Morgunblaðið - 27.11.2012, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 27.11.2012, Blaðsíða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2012 MBL 14 14 LOKAMYNDIN Í EINNI STÆRSTU KVIKMYNDASERÍU ALLRA TÍMA Í 2D OG 3D MEÐ ÍSLENSKU TALI Í 2D MEÐ ENSKU TALI/ÍSL TEXTA  -VARIETY  -HOLLYWOOD REPORTER BOXOFFICE MAGAZINE 12 80/100 VARIETY 80/100 „„SKILAR ÞVÍ SEM ÓÞREYJUFULLIR AÐDÁENDUR VORU AÐ BÍÐA EFTIR.“ THE HOLLYWOOD REPORTER BOXOFFICE MAGAZINE L -FBL -FRÉTTATÍMINN 12 7  ROGER EBERT CHICAGO SUN-TIMES 16 BYGGÐ Á SÖNNUM ATBURÐUM EKKI FYRIR VIÐKVÆMA “ALVÖRU HROLLVEKJA” EGILSHÖLL L L 14 12 712 ÁLFABAKKA VIP VIP 16 16 16 14 L L L POSSESSION KL. 5:50 - 8 - 10:10 POSSESSION LUXUS VIP KL. 10:30 TWILIGHT: BREAKING DAWN 2 KL. 5:30 - 8 - 10:30 TWILIGHT : BREAKING DAWN 2 VIP KL. 5:30 - 8 WRECK IT RALPH ÍSL.TALI KL. 5:50 WRECK IT RALPH ENS.TALI KL. 8 - 10:10 ARGO KL. 5:30 - 8 - 10:30 HOPE SPRINGS KL. 5:50 - 8 END OF WATCH KL. 10:10 12 16 L L AKUREYRI 14 THE POSSESSION KL. 8 - 10:20 WRECK-IT RALPH ÍSL.TALI3D KL. 6 TWILIGHT: BREAKING DAWN 2 KL. 8 ARGO KL. 10:20 BRAVE HIN HUGRAKKA ÍSL.TALI KL. 6 KEFLAVÍK 7 L 16 16 KRINGLUNNI NÚMERUÐ SÆTI 12 12 12 POSSESSION KL. 8 - 11 TWILIGHT KL. 5:30 - 8 - 10:30 SKYFALL KL. 5 - 8 - 10:10 WRECK IT RALPH ÍSL.TALI KL. 5:5H0 TWILIGHT BREAKING KL. 10:20 THE POSSESSION KL. 8 - 10 HERE COMES THE BOOM KL. 8 TWILIGHT: BREAKING DAWN PART 2 KL. 5:30 - 8 - 10:30 HERE COMES BOOM 5:40 - 8 - 10:20 ARGO KL. 8 - 10:30 CLOUD ATLAS KL. 8 WRECK-IT RALPH ÍSL3D KL. 5:30 WRECK-IT RALPH ENSTALKL. 5:50 ÞRIÐJUDAGS TILBOÐ Í DAG TILB OÐ TILBO Ð TILBO Ð TILB OÐ TILB OÐ TILB OÐ TILB OÐ Tri ehf. Suðurlandsbraut 32 104 Reykjavík www.tri.is Verslunin er opin: Alla virka daga kl. 09:00-18:00 Laugardaga kl. 10:00-16:00 Frí heimsending á höfuðborgarsvæðinu og á allar afgreiðslustöðvar Flytjanda á landsbyggðinni. Ný sending af CUBE 29” hjólum komin í hús Verð frá 139.990 kr. til 289.990 kr. Íslenski dansflokkurinn sýnir núfjögur verk eftir unga líttreynda danshöfunda undiryfirskriftinni Á nýju sviði. Í sýningarskrá segir: „Þessi yfirskrift er táknræn að því leyti að öll verkin eru eftir unga upprennandi danshöf- unda sem líklegast eiga eftir að hafa áhrif á íslenskt danssamfélag í fram- tíðinni. Þetta eru fersk og hrífandi verk höfunda sem sumir hverjir hafa öðlast talsverða reynslu í danssmíði þrátt fyrir ungan aldur en aðrir eru á upphafsreit.“ Að öllum líkindum eiga einhverjir þessara höfunda eftir að hafa áhrif á íslenskt danssamfélag í framtíðinni en reynsluleysið leyndi sér ekki á þessari sýningu. Það má því setja spurningarmerki við það hvers vegna ákveðið var að vinna með danshöf- undum sem hafa svo takmarkaða reynslu innan þess sviðs. Einnig má spyrja sig hvernig verkin voru valin. Hvorki á heimasíðu flokksins né í sýningarskrá er talað um sýninguna sem einhvers konar prófraun, dans- smiðju eða annað slíkt tilraunafyr- irbæri. Því er ekki annað hægt en að skrifa um sýninguna út frá þeim væntingum sem gera má til Íslenska dansflokksins. Verkið Til eftir Frank Fannar Ped- ersen var fyrsta verk kvöldsins. Sviðsmyndin var einföld og falleg og dansinn var í aðalhlutverki. Í verkinu voru margar vel unnar og fallegar senur, en verkið var þó frekar eins- leitt þar sem það vantaði sérstakan hápunkt. Dansararnir Ásgeir Helgi Magnússon og Unnur Elísabet Gunn- arsdóttir skiluðu sínu nokkuð vel en það hefði mátt vinna verkið mun lengra. Til að mynda hefði verið hægt að nota svipbrigði í meira mæli til þess að túlka tilfinningar, draga áhorfandann nær umfjöllunarefninu og ná fram meiri fjölbreytni. … og þá aldrei framar eftir Steve Lorenz var verk númer tvö á efnis- skránni. Verkið byrjaði nokkuð vel. Lýsing og búningar þjónuðu þar miklu hlutverki. Það myndaðist ákveðin spenna sem lofaði góðu. Verkið var hjartnæmt og tilfinn- ingaþrungið. Það hefði þó mátt taka fjölbreytileika hreyfiformsins mun lengra. Reynsluleysi í danssmíð var áberandi, einkum vegna þess að ekki var reynt að ná því besta út úr döns- urunum, sem oft á tíðum voru að gera hluti sem þeir réðu illa við. Það má þó að taka það fram að dansarar verks- ins eru að stíga sín fyrstu skref hjá flokknum og hafa þær allar mikla burði til þess að standa framarlega í sínu fagi þegar fram líða stundir. Allegro con brio eftir Karl Friðrik Hjaltason kom skemmtilega á óvart. Það var fyndið og nokkuð vel uppsett. Létt orka og einstaklega góður flutn- ingur dansaranna gerði mikið fyrir verkið. Karli tekst að nota öll verk- færin í bókinni, til þess að gera gott dansverk en þó er mikill byrj- andabragur á sjálfri danssmíðinni. Sporavinna er einföld og ekki er tekin mikil áhætta. Ef hann nýtir sér þessi tæki, vinnur fleiri verk og brýtur sér leið út úr þessum einfalda ramma getur hann líklega orðið mjög spenn- andi höfundur. Ótta eftir Ásgeir Helga Magn- ússon, Hjördísi Lilju Örnólfsdóttur og Unni Elísabetu Gunnarsdóttur var án efa besta verk kvöldsins en verkið er í senn mjög sjónrænt og skemmti- legt. Lýsingin var einstaklega vel gerð og gerði hún mikið fyrir verkið. Þó hefði mátt hugsa meira út í stað- setningar dansara út frá lýsingu. Hefði verkið verið unnið örlítið lengra hefði það burði til þess að ná mun hærri hæðum, því sumir partarnir voru heldur stífir og jafnvel fyr- irsjáanlegir. Spennandi verður að fylgjast með þróun höfundanna sem margir eiga líklega eftir að gera góða hluti í fram- tíðinni. Þrátt fyrir það stenst sýn- ingin Á nýju sviði engan veginn þær gæðakröfur sem gera má til Íslenska dansflokksins. Atvinnudansflokkur í nemendaútgáfu Á nýju sviði bbnnn Fjögur verk Íslenska dansflokksins und- ir forskriftinni; Á nýju sviði. Til eftir Frank Fannar Pedersen. Dans- arar: Ásgeir Helgi Magnússon og Unnur Elísabet Gunnarsdóttir. … og þá aldrei framar eftir Steve Lorenz í samráði við dansara. Dansarar: Arna Sif Gunnarsdóttir, Berglind Ýr Karls- dóttir og Ellen Margrét Bæhrenz. Allegro con brio eftir Karl Friðrik Hjalta- son. Dansarar: Brian Gerke, Cameron Corbett, Hjördís Lilja Örnólfsdóttir og Elísabet Gunnarsdóttir. Ótta eftir Ásgeir Helga Magnússon, Hjördísi Lilju Örnólfsdóttur og Unni El- ísabetu Gunnarsdóttur. Dansarar: Ás- geir Helgi Magnússon, Brian Gerke, Cameron Corbett, Ellen Margrét Bæhr- enz, Hjördís Lilja Örnólfsdóttir, Steve Lorenz og Unnur Elísabet Gunn- arsdóttir. Hönnun og umsjón búninga: Agnieszka Baranowska og Júlíanna Lára Stein- grímsdóttir. Ljós: Garðar Örn Borgþórs- son og Magnús Helgi Kristjánsson. Hljóð: Ólafur Örn. Nýja svið Borgarleik- hússins 23. nóvember 2012. MARGRÉT ÁSKELSDÓTTIR DANS Morgunblaðið/Golli Sjónrænt Úr Óttu sem rýnir segir hafa verið „án efa besta verk kvöldsins.“ Steingrímur Þórhallsson, organisti Neskirkju, leikur á hádegistón- leikum í Hafnarfjarðarkirkju í dag milli kl. 12:15 og 12:45. Hann hyggst leika fjölbreytta og fagra orgeltónlist á bæði orgel kirkj- unnar. Allir eru velkomnir og er að- gangur ókeypis. Organistinn Steingrímur Þórhallsson leikur á bæði orgel kirkjunnar í dag. Orgeltónar í Hafn- arfjarðarkirkju Tríó hammondorgelleik- arans Þóris Baldurssonar leikur á KEX hosteli í kvöld kl. 20:30. Auk Þóris skipa hljómsveitina þeir Jóel Páls- son á saxófón og Einar Scheving á trommur. Tón- leikarnir eru hluti af djass- tónleikaröð þeirri sem hald- in hefur verið á KEX hosteli að undanförnu. Tónleikarnir hefjast kl. 20:30 og standa í um það bil tvær klukkustundir með hléi. Sem fyrr er aðgangur ókeypis. Tríó Þóris Bald- urssonar leikur á KEX hosteli Morgunblaðið/Kristinn Orgelmeistari Þórir Baldursson stýrir tríóinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.