Morgunblaðið - 27.11.2012, Side 12

Morgunblaðið - 27.11.2012, Side 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2012 -Viðhaldsfríir gluggar Hentar mjög vel íslenskri veðráttu Viðhaldsfríir sólskálar og svalalokanir Við höfum framleitt viðhaldsfría glugga og hurðir í 28 ár Nánari upplýsingar á www.solskalar.is Yfir 40 litir í boði! Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími: 554 4300 • Fax: 564 1187 Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Þátttaka í forvali Vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu nú um helgina var mun minni en fyrir síðustu þing- kosningar, vorið 2009. Tæplega sex hundruðum færri kusu í forvalinu nú en fyrir rúmum þremur árum. Í Reykjavík kaus 1.101 félagi í VG í forvali flokksins í mars árið 2009. Í forvalinu sem haldið var nú um helgina greiddu aðeins 639 manns atkvæði. Þetta er fækkun um 462 manns eða 42%. Í Suðvesturkjör- dæmi var það sama uppi á teningn- um. Þar tóku 769 manns þátt í for- vali árið 2009 en 487 manns nú. Það er fækkun um 282 manns eða um 37%. Að mati Daða Heiðrúnarsonar Sigmarssonar, formanns svæðis- félags VG í Reykjavík, er dræmri þátttaka líklega til marks um að áhugi á pólitík hafi almennt minnk- að. Þá geti fjöldi frambjóðenda átt þátt í því að áhuginn á forvalinu var minni en þeir voru mun færri nú en árið 2009. Einnig gæti sú staðreynd að forvalið hafi verið lítið auglýst átt þátt í litlum áhuga. Hann segir flokksmenn ekki hafa sérstakar áhyggjur af því að þetta sé fyrirboði um það sem koma skal í þingkosningunum næsta vor. „Þetta er áminning um að við þurfum að standa okkur betur. Við þurfum að líta í eigin barm og sjá hvað við getum bætt og gert betur. Við höfum ekki sérstakar áhyggjur af þessu,“ segir Daði. Tvær konur, þær Katrín Jakobs- dóttir og Svandís Svavarsdóttir, voru í tveimur efstu sætunum í for- valinu í Reykjavík og munu þær leiða listana í Reykjavíkurkjördæm- unum tveimur. Ekki er um svokall- aðan fléttulista að ræða hjá VG þar sem karlar og konur eru til skiptis á listunum heldur kveða reglur flokksins á um að röðun frambjóð- enda verði breytt ef hallar á konur til að fjölga þeim á þingi. Engin slík ákvæði eru um karla í reglum flokksins. VG lítur í eigin barm í kjölfar minni þátttöku Morgunblaðið/Eggert Efst Katrín Jakobsdóttir náði 1. sætinu í forvali VG í Reykjavík um helgina.  Reglur flokksins um kynjajöfnun til þess að fjölga konum Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Fyrir utan Hönnu Birnu Kristjáns- dóttur sem sigraði í prófkjöri Sjálf- stæðismanna í Reykjavík nú um helgina enduðu þær fjórar konur sem komust í tíu efstu sætin í fjór- um neðstu sætunum. Á eftir Hönnu Birnu raða sér fimm karlmenn áður en þær Sigríð- ur Á. Andersen, Áslaug María Frið- riksdóttir, Ingibjörg Óðinsdóttir og Elínbjörg Magnúsdóttir skipa sér í 7.-10. sæti í prófkjörinu. Óttarr Guðlaugsson, formaður Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæð- isfélaganna í Reykjavík, segir að það sé engu að síður jákvætt að af tíu efstu frambjóðendum í prófkjör- inu séu fimm karlar og fimm konur. Kjörnefnd geti þó gripið til að- gerða til þess að jafna hlutföll kynjanna við uppstillingu fram- bjóðenda á lista. „Þetta er málefni sem kjörnefnd tekur á og skoðar. Hún hefur öll þau tæki og tól sem þarf til að gera þær breytingar sem þarf þegar kosningin er ekki bindandi. Það er þeirra hvort þeir fara í það eða ekki,“ segir Óttarr. Til þess að kosningin teljist bind- andi þarf kjörsóknin að vera yfir fimmtíu prósent auk þess sem frambjóðandi þarf að fá yfir fimm- tíu prósent atkvæða í það sæti sem hann lendir í, að sögn Óttarrs. Kjör- sóknin í prófkjörinu nú um helgina var rúmlega 35%. Rúmlega 7.300 manns tóku þátt í prófkjörinu og eru það um 500 færri en kusu í prófkjöri flokksins árið 2009. Það eru um 3.500 færri en tóku þátt í prófkjöri fyrir alþing- iskosningarnar árið 2007. Morgunblaðið/Golli Sigur Hanna Birna í karlahópi á kosninganóttina. Flestar konurn- ar enduðu neðar  Kynjahlutföll tíu efstu engu að síður jöfn í prófkjörinu Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Niðurstöður forvals Vinstri grænna í Reykjavík eru að konur verða í fyrstu sætum beggja Reykjavík- urlista flokksins, karl og kona verða í 2. sæti á báðum listum og það sama gildir um 3. sætið. Þetta þýðir þó ekki að þrjú fyrstu sæti annars Reykjavíkurlistans verði eingöngu skipuð konum, þótt það væri vissu- lega möguleiki, sé miðað við nið- urstöður forvalsins. Slíkur listi verður ekki boðinn fram, ekki frekar en listi þar sem þrjú efstu sætin væru skipuð körl- um eingöngu. Í forvalsreglum Vinstri grænna er kveðið á um að tryggja skuli að ekki halli á konur við uppstillingu á lista flokksins. Engin slík ákvæði eru um karla, enda er reglan sett fram til þess að tryggja lágmarkshlut kvenna í stjórnmálum. Í þriðju grein laga flokksins segir að við val í trún- aðarstörf innan og á vegum flokksins og í starfi hans í hví- vetna skuli gæta jöfnuðar milli kynja. Jafnt kynja- hlutfall 2009 Vinstri græn fengu 14 þing- menn í síðustu alþingiskosningum 2009, sjö konur og sjö karla. Nokkr- ar breytingar hafa orðið á þing- mannahópnum síðan þá, en einn karl hefur bæst í hópinn og tveir karlar og ein kona sagt sig úr þing- flokknum. „Við erum ekki með reglu um fléttulista, þar sem karlar og konur eiga að skiptast á,“ segir Auður Lilja Erlingsdóttir, framkvæmda- stýra VG. „Þetta ákvæði um jafnan hlut kynjanna á bara við ef það hall- ar á konur. Hugmyndin á bak við það er að fjölga konum á Alþingi með því að þær séu meðal þeirra sem eru í efstu sætum lista flokks- ins.“ Að loknu forvali VG í Reykjavík á laugardaginn liggur fyrir að þær Katrín Jakobsdóttir og Svandís Svavarsdóttir munu skipa efstu sæti á framboðslistum VG í Reykjavík- urkjördæmunum. Árni Þór Sigurðs- son og Álfheiður Ingadóttir verða í 2. sæti og þau Steinunn Þóra Árna- dóttir og Ingimar Karl Helgason í 3. sætum listanna. Ekki liggur fyrir á hvorum Reykjavíkurlistanum þau hyggjast vera. Gætu konur skipað þrjú efstu sætin á öðrum hvorum Reykjavík- urlistanum samkvæmt þessari nið- urstöðu forvalsins? „Nei, alls ekki,“ segir Auður Lilja. „Listinn yrði aldrei boðinn þannig fram, því að þá hallar verulega á annað kynið. Ekki frekar en við myndum bjóða fram lista þar sem karlar skipuðu þrjú efstu sætin.“ Kynjareglu eingöngu beitt ef hallar á konur  Engin krafa um að karlar og konur skiptist á á listum VG Morgunblaðið/Ómar Þingflokkur VG á fundi Samkvæmt forvalsreglum flokksins er kveðið á um að tryggja skuli að ekki halli á konur. Auður Lilja Erlingsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.