrahúsi eftir að hafa dottið í gönguferð í bæn- um, þetta var erfiður tími. Síð- asta mánuðinn þvarr lífslöng- unin og að lokum kom að stundinni sem bíður okkar allra. Það var tregablandin stund sem við systur áttum ásamt Ingu frænku og Agga frænda á Landakoti þar sem Didda okkar kvaddi en við erum þess fullviss að einkadóttirin Maureen Ása Jane hafi tekið vel á móti móður sinni sem var búin að bíða end- urfundanna lengi. Blessuð sé minning yndis- legrar frænku. Helga Maureen og Ásta Camilla Gylfadætur. Í minningu föðursystur minn- ar Steinunnar Ragnheiðar Jóns- dóttur Hunt, eða Diddu frænku eins og hún var kölluð, langar mig að skrifa nokkrar línur um þessa merkilegu og góðu konu sem ég var svo heppinn að eiga að. Didda frænka fór ung stúlka til Vesturheims og bjó bæði í Kanada og í Bandaríkjunum í nærri hálfa öld. Hún flutti heim til Íslands árið 1995, komin á eftirlaunaaldur og eyddi síðustu árum ævi sinnar hér. Í minningunni man ég sem barn að mesti spenningurinn var að opna jólapakka frá Diddu frænku, í þeim pökkum leynd- ust gersemar og sælgæti sem ekki fékkst á Íslandi þess tíma. Fjarlægðin milli landa var mikil og lítið um ferðalög, því er hlý- hugur hennar í garð systkina- barna sinna einstakur. Mörg okkar hafði hún aldrei augum litið framan af, en gjafir og fal- legar kveðjur frá Diddu frænku voru mér og fleirum mikil gleði og skipuðu henni sérstakan sess. Ekki var lífið endalaus ham- ingja hjá henni frænku minni eins og við má búast á langri ævi, en hún þurfti að reyna meira en margur. Hún varð fyr- ir miklu áfalli og harmi þegar hún missti einkadóttur sína Maureen aðeins tuttugu og fjög- urra ára að aldri frá tveimur drengjum, tveggja og þriggja ára. Þessa byrði bar hún með reisn alla tíð, þó að sárið hafi aldrei gróið um heilt. Það var þó gaman að sjá hversu mikla gleði strákarnir hennar í Am- eríku gáfu henni, þeir Aaron og Brandon. Barnabarnabörnin komu hvert af öðru og hún upp- lifði það að sjá fjölskyldu sína í Vesturheimi dafna og blómstra. Fyrir rúmum þremur áratug- um kynntist ég vel Diddu frænku, þegar ég dvaldi hjá henni í Kaliforníu á árunum 1980 svo aftur 1983, þar sem ég starfaði sem sjómaður. Didda bjó ein í litla húsinu sínu skammt sunnan við San Franc- isco þar sem hún var búin að koma sé vel fyrir. Didda opnaði heimili sitt fyrir frænda sínum og var það mér ómetanlegt skjól meðan á dvöl minni vest- anhafs stóð. Er það ógleyman- legt hvað var gaman að vera með henni og húmorinn hennar hafði ekkert kynslóðabil. Marg- ar minningar streyma fram í hugann, eins og þegar sumar- hitinn var að gera út af við okk- ur og við settumst saman út í stóra ameríska kaggann sem ég átti, til að kæla okkur. Þetta fannst henni vera hin besta skemmtun, var nóg til að Didda fékk delluhlátur eins og henni var einni lagið. Þetta væri jú al- veg ófært að vera frekar í bíln- um en húsinu. Þarna gafst tæki- færi til að launa frænku minni greiðasemina, og ég útvegaði kælingu í húsið svo ekki þyrfti að notast við kaggann framar. Eftir að Didda kom heim var hún fljót að aðlagast lífinu hér heima meðal vina sinna, systk- ina og ættingja og kom sér vel fyrir á notalegu heimili. Ég var svo heppinn að fá að kynnast vel þessari frænku minni sem varð mér svo kær og njóta samveru hennar síðustu árin. Mun ég ætíð minnast hennar með gleði, hlýju og þakklæti. Ég og fjölskylda mín vottum frændum mínum, Aaron, Brand- on og fjölskyldum, og systkin- um hennar, Agga og Ingu, dýpstu samúð vegna fráfalls Diddu. Bárður Jón Grímsson. Elsku amma mín. Það er aldrei auðvelt að kveðja, hvað þá mann- eskju eins og þig sem hefur alltaf verið til staðar. Alltaf á leiðinni til Akraness, þegar ég sá stromp- inn, vissi ég hvar þú varst og að ég myndi sjá þig innan skamms í kaffi á Suðurgötu 109. Ég vissi að þar gæti ég gengið að því vísu að mæta þér í dyragættinni með bros sem myndi lækna ferða- þreytuna um leið og faðmlag sem Sjöfn B. Geirdal ✝ Sjöfn B. Geir-dal fæddist á prestssetrinu Innra-Hólmi 2. mars 1935. Hún lést á sjúkrahúsi Akra- ness 18. október 2012. Útför Sjafnar B. Geirdal fór fram frá Akraneskirkju 26. október 2012. myndi bjóða mig velkominn. Inn gekk maður í hlýju og notalegheit en manni var aldrei kalt í heimsókn hjá þér, alveg sama hve- nær ársins maður kom. Ég held að það hljóti að hafa haft eitthvað með það að gera hversu hjartahlý mann- eskja þú varst, það hlýtur að hafa smitað út frá sér. Inni í stofu mátti ætíð finna samsafn góðgæt- is á borð við nammi, ís og kökur. Á borðum var alltaf eitthvað sem líka hafði verið til í síðustu heim- sókn í bland við eitthvað nýtt og eitthvað klassískt. En ég fattaði ekki fyrr en seint að þú værir að fylgjast með hvað manni þætti best og sýndi mestan áhuga svo þú gætir örugglega átt eitthvað sem manni þætti gott í næstu heimsókn. Að heimsókn lokinni og á leið- inni út í bíl stóðstu alltaf í glugg- anum að fylgjast með og vinka í kveðjuskyni. „Bæ bæ amma“ kallaði ég og vinkaði alveg þang- að til ég sá þig ekki lengur. Ég kann ekki að kveðja og sleppa af þér takinu, því ég trúi ekki að þú sért farin og ég sjái þig ekki leng- ur. Að ég sé búinn að vinka þér í hinsta sinn. Ég átta mig ekki á þessu enn. En það kemur smátt og smátt þegar ég fæ ekki afmæliskort frá þér pakkað inn í þrjú umslög sem öll eru innsigluð með límbandi, þegar ég fer til Akraness og þú ert ekki þar, þegar ég keyri Suð- urgötuna en stoppa ekki við 109 til að fara í heimsókn og þegar ég sé þig ekki lengur í glugganum til að vinka mér til baka. Það er aldrei auðvelt að kveðja, sérstak- lega þegar þú ert ekki lengur til staðar. Þinn Skúli Bragi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.