Morgunblaðið - 13.11.2012, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 13.11.2012, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2012 TRAU ST OG G ÓÐ ÞJÓN USTA Í 16 Á R HAMRABORG 10, KÓPAVOGI – SÍMI: 554 3200 – OPIÐ: VIRKA DAGA: 9:30-18, LAUGARDAGA: 11-14 Verið velkomin SJÓNMÆLINGAR Á STAÐNUM VORUM AÐ TAKA UPP FULLT AF FLOTTUM UMGJÖRÐUM Ég trúi því varla að ég fái borgað fyrir þetta. Þetta er svoskemmtileg vinna,“ segir Valur Valsson. Hann starfar semverkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands og kennir áfanga í tengslum við nýsköpun í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Fab Lab-smiðjan, sem hann stýrir, hefur að- setur í skólanum. Fab Lab er stafræn smiðja, þar sem öllum gefst kostur á að koma og fá afnot af flóknum tækjum og tólum til að hanna, móta og fram- leiða hluti með hjálp tækninnar eins og leysiskurðvéla, prentara o.fl. „Það er mest að gera eftir frí; jóla-, páska- og sumarfrí. Þá gefst fólki tími til að hugsa og kemur til okkar og framleiðir. Allir aldurs- hópar sækja til okkar. Verkefnin eru ólík, allt frá litlum krökkum sem framleiða límmiða til að hengja upp í herbergið sitt til eldra fólks sem hefur tálgað út í tré í marga áratugi og langar að sjá hvernig vélin vinnur þetta,“ segir Valur. „Ég menntaði mig fyrir sunnan, fékk heimþrá og þá bauðst mér þetta starf og ég sé ekki eftir því.“ Valur er í óðaönn að gera upp gamalt hús, Áshildarholt, sem stendur rétt fyrir utan Sauðárkrók. Amma kærustunnar, Lilju Gunnlaugsdóttur, bjó þar og verður þar framtíðarheimili fjölskyldunnar. Valur sagðist ekki ætla að gera neitt sérstakt í tilefni dagsins nema vera með konunni og dóttur þeirra, Ásrúnu. Loku væri þó ekki fyrir það skotið að eitthvert húll- umhæ yrði á laugardaginn. thorunn@mbl.is Valur Valsson er 30 ára í dag Afmælisbarnið Valur Sauðkrækingur og stoltur pabbi með Ásrúnu eins og hálfs árs í fanginu. Hún fór snemma að kanna heiminn. Draumavinnan á æskuslóðum Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Hafnarfjörður Freyja Nótt fæddist 14. febrúar. Hún vó 2.800 g og var 46 cm. Foreldrar hennar eru Hrafnhildur Eik Skúladóttir og Hreinn Gústavsson. Nýir borgarar Á slaug ólst upp í Ytra- Krossanesi við Ak- ureyri. Hún lauk stúd- entsprófi frá MA 1952, cand. phil.-prófi frá HÍ 1953, stundaði nám í þýsku við há- skólann í Göttingen 1953-54 og 1957, var við nám og húsmóðurstörf í Washington DC og í Kaliforníu í Bandaríkjunum 1959-61, stundaði spænskunám í El Salvador 1968-69, lauk kennaraprófi frá KÍ 1971, sótti ýmis námskeið í stjórnun og kennslu hér á landi og kennslufræðinámskeið erlendis, lauk sérkennaraprófi frá KHÍ 1986 og MA-prófi í uppeldis- og kennslufræði 1998. Áslaug var einkaritari hjá Trygg- ingastofnun ríkisins 1955-57, kennari við Vogaskóla 1962-63, fram- kvæmdastjóri Bóksölu stúdenta við HÍ 1966-68, kennari við Fossvogs- skóla 1972-73, yfirkennari þar 1973- 82 og skólastjóri 1974-75, fræðslu- stjóri Reykjavíkur 1982-96 og um- boðsmaður foreldra og skóla í Reykjavík 1996-2001. Áslaug dvaldi með manni sínum um eins árs skeið í Áslaug Brynjólfsdóttir, fyrrv. fræðslustjóri í Reykjavík – 80 ára Fjölskyldumynd frá 1969 Áslaug og Guðmundur, ásamt Ragnheiði, Birgi, Gunnari Braga og Guðrúnu Bryndísi. Málsvari skólabarna Áslaug og Jóhann Áslaug með seinni manni sínum er henni var veittur riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu, að Bessastöðum árið 1997. „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.