Morgunblaðið - 27.11.2012, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 7. N Ó V E M B E R 2 0 1 2
Stofnað 1913 278. tölublað 100. árgangur
NÝJA PLATAN
TILEINKUÐ
UNNUSTUNNI
MEIRA EN
BARA
MÓTORHJÓL
ÞRIÐJA BÓK
MARGRÉTAR
UM AÞENU
BÍLAR HEIMTAR FRAMHALDSLÍF 38HERBERT NÝR MAÐUR 39
Eitt blað brotnaði og þrjú löskuðust á bak-
borðsskrúfu Herjólfs við það að rekast í
vestari hafnargarðinn við Landeyjahöfn á
laugardag. Jafnframt er stýrið lítillega snú-
ið bakborðsmegin.
Gert verður við þrjú blaðanna en skipt
um hið fjórða. Vegagerðin átti blaðið til og
standa væntingar til þess að viðgerð taki
5-6 daga. Skemmdirnar komu í ljós þegar
Herjólfur kom í slipp í Hafnarfirði í gær-
kvöldi. »4
Eitt skrúfu-
blað brotið og
þrjú löskuð
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Skrúfan Sérfræðingar meta tjónið.
Blikur á lofti
» Eins og rakið var í Morgun-
blaðinu fyrir helgi hafa hags-
munaaðilar í byggingariðnaði
áhyggjur af vaxtahækkunum
Seðlabankans.
» Það bætist við áhyggjur af
því að ný byggingarreglugerð
hækki byggingarkostnað.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Ef verkefnastaðan á næstu tveim
árum verður eins og hún hefur ver-
ið síðustu tvö ár mun það kalla á
aðgerðir. Fyrirtækin þyrftu þá að
skera niður og um leið yrði geta
þeirra til að takast á við stór verk-
efni minni. Þau þola ekki eitt til tvö
svona ár til viðbótar án þess að það
láti undan síga,“ segir Alexander
G. Alexandersson, framkvæmda-
stjóri Steypustöðvarinnar, um erf-
iða stöðu í byggingargeiranum.
Tilefnið er tölur frá Hagstofu Ís-
lands sem sýna að veltan í bygg-
ingarstarfsemi og mannvirkjagerð
í maí til ágúst sl. sumar var minni
en 2010 og munar þar 3,3 milljörð-
um á núvirði. Samanlögð velta
fyrstu átta mánuði ársins 2010 á
núvirði var 80,4 milljarðar, 72,9
milljarðar 2011 og 71,8 milljarðar í
ár.
Miklu minna en í meðalári
Að sögn Alexanders er veltan
hjá steypustöðvum nú um þriðj-
ungur af því sem hún var þegar
best lét og mörgum tugum pró-
senta minni en í meðalári á höf-
uðborgarsvæðinu.
„Félögin ganga á eigið fé. Það
segir sig sjálft. Svo ég taki dæmi af
mínu eigin félagi þá hafa núverandi
eigendur átt Steypustöðina í tvö ár
og á þeim tíma hefur gengið veru-
lega á eigið fé félagsins. Hvert ár
sem líður áður en hlutirnir fara af
stað er því dýrkeypt. Maður heldur
að sér höndum. Eðlileg endurnýj-
un á tækjum og búnaði er í frosti.
Flotinn eldist, viðhaldskostnaður
eykst. Það er alveg sama við hvern
er talað. Það vantar stærri verkin í
breytuna, verk frá opinberum að-
ilum. Þar er ekkert í gangi,“ segir
Alexander.
Nær ekkert um nýbyggingar
Þorbjörn Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Samiðnar, segir afar
lítið um nýframkvæmdir í ár. „Það
er nánast hægt að telja á fingrum
annarrar handar þær nýfram-
kvæmdir sem hafa hafist á þessu
tímabili. Það er nánast ekkert,“
segir Þorbjörn.
MMinna byggt í sumar »14
Mun minna byggt en 2010
Veltan í byggingargreininni fyrstu átta mánuði ársins var 71,8 milljarðar
Var 80,4 milljarðar 2010 Fyrirtæki hafa gengið verulega á eigið fé
„Báturinn er að mestu ónýtur og honum
verður ekki bjargað. Ef það gerir smánorð-
austanátt á svæðinu mun skipið hverfa,“ seg-
ir Reimar Vilmundarson, skipstjóri á Sædísi
ÍS, en hann fór ásamt fleirum að Straumnesi,
norðan Aðalvíkur á Hornströndum, þar sem
Jónína Brynja ÍS 55 strandaði í fyrrakvöld.
Farið var á strandstað til þess að reyna að
bjarga verðmætum úr bátnum. „Það var
mjög vont að lenda þarna og mikið brim,“
segir Reimar. Hann segir að þeir hafi náð að
bjarga ýmsum tækjabúnaði sem farið var
með til hafnar í Bolungarvík í gærkvöldi.
Hluti verðmætanna varð eftir í landi, þó að
búið væri að ná þeim úr bátnum. ,,Mennirnir
fóru á land í slöngubát og reyndu að ná
tækjum úr bátnum. Menn stóðu stundum al-
veg upp að mitti í sjó og áttu fótum sínum
fjör að launa við að komast undan brotunum.
Ef þeim hefði skolað út hefðu þeir ekki verið
til frásagnar,“ segir Reimar um aðstæður
þeirra sem fóru að bjarga búnaði á strand-
stað.
Reimar telur nær ómögulegt að ná bátnum
af strandstað. „Eina leiðin til að ná bátnum
væri ef sjóinn slétti. En þarna er svo mikill
undirsjór og því erfitt að athafna sig við
hann,“ segir Reimar. vidar@mbl.is
MÞurfti á öllu sínu afli að halda »6
„Áttu fótum sínum fjör að launa
við að komast undan brotunum“
Ljósmynd/Reimar Vilmundarson
Bátnum verður ekki bjargað af strandstað að sögn skipstjóra
Ónýtur Stórgrýtið gengur inn í botn bátsins.
Á strandstað Jónína Brynja ÍS 55 brotin á strandstað. Ekki var hægt að bjarga bátnum en hægt var að ná verðmætum tæknibúnaði úr honum.
Minnihluti fjárlaganefndar bókaði á fundi
nefndarinn í gær mótmæli við því að fjár-
lögin væru tekin út úr nefndinni á þessu
stigi, að sögn Kristjáns Þórs Júlíussonar,
þingmanns Sjálfstæðis-
flokksins og fulltrúa í
fjárlaganefnd. Að hans
sögn voru breytinga-
tillögurnar margar og
heildarpakkinn tugir
blaðsíðna. Breytingar
nefndarmeirihlutans hafi
numið um hálfum millj-
arði og útgjaldabreyt-
ingar ríkisstjórnar 7,2
milljörðum.
„Við eigum síðan eftir
að fara í gegnum allan þennan pakka en það
er hinsvegar alveg ljóst að það er fjöldi mála
sem eru þess eðlis að það er ekki tekið á
þeim inni í fjárlagafrumvarpinu eins og það
kemur til annarrar umræðu, við erum að
ræða þar um stór mál eins og Íbúðalánasjóð
og fjármögnun á honum, Hörpu og rekstr-
arframlagið inn í það dæmi, einhver umræða
er um áform um byggingu Landspítala – há-
skólasjúkrahúss, lögreglumálin, en allir
þekkja umræðuna um hvernig þau liggja og
svo framvegis,“ segir Kristján.
Hann bætir við að það sé alveg ljóst að
taka verði með einhverjum hætti á þessum
þáttum. Að því gefnu að ekki komi til tekjur
til móts við þau útgjöld sem af þessu stafa
segir Kristján að mikið þurfi að ganga á til
að áformin um afkomuna á fjárlögum ársins
2013 standist. skulih@mbl.is
Bókuðu
mótmæli við
vinnubrögð
Breytingar upp á sam-
tals tæplega 8 milljarða
Kristján Þór
Júlíusson