Morgunblaðið - 27.11.2012, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.11.2012, Blaðsíða 11
Íþrótt Gönguskíðabrautin í Seljalandsdal er á heimsmælikvarða og útsýnið yfir fjörðinn og fjöllin er ekkert slor. Nýliðar á leið í þrekþraun Í búðunum um helgina voru nokkrir nýliðar sem, þrátt fyrir að eiga augljóslega ýmislegt ólært, stefna ótrauðir á að ljúka 50 km leggnum vor. Fólk í góðu formi, t.d. langhlauparar, sem hefur fengið til- sögn og tekið nokkrar langar æfingar á gönguskíðunum á nefnilega góðan möguleika á að ljúka þeirri vega- lengd, að sögn kunnugra. Fólki er þó ráðlagt að leita sér álits og upplýs- inga áður en það anar út í einhverja vitleysu. Og það þýðir ekkert að klaga Morgunblaðið ef illa fer. Þátttökugjald í búðunum var 12.500 krónur. Sameiginlegur kvöld- verður, með ljúffengum saltfisk- réttum og súkkulaðiköku í eftirrétt kostaði 4.000 krónur, rútuferð innifal- in. Æfingarnar sem boðið var upp á voru fjölbreyttar og skemmtilegar en um leið krefjandi. Hið besta veganesi fyrir veturinn. Með æfingabúðunum hófst vetr- ardagskrá Skíðasambands Íslands og henni lýkur með Fossavatnsgöng- unni 4. maí. Í göngunni er hægt að velja um að ganga 7 km, 10, 20 eða 50. Gangan getur því hentað öllum og ekki að furða að hún nýtur sívaxandi vinsælda, bæði á meðal Íslendinga og útlendinga. Gangan sjálf er skemmti- leg og verðug áskorun en eitthvað mun vera um að menn taki þátt bara til að komast í hið fræga kaffihlað- borðið við endamarkið. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2012 Ingimar Sigurðsson, forstöðumaður www.volkswagen.is Volkswagen Passat eigendur eru ánægðir með metanið Volkswagen Passat EcoFuel, bíll ársins 2012 Sparnaður og lúxus fara einstaklega vel saman í Highline útfærslunni Eigendur Passat EcoFuel taka þátt í því að minnka losun koltvísýrings í andrúmsloftið, spara dýrmætann gjaldeyri með því að nota íslenskan orkugjafa og lækka eldsneytis- kostnaðinn um nær helming. Passat TSI EcoFuel kostar frá 3.990.000 kr. Meðaleyðsla 6,8 l /100 km bensín, 6,6 m3 4,3 kg/100 km metan m.v. blandaðan akstur. mv. Volkswagen Passat TSI Eco Fuel og óverðtryggðan bílasamning með gullvildarkjörum frá Ergo til 84 mánaða og 25% útborgun. Hlutfallstala kostnaðar 10,30%. 49.426kr. á mánuði Krakkarnir í 1.-4. bekk á Ísafirði velja sér ekki eina íþrótt til að stunda heldur er þeim boðið upp á að æfa blak, körfubolta, fótbolta, handbolta, sund og gönguskíði og alpagreinar yfir veturinn. Kostnaður er 7.000 krónur fyrir önnina. Hólmfríður Vala Svavarsdóttir, gönguskíðakappi með meiru, segir að þetta hafi verið gert til að börnin fengju að kynnast sem flestum íþróttagreinum áður en þau velja sér hvaða grein þau vilja æfa af krafti. Mikil ánægja sé með þetta fyrirkomulag Hólmfríður Vala og Daníel Jakobsson, eiginmaður hennar, fluttu til Ísa- fjarðar árið 2010. Hólmfríður Vala er afar virk í starfi Skíðafélags Ísafjarð- ar og sér m.a. um æfingar fyrir börnin en býður einnig upp á önnur nám- skeið, m.a. kvennaæfingar á gönguskíðum. Um 20 konur voru mættar á slíkt námskeið á sunnudag. „Þetta hvetur konur til að koma í fjallið,“ seg- ir hún. „Strákarnir hafa reyndar líka rukkað um að fá karlaæfingar.“ Krakkarnir æfa af kappi HÓLMFRÍÐUR VALA SVAVARSDÓTTIR ER VIRK Í SKÍÐAFÉLAGINU Æfing Hólmfríður Vala á krakkaæfingu sl. laugardagsmorgun. Þann dag var hún við kennslu í fjallinu frá kl. 10-18.30 og börnin hennar þrjú voru í fjallinu allan tímann og kveinkuðu sér aldrei. „Þau eru alin upp við þetta,“ sagði hún. Í æfingabúðunum fyrir Fossavatns- gönguna sem haldnar voru á Ísafirði um helgina sýndi Bobbi, Kristbjörn Róbert Sigurjónsson, hvernig bera á áburð á gönguskíði. Hér fylgir stutt samantekt um nokkur atriði sem þar komu fram. Rennslisáburður er í fjórum litum; gulum, rauðum, fjólubláum og bláum. Sá guli er notaður ef hiti er við eða fyrir ofan frostmark en sá blái er fyrir 10-20 stiga frost. Hinir litirnir eru fyr- ir hitastig þar á milli. Guli áburðurinn er eins konar grunnáburður en val á öðrum áburði fer eftir hitastigi og að- stæðum hverju sinni. „Ég nota þann rauða sem áburð dagsins í svona 80- 90% tilvika,“ sagði Bobbi. Sá gamli skafinn af Byrjað er á að rífa upp sólann á skíðinu og er best að nota til þess koparbursta. Síðan er straubolti not- aður til að bræða áburðinn, sem er úr vaxi, niður á skíðið, dreift er úr hon- um, hann skafinn niður og loks burst- að yfir með öðrum bursta og áburður- inn þannig bónaður ofan í skíðin. Best er að strauboltinn sé þykkur til að hitastigið sé jafnt og ekki er hægt að nota gufustraujárn. Gönguskíði eru ýmist riffluð eða slétt en þau síðarnefndu eru einnig kölluð áburðarskíði því þá þarf einnig að bera áburð undir miðjuna á skíð- unum. Áburðurinn myndar þá tak fyrir spyrnuna í stað rifflnanna. Aldrei skal setja rennslisáburð und- ið miðjuna á skíðunum (ekki heldur á rifflurnar), það svæði er frátekið fyrir svonefndan fattáburð eða fyrir klístur en það er aðeins notað þegar snjór er mjög blautur. Þessum efnum er einn- ig skipt í litaröð. Fattáburðinn þarf ekki að bræða en hann er í litlum staukum sem gönguskíðamenn bera með sér úti í braut, bera á eftir þörf- um og nudda hann síðan niður með korki. Sé fólk í vafa um hvaða áburð á að nota er yfirleitt best að spyrja bara einhvern sem lítur út fyrir að vita hvað hann er að gera. Smurðu sig út úr keppni Áburðarmálin eru flókin og Bobbi benti á að jafnvel þeir sem hefðu stundað sportið í 30-40 ár gætu mis- lesið aðstæður og smurt vitlaust. Þannig hefði t.d. norska skíðagöngu- landsliðið „smurt sig gjörsamlega út úr keppni“ á vetrarólympíuleikunum í Tórínó fyrir nokkrum árum. Það væri þó engin ástæða til að óttast áburðinn; fólk væri ekki ýkja lengi að læra að smyrja skammlaust. Áburðarskíðin rynnu mun betur en þau riffluðu en hann mælti þó yfirleitt með að byrjendur fengju sér riffluð skíði til að byrja með á meðan þeir væru að ná tökum á göngutækninni. Væri fólk hins vegar harðákveðið í að stunda gönguskíði af krafti gæti verið betra að kaupa áburðarskíðin strax. Vísindafyrirlestur um áburð í æfingabúðunum Morgunblaðið/Rúnar Pálmason Sýnikennsla Bobbi mundar strauboltann yfir spánnýjum gönguskíðum. Einfalt að byrja en líklega ómögulegt að verða fullnuma

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.