Morgunblaðið - 13.11.2012, Síða 43

Morgunblaðið - 13.11.2012, Síða 43
Í þessu undirstöðuriti, sem ætti að vera ofarlega á lista hjá öllu áhugafólki um sögu Íslands, fjallar Guðrún Ása Grímsdóttir um einn þekktasta sögu- stað okkar. Saga Vatnsfjarðar er Íslands- sagan í hnotskurn. Séra Baldur Vilhelmsson er síðasti ábúandi og prestur sem við sögu kemur í Vatnsfjarðarbók og situr hann staðinn enn á friðstóli ásamt eiginkonu sinni Ólafíu Salvarsdóttur. Í ritnefnd verksins eru þeir prófessor- arnir Torfi H. Tuliníus, sem er ritstjóri og Már Jónsson ásamt síra Baldri sem átti frumkvæði að verkinu. Í bókinni segir frá höfuðbólinu og kirkjustaðnum Vatnsfirði í Ísafjarðarsýslu eftir því sem gamlar heimildir greina. Í sögum, skjölum, bréfum, annálum og öðrum heimildum frá eldri tíð, sem fylgt er í bókinni, er Vatnsfjörður í Ísafirði föst samsetning og má nefna dæmi úr kaupbréfi sem frú Ólöf Loftsdóttir ríka gerði árið 1469 „í skrifstofunni á Vatnsfjarðarstað í Ísafirði.“ Líklega liggur að baki þessari föstu skil- greiningu þörf á aðgreiningu milli Vatnsfjarðar í Ísafjarðarsýslu og Vatnsfjarðar í Barðastrandarsýslu. Í samsetningunni Vatnsfjörður í Ísafirði kemur fram skýr staðarákvörðun þar sem fjörðurinn Vatns- fjörður gengur tvímælalaust inn úr firðinum Ísafirði sem er innstur fjarða í Ísafjarðardjúpi og skiptir miklu máli í sögu Vatnsfjarðar. Ísafjörður var innan landnáms Snæbjarnar Eyvindarsonar, landnáms- mannsins sem bjó í Vatnsfirði, og fram af botni Ísafjarðar var um aldir afréttarland kirkjunnar í Vatnsfirði. Bókarheitið Vatnsfjörður í Ísafirði var því valið í sögulegu ljósi með tilliti til landnýtingar og af virðingu fyrir hinni fornu nafnhefð sem skylt þótti að halda til haga. Guðrún Ása Grímsdóttir Ný bók að vestan Verð 6.900 kr. Spurning að vestan Góðir landsmenn! Eitt af helstu verkefnum alþingismanna okkar er að spyrja ráðherra hverjum var verið að borga úr okkar sameiginlega kassa, hve mikið og fyrir hvað. Þessi dæla gengur dag út og dag inn á Alþingi. Og ráðherrarnir fara undan í flæmingi. Það má alls ekki segja frá hvernig er verið að ráðstafa skattpeningum almennings á hverjum tíma. Það á bara að segja frá því seinna. Það er miklu betra. Leyndarhyggjan gildir og skapar sumum frjálsar hendur að taka það sem þeir vilja. Svo eru settar á stofn rannsóknarnefndir sem kosta hundruð milljóna til að toga þetta út og tekur stundum mörg ár, ef það á annað borð tekst. Þá eru gefnar út skýrslur sem fara beint ofan í skúffur. Slíkar kúnstir virka oft á venjulegt fólk eins og sárgrætilegur brandari. Er ekki kominn tími til að birta opinberlega allar fjárhagslegar skuldbindingar og greiðslur úr ríkissjóði, hverju nafni sem nefnast, jafnóðum og þær eiga sér stað? Hallgrímur Sveinsson Bjarni Georg Einarsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.