Morgunblaðið - 13.11.2012, Page 36

Morgunblaðið - 13.11.2012, Page 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2012 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Geggjun og snilld fara saman. Hvers kyns hópvinna færir þér gleði. Stígðu fyrsta skrefið, ef þess þarf. 20. apríl - 20. maí  Naut Mikilvægt fólk heillast auðveldlega af þér í dag. Finndu nýtt áhugamál svo þér leiðist ekki, það er líka gott að eiga áhuga- mál. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Notaðu daginn í dag til þess að bæta andrúmsloftið heima fyrir. Vissulega hefur buddan orðið fyrir barðinu á dýrtíð- inni, farðu varlega í verslunum. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Vissir aðilar skilja þig hreinlega ekki. Gerðu aðeins það sem þér þykir rétt að gjöra. Leitaðu leiða til að stuðla að því að allir fái að njóta sín. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú virðist hafa alla þræðina í hendi þér svo þú getur ótrauð/ur haldið ætl- unarverkinu áfram. Þú þarft að einfalda um- hverfi þitt með því að fækka hlutunum í kringum þig. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú elskar miklar áskoranir og eflist við hverja þraut. Hvernig væri að hóa vinum saman og efna til skammdegisveislu? 23. sept. - 22. okt.  Vog Það hefur mikið að segja að sam- starfsmenn séu samhentur hópur. Skoðaðu málin frá öllum hliðum og gerðu það upp við þig hvort þú sért sátt/ur við að van- rækja þína nánustu eins og þú hefur gert undanfarið. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Láttu þér í léttu rúmi liggja, þótt einhverjir séu með stríðni í þinn garð. Sérhlífni er mjög slæm svo þú þarft að þræða hinn gullna meðalveg. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú þarft fyrr eða síðar að horf- ast í augu við staðreyndir. Mundu bara að ábyrgð fylgir orði hverju og þá er þér ekk- ert að vanbúnaði. Eitthvað kemur ánægju- lega á óvart í kvöld. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú kemst langt á smá kurteisi. Gildismat þitt er ólíkt gildismati annarrar manneskju og einhver þarf að gefa eftir. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú ættir að leggja þig fram um að bæta samskiptin innan veggja heimilis- ins í dag. Byrjaðu smátt og smátt að auka hreyfingu úti við. 19. feb. - 20. mars Fiskar Ýmis tækifæri standa þér opin í fjár- málum en farðu gætilega og forðastu alla óþarfa áhættu. Sýnið þolinmæði og sann- girni. Karl Ágúst Úlfsson hefur áreið-anlega ort fleiri bragi sem sjónvarpað hefur verið til allra landsmanna en flestir aðrir. Nú yrk- ir hann á fésbók: Ég þarf að annast um ýmsa hluti sem eignast ég smátt og smátt, þó orðað gæti ég eignarhaldið á annan og réttari hátt: Því alla daga ég sé þann sannleik sveima í kringum mig að eigirðu fleiri en átta hluti, þá eiga hlutirnir þig. Karl Ágúst á marga skemmtilega vini, þar á meðal Hlyn Þór Magn- ússon sem skrifar til hans: „Þetta má syngja undir upphafslaginu í Allra meina bót eftir Jónas og Jón Múla: Ég býð ykkur velkomin hingað í húsið að horfa á sjónleik vorn, sem fjallar um ýmis mannleg mein og mörg þeirra ævaforn.“ Og Hlynur bætir sjálfur við vísur Karls Ágústs: Mig langar að eignast fleira og fleira, fínustu málverk og hús. Auðæfin heilla mig meira og meira og moldríkur andast ég fús. Olnbogavík nefnist ný skáldsaga hagyrðingsins og góðvinar Vísna- hornsins, Hermanns Jóhann- essonar. Það er rafbók sem fjallar um bókhald, glæpi, óhefðbundna matargerðarlist og fleira. Sagan gerist í byrjun þessarar aldar. Ung- ur og dálítið lífsleiður endurskoð- andi hefur vetursetu á Olnbogavík. Hann hefur tekið að sér að leita or- sakanna fyrir síversnandi tilvist- arkreppu kaupfélagsins. Bókhalds- rannsóknin dregst á langinn, tekur ýmsar óvæntar stefnur. Arnþór Helgason stóðst ekki mát- ið og fjárfesti í Olnbogavík. Hann skrifar á Leirinn, póstlista hagyrð- inga: „Viti menn! Skjálesarinn minn greiddi ágætlega úr bókinni. Glæpasögu Hermann hefur haganlega bangað saman. Yfir henni enginn sefur, er að henni mesta gaman. Til hamingju, Hermann. Ef þú skyldir gefa út annað bindi ævi- minninga bókhaldarans mættirðu fórna eins og nokkrum stökum af munni hans eða séra Gunnars.“ Hermann var fljótur til svars: Engar vísur eru kunnar eftir séra Gunnar. Hann er eins og aðrar bullur oftast fullur. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af eignarhaldi, sjónleik og sögunni Olnbogavík eftir Jim Unger „MARGRÉT, ÉG SAGÐI ÞÉR Í MORGUN AÐ ÉG KÆMI SEINT HEIM!“ HermannÍ klípu „ÉG ER LÍKA LÆRÐUR NUDDARI.“ eftir Mike Baldwin Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... draumakvöldið. VIÐ ÆTTUM AÐ STOFNA BÓKAKLÚBB! VIÐ GÆTUM SETIÐ OG RÆTT UM BÆKUR ... ... SEM VIÐ ÞYKJUMST HAFA LESIÐ. TIL ER ÉG! HAMLET, ÞEGAR ÞÚ VERÐUR FULLORÐINN MUNTU SJÁ AÐ ... ... PENINGAR ERU EKKI ALLT! ÞEIR ERU NÍUTÍU OG ÁTTA PRÓSENT AF ÖLLU, EN ÞAÐ ER EKKI ÞAÐ SAMA OG allt! Víkverji hefur líklega sagt það áður,að hann er íhaldssamur að eðl- isfari og illa við allar breytingar. Þetta brýst vel fram þegar tækninýj- ungar eru annars vegar. Víkverji rýk- ur ekki út í búð sama dag og nýr iPad kemur á markað eða snjallsími af ein- hverri tegund. Óþarfi er að skipta um síma, bara til að skipta um síma. Það er ekki fyrr en græjan bilar að ástæða er talin til að íhuga endurnýjun, að vandlega athuguðu máli. x x x Þannig var með sjónvarpsmálin áheimili Víkverja. Fáir dagar eru liðnir síðan gamla góða túbu- sjónvarpið varð að víkja úr stofunni fyrir flatskjá. Í góðærinu svokallaða sat Víkverji sem fastast og sá enga ástæðu til að kaupa nýtt sjónvarp, bara til að eignast flatskjá eins og allir hinir. „Eruði rugluð, það eru allir komnir með flatskjá nema við,“ hróp- aði unglingurinn á heimilinu nokkuð reglulega. Víkverji lét þetta sem vind um eyru þjóta, enda nákvæmlega ekkert að túbunni. En svo gerðist það að annað túbusjónvarp á heimilinu bilaði, í sjálfu unglingaherberginu, og þá fór af stað hringekja sem ekki var ráðið við. Það voru þó kaldhæðni ör- laganna að unglingurinn fékk túbuna úr stofunni og virtist sætta sig við það, vitandi að loksins kæmi eins og einn flatskjár sem stofustáss heimilis- ins. x x x En þar með er sagan ekki öll sögð.Víkverji veit betur núna af hverju honum er svona illa við tækninýj- ungar. Eftir á að hyggja var hann full fljótur á sér að kaupa flatskjá og stökk á eitthvað tilboð sem hljómaði afar hagstætt. Flatskjár er greinilega ekki það sama og flatskjár. Það þarf að huga að myndskerpu, hljóði og ýmsum atriðum og hvort skjárinn sé plasma, LCD eða LED. Víkverji virð- ist hafa keypt sér eitthvað drasl, þar sem bæði mynd- og hljóðgæði eru verri en í gömlu góðu túbunni, og allt stefnir í að hann verði að punga út all- nokkrum þúsundköllum í viðbót til að fá sér betra tæki. x x x Af þessari sögu má m.a. læra aðíhaldssemi er dyggð og allt annað er tómt helvítis vesen! víkverji@mbl.is Víkverji Kenn mér að gera vilja þinn því að þú ert Guð minn, þinn góði andi leiði mig um slétta braut. (Sálmarnir 143:10)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.