Morgunblaðið - 27.11.2012, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2012
Verð kr. 8.990Verð kr. 7.990
CASALGRANDE
PADANA
Pave your way
Stórhöfða 21 | sími 545 5500 | flis.is
Eitt af því flottasta á markaðnum í dag
Parketflísar
Gæði og glæsileiki á góðu verði
Kynningarverð
Mynd stjórnmálanna fyrirkosningar er að skýrast.
Styrmir Gunnarsson bendir á
þetta á Evrópuvaktinni:
Vinstri grænireru þver-
klofnir í afstöðu til
aðildar að ESB.
Það er niðurstaðan
eftir tæplega fjög-
urra ára samstarf
þeirra með Sam-
fylkingunni í rík-
isstjórn.
Eftir sigur Ögmundar Jón-assonar í forvali flokksins í
Suðvesturkjördæmi er ljóst að til-
raunin til að koma andstæðingum
aðildar í þingflokki VG fyrir katt-
arnef hefur mistekizt.
Hins vegar er erfitt að sjáhvernig þessi flokkur getur
gengið til kosninga með óbreytta
stöðu í ESB-málum.
Hin formlega afstaða flokksinser andstaða við aðild.
Í raun tekur meirihluti þing-flokks þátt í leik Samfylking-
arinnar.
Að óbreyttu geta hefðbundnirkjósendur VG, sem eru and-
vígir aðild Íslands að ESB, ekki
kosið flokk sinn.
Þeir eiga heimtingu á skýrumsvörum.
Þess vegna er ljóst að á næstu
vikum hljóta að fara fram umræð-
ur innan VG um framhaldið.
Það er ekki hægt að útilokafrekari klofning í flokknum
en orðinn er.“
Styrmir
Gunnarsson
Uppgjöri ekki lokið
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 26.11., kl. 18.00
Reykjavík -3 léttskýjað
Bolungarvík -2 alskýjað
Akureyri -6 léttskýjað
Kirkjubæjarkl. 0 léttskýjað
Vestmannaeyjar -1 léttskýjað
Nuuk 3 skúrir
Þórshöfn 2 skýjað
Ósló 0 skýjað
Kaupmannahöfn 7 alskýjað
Stokkhólmur 3 skúrir
Helsinki 1 þoka
Lúxemborg 8 skýjað
Brussel 11 léttskýjað
Dublin 6 léttskýjað
Glasgow 7 léttskýjað
London 7 skúrir
París 11 skýjað
Amsterdam 8 léttskýjað
Hamborg 7 skúrir
Berlín 7 heiðskírt
Vín 7 alskýjað
Moskva -1 alskýjað
Algarve 16 heiðskírt
Madríd 12 léttskýjað
Barcelona 17 skýjað
Mallorca 18 léttskýjað
Róm 16 léttskýjað
Aþena 12 léttskýjað
Winnipeg -16 snjókoma
Montreal -2 léttskýjað
New York 6 heiðskírt
Chicago 0 alskýjað
Orlando 18 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
27. nóvember Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 10:36 15:56
ÍSAFJÖRÐUR 11:09 15:33
SIGLUFJÖRÐUR 10:53 15:15
DJÚPIVOGUR 10:12 15:19
Landsvirkjun hefur fengið leyfi til þess
að reisa tvær vindmyllur. Áætlað er að
þær verði reistar í desember í nágrenni
Búrfellsstöðvar. Vindmyllurnar verða
55 metra háar en með spöðunum ná þær
í 77 metra hæð.
Í fréttatilkynningu kemur fram að
uppsetning vindmyllnanna sé liður í
rannsóknar- og þróunarverkefni Lands-
virkjunar á hagkvæmni vindorku á Ís-
landi. Vindmyllurnar eru hvor um sig
900 kW en samanlögð áætluð raf-
orkuframleiðsla þeirra er um 5,4 GWst
á ári. „Litið til framtíðar gæti vindorka
orðið þriðja stoðin í orkukerfi Lands-
virkjunar, ásamt vatnsafli og jarð-
varma,“ er haft eftir Herði Arnarsyni,
forstjóra Landsvirkjunar, í tilkynningu.
vidar@mbl.is
Þriðja stoðin í orkukerfinu
Áætlað að reisa
tvær vindmyllur við
Búrfell í desember
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Flutningur Lengstu hlutar vindmyllanna voru fluttir á áfangastað í gær. Þyngstu hlutarnir vega um 29 tonn.