Morgunblaðið - 27.11.2012, Side 13
NÝJAR BÆKUR AÐ VESTAN
Spurning að vestan
Lesandi góður!
Segjum að þú værir fjármálaráðherra. Þú lætur ráðuneyti þitt kaupa bækur frá Vestfirska forlaginu fyrir 10 milljónir króna eða jafnvel 100 milljónir. Svo réðir þú framkvæmdastjóra
forlagsins sem verktaka til að veita ráðgjöf í ráðuneytinu um útgáfumál og Icesave.
Hann fengi tvær milljónir á dag í laun fyrir ómak sitt, frían síma, ferðakostnað, dagpeninga, hótelkostnað, risnu og bara nefndu það fyrir milljónir á milljónir ofan. Svo fer hann til
útlanda til að bera saman bækurnar og tekur ömmu sína með. Fært sem lögfræðikostnaður. Allt greitt upp í topp úr ríkiskassa okkar.
Lögmál leyndarhyggjunnar segir að ekki megi greina frá þessu. Alla vega ekki strax, kannski seinna. Alþingi setur svo á stofn rannsóknarnefnd í fyllingu tímans til að toga þetta út.
Það á að skoða allt ofan í kjölinn. Taka til gagngerrar skoðunar. Síðan kemur skýrsla eftir dúk og disk og fer beint ofan í skúffu. Samt segja þingmenn við kjósendur sína: Allt upp á
borðið!
Við spyrjum: Af hverju má ekki birta opinberlega allar fjárhagslegar skuldbindingar og greiðslur úr ríkissjóði, hverju nafni sem nefnast, jafnóðum og þær eiga sér stað, svo að
almenningur geti séð það strax hvort maðkur sé í mysunni? Já, hvers vegna ekki?
Hallgrímur Sveinsson Bjarni Georg Einarsson
Tómas Guðmundsson, sem kallaði sig Tómas Geirdæling og hlaut viðurnefnið víðförli, var
allslaus förumaður á Vestfjarðakjálkanum á síðari hluta 19. aldar. Þessi umkomulausi maður úr
Austur-Barðastrandarsýslu má teljast eitt af bestu alþýðuskáldum sinnar tíðar þó að
kveðskapur hans hafi fram til þessa verið nánast óþekktur.
Barn að aldri missti Tómas móður sína og lenti á sveit. Baráttan við allsleysið setti mark á
allt hans líf. Hann varð úti á göngu sinni stuttan veg milli bæja á Ströndum á jólaföstu 1895,
nær sjötugur að aldri. Tilgangur þessarar bókar er að varpa birtu á líf og ljóð Tómasar og láta
draum hans um útgáfu loksins rætast og hefur Lárus Jóhannsson unnið þar þarft og gott verk.
Tómas Geirdælingur víðförli kvað svo nærri ævilokum:
Til þín, æðsta alheims sól,
augum bænar lít ég.
Þar er líf og þar er skjól
þess með gleði nýt ég.
Sumir sjá margt líkt með Bólu-Hjálmari og Sveini frá
Elivogum, sem var afar persónulegt og sérstætt skáld. Báðir voru þeir
Skagfirðingar hreinir og klárir. Báðir voru þeir fátækir að veraldarauði.
Báðir voru þeir litnir hornauga af nágrönnum, enda höggvagjarnir.
Vísur Sveins voru ótvíræðar og beinskeyttar og flugu um allt land á sínum tíma og
menn lærðu þær. Sveinn átti marga strengi í hörpu sinni. Hann orti ljúf ástarkvæði og
fögur minningaljóð en hann gat einnig ort hárbeitt níðkvæði og ádeilur. Auðunn Bragi
Sveinsson, sem löngu er landskunnur af ritverkum sínum, geldur hér sonargjöldin.
Sveinn frá Elivogum orti svo:
Helst til var ég höggvagjarn,
hníflum tamt að ota,
enda varð ég einkabarn
olnboganna skota.
Hvað áttu þeir Þórður
Grunnvíkingur og Tómas
Geirdælingur sameiginlegt?