Morgunblaðið - 27.11.2012, Side 18

Morgunblaðið - 27.11.2012, Side 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2012 myndinni, sem gerir ráð fyrir al- þjóðlegri efnahagskreppu í kjölfar uppbrots evrópska myntbandalags- ins, þá yrði 3,5% og 3,6% samdrátt- ur á fyrstu tveimur árum spátíma- bilsins, sem nær frá árinu 2012 til 2014. Augu allra beinast að Grikklandi Spár stjórnvalda um stöðugan vöxt í fjárfestingum yrðu ennfrem- ur ekki að veruleika. Fjárfesting myndi dragast saman um meira en 15% á fyrsta ári spátímabilsins, auk þess sem það yrði hátt í 10% sam- dráttur í einkaneyslu fyrstu tvö árin eftir að alþjóðleg efnahagskreppa brytist út. Hrun í heildareftirspurn á heims- markaði vegna djúpstæðrar efna- hagskreppu hefði óumflýjanlega mikil áhrif á íslenska útflytjendur. Samkvæmt sviðsmynd stjórnvalda myndi útflutningur dragast töluvert saman fyrstu tvö árin, auk þess sem mikill samdráttur yrði í innflutningi samfara því að gengi krónunnar myndi veikjast verulega. Gert er ráð fyrir um 20% gengisveikingu og að krónan yrði um 196 krónur gagn- vart evru út spátímabilið. Hin nánu tengsl milli evrópskra og bandarískra fjármálamarkaða valda því að markaðir í þessum löndum eru mjög næmir fyrir stöðu og þróun mála beggja vegna Atl- antshafsins. Hagfræðingar telja af þeim sökum að fari svo að það kvarnist úr evrusvæðinu, til að mynda með brotthvarfi Grikklands, þá gæti slíkt hrundið af stað alþjóð- legri efnahagskreppu. Á það hefur þó verið bent að brotthvarf Grikklands af evrusvæð- inu hefði um þessar mundir ekki jafn alvarlegar kerfislægar afleið- ingar fyrir fjármálamarkaði og áður var talið. Sumir greinendur óttast þó að ef Grikkir neyðast til að kasta evrunni gæti það markað upphaf at- burðarásar þar sem önnur og stærri evruríki, sem glíma við djúpstæða skulda- og bankakreppu, fylgdu í kjölfarið. Þriggja ára samdráttarskeið á Íslandi við uppbrot evru  Samkvæmt sviðsmynd stjórnvalda myndi hagkerfið dragast saman um 8% Ísland berskjaldað gagnvart hættum á evrusvæðinu 2012 2013 2014 Hagvöxtur -3,5% -5,2% -3,6% -5,9% -0,8% 4,7% Einkaneysla -5,6% 7,1% -3,9% -7,3% 3,6% 0,4% Atvinnuleysi 6,9% 0,7% 7,3% 2,3% 7,7% 3,7% Fjárfesting -15,7% -39,6% -1,4% -7,8% 0,6% -12,8% Verðbólga 6,7% 2,1% 3,8% 0,8% 1,3% -1,3% Útflutningur -5,8% -7,8% -4,0% -6,0% 2,8% 0,3% Innflutningur -16,3% -19,7% 0,4% -4,5% 13,7% 10,6% ISK/Evran 196,2 32,7 196,2 32,7 196,2 32,7 Sviðsmynd fyrir efnahagshagsþróun á Íslandi samhliða alþjóðakreppu Tölurnar sem eru bláar sýna frávikið frá gunnspá stjórnvalda. Dökk sviðsmynd » Ef það brytist út alþjóðleg efnahagskreppa í kjölfar mögulegs uppbrots evrunnar þá myndi það hafa mjög nei- kvæðar afleiðingar fyrir ís- lenskt efnahagslíf. » Samkvæmt sviðsmynd sem stjórnvöld teiknuðu upp fyrr á þessu ári myndi íslenska hag- kerfið dragast saman um 8% yfir þriggja ára tímabil. Hörður Ægisson hordur@mbl.is Mögulegt uppbrot evrópska mynt- bandalagsins hefði skelfilegar af- leiðingar í för með sér fyrir íslenskt efnahagslíf og gæti þýtt um 8% samdráttarskeið yfir þriggja ára tímabil. Atvinnuleysi myndi enn- fremur aukast umtalsvert og fjár- festing dragast saman um tæplega 20% en ekki aukast að meðaltali um 11% árlega næstu þrjú árin. Þessi dökka sviðsmynd var teikn- uð upp af íslenskum stjórnvöldum fyrr á þessu ári, að því er kemur fram í úrskurði Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) frá því í september sl., um samþykkt ríkisaðstoðar sem Landsbankanum var veitt í kjölfar hruns bankakerfisins 2008. Þrátt fyrir að íslensk stjórnvöld hafi oft séð ástæðu til þess að minna á að vöxtur og viðgangur íslensks efna- hagslífs eigi mikið undir því að evr- ópskir stefnusmiðir afstýri upp- lausn á evrusvæðinu þá hefur slík sviðsmynd ekki verið birt opinber- lega áður um þær afleiðingar sem uppbrot evrunnar gæti haft fyrir efnahagsþróun hér á landi. Fram kemur í úrskurði ESA að sviðsmyndin sé teiknuð til að meta rekstrarhæfi Landsbankans til að mæta fjármálaáföllum ef efna- hagsþróunin á Íslandi þróast hratt til hins verra í kjölfar alvarlegra ytri áfalla. Samkvæmt verstu sviðs- Lánshæfismatsfyrirtækið Moody’s staðfesti á föstudaginn lánshæfis- einkunn ríkissjóðs Íslands. Einkunn- in er eftir sem áður Baa3/P-3 fyrir langtíma- og skammtímaskuldbind- ingar. Í tilkynningu Moody’s segir að staðfesting á lánshæfiseinkunninni endurspegli að íslenska hagkerfið, opinber fjármál og þróun skulda hins opinbera eru talin vera á réttri leið. Þá býst Moody’s við að efnahags- leg endurreisn haldi áfram á viðun- andi hraða þrátt fyrir áhættu vegna afturkipps í hagkerfum Evrópu sem getur haft neikvæð áhrif á útflutning og hamlað vexti. Þá segir í tilkynn- ingu matsfyrirtækisins að opinber fjármál séu á skynsamlegri braut og verulega hafi dregið úr halla á rík- issjóði. Þetta kemur fram í morgun- korni greiningardeildar Íslands- banka. Moody’s nefnir þrjár sviðsmyndir til sögunnar sem gætu leitt til áfalla sem hefðu mikil áhrif á stöðu lands- ins. Í fyrsta lagi gæti afnám hafta or- sakað mikið útflæði fjármagns og óstöðugleika. Í öðru lagi gæti neikvæð niður- staða í Icesave-málaferlinu haft nei- kvæðar afleiðingar fyrir ríkissjóð. Í þriðja lagi er enn fyrir hendi áhætta vegna bankakerfisins, sem enn er veikburða og viðkvæmt fyrir ytri áföllum að mati Moody’s. Bendir fyrirtækið þar sérstaklega á há van- skilahlutföll. Óbreytt einkunn  Moody’s segir bankakerfið veikburða og viðkvæmt fyrir ytri áföllum AFP Moody’s Afnám hafta gæti orsakað mikið útflæði fjármagns. ● Bandaríska netfyrirtækið Amazon- .com ætlar að opna fjórðu dreifing- armiðstöð sína í Frakklandi á næstunni og kemur fram í tilkynningu að þetta muni væntanlega skapa 2.500 ný störf. Fyrirtækið er þegar með þrjár dreif- ingarmiðstöðvar í Frakklandi og er stefnt að því að sú fjórða taki til starfa á öðrum ársfjórðungi á næsta ári. Atvinnuleysi hefur aukist jafnt og þétt í Frakklandi undanfarin misseri og ekki algengt að fyrirtæki skapi jafn- mörg störf á einu bretti og Amazon stefnir að. 2.500 ný störf hjá Amazon í Frakklandi ● Alls var 123 kaupsamningum um fasteignir þinglýst á höfuðborgarsvæð- inu 16. nóvember til og með 22. nóv- ember 2012. Þar af voru 93 samningar um eignir í fjölbýli, 23 samningar um sérbýli og sjö samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heild- arveltan var 4.608 milljónir króna og meðalupphæð á samning 37,5 milljónir. Á sama tíma var fimm kaupsamn- ingum þinglýst á Suðurnesjum. Þar af var einn samningur um eignir í fjölbýli, þrír um sérbýli og einn um annars kon- ar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildar- veltan var 92 milljónir króna og með- alupphæð á samning 18,3 milljónir. Í frétt á vef Þjóðskrár Íslands kemur fram að sjö kaupsamningum var þing- lýst á Akureyri. Þar af voru fimm samn- ingar um eignir í fjölbýli og tveir um sér- býli. Heildarveltan var 110 milljónir og meðalupphæð á samning 15,7 milljónir. Á sama tíma var tíu kaupsamningum þinglýst á Árborgarsvæðinu. Þar af voru þrír samningar um eignir í fjölbýli og sex um sérbýli. Heildarveltan var 203 milljónir króna og meðalupphæð á samning 20,3 milljónir króna. Veltan var 4,6 milljarðar Stuttar fréttir…                                          !"# $% " &'( )* '$* +,-./0 ,11.23 +,4.+4 ,+.505 ,,.++- +0.02/ +/3.00 +.-,53 +2,., +4,.-+ +,-.40 ,1+.3/ +,4.-/ ,+.0-+ ,,.+0 +0.230 +/-.,4 +.-/+2 +2,.55 +4,.24 ,,3.3315 +,-.20 ,1+.2, +,4.2 ,+.2+- ,,.,3- +2.11/ +/-.43 +.-/43 +2/./3 +4/.3+ Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Í kjölfar frétta í gærmorgun um könnun sérstaks saksóknara á meintri markaðsmisnotkun ALMC hf. (áður Straumur-Burðarás fjár- festingabanki hf.) vill Straumur fjárfestingabanki hf. koma því á framfæri að málið tengist ekki á nokkurn hátt bankanum. Segir Pétur Einarsson, forstjóri Straums fjárfestingabanka, í til- kynningu að bankinn hafi verið tengdur við rannsóknina án ástæðu. „Þrátt fyrir þessa augljósu staðreynd er ekki hægt að skilja umfjöllun sumra fjölmiðla öðruvísi en þannig að málið beinist að Straumi fjárfestingabanka hf. Í sumum fréttum hefur verið vísað í nafnið „Straumur“ og birtar mynd- ir af logoi Straums fjárfestinga- banka hf. sem er allt annar aðili en sá sem málið beinist að,“ segir í til- kynningu frá Straumi fjárfesting- arbanka. Ótengt Straumi A World of Service Við erum í hádegismat Við bjóðum upp á hollan og góðan hádegisverð alla virka daga fyrir fjölbreyttan hóp viðskiptavina. Þrjá daga vikunnar bjóðum við að auki upp á grænmetisrétt – til að mæta þörfum sem flestra. Skoðaðu matarmálin hjá þér og vertu í samband við veitingasvið ISS. www.iss.is - sími 5 800 600. ”Ég eldaði fyrir 890 manns í hádeginu” Mér finnst frábært að elda venjulegan heimilismat og heyra ”takk fyrir góðan mat”

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.