Morgunblaðið - 27.11.2012, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2012
www.gilbert.is
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Velta í byggingarstarfsemi og mann-
virkjagerð í maí til ágúst síðasta
sumar var rúmlega 3,3 milljörðum
króna minni en sömu mánuði sum-
arið 2010, árið sem stjórnvöld hafa
sagt marka botn kreppunnar.
Þetta má lesa út úr tölum Hag-
stofu Íslands yfir veltu í greininni
skv. virðisaukaskattsskýrslum en
þær leiða í ljós að veltan í maí til
ágúst 2010 var 45,45 milljarðar á nú-
virði, borið saman við 42,13 milljarða
kr. í sumar. Veltan í maí til ágúst sl.
sumar var hins vegar meiri en 2011
og munar þar um 950 milljónum.
Þá var veltan í júlí til ágúst sl. 121
milljón kr. meiri en 2011 og 1.974
milljónum kr. minni en 2010 á nú-
virði, eins og lesa má úr grafinu hér.
Lagerinn að verða búinn
Þorbjörn Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Samiðnar, segir afar
lítið um nýframkvæmdir í ár.
„Verktakar hafa verið að klára
íbúðir sem þeir voru byrjaðir á. Það
er nánast hægt að telja á fingrum
annarrar handar þær nýfram-
kvæmdir sem hafa hafist á þessu
tímabili. Það er nánast ekkert. Það
er það sem einkennir þetta ár. Lag-
erinn fer að verða langt kominn.
Nýja byggingarreglugerðin mun
auðvitað ekki auka framkvæmda-
gleði manna. Maður heyrir að menn
séu að undirbúa sig fyrir umskipti en
það er lítið fast í hendi.“
Árni Jóhannsson, forstöðumaður
mannvirkjasviðs hjá Samtökum iðn-
aðarins, segir haustið hafa verið ró-
legra en í fyrra. „Það sem er ólíkt
með árunum 2011 og 2012 er að hlut-
irnir fóru rólega af stað eftir sumar-
frí í sumar. Menn taka jafnan frí í
kringum verslunarmannahelgi og
svo fara hlutirnir að rúlla en nú ætl-
aði ekkert að fara af stað. Ég yrði
ekki hissa á því ef september og
október í ár yrðu lakari en í fyrra.
Við höfðum þá trú að íbúðafjár-
festing væri að fara af stað. Hlutir
eins og nýja byggingarreglugerðin
gætu haft þar áhrif, en hún eykur
byggingarkostnað á viðkvæmum
tíma. Markaðurinn stendur tæpt.
Eftir fjögurra ára svelti eru verk-
takafyrirtækin vanbúin að taka á sig
nokkrar sveiflur,“ segir Árni.
Minna byggt í sumar
en um sumarið 2010
Samiðn segir nánast ekkert um nýframkvæmdir í sumar
Morgunblaðið/Golli
Umsvif í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð
Velta samkvæmt virðisaukaskattskýrslum, án VSK. (m. kr.)
Framreiknað miðað við vísitölu neysluverðs.
Meðaltal vísitölunnar árið 2010 var 363,2, 377,7 í fyrra og vísitalan var 396,6 í ágúst sl.
Heimild: Hagstofa Íslands
Ja
n.
-fe
b.
25.000
20.000
15.000
10.000
5.000
0
M
ar
s-
ap
r.
M
aí
-jú
ní
Jú
lí-
ág
ús
t
Ja
n.
-fe
b.
M
ar
s-
ap
r.
M
aí
-jú
ní
Jú
lí-
ág
ús
t
Ja
n.
-fe
b.
M
ar
s-
ap
r.
M
aí
-jú
ní
Jú
lí-
ág
ús
t
2010 2011 2012
15
.6
0
1
19
.3
38 22
.0
78
23
.3
72
14
.7
62
16
.9
67 19
.9
07
21
.2
78
13
.4
39 16
.2
11 20
.7
33
21
.3
99
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
Dagrún Jónsdóttir öryrki stefndi í
gær Katrínu Júlíusdóttur fjármála-
ráðherra og Guðbjarti Hannessyni
velferðarráðherra fyrir hönd ís-
lenska ríkisins og Sigríði Lilly Bald-
ursdóttur, forstjóra Trygginga-
stofnunnar ríkisins, fyrir hönd
Tryggingastofnunar, til að greiða
sér um 2,1 milljón króna vegna van-
goldinna almannatryggingabóta á
árinu 2012.
Í stefnunni er þess krafist að
dómstólar viðurkenni að bætur al-
mannatrygginga sem Dagrún hafi
fengið á árinu dugi ekki til eðlilegrar
framfærslu og ríkið hafi þannig ekki
uppfyllt skyldu sína til fullnægjandi
aðstoðar skv. 76. grein stjórnar-
skrárinnar, þar sem segir að öllum,
sem þess þurfa, skuli vera tryggður
í lögum „réttur til aðstoðar vegna
sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis,
örbirgðar og sambærilegra atvika.“
Það er Öryrkjabandalagið sem
stendur að baki stefnunni en að
sögn Guðmundar Magnúsar, for-
manns ÖBÍ, var mál Dagrúnar valið
vegna þess hversu dæmigert það
þykir. „Við lítum á þetta sem próf-
mál,“ segir Guðmundur. „Það geng-
ur nátttúrlega ekki að fólk sé dæmt
til fátæktar bara vegna þess að það
hefur lent í einhverjum skakkaföll-
um í lífinu.“
Dagrún er barnlaus, býr ein og er
óvinnufær vegna örorku. Hún hefur
engar tekjur nema örorkubæturnar,
sem námu 202.956 krónum á mánuði
á árinu, fyrir skatt. Samkvæmt hinu
opinbera neysluviðmiði nema mán-
aðarleg útgjöld barnslauss einstak-
lings sem býr í eigin húsnæði hins
vegar 291.932 krónum en til að
standa undir þeim útgjöldum þurfa
mánaðartekjur einstaklingsins að ná
399.482 krónum fyrir skatt, segir í
tilkynningu frá ÖBÍ.
Guðmundur segir að þrátt fyrir að
hvergi sé tiltekið í 76. greininni
hversu mikil aðstoð ríkisins skuli
vera, megi leiða það af mannrétt-
indasáttmálum sem Ísland eigi aðild
að að fólk verði að geta lifað mann-
sæmandi lífi, og því sé eðlilegt að
miða við neysluviðmiðið.
Í stefnunni er þess einnig krafist
að það verði viðurkennt með dómi
að bætur almannatrygginga sem
Dagrún fái skuli hækka í samræmi
við launaþróun en þó þannig að þær
hækki aldrei minna en verðlag skv.
vísitölu neysluverðs. Þessi megin-
regla laga um almannatryggingar
hafi ítrekað verið afnumin með
bráðabirgðaákvæðum frá árinu 2007
til dagsins í dag og bæturnar þannig
skertar að raunvirði.
Aðspurður segir Guðmundur að
dómurinn gæti haft fordæmisgildi
fyrir fjölda fólks, bæði öryrkja og
lífeyrisþega almennt. Málið verður
þingfest í desember.
„Gengur ekki
að fólk sé dæmt
til fátæktar“
Öryrki höfðar dómsmál gegn ríkinu
Morgunblaðið/Golli
Prófmál Guðmundur segir að dóm-
urinn gæti haft fordæmisgildi.
Breiðholtsþing verður haldið öðru
sinni á morgun frá klukkan 20 til 22
í menningarmiðstöðinni Gerðu-
bergi.
Fram kemur í tilkynningu frá
Þjónustumiðstöð Breiðholts að
Breiðholtsþing sé opinn vett-
vangur fyrir íbúa til að hafa áhrif á
hverfið sitt. Á þessu Breiðholts-
þingi verði horft til framtíðar fyrir
hverfið. Eru íbúar í Breiðholti
hvattir til að taka þátt í þinginu.
Fyrirkomulag þess verður með
þeim hætti að unnið verður í hóp-
um. Niðurstaða hópavinnunnar
verður nýtt í stefnumörkun fyrir
þróunarverkefnið í Breiðholti sem
leitt er af hverfisstjóra Breiðholts.
Jón Gnarr borgarstjóri verður
gestur Breiðholtsþings.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Tunglskin Máninn skín yfir Breiðholti.
Breiðholtsþing
haldið á morgun
Félag tré-
rennismiða á Ís-
landi heldur um
þessar mundir
sýningu á
renndum lista-
verkum í Tjarn-
arsal Ráðhúss
Reykjavíkur.
Á sýningunni
eru sýnd 80
rennd trélista-
verk eftir 24
listamenn.
Þetta er í fimmta sinn sem Félag
trérennismiða á Íslandi heldur sýn-
ingu í Ráðhúsinu en félagið var
stofnað árið 1994.
Sýningin stendur til 2. desember
2012 og er opin alla daga frá 12 til
18.
Sýning á renndum
trélistmunum
Hluti af sýningar-
gripunum.
Stór sendinefnd frá Alaska er á Ís-
landi til að kynna sér orkumál, mál-
efni norðurslóða, efnahagsmál og
viðskipti.
Í sendinefndinni eru 30 manns þ.
á m. stjórnmálamenn, fulltrúar fyr-
irtækja og ýmissa háskólastofnana
í Alaska.
Heimsóknin er skipulögð af Insti-
tute of the North í Alaska í sam-
starfi við utanríkisráðuneytið og
embætti forseta Íslands.
Sendinefnd frá
Alaska í heimsókn
STUTT