Morgunblaðið - 27.11.2012, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2012
VIÐTAL
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
„Það er rétt að nú er talað fullum fet-
um um sambandsríki. Sjálfur er ég
ekki hrifinn af slíkri þróun og hef
aldrei verið. En með þessu er varpað
upp grundvallarspurningunni: Ef við
viljum Evrópusamband sem virkar,
sem tryggir hagsæld og ýtir undir
þróun verðum við líka að vera með
pólitískt skipulag sem gerir þetta
kleift,“ segir Göran Persson, fyrrver-
andi forsætisráðherra Svíþjóðar.
Hann sótti Íslendinga heim í des-
ember 2008, skömmu eftir banka-
hrunið og flutti þá vel sóttan fyr-
irlestur í hátíðarsal Háskóla Íslands.
Fjallaði hann m.a. um reynslu Svía af
bankakreppu þar í landi snemma á tí-
unda áratugnum en Persson var þá
fjármálaráðherra í tvö ár.
Hann flytur á ný fyrirlestur á sama
stað í hádeginu í dag í boði Háskólans
og Samtaka fjárfesta og er umfjöll-
unarefnið áskoranir í Evrópu og
tækifæri Íslands.
Fyrir fjórum árum lagði Persson
áherslu á að takast yrði strax á við
brýnustu verkefnin hér eins og end-
urskipulagningu bankakerfis, barátt-
una gegn fjárlagahalla, ef til vill
hækka skatta en efla samt atvinnu-
lífið eftir mætti. En forðast bæri póli-
tísk átök, nýjar kosningar, nýja rík-
isstjórn. Fóru stjórnmálamenn að
ráðum hans?
Samstaða varðandi
jaldeyrishömlurnar
„Ég er ekki í aðstöðu til að meta
þróun mála í heild,“ segir Persson.
„En ég hef á tilfinningunni að þeir
hafi fylgt ráðum mínum varðandi
fjárlögin, þau eru að nálgast jafn-
vægi. Þetta hafa þeir gert bæði með
skattahækkunum og niðurskurði. Og
þeir hafa gert þetta með tiltölulega
mikilli hliðsjón af því að jafna byrð-
unum, það er afskaplega mikilvægt.
En öllu skiptir að þeir gerðu þetta.
Alltaf má segja að þeir hefðu átt að
gera þetta með öðrum hætti en það
er meira fræðileg umræða.
Núna þurfa þeir að halda áfram
með næsta skrefið, takast á við gjald-
eyrishömlurnar, endurskapa skil-
virkni í opinbera geiranum. Þetta er
mikið verkefni. En ef mönnum á að
takast þetta verða þeir að starfa sam-
an. Finna verður lausnir sem njóta
víðtæks, pólitísks stuðnings af því að
það er enn kreppa í efnahag Íslands.“
– Þú lagðir á sínum tíma mikla
áherslu á að við sýndum að við vær-
um sjálfstæð, létum ekki aðra stýra
okkur, t.d. Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.
En hann hefur að meira eða minna
leyti stýrt efnahagsmálum okkar síð-
an.
„Þannig fór, þetta gerðist. Vandinn
er að ef menn bíða of lengi, hika of
lengi, munu aðrir grípa inn. Það má
segja að AGS hafi unnið með ykkur,
stutt ykkur en þið verðið sjálf að
meta það. Hvað mig varðar hefur allt-
af verið mikilvægt að sýna og sanna
að þjóð eins og Íslendingar, með Al-
þingi, elsta þingið, stolta stofnun, geti
sjálf séð um sín vandamál. Það er
geysilega mikilvægt að styðja þær
stofnanir fulltrúalýðræðisins sem Al-
þingi er fulltrúi fyrir.“
Persson segir að nær öll ríki Evr-
ópu berjist við sama vanda. „Við er-
um á leið inn í snögga niðursveiflu í
Evrópu. Bæði er um að ræða eðlilega
niðursveiflu, hluta af hefðbundnum
sveiflum en einnig kreppu í grund-
vallaruppbyggingu efnahags álf-
unnar. Og ekki má gleyma Banda-
ríkjamönnum. Vonandi eru þeir á leið
upp úr vandanum en ef þeim mis-
tekst að leysa hann fara þeir fram af
fjárlagabrúnni margnefndu. Þá erum
við komin með aðra Evrópu hinum
megin Atlantshafsins!“
Persson boðaði aðhald á Íslandi
fyrir fjórum árum. Hann er spurður
hvort aðhaldið í ríkisfjármálum sem
Þjóðverjar hafa boðað, m.a. í Grikk-
landi, hafi virkað sem skyldi.
„Í sumum Evrópuríkjum getur
verið að aðhaldsaðgerðir virki ekki og
ef öll ríkin beita þessum aðferðum
gæti niðurstaðan orðið of lítil eft-
irspurn. Ef það gerist verða Evr-
ópuríkin að einbeita sér að því að
breyta og bæta grundvallaratriðin í
efnahag sínum. Einkum verða þau
að huga að samkeppnishæfninni.
Evrópa er ekki einsleit, hún er
margbreytileg álfa. Norðurhlutinn er
enn mjög samkeppnishæfur en sá
eiginleiki hefur glatast í suðurhlut-
anum. Þjóðverjar og margir af
grönnum þeirra hafa gert það rétta,
alveg eins og við Svíar. Við erum
samkeppnishæfir en samt þurftum
við að takast á við niðursveiflu af því
að erlendir markaðir brugðust okkur.
Hins vegar er hægt að öðlast á ný
samkeppnishæfni með því að lagfæra
undirstöðuna, afar mikilvægt er að
Frakkar, Spánverjar og Ítalir ein-
hendi sér í það.“
Segir evruna munu
lifa og eflast
– Svíar felldu fyrir áratug í þjóð-
aratkvæðagreiðslu að taka upp evru,
þvert gegn þínum ráðum. Lifir evran
hremmingar sínar af?
„Ekki nóg með það heldur á hún
eftir að eflast enn. Það er ástæðu-
laust að halda að áætlunin stöðvist
vegna þess að þótt sum evruríkin eigi
við vanda að stríða hafa önnur hagn-
ast á samstarfinu. Af hverju ætti
Þýskaland að binda enda á það? Það
hefur reynst Þjóðverjum ákaflega
vel.
Evran mun eflast. Lettar hafa nú
sótt um aðild og þá bætist Svíum ann-
ar granni sem ætlar að nota þennan
gjaldmiðil. Danir hafa lengi fest
gengi krónunnar við evruna og í fyrra
festu Svisslendingar gengi frankans
við evru, ekki vegna þess að frankinn
væri of lágur, gengi hans var of hátt!
Kannski horfa fleiri lítil ríki með opið
efnahagskerfi fram á sams konar
vanda, sömu áhættu og þeir.“
– Hvað með Ísland?
„Krónan varð á sínum tíma of
sterk og það olli ykkur erfiðleikum.
Gjaldmiðill getur orðið vandamál í
sjálfu sér og þá verðið þið að gera
eitthvað.
Þetta gerist allt svo hratt og við er-
um svo fljót að gleyma. Nú er gengið
lágt hjá ykkur en þið gleymið að fyrir
ekki svo löngu var vandinn of hátt
gengi. Það eina sem þið vitið með
vissu er að ef þið viljið lifa hér góðu
lífi verðið þið að vera með öflugar út-
flutningsgreinar. Ef gjaldmiðillinn
verður einhvern tíma aftur of öflugur
eruð þið komin í sama vandann.“
Ekki aðdáandi sambandsríkis en …
Göran Persson segir að vilji menn ESB sem tryggi hagsæld þurfi skipulag sem geri það
kleift Sannfærður um að evran muni lifa og útilokar ekki að Svíar festi gengi krónunnar við hana
Morgunblaðið/Golli
Með reynslu Göran Persson, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, um gjaldeyrishöftin: „Finna verður lausnir
sem njóta víðtæks, pólitísks stuðnings af því að það er enn kreppa í efnahag Íslands.“
„Aðhaldsstefnan hefur virkað á Ís-
landi,“ segir Göran Persson sem
hefur oft komið hingað til lands og
á hér vini. „Hér var mikill hag-
vöxtur um langt skeið, þá kom
kreppan. En atvinnuleysið hjá ykk-
ur er mun minna en annars staðar í
álfunni. Ykkur hefur tekist mun
betur en öðrum Evrópuþjóðum að
laga ykkur að breyttum að-
stæðum.“
Hann er spurður um aðild að
Evrópusambandinu og vísar því á
bug að Íslendingar yrðu vegna
smæðar þjóðarinnar áhrifalausir í
nýju sambandsríki Evrópusam-
bandsins, yrði það að veruleika.
Hættulegt sé að einblína á smæðina
og vanmáttinn, segir hann. Sum
ríkin í Bandaríkjunum séu afar fá-
menn en þau séu ekki hunsuð.
„Þetta snýst ekki bara um tölur
heldur hvernig þið lítið á ykkur
sjálf,“ segir hann. „Í stjórnmálum
hef ég oft séð að þeir sem eru
fulltrúar lítilla þjóða eða fátækra
þjóða hafa haft ótrúlega mikil áhrif
vegna þess að þeir eru klárir, sýna
frumkvæði. Vanmetið ekki ykkur
sjálf! Íslendingar hafa haft áhrif og
munu gera það áfram.“
– En hvernig sérðu fyrir þér
tækifæri Íslendinga, er framtíðin
björt? „Tækifæri ykkar eru stór-
kostleg. Þið hafið ýmislegt fram að
færa, margt að selja sem aðrir vilja
kaupa. Þið getið byggt upp sam-
keppnishæfan efnahag, þið eruð
með fisk, orku, ferðaþjónustu, svo
margt. Þar að auki er mikið af
ungu, velmenntuðu og hraustu fólki
hér, frábær þekking og vísinda-
menn eins og hjá Íslenskri erfða-
greiningu svo að ég nefni dæmi.
Landið ykkar er einstaklega gjöf-
ult. Ef þið getið ekki bjargað ykk-
ur, hverjir geta það þá? Þið hafið
gert það áður og munuð gera það
aftur.“
„Vanmetið ekki
ykkur sjálf!“
Persson segir
tækifæri Íslendinga
vera stórkostleg
Morgunblaðið/Ómar
Framtíðin Ung og hraust þjóð í ríku
landi, segir Persson um Íslendinga.
Vandaðir og vottaðir ofnar
Ofnlokasett í
úrvali
NJÓTTU ÞESS AÐ GERA
BAÐHERBERGIÐ AÐ VERULEIKA
FINGERS 70x120 cm
• Ryðfrítt stál
KROM 53x80 cm
• Aluminum / Ál
COMB 50x120 cm
• Ryðfrítt stál
Handklæðaofnar í miklu úrvali þar sem
gæði ráða ríkjum á góðu verði.
Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - 577 5177 - www.ofnasmidja.is