Morgunblaðið - 27.11.2012, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2012
Opið: Mán - Fim 11:00 - 18:00
Fös 10:00 - 18:30 & Lau 11:00 - 16:00
Hátíðarkörfur
Ostabúðarinnar
eftir þínu höfði
Við erum byrjuð að
taka á móti pöntunum
í síma 562 2772,
ostabudin@ostabudin.is
og á ostabudin.is
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd
samþykkti sl. föstudag að senda öðr-
um þingnefndum ný stjórnskipunar-
lög til umsagnar. Lögin byggja á
grunni tillagna stjórnlagaráðs að
nýrri stjórnarskrá og hafa þingnefnd-
irnar frest til 10. desember til að skila
inn athugasemdum.
Að því loknu fara stjórnskipunar-
lögin til 2. umræðu í þinginu.
Valgerður Bjarnadóttir, formaður
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar,
telur þetta rúman tíma fyrir nefnd-
irnar. „Við báðum um þennan tíma og
það var gerð athugasemd við það eins
og allt innan stjórnskipunar- og eft-
irlitsnefndar. Það er hægt að fram-
lengja þann frest ef með þarf. Allar
umsagnir frá því í fyrra eru aðgengi-
legar og á þessu tímabili eru fimm
nefndadagar í þinginu. Nefndirnar
hafa því mikinn tíma. En við verðum
að sjá hvort hann dugar þeim,“ segir
Valgerður.
Unnið eins og vel og hægt er
Aðspurð hvort til greina komi að
gefa nefndunum frest fram yfir ára-
mót segir Valgerður ótímabært að
ræða það. Hún eigi eftir að ræða við
formenn þingnefndanna.
„Það kemur allt til greina í þessu
enda er ætlunin að vinna þetta eins
vel og mögulegt er. Einu tímamörkin
sem við setjum okkur er að ljúka mál-
inu fyrir kosningar. Við viljum vinna
með stjórnarandstöðunni. Það er allt
opið í því. En við þurfum að vita hvað
stjórnarandstaðan vill annað en að
henda þessum pappír og það viljum
við ekki gera,“ segir hún.
Undrast hraðann í málinu
Kristján Þór Júlíusson, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, telur nefndun-
um skammtaður alltof naumur tími
en hann situr í fjárlaganefnd.
„Það er með ólíkindum að nefndir
þingsins eigi að afgreiða umsögn á
svona knöppum tíma, ef menn vilja á
annað borð hafa hana vandaða. Ég
skil satt að segja ekki hvað liggur á.
Fjárlög ríkisins eru lögð fram í
september og eru afgreidd í desem-
ber. Þau gilda aðeins til eins árs.
Stjórnarskrá endist miklu lengur og
mér finnst mjög óeðlilegt ef henni er
ekki gefinn sá tíma sem þarf til þess
að vanda til verka.
Það getur vel verið að við þurfum
að fá álit annarra á fundum í fjár-
laganefndinni og ef það á að afgreiða
þetta í hvelli á fimm dögum finnst
mér það jafngilda kröfu um að við
leggjum ekki þá rækt við þessa vinnu
sem þarf að gera.
Þessi hraði í afgreiðslu jafn mikil-
vægs máls er með ólíkindum,“ segir
Kristján Þór Júlíusson.
Stjórnskipunarlögin í nefndir
Þingnefndir hafa frumvarp til stjórnskipunarlaga til umsagnar til 10. des. Form. stjórnskipunar-
og eftirlitsnefndar telur tímann rúman Þingmaður Sjálfstæðisflokks telur of geyst farið í málinu
Valgerður
Bjarnadóttir
Kristján Þór
Júlíusson
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Að sögn Gunnlaugs Grettissonar,
rekstrarstjóra Herjólfs, er búist við
því að viðgerð á Herjólfi taki sex
daga, en önnur skrúfa skipsins lask-
aðist í óhappi við Landeyjarhöfn á
laugardag. Skipið fór í slipp í Hafn-
arfirði í gærkvöldi en skipt verður um
eitt fjögurra blaða skrúfunnar en hin
þrjú verða lagfærð. „Kostnaður mun
liggja fyrir á morgun eða á miðviku-
dag,“ segir Gunnlaugur.
Á laugardag lenti Herjólfur í þung-
um straumi fyrir utan Landeyjarhöfn
sem leiddi til þess að önnur skrúfa
skipsins tók niðri við vestari varnar-
garðinn.
Vegagerðin brást skjótt við beiðni
Vestmanneyinga um farkost á milli
lands og Eyja og var Breiðafjarðar-
ferjan Baldur fengin í verkefnið í gær.
Herjólfur getur flutt allt að 500 far-
þega en Baldur um 190. „Hann mun
geta sinnt þessu með fjórum ferðum á
dag, þó að mögulega verði þrengra á
þingi en í Herjólfi. Einhverjir gætu
þurft frá að hverfa á föstudag og
sunnudag, því þá ferðast flestir,“ seg-
ir Gunnlaugur.
Allt að 7-800 manns ferðast með
Herjólfi á föstudögum og sunnudög-
um að sögn hans. „Aðallega er bíla-
plássið takmarkað. Við munum fyrst
og fremst lenda í vandræðum með
það,“ segir Gunnlaugur.
Óljúft að fella niður siglingar
Hin hliðin á teningnum er sú að
áætlanaferðir Baldurs um Breiða-
fjörð, milli Stykkishólms og Brjáns-
lækjar, með viðkomu í Flatey falla
niður næstu 7-10 daga samkvæmt
heimasíðu Sæferða sem sér um rekst-
ur ferjunnar.
„Við þær aðstæður sem uppi eru
sáum við okkur ekki annað fært en að
verða við þessari beiðni þó svo að okk-
ur sé vægast sagt óljúft að fara út úr
okkar siglingaráætlun, sérstaklega á
þessum árstíma. Sem betur fer lítur
svo út næstu viku til 10 daga að veð-
urfar verði gott og færi á landi þokka-
legt,“ segir á heimasíðu Sæferða.
Baldur sendur Eyja-
mönnum til bjargar
Hefðbundnar áætlanaferðir í Breiðafirði falla niður í 7-10 daga
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Skemmd skrúfa Þrjú blöð löskuðust og eitt blað brotnaði á bakborðsskrúfu Herjólfs á laugardag.
Í Landeyjahöfn Ferjan Baldur sést hér í Landeyjahöfn en hún mun sinna
ferðum á milli lands og Eyja næstu daga. Hún getur flutt 190 farþega í einu.
Það var föstudaginn 23. nóv-
ember sem stjórnskipunar- og
eftirlitsnefnd ákvað að vísa
stjórnskipunarlögum til þing-
nefnda til umsagnar.
Þingmenn hafa því 12 virka
daga til að fara yfir málið, eða
virku dagana 26. til 30. nóv-
ember og frá 3. til 7. desember,
auk og mánudagsins og þriðju-
dagsins 10.-11. desember.
Hafa tólf
virka daga
FRESTUR NEFNDANNA
Skúli Hansen
Una Sighvatsdóttir
Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur
að eigin sögn tilkynnt kjörnefnd
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík að
hún óski eftir að
leiða lista
flokksins í
Reykjavík-
urkjördæmi suð-
ur. Að sögn
Hönnu Birnu
ætlar hún ekki
að gefa kost á
sér til formanns
Sjálfstæðis-
flokksins gegn
Bjarna Bene-
diktssyni. Hún ætli að virða
niðurstöðu síðasta landsfundar
flokksins.
Einbeitir sér að
sigri í borginni
Hún segist ekki útiloka að gefa
kost á sér til formennsku á ein-
hverjum tímapunkti en hún hafi
þegar gefið kost á sér sem val-
möguleika við Bjarna. Það fram-
boð hafi eingöngu verið til að gefa
landsfundi flokksins val um hver
leiddi flokkinn í komandi alþing-
iskosningum. Þrátt fyrir að hún
hafi fengið mikinn stuðning hafi
niðurstaðan orðið sú að formað-
urinn náði endurkjöri.
Að sögn Hönnu Birnu virðir hún
þá niðurstöðu landsfundar. „Bjarni
Benediktsson ætlar að gefa kost á
sér aftur sem formaður á næsta
landsfundi og þann fund munu að
mestu skipa sömu einstaklingar og
veittu honum umboð til forystu síð-
ast,“ segir Hanna Birna og bætir
við: „Frekar en að fara aftur fram
gegn sitjandi formanni mun ég
beita öllum mínum kröfum í að
leiða okkur til sigurs hér í höf-
uðborginni. En breytist forsendur
síðar mun ég ekki skorast undan
ábyrgð.“
Aðspurð hvort hún ætli að gefa
kost á sér sem varaformaður Sjálf-
stæðisflokksins á næsta landsfundi
segir Hanna Birna: „Ég hef enga
ákvörðun tekið um það.“
Upplýsa ekki um listana
„Við gefum út listann þegar hann
er tilbúinn og þá upplýsum við
hvernig við förum að því að velja og
hvernig valið er gert, við getum
ekki verið að upplýsa það núna,“
segir Halldór Guðmundsson, for-
maður kjörnefndar vegna prófkjörs
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík,
aðspurður hvernig frambjóðendur
raðist á lista flokksins í Reykjavík-
urkjördæmunum tveimur.
Hanna Birna leiðir
í Reykjavík suður
Fer ekki í formanninn á móti Bjarna
Hanna Birna
Kristjánsdóttir