Morgunblaðið - 27.11.2012, Blaðsíða 35
tímavörslu og undirbúningsnefnd um
Norrænan skjaladag.
Nýtur ferðalaga til hins ýtrasta
Svanhildur hefur sérstakt dálæti á
ferðalögum: „Ég var búsett um skeið
í New York og í Den Haag í Hollandi.
Þetta eru mjög ólíkir staðir en hafa
samt togað í mig síðan, hvor um sig,
enda hef ég reynt að heimsækja
þessar borgir og lönd eins oft og ég
hef tækifæri til.
Ég nýt þess að ferðast á öllum tím-
um ársins. Ég hef alltaf haft mikinn
áhuga á því að ferðast og kynnast
öðrum þjóðum, nær og fjær.
Mér er t.d. sérstaklega minn-
isstætt ferðalag um hluta Rússlands
um hávetur, þegar úti var um -35
gráða frost. Það var lærdómsríkt að
kynnast kjörum fólks þarna og að-
stæðum en alls staðar var mér tekið
opnum örmum.
Þegar ég ferðast er ég ekki ein-
göngu að elta uppi söfn og sögufræga
staði heldur nýt ég þess að þvælast
um í fjölbreyttu mannhafinu, skoða
markaði og kynnast lífi fólksins.
Sama er að segja um ferðalög inn-
anlands. Það er frábært að ferðast
um landið okkar og upplifa nálægð
þess. Ekki þjóta sem lengst á hverj-
um degi, heldur koma víða við og
njóta þess sem umhverfið hefur upp
á að bjóða. Við eigum alveg ein-
staklega fjölbreytta náttúru og blæ-
brigði veðursins auka á síbreytileik-
ann.
Ég les mikið, einkum skáldsögur
og fræðirit. Þá hlusta ég mikið á tón-
list af öllu tagi, allt eftir aðstæðum og
eigin stemningu hverju sinni. Lík-
lega er uppáhaldstónlistin rokk-
tónlist og framsækin fersk tónlist.
Ég miða oft ferðalög mín við tónleika
erlendis en meðal eftirminnilegustu
tónleika sem ég hef sótt erlendis eru
tónleikar með Jethro Tull í London;
Red Hot Chili Peppers; Foo Fig-
hters, Blonde Redhead í New Jersey
og Santana í Hollandi. Þá eru ótaldir
ýmsir frábærir klassískir tónleikar,
til dæmis uppfærsla á óperunni Waz-
zeck eftir Alban Berg sem ég sá í
Stokkhólmi.
Fjölskylda
Fyrri maður Svanhildar 1985-1999
var Ríkharður Helgi Friðriksson, f.
5.11. 1960, tónskáld og tónlistarkenn-
ari. Hann er sonur Friðriks Péturs-
sonar, kennara í Kópavogi, og k.h.,
Jóhönnu H. Sveinbjörnsdóttur hús-
freyju.
Dætur Svanhildar og Ríkharðs eru
Jóhanna Vigdís Ríkharðsdóttir, f.
8.8. 1991, læknanemi; Kristín Helga
Ríkharðsdóttir, f. 14.3. 1993, mynd-
listarnemi.
Núverandi maður Svanhildar er
Friðrik Vignir Stefánsson, f. 18.1.
1962, organisti og tónlistarkennari.
Foreldrar hans eru Anna Magdalena
Jónsdóttir, f. 2.8.1930, húsfreyja, og
Stefán Jón Ananíasson, f. 1925, bíl-
stjóri. Dóttir Svanhildar og Friðriks
er Rósa Dís Friðriksdóttir, f. 26.12.
2004.
Systkini Svanhildar eru Kristín
Bogadóttir, f. 6.9. 1966, búsett í
Reykjavík; Diðrik Sveinn Bogason, f.
5.9. 1974, búsettur í Taívan.
Foreldrar Svanhildar eru Bogi
Helgason f. 28.4. 1939, húsasmiður,
og k.h., Gíslína Vigdís Guðnadóttir, f.
13.7. 1940, fulltrúi.
Úr frændgarði Svanhildar Bogadóttur
Svanhildur
Bogadóttir
Gíslína Pálína Jónsdóttir
húsfr.
Vigfús Benediktsson
frá Oddakoti á Álftanesi
Kristín Vigfúsdóttir
húsfr. í Rvík.
Guðni Jónsson
sjóm. í Rvík
Gíslína Vigdís Guðnadóttir
húsfr. í Kópavogi
Guðrún Guðnadóttir
húsfr. í Grashúsum
Jón Diðriksson
b. í Grashúsum á Álftanesi
Guðríður Björnsdóttir
vinnukona
Gísli Eiríksson
vitavörður
Helgi Gíslason
verkam. í Rvík
Svanhildur Bogadóttir
húsfr. í Rvík
Bogi Helgason
húsasmiður í Kópavogi
Vigdís Þorvarðardóttir
húsfr. í Varmadal
Bogi Þórðarson
b. í Varmadal á Rangárvöllum
Þórður Bogason
oddviti á Hellu á Rangárvöllum
Bogi Vignir
Þórðarson
loftskeytam.
í Rvík
Þórður
Bogason
lögmaður
Stella Guðnadóttir
húsfr. í Rvík
Guðni Kjartansson
aðstoðarskólastj.
Bragi Guðnason
skipasmiður í Rvík.
Sigurður Bragason
óperusöngvari og
söngkennari
Guðni Bragason
deildarstj. í utan-
ríkisráðuneytinu
Afmælisbarnið Svanhildur Boga-
dóttir borgarskjalavörður.
ÍSLENDINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2012
Ásgerður Sverrisdóttir, krabbameins-
læknir á LSH, hefur lokið doktorsnámi
við Karolinska Institutet í Stokkhólmi.
Doktorsritgerðin nefnist „Adjuvant ta-
moxifen and luteinizing hormone-
releasing hormone agonists in pre-
menopausal breast cancer; on long-
term benefits and side effects in a ran-
domised study“, eða „Tamoxífen og
gulbúsvakalosandi hormón (LHRH) í
viðbótarskyni meðal kvenna fyrir tíða-
hvörf með brjóstakrabbamein; slembi-
rannsókn á langtíma gagnsemi og
aukaverkunum“.
Rannsóknin var gerð í því skyni að
kanna gagnsemi LHRH-örvans góserel-
íns í viðbótarmeðferð kvenna fyrir tíða-
hvörf með brjóstakrabbamein, þýðingu
milliverkana góserelíns og tamoxífens
og áhrifa magns estrógen-viðtakans.
Einnig voru skoðaðar langtíma auka-
verkanir með tilliti til virkni eggja-
stokka, beinþéttni og beinumsetningar.
Rannsóknin var gerð á 927 konum þar
sem gefin var meðferð með slembivali í
2 ár með tamoxífeni, tamoxífeni að við-
bættu góserelíni, góserelíni eða engri
hormónameðferð. Metin var gagnsemi
meðferðarinnar, áhrif magns estrógen-
viðtakans ásamt áhrifum á eggja-
stokkastarfsemi, beinþéttni og bein-
umsetningu. Konunum var fylgt eftir í
12 ár að meðaltali. Helstu niðurstöður
sýndu að tamoxífen gefið með góserel-
íni gaf ekki ávinning umfram meðferð
með tamoxífeni einu sér eða góserelíni
einu sér með tilliti til lifunar án end-
urkomu sjúkdóms.
Góserelín-meðferð lækkar beinþéttni
og eykur beinumsetningu en þau áhrif
eru mun minni þegar tamoxífen er gefið
með góserelíni. Ennfremur virðist gós-
erelín hafa viss verndandi áhrif á eggja-
stokkavirkni.
Ásgerður útskrifaðist með kandí-
datspróf frá Læknadeild Háskóla Ís-
lands 1989 og var við framhaldsnám og
störf í krabbameinslækningum á Karol-
inska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi 1989-
2005 en hefur síðan verið starfandi
krabbameinslæknir á Landspítala – Há-
skólasjúkrahúsi. Foreldrar hennar eru
Dóra Bergþórsdóttir, húsmóðir og
Sverrir Erlendsson skipstjóri, d. 1991.
Sambýlismaður er Steinn Auðunn
Jónsson nýburalæknir og eiga þau syn-
ina Sverri, háskólanema, f. 1990 og Ax-
el menntaskólanema, f. 1994 og Steinn
á að auki Hákon, lyfjafræðing, f. 1982.
Doktor
Doktor í læknisfræði
90 ára
Matthías Jónsson
85 ára
Aðalsteinn Bjarnason
Guðmunda Hermannsdóttir
80 ára
Anna María Pálsdóttir
Einar Kristinn Karlsson
Jón Pétursson
Karl Stefánsson
Magnea Jónsdóttir
Magnús Sigurjónsson
Pétur Björnsson
Sigríður Jónsdóttir
75 ára
Baldur Ólafsson
Edda Þorkelsdóttir
Óli Sveinn Bernharðsson
Sigríður K.
Skarphéðinsdóttir
Svava Stefánsdóttir
Þórgrímur Björnsson
70 ára
Áslaug Sigurjónsdóttir
Þorvaldur Jónsson
Örn Sævar Daníelsson
60 ára
Bragi Ágústsson
Guðmundur B.
Guðbjörnsson
Ingileif Jónsdóttir
Laufey Hrönn
Þorsteinsdóttir
Leifur Jónsson
Magnús Björn Björnsson
Svanhildur H. Gunn-
arsdóttir
Þorsteinn Guðmundsson
50 ára
Barbara Maria Poranska
Björn Hersteinn
Herbertsson
Emelía Bára Jónsdóttir
Gunnhildur H.
Gunnlaugsdóttir
Jóhann Axel Geirsson
Jónas Gunnarsson
Maria Goslinska
Páll Elfar Pálsson
Sigurbjörg Ólafsdóttir
Þórunn Hafdís Karlsdóttir
Þuríður Guðmundsdóttir
40 ára
Ausra Basiene
Bjargey Ólafsdóttir
Bjarki Guðnason
Bjarki Þór Magnússon
Erlingur Guðbjörnsson
Eydís Auðunsdóttir
Guðmundur Kristinn
Pétursson
Gunnar Vigfús Gunnarsson
Ragnheiður Líney
Pálsdóttir
Sigrún Elsa Smáradóttir
Steinunn Þórhallsdóttir
30 ára
Alexander Jensson
Elín Hermannsdóttir
Grzegorz Kulesza
Marta Bukowska
Ric Ian Orongan Alilin
Sara Eleonora Makocka
Vilborg Hrund
Kolbeinsdóttir
Til hamingju með daginn
30 ára Ragnheiður lauk
BA-prófi í uppeldisfræði
við Hovedstadens Pæda-
gog Seminarium í Kaup-
mannahöfn og er leik-
skólakennari.
Maki: Gunnar Þ. Leifsson,
f. 1978, sálfræðingur.
Börn: Elísa Margrét, f.
2009, og Sindri, f. 2012.
Foreldrar: Rannveig
Jónsdóttir, f. 1954, leik-
skólakennari, og Jens
Ólafur Bogason, f. 1955,
hjúkrunarfr. í Noregi.
Ragnheiður Ósk
Jensdóttir
40 ára Svava ólst upp á
Drangsnesi, lauk MA-prófi
í skjalastjórn frá North-
umbria University í New-
castle og er skjalastjóri
hjá Arion banka.
Dætur: Auður Björk, f.
2012, og Guðrún Hall-
dóra, f. 2012.
Foreldrar: Sigurbjörg
Halldóra Halldórsdóttir, f.
1947, húsfreyja á Drangs-
nesi, og Friðgeir Hösk-
uldsson, f. 1947, útgerð-
armaður á Drangsnesi.
Svava Halldóra
Friðgeirsdóttir
30 ára Finnur ólst upp á
Blönduósi, lauk stúdents-
prófi frá Framhaldsskól-
anum í Austur-
Skaftafellssýslu og starfar
hjá Nettó á Höfn.
Börn: Karen Hulda, f.
2007, og Hlynur Ingi, f.
2010.
Foreldrar: Björn Vignir
Björnsson, f. 1961, at-
hafnamaður á Blönduósi,
og Hólmfríður Sigrún
Óskarsdóttir, f. 1961,
skólaliði á Blönduósi.
Finnur Karl
Vignisson
HEITT & KALT
Sími: 533 3060 | heittogkalt@heittogkalt.is | www.heittogkalt.is
Hátíðarstemning
að þínu vali:
Þægileg jólaveisla
Heimilisleg jólaveisla
Klassísk jólaveisla
Jólasmáréttir
Jólaveisla sælkerans
Verð á mann frá: 4.890 kr.
Allar upplýsingar og matseðlar
á www.heittogkalt.is
Jólaveisla
Fyrirtækja- og veisluþjónusta